Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. nóvember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l>ór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson;::::;:;;::; x:;!;:;!; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).;!;!;!;!;!; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskrif-;:;:;:;:;:.: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306;;;;!;;!;! !;!;!;!;!;! Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-!;!;!;!;!;! :;;!;!;!;!; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald!;!;;;;! 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-;!;!;!;!;!; takið. Blaðaprent h.f. Wéé_________________ ■> Kjörin aldrei betri en nú í skýrslu sinni á Alþýðusambandsþingi sagði Björn Jónsson, forseti sambandsins, að kaup- máttur launa hefði aldrei i annan tima verið meiri hjá verkafólki en hann er nú,og vinnu- vikan væri um leið orðin styttri hér á landi en i öðrum löndum. Margir launþegar ynnu þó miklu lengri vinnutima en 40 stundir á viku vegna þess,að atvinna hefði verið mjög mikil að undanförnu og atvinnuleysi verið að mestu útrýmt. Kæmi þvi vinnutimastyttingin fram sem bein kauphækkun hjá földanum. I framsöguræðu fyrir tillögu til ályktunar um kjara- og atvinnumál, sem lögð var fyrir Alþýðusambandsþing, sagði Eðvarð Sigurðs- son, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar m.a., að höfuðverkefni verkalýðs- samtakanna núna væri að sjá til þess,að kaup- máttur launanna yrði verndaður og tryggð yrði full atvinna i landinu með tilliti til þess vanda, sem nú blasir við i efnahagsmálum. Um þessi verkefni erum við að sjálfsögðu fús að eiga samvinnu við rikisstjórn landsins, sagði Eðvarð. Eðvarð minnti á, að nú ætti sér stað mikil atvinnuuppbygging i landinu og áætlanir væru uppi um markvisst framhald þeirrar upp byggingar, en það er markmiðið með þessum framkvæmdum að treysta atvinnu- og efna- hagslif þjóðarinnar og þar með skapa sem mest atvinnuöryggi og skilyrði fyrir bættum kjörum launþega. Nú er við vanda að etja i efnahagsmálum, en alvarlegust i sambandi við atvinnu- og kjara- málin er sú hætta, sem felst i þvi,er áframhald- andi minnkun verður á fiskaflanum. Færi svo, er vandséð, hvernig við fengjum varið kjör okkar, sagði Eðvarð. Þess vegna er landhelgis- málið og verndun fiskimiðanna svo mikið lifs- hagsmunamál þessarar þjóðar og ekki sizt fólksins i verkalýðshreyfingunni. I tillögum þeim, sem fyrir þingið voru lagðar, er vikið að 7 atriðum, sem miklu skipti,þegar ákvarðanir verði teknar um leiðir til að mæta efnahagsvandanum, sem nú er við að striða. Þessi atriði eru þessi: 1. Að við fjárlaga- og framkvæmdaáætlana- gerð verði gætt fyllsta aðhalds varðandi alla þá kostnaðarliði, sem ekki er brýn þörf á, til að haldið verði fullri atvinnu i landinu og nauð- synlegri félagslegri þjónustu. 2. Að framhald verði á raunhæfu aðhaldi i verðlagsmálum og að virku verðlagseftirliti verði komið á. 3. Að skatteftirlit verði hert og skattsvik hindruð. 4. Að heildarstjórn verði á fjárfestingar- málum, bæði með hyggilegum áætlunum og samræmdri stefnu lánastofnana. 5. Að hugsanlegar aðgerðir beinist m.a. að þvi að bæta hlut undirstöðuatvinnugreinanna, en draga úr gróða og óþörfum milliliðum. 6. Að aðgerðirnar séu til þess fallnar að jafna raunveruleg launakjör i landinu, jafnframt þvi sem kjör láglauna- og miðlungstekjufólks séu vernduð. 7. Aö skattar á lágar og miðlungstekjur verði lækkaðar, eftir þvi sem frekast er unnt. —TK ERLENT YFIRLIT Brandt og Scheel semja um nýja ríkisstjórn Nokkur ágreiningur getur orðið um innanlandsmál Brandl «n Schcel SIGURVEGARARNIR i kosningunum i Vestur-Þýzka- landi vinna nú aö myndun nýrrar rikisstjórnar, sem mun verða kynnt þinginu 15. desember næstkomandi. Samkvæmt stjórnarskránni kemur nýkjöriö þing fyrst saman fjórum vikum eftir kosningar, og mun þingið þvi ekki verða kvatttil fundarfyrr > en 13. desember. Næsta dag mun kosning á kanslara fara fram.og er enginn efi á þvi, að Brandt verður endurkjörinn. Daginn eftir mun hann svo kynna þinginu skipun nýrrar stjórnar. Það verður hins vegar fyrst 18. janúar næstkomandi, sem Brandt mun tilkynna þinginu stefnuskrá rikisstjórnarinnar, sem á að gilda fyrir allt kjör- timabilið. Nefnd, sem stjórn- arflokkarnir hafa kjörið til að semja stefnuskrána, hóf störf sin i gær. Fyrsta verk hins nýkjörna þings verður að samþykkja fjárlög fyrir árið 1972. Þau hafa verið óafgreidd sökum þess, að ekki var neinn starf- hæfur meirihluti i þinginu. Ætlunin er að hefja umræður um fjárlögin i þinginu 18. desember og ljúka þeim fyrir jólin. GIZKAÐ er á, að það geti valdið Brandt nokkrum erfið- leikum að mynda nýja rikis- stjórn, þvi að frjálslyndir demókratar, sem telja sig aðalsigurvegara kosninganna, áliti sig hafa rétt til fleiri ráð- herra en áður. Þeir bættu við sig 12 þingsætum i kosningun- um, en sosialdemókratar 6. Frjálslyndir demókratar hafa nú þrjá ráðherra, eða utan- rikisráðherrann, innanrikis- ráðherrann og landbúnaðar- ráðherrann. Talið er, að þeir vilji nú fá 4 eða 5 ráðherra.og er gizkað á, að þeir vilji fá til viðbótar efnahagsmálaráð- herrann og menntamálaráð- herrann. Orðrómur hermir, að þetta mál kunni að verða leyst með fjölgun ráðuneyta, t.d. verði embætti menntamála- ráðherrans skipt. Eitt ráð- herraembætti verður lagt nið- ur vegna hinna nýju samninga milli þýzku rikjanna, en undir það heyrðu sameiginleg þýzk málefni. t stað þess mun sennilega koma ráðuneyti fyr- ir umhverfismál. Svo örðugt, sem það getur orðið að semja um skiptingu ráðherraembættanna, geta örðugleikarnir orðið meiri i sambandi við stefnuskrána. Utanrikismálin munu ekki valda neinum erfiðleikum, þvi að stjórnarflokkarnir eru sammála um þau. Svipað gild- ir um menntamálin, en á sviði þeirra hafa stjórnarflokkarnir heitið mjög róttækum breytingum. Hins vegar er talið, að ágreiningur geti orðið um skattamálin og atvinnu- lýðræðið. Sosialdemókratar lofuðu breytingum i skatta- málum, sem frjálsir demó- kratar hafa lýst sig andviga. Þá lofuðu sosialdemókratar einnig að auka verulega hlut- deild starfsmanna i stjórn fyrirtækja, en frjálslyndir demókratar lýstu yfir þvi, að þeir vildu fara mjög varlega i þessum efnum. Margir spá þvi( að ágreiningurinn milli stjórn- arflokkanna geti orðið mestur um þetta atriði. 1 KOSNINGUNUM nú urðu sosialdemókratar i fyrsta sinn stærsti þingflokkurinn. Þeir fengu nú 45.9% greiddra at- kvæða og 230 þingmenn, en kristilegir demókratar 44.8% og 224 þingmenn. 1 kosningun- um 1969 fengu kristilegir demókratar 46.1% og 242 þing- sæti, sosialdemókratar 42.7% og 224 þingsæti. Sigur sosial- demókrata er yfirleitt talinn persónulegur sigur Brandts, en mörg blöð benda jafnframt á, að sosialdemókratar hafi átt vaxandi fylgi að fagna,sið- an þeir samþykktu hina nýju stefnu á landsfundi sinum i Godesberg 1959, en þá hurfu þeir að mestu frá þjóðnýting- arstefnunni. Siðan hefur þeim gengið miklu betur að ná fylgi hægfara kjósenda, eða mið- fylginu svonefnda. Siðan 1949 hefur kjörfylgi þeirra i kosn- ingum verið sem hér segir: 1949 29.2%, 1953 28.8%, 1957 31.8%, 1961 36.2%, 1965 39.3%, 1969 42.7% og 