Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 24. nóvember 1972 Ómar Valdimarsson skrifar frá Svfþjóð: Fæði 5 manna fjölskyldu kostar rúmlega 20.000 krónur á mánuði - A undanförnum 4 árum hefur matvara hækkað um 25-30%, og enda þótt Svíar séu farnir að spara, hækkar allt jafnt og stöðugt Iooo sænskar krónur — tæpar 19.000 islenzkar — duga ekki fyrir mánað- arlegum matarreikningi 5 manna sænskrar fjölskyldu, erida hafa mat- vörur i Sviþjóð hækkað um 25-20% siðan 19(>S. t veiferðarrikinu Sviþjóð, þar sem meðal árstekjur eru i kring- um 22.000 krónur sænskar (425.000 isl. kr.), kostar að minnsta kosti 1000 krronur s. fyrir 5 manna f jölskyldu að eta mánað- arlega — og er þá svo sannarlega ekki reiknað með rifjasteik á hverjum sunnudegi. Frá árinu 1968 hafa matvörur hækkað um 25-20% og söluskattur er nú 17.65%. t beinum peningum þýðir þetta, að það, sem kostaði 1000 krónur sænskar lyrir fáum árum kostar i dag 1200-1400 krón- ur. t>á mun hver og einn Svii kasta i burtu á milli 20 og 50 kg. af mat árlega og auk þess hefur ver- ir reiknað Ut, að hver Svii kasti i burtu að andvirði 50 s kr. árlega, þar eð hann hefur skemmzt i geymslu. Mest af þvi er brauð, kjöt og fiskur. Samkvæmt nýlegum Utreikn- ingum kostar það til dæmis hvorki meira né minna en 7. 400 krónur 290 s kr.) að fæða 15 ára gamlan ungling á mánuði. Fyrir aðeins einu ári kostaði matur handa jafngömlum manni ,,að- eins'' 6.660 krónur (251 ,jkr.), sem er rUmlega 700 króna hækkun. fjvi segir sig sjálft, að venjuleg, sænsk fjölskylda á erfitt með að láta peningana hrökkva fyrir nauðsynjum. Piltar eru dýrari en stUlkur i ..rekstri", og dýrastir allra eru piltar á aldrinum 15-17 ára. Þeir eta töluvert meira en þeir, sem eru eldri og yngri, eins og kemur fram i meðfylgjandi töflu. Þó kann að aorka tvimælis, að kalla 5 manna fjölskyldu venju- lega, þar sem 5. hluti allra sænskra heimila eru einstakl- ingsheimili og meirihluti sænskra fjölskyldna telur ekki nema 3-4 manneskjur. Svenson hefur nefnilega komizt að þeirri niður- stöðu, að hann getur skemmt sér meira og keypt sér stærra lita- sjónvarp, ef hann hrUgar ekki niður börnum. Samt er það svo, að á siðast- liðnu ári lækkaði visitala fram- færslukostnaðar hér i fyrsta skipti i 20 ár. 1 venjulegu ári hækkar visitalan um 4 stig árlega, en i fyrra lækkaði hUn hlutfallslega um 7 stig. Astæðan er sU, að Svenson og Karlsson eru farnir að spara. Hvarvetna má sjá i Utstillingargluggum banka og annarra slikra fyrirtækja áskoranir til fólks um að spara meira. „Spara mera Sverige!” stendur á spjöldunum, sem skarta jafnframt litrikum ljós- myndum af hamingjusömu fólki við fallega bilinn sinn fyrir utan fallega hUsið. Hins vegar vekur það athygli gestsins, að á mynd- unum eru engin börn. Svenson er farinn að baka eigin brauð, eta einfaldari mat og yfir- leitt að lita á bakhlið krónunnar, áður en hann lætur hana frá sér. Saml sem áður virðist árið i fyrra, með sinum 7 stigum undii meðallagi, ætla að vera undan tekningin. A þeim tæpu 11 mánuð um, sem liðnir eru af þessu ári, heíur visitalan hækkað um 7 stig og rUmlega það, en reiknað hafði verið með i mesta lagi 4.5 stigum. 1. janUar 1973 hækka svo landbUnaðarvörur. og tilkynntar hafa verið ýmsar hækkanir, sem eiga að koma til framkvæmda á ýmsum timum á komandi ári. Framkvæmdastjóri iðnrekenda- sambandsins i Sviþjóð, Göran Holmquist. lét til dæmis nýlega hafa eftir sér i viðtali, að almenn- ar hækkanir á árinu 1973 færu ekki undir 5%, en bætti þvi jafn- Iramt við, að eðlileg hækkun na'mi i hæsta lagi 3%. Og eftir áramótin geta ibUar i suður- og suð-vestur hluta Sviþjóðar ekki sparað á þvi að fara yfir til Dan- merkur að verzla, þar sem aðild landsins að EBE tekur gildi þá. Gel ég nefnt sem dæmi, að þegar ég nýlega kom inn i skóbUð i Piltar 15-17 ára Piltar 13-14 ára Karlmenn + 10-12 ára. Konur,stálkur eldri en 12 ára + börn 9 o.eldri 8 ára börn 7 ára börn 6 ára börn 5 ára börn 4 ára börn Börn að 3 ára aldri 1972 (1968) 390#kr. (273-) 330 - 300 - 210 - 180 - (126-) .150 - (105-) ■120 - (84-) ■90 - (63-) (l vÖkr. = ca. 18.50 ísl. kr. ) A þessari töflu sést vel hve mikið það kostar að fæða hvern og einn Svia pr. mánuð. Þvi er það varla að undra, að meirihluti þeirra telur sig geta íifað betra lifi einhvers staðar annars staðar I heiminum. Sviar baka orðið heima og eta afgangana sjálfir, enda hefur velta verzlana sem þessarar, venjulegrar ma+ vöruvcrzlunar, minnkað um 5% á undanförnum 3 mánuðum. Neytendum eru boðin mikil kjarakaup, eins og sjá má af spjöldunum í glugganum, en það dugar skammt. Gautaborg og spuröist fyrir um verð á venjulegum gUmmistig- vélum, kostuðu þau ekki undir 70 skr., en þegar ég var i Danmörku nokkrum dögum siðar, keypti ég mér sams konar stigvél á 35 dkr., sem er hérumbil 75% minna verð. En það eru ekki aðeins matvör- ur og aðrar nauðsynjar, sem hækka i Sviþjóð, nU eru það hér- umbil óskráð lög, að skattar séu minnst 30%. Jafnframt minnk- ar kaupgeta. Þó eru til menn, sem lita björtum augum á framtiðina. Einn þeirra er Johan Hermelin, formaður sænsku neytendasam- takanna. Hann sagði nýlega 'i sjónvarpsviðtali, að hann hefði trU á, að hækkanir á næsta ári yrðu ekki eins miklar og almennt væri spáð. — Almenningur i Sviþjóð hefur lært að spara, sagði hann, — og ég heldiað árið 1971 komi til með að vera regla i fram- tiðinni. Kaupmenn hafa vissulega farið illa Ut Ur sparnaði Svia, sérstak- lega smásölukaupmenn. Verzlun þeirra hefur lækkað um 5% á und anförnum þremur mánuðum, en heildsalarnir standa betur að vigi: þeirra lækkun nemur aðeins 1/2%. Útreikningar leiða einnig i ljós, að heildarsala fataiðnaðar- ins hefur minnkað um hvorki meira né minna en 9% á sama tima og i heimilistækjum 1%. Þó kann siðastnefnda talan að hækka töluvert, þegar öll kurl koma til grafar, þar sem komið hefur i ljós, að aukning i sölu Utvarps- og sjónvarpstækja jókst um 7% á nefndum tima, svo til eingöngu vegna Ólympiuleikanna i Míinch- en, sem sjónvarpaðvar og Utvarp- að beint hingað i fleiri tima dag- lega. Inn i matarUtreikningana kemur vafalaust einnig til, að sala á tilbUnum mat (þar á meðal svokallaðir „sjónvarpsréttir” og annar djUpfrystur matur) hefur mjög minnkað frá þvi sem var á siðasta áratug. Það er þó ekki eingöngu al- menningur, sem finnur fyrir auk- inni dýrtið. Mörg stór fyrirtæki, þar á meðal Volvo, Facit, Felix og önnur, hafa orðið að selja stóra hluta — eða allt — af fyrirtækjum sinum til erlendra auðhringa, sem annaðhvort hafa einhverja starfsemi hér, eða hafa þá i hyggju að flytja einhverja hluta starfsemi sinnar hingað. Þá hafa nokkrir sænskir forstjórar og iðjuhöldar flutt bUferlum, flestir til Sviss, vegna hárra skatta og annars svipaðs — og það undar- lega er, að sænskur almenningur virðist hafa samUð með þeim. Auk þess ágerist „blaðadauð- inn” svokallaði. Þvi það er sama hvað öllum Ut- reikningum liður, sænskur almenningur — Svensson, Karls- son og Johannsson — vita, að hlutirnir eru dýrari i dag en þeir | voru i gær og þvi vilja þeir ekki una. Þvi má Palme vara sig og I ekki sizt fjármálaráðherra hans, Gunnar Strang, sem upp á sið- kastið hefur orðið fyrir æ sterkari gagnrýni vegha ýmissa aðgerða og orða, og eru það ekki aðeins móderatar og hægrimenn, sem [ kvarta. ó. vald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.