Tíminn - 31.12.1972, Qupperneq 17

Tíminn - 31.12.1972, Qupperneq 17
Sunnudagur 31. desember 1972 TÍMINN 17 Að minum dómi hefði dómstóll- inn eigi átt að gefa leiðarvisun um úrræði til verndar. Hin sérstöku tilvik þessa máls réttlæta ekki, þrátt fyrir gagnstæða skoðun, slikar aðgerðir gegn riki, sem andmælir lögsögu dómstólsins, á ekki hlut að þessum málarekstri, og réttindum þess sem fullvalda rikis er þannig raskað. Kigi liafa verið færðar sönnur á það, að andstæð sé þjóðarrétti krafa l.vðveldisins islands, til að færa út fisk- veiðilögsögu sina til 50 sjó- milna breiðs beltis kringum ísland, Spurningin um lögsögu dómstólsins liefur eigi verið köiiuuð lil hlitar. Hann reisir aðallega heimild sina til lög- sögu á erindaskiptunum frá II. marz 1901, samningi, sem I.yðveldið island staðhæfir, að liafi að fullu uáð tilgangi sinum ug markmiði. Telur það. að ákvæði samningsins eigi ekki lengur við og séu þess vegna úr gildi fallin". Réttsýni þessa mexikanska dómara mun lengi i minnum höfð á íslandi og viðar, þar sem al- þjóðarétt ber á góma. Þróunin er okkur hagstæð Allt frá þvi á árinu 1948, að við settum lögin um visindalega verndun fiskveiða á landgrunninu höfum við unnið að viðurkenningu á meginsjónarmiði okkar i land- helgismálinu, en með misjafn- iega miklum þunga eins og al- kunnugt er. Á alþjóðavettvangi hófst sókn okkar árið 1949, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, en afleiðing þeirrar samþykktar, sem þar var gerð að okkar frumkvæði var skýrsla þjóðréttarnefndarinnar og Genfarráðstefnurnar tvær um hafréttarmál 1958 og 1960. Það er þvi sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur, að Sameinuðu þjóðirnar féllust nýlega á það sjónarmið i fyrsta sinn með yfirgnæfandi meirihluta við atkvæðagreiðslu um tillögu fslands og Perú, að strandriki hafi varanleg full- veldisyfirráð yfir náttúruauð- lindum siniini, þar á meðal náttúruauðlindum á hafsbotni og i liafinu yfir lionum. Þótt Bretland og fleiri riki beittu sér ákveðið gegn tillögunni, var hún samþykkt i nefnd með 82 atkvæðum, en endanlega á alls- herjarþingi með 102 atkvæðum en 22 sátu hjá. Tregablandin gleði Gleði okkar yfir þessum mikla sigri málstaðar okkar á alþjóða- vettvangi er þó tregablandin. 011 V-Evrópurikin, að Irlandi undan- teknu, ýmist beittu sér gegn til- lögunni eða sátu hjá. Sérstaklega hörmum við afstöðu Norður- landaþjóðanna, sem hefðu auð- veldlega getað sýnt þann skilning að greiða tillögunni atkvæði sitt. Það gerðu þau ekki. Máttu þau þó vita, að hér var mál á ferð, sem varðaði iifshagsmuni okkar. Þessum viðbrögðum þeirra hvorki viljum við né getum gleymt um sinn. Greinilegt er, meðal annars af fyrrgreindri atkvæðagreiðslu, að þróun þjóðarréttar er okkur hag- stæð i landhelgismálinu. Hlýtur þessi ályktun allsherjarþingsins að hafa áhrif á niðurstöðu haf- réttarráðstefnu. S.þ., sem nú er ákveðið að hefjist i desember 1973 i New York, en haldi siðan áfram i Santiago i Chile i april/mai 1974 og muni ljúka á árinu 1974 eða 1975. Er og nær óhugsandi að Alþjóðadómstóllinn láti þessa ályktun, sem vind um eyrun þjóta, þó að trú manna á honum hafi mjög dvinað á siðari árum, sem bezt má marka af þvi, að heita má undantekning, að hann fái nokkur mál til meðferðar, enda skipun hans orðin úrelt og i algeru ósamræmi við skipun annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna, og réttarhugmyndir gamalla forréttindaþjóða þar allt of miklu ráðandi. Drengskapur Færeyinga Eitt er það atvik úr þorska- striðinu við Breta og V-Þjóðverja, sem lengi mun i minnum haft á Islandi. Það er drengskapur, fórnar- lund og virkur stuðningur færeysku þjóðarinnar við okkar málstað. Ótilkvaddir og af eigin fórnar- lund og drengskap ákváðu þeir á örlagastund að veita brezkum veiðiþjófum ekki þjónustu til þess að stunda veiðiþjófnað á fslands- miðum. Þarna fundum við þann Norræna bræðrahug, þá sam- stöðu og þann drengskap, sem við kunnum að meta. ,,Orðstirr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr”, segir i Hávamál- um. Drengskapur og virkur stuðningur Færeyinga i land- helgismálinu mun lengi lifa i tslandssögunni. Um leið og ég rifja þetta upp endurtek ég þakkir islenzku þjóðarinnar til Færeyinga fyrir virka vináttu þeirra, drengskap og stuðning. Grænlendingum má heldur ekