Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 24. nóvember 1972 Ilegnhlif með vinnukonu Er loks var búið að finna upp regnhlifar, sem ekki er hætta á að stingi augun úr vegfarendum, fylgdi sá böggull skammrifi, að konurnar, sem skýldu sér með þessum nýju regnhlífum, sjá ekki til að komast slysalaust áfram i umferðinni. Varla þarf að lýsa þeim regnhlifum, sem notaðar eru nú á dögum, svo al- gengar eru þær orðnar. Eru þær gerðar úr glæru plasti og notað- ar þannig, að sjállri regnhlifinni er brugðið niður yfir höfuð not- andans, allt niður á herðar. En þegar rignir safnast droparnir á hlilina og byrgja útsýni. Eru þvi konur, sem nota þessar regn- hlifar.engu betur settar en öku- menn i bilum, þar sem vinnu- konan er i ólagi. Er reyndar ólöglegt að aka bilum, sem þannig eru á sig komnir, en eng- in lög banna neinum að vaða blindandi um göturnar, sé sá út- sýnislausi gangandi. Nú er búið að linna ráð við þessum vand- ræðum. Er það einfalt. Bara að setja vinnukonu á regnhlifina, rétt eins og á bila. Fyrst i stað var ekkert gert i málinu af hálfu yfirvalda, en þegar fara átti að rannsaka dauðsfall konunnar, fannst Paul Getty yngri hvergi, og hefur ekki sézt siðan, og veit enginn hvar i veröldinni hann heldur sig. Getty eldri, sem nú er 79 ára gamall, er að vonum leiður yfir framferði sonar sins, og þykir eins og fleirum, i meira lagi grunsamlegt, að hann skuli hverfa um það bil.sem farið er að rannsaka dauða eiginkon- unnar. Gamli maðurinn heldur áfram að reka risafyrirt. sin, þrátt fyrir aldurinn, en hann hefur upplýst, að hann eigi eng- an son lengur, þvi hann getur ekki fyrirgefið Paul yngra, að hreinsa sig ekki af þeim grun, sem á honum liggur. — Fyrir mér er sonur minn látinn, segir Getty, og þar afleiðandi verður hann ekki nefndur i erfðaskránni. Larsenhjónin voru á leið heim úr veizlu. Á leiðinni jós frúin sér yfir eiginmanninn fyrir að hafa veitt borðdömu sinni of mikla at- hygli. — Þú ert sá dónalegasti karl- maður, sem ég hef kynnzt, sagði hún. Tveir af vinum Larsens voru innan heyrnarviddar og tóku brosandi ofan hattana. — Já, elskan min, hvað sagðirðu fleira við hann? spurði þá Larsen konu sina. ★ (Irænt er gott fyrir eyrun. Verði hávaðinn frá umferðinni of mikill, skaltu mála eða veggfóðra hjá þér i ljósgrænum eða bláum litum. Heyrnarsérfræðingar i Leningrad halda þvi fram, að þessir litir dragi úr hávaðanum um mörg desibel. Bak við þessa niðurstöðu liggur röð af tilraunum með hljóðdeyfandi liti, og gerð hefur verið tafla, sem sýnir hvaða litir eru mest hljóðdeyfandi og hvaða timbur. Einnig hafa verið gerðar til- raunir með liti á öðru sviði, þar sem rannsökuð voru áhrif hinna ýmsu lita og ljósauppsetninga á vinnuafköst, sjónþreytu og þreytu i heild. Niðurstöður til- raunanna hafa verið gefnar út i skýrslu, þar sem lagðar eru fram tillögur um innréttingu vinnustaða. l>að var rólegt kvöld. Hann sat og las i blaði en hún prjónaði. Ileyrðu, hérna slendur, að maðurinn, sem skotið var á, hafi sloppið lilandi, af þvi kúlan hitti hnapp. Nú og hvað með það? Já, mér datt bara i hug, að sumir slyppu ekki svo vel, það vantar ósköp af hnöppum i fötin min. ,/x Sonur Gettys gerður arflaus Ef Paul Getty er ekki rikasti maður þessa heims.er hann ekki langt frá heimsmetinu. Hann á meiri peninga en hægt er fyrir einn mann að eyða með nokkru móti. Meðal fasteigna hans er höll i Englandi, þar sem karlinn býr. f henni eru 70 herbergi, og hefur eigandinn aldrei séð nema fá þeirra. Fimmtán manna þjónustulið er i höllinni, sem ekki hefur annað að gera en láta fara vel um oliukónginn. En Paul Getty hefur sinar áhyggjur ekki siður en annað fólk. Mesta áhygjuefni hans er sonur hans, Paul Getty jr. Ungi maðurinn hefur ekki verið við eina fjöl felldur i lifinu, en hið alvarlegasta, sem fyrir hann hefur komið til þessa, var dauði konu hans, Thalitu, sem lézt fyrir ári siðan,og er ekki allt með felldu i sambandi við dauðsfallið. Ef einhverjum kemur við hvað stúlkan með hattinn heitir, skal upplýst, að nafn hennar er Michelle ltizzo, og er hún leik- kona og dansmey. Fínn hatlur, eða livað? — Þjónn, er þetta ekki fyrsta llokks matsölustaður? — Jú, herra minn. —Hvers vegna er þá þjónarnir annars flokks? — Af þvi að gestirnir eru þriðja flokks... — Rétturinn hefur ákveðið að kona yðar fái 5000 krónur greiddar á mánuði, i meðlag. - Það var fallegt af yður dómari, en ég get borgað svolitið lika. — Stórkostlegt að hún Jónina skuli vera orðin 100 ára. — Það finnst mér ekki, þegar maður hugsar um, hvað hún hefur verið lengi að þvi. DENNI DÆMALAUSI Strax og hún er farin i eldhúsið getum við skipt yfir á aðra stöð og horft á FÓSTBRÆÐUR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.