Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKAPAR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 c 270. tölublað — Föstudagur 24. nóvember—56. árgangur kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Óðinn halastýfði Grímsbæjartogara: BRETAR HENTU JÁRNARUSLI UM BORÐ í ÍSLENZKAN BÁT ÞÓ-Reykjavik. Til átaka kom á miðunum við Vestfirði i gær, og enduðu þau með þvi, að varðskipið Óðinn klippti vörpuna frá brezka togaranum Vianova frá Grimsby. Eftir hádegi i gær barst Land- helgisgæzlunni kvórtun um að brezkir togarar væru að eyði- leggja veiðarfæri islenzkra báta, og sýndu þeim um leið mikinn ágang um 20 sjómilur norðaustur af Horni. Varðskipið Óðinn var þegar sent á staðinn, og er það kom þangað fyrirskipaði það brezku togurunum að halda þegar af veiðisvæðinu. Togararnir höfðu skipun varðskipsins að engu, og þegar hér var komið, settu skipsmenn Óðins klippurnar góðu útbyrðis og klipptu trollið frá Vianova GY 590. Á þessum slóðum voru 30 brezkir togarar að veiðum, og þegar Oðinn hafði klippt á vira Vianova sigldu átta brezku togar- anna að togbátnum örvari HU 1 frá Skagaströnd, og varð örvar að hifa upp vörpuna hið bráðasta af þeim sökum. Á meðan skip- Rafvirkjar sýknaðir SB-Reykjavfk Uómur var kveðinn upp á mið- vikudaginn i máli þvi sem raf- verktakar höfðuðu gegn Félagi isl. rafvirkja i sumar. Eins og fram hefur komið i fréttum af málinu, samþykktu rafvirkjar á fundi sinum 19. júli, að vinna ekki að nýlögnum eða meiri háttar breytingum á raflögnum, nema i uppmælingu. Stefnendur fóru fram á, að samþykkt þessi yrði dæmd ólög- leg og félagið yrði dæmt til að greiða skaðabætur, vegna ólög- legra vinnustöðvana i þessu sam- bandi, ásamt sektum. Rafvirkjar voru sýknaðir af ákærunni. og er niðurstaðan byggð á þvi, að ekki er talinn hafa verið kominn á kjarasamningur milli aðilanna. verjar voru að þvi grýttu skip- verjará togaranum Wyre Victory FD 181 áhöfnina á örvari með járnboltum og fleira lauslegu drasii, sem þeir höfðu við hend- ina. Óðinn birtist brátt á þessum slóðum og hypjuðu brezku togararnir sig þá brott. Ekki munu skipsverjar á örvari hafa orðið fyrir kastvopnum Bretanna, eftir þvi sem bezt er vitað. betta mun vera i niunda skipti, sem islenzkt varðskip klippir vórpuna frá Brezkum togara, sið- an fiskveiðilandhelgin var færð út i 50 sjómilur þann 1. september s.l. Togarinn Vianova hefur ekki áður komið verulega við sögu hjá Landheigisgæzlunni, en það sama verður ekki sagt um Wyre Victory frá Fleetwood. Til dæmis hefur hann einu sinni fengið að finna fyrir klippum islenzks varð- skips úti fyrir Vestfjörðum. Togarinn Vianova GY 590 er i eigu eins stærsta útgerðarfélags i Bretlandi, og eigendurnir eru Northen Trawlers Ltd i Grimsby. Dularfulla kúahvarfið: BÆNDUR LÁTA LÍTA í FJÓSIN HJÁ SÉR SB-Reykjavik. Ekkert hefur enn komið i Ijós, sem varpað gæti Ijósi á hið dularfulla hvarf kúnna tvcggja fyrir norðan, en nú cru um tveir mánuðir siðan sú fyrri hvarf. Þeirra var leitað skipulega. sólarhringum sam- an. án árangurs. Mikið er um málið rætt manna á meðal á Akureyri og ýmsar getgátur uppi. Bændur i nágrenninu hafa að líkindum hcyrt gctgáturnar, þvi að þeir hafa boðið tilraunastjóra að koma og lita i fjós sina. Mistök gcta hafa átt scr stað, þar scm kýr hafa hin siðari ár gcrzt allmjög likar i útliti vegna kynbótastarfsemi. En þá verður enn undarlegra með hvarf scinni kýrinnar. þar