1972 45.9%. FRJÁLSLYNDIR demó- kratar lengu stórum meira fylgi en spáð hafði verið. Þeir fengu 8.4% greiddra at- kvæða og 42 þingmenn, en fengu 5.8% og 30 þingmenn i kosningunum 1969. Fyrir kosningar var þvi spáð, að ýmsir fylgismenn sosialdemó- krata myndu kjósa frjálslynda demókrata i þetta sinn til þess að koma i veg fyrir, að þeir féllu út úr þinginu, en það hefði tryggt kristilegum demókrötum sigur samkvæmt þvi, sem skoðanakannanir bentu til. Athuganir, sem hafa verið gerðar eftir kosningarn- ar, benda hins vegar til, að frjálslyndir demókratar hafa fengið næstum eins mikið af atkvæðum frá kristilegum demókrötum og sosialdemó- krötum. Þetta er m.a. talið stafa af þvi, að frjálslyndir demókratar lofuðu að styðja óbreytta utanrikisstefnu, en hins vegar myndu þeir gæta þess, að sosialdemókratar réðust ekki i nein sosialistisk ævintýri, t.d. i sambandi við atvinnulýðræði. Þá er talið, að það hafi haft áhrif á ýmsa kjósendur, að ekki væri heppi- legtað aðeins væru tveir stórir stjórnmálaflokkar, er héldu uppi mjög harðri andspyrnu hvor gegn öðrum. Frjálslyndir demókratar lögðu mikla áherzlu á þetta atriði og virð- ist hafa orðið vel ágengt. KRISTILEGIR demókratar biðu I reynd miklu meiri ósig- ur en kosningatölurnar benda til I fljótu bragði. Athuganir hafa leitt i ljós, að þeir fengu nú meginþorra þeirra kjós- enda, sem kusu nýnasista i kosningunum 1969, en samt minnkaði heildarfylgi þeirra. Ástæðan var sú, að þeir misstu fylgi jöfnum höndum til sosialdemókrata og frjáls- lyndra demókrata. Tvennt er talið hafa átt mestan þátt i þessu. Annars vegar var and- staða þeirra gegn utanrfkis- stefnu stjórnarinnar, en hins vegar ofsafenginn áróður gegn sosialdemókröt- um, er voru stimplaðir sem rauðir fasistar, sem myndu leggja l'rjálst framlak og lýðræði i rúst. Þessi áróður missti marks, en dró jafn- Iramt athygli frá áróðri þeirra um dýrtiðina, sem hins vegar féll i allgóðan jarðveg. Vafalaust munu kosninga- úrslitin leiða til harðra átaka hjá kristilegum demókrötum. Það mun bæði deilt um stefn- una og forustuna. Af hálfu nægri manna undir forustu Strauss mun lögð áherzla á harðari andstöðu gegn stjórn- inni og utanrikisstefnu hennar. Aðrir leiðtogar llokksins munu hins vegar leggja áherzlu á samstöðu allra flokkanna i utanrikis- málum, en hafa ágreininginn þeim mun meiri um innanrik- ismál. Þetta mun hafa verið sú stefna, sem Barzel vildi fylgja, en fékk ekki framgengt vegna áhrifa Strauss. Margir munu kenna Barzel um úrslit- in, þar sem hann hafi ekki ver- ið nógu myndugur foringi, en Barzel hefur það sér til af sökunar.að hann var með klof- inn flokk i utanrikismálum og þurfti að reyna að halda hon- um saman vegnakosninganna. Óliklegt þykir, að reynt verði að sinni að Svipta Barzel for- ustunni,nema þá að tilraun verði gerð til þess af hálfu Strauss. Hann hefur enn ekki látið neitt uppi, en þeir tveir menn aðrir, sem hafa verið taldir liklegir keppinautar Barzels, Helmut Kohl og Gerhard Stoltenberg, hafa lýst yfir fylgi við hann. Strauss mun telja það styrkja aðstöðu sina, að flokk- ur hans fékk nú heldur meira fylgi i Bæjaralandi en 1969. Hann fékk nú 55.1% atkvæða, en fékk 54.4% i kosningunum 1969. En á móti þessu kemur það, að sosialdemókratar juku fylgi sitt i Bæjaralandi úr 34.6%, i 37.8% og frjálslyndir demókratar juku fylgi sitt úr 4.1%, i 6.1%,. Kristilegir demo- kratar fengu nú það fylgi, sem nýnasistar fengu i Bæjara- lándi 1969, en töpuðu hins veg- ar næstum eins miklu til stjórnarflokkanna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.