scin hún var i hópi á afgirtu túni og gctur ekki hafa komizt út af sjálfsdáðum. Tryppi hverfur SB-Reykjavík. Viðar virðast skepnur hverfa á dularfullan hátt en á Akureyri. Fyrir þremur vik- um hvarf frá Iðu i Biskupst- ungum veturgömul hryssa, jörp með þrjá fætur hvíta, en vinstri framfót dökkan og hvitt tagl. Mikil leit hcfur farið fram i nágrenninu, en engan árangur horið. Ef einhverjir kynnu að verða varir við jarpskjónu þessa þarna i grennd, cru þeir vinsamlega beðnir að láta Iðu vita, eða hringja i sima :S252» i Reykjavik. Þessi mynd verður á umslögunum tvö þúsund, sem fara munu með loftbclgnum i hið merka ferðalag. Er það Halldór Pétursson, er teiknað hcfur myndina. Umslögin verða send frímerkt (!) kr frimerki) og með áðurgrcindri mynd og verða siðan móttökustimpluð á næsta pósthúsi við lcndingarslað loftbelgsins. l»:i verður farið með þau til Reykja- vfkur, þar scm prentað verður á þau dagsetning ásamt nokkrum upplýsingum um loftbelginn og ferðina. Þcgar hefur vcrið gengið frá umslögunum i vatnsheldum umbúðum, svo að ckki stendur á þeim. Belgurinn á loft í dag? Unnið var að gasá- fyllingunni í nótt Stp-Reykjavik Þess er að vænta, að Sandskeið verði sá staður, sem athygli manna beinist mest að i dag. Enda væri það ekki að ástæðu-, lausu, þvi að þarna mun væntan- lega gerast sá atburður, sem ekki á sér hliðstæðu i allri sögu ts- lands: flugtak mannaðs ioftbelgs, með islenzkri áhöfn (þremur mönnum) og islenzkur að allri gerð. Það sem hér um ræðir er auðvitað hann Vindsvalur, sem svo margumtalaður hefur verið að undanförnu. Aðöllum likindum verður þó ekki lagt upp i sjálft ferðalagið i dag, en ef áfyllingin gengursamkvæmtóskum, verður belgurinn væntanlega prófaður, þ.e. látinn fara á loft með áhöfn og öllu saman. Framhald á bls. 19 Árekstur á Suðurlandsvegi: Ungbarn í körfu gegnum framrúðuna Klp-Reykjavik Um miðjan dag i gær, varð mjög harður árekstur á Suður- landsvegi, skammt fyrir vestan Hólm. Þar rákust saman tvær fólksbifreiðar, Volvo og Volkswagen, og skemmdust mikið. Fimm manns var i bifreið- unum, þar af eitt kornabarn, og var allt flutt á slysavarðstofuna meira eða minna slasað, nema barnið, sem slapp ótrúlega vel. Áreksturinn varð með þeim hætti, að annarri bifreiðinni var ekið fram úr vörubifreið, sem var að strá sandi á nýja veginn. Kom þá hin bifreiðin beint á móti og var ekki hægt að forðast árekstur þvi nokkur hálka var á götunni. t Volvo-bilnum var tvennt full- orðið, sem sat i framsætinu, svo og tvennt fullorðið i hinum bilnum. Þar var einnig kornabarn i körfu i aftursætinu og tókst karfan á loft við áreksturinn og út um framrúðuna, sem hrökk i sundur við fyrsta höggið. Við það hrökk einnig upp farangurs- geymslulokið á Volksvagninum og lagðist fyrir framrúðuna, þannig að karfan með barninu fór ekki alla leið út og féll því ekki i götuna. Eins og fyrr segir, vár allt fólkið flutt á slysavarðstofuna, þar sem gert var að meiðslum þess, en það var viða skorið og skrámað, — allt nema litla barnið, sem slapp ómeitt þrátt fyrir ferðalagið i körfunni, enda mun það hafa verið vel dúðað i sæng. Loftbelgurinn varð fullgerður I gærkvöldi og eru piltarnir sem bjuggu hann til aðbera tiuiin út úr Tónabæ, en þaðan var honuni ekið upp á Sandskeið. Ventillinn, sem sóttur var til Bandaríkjanna er á höfði Holbergs, sem er fremst á myndinni. Tfmamynd Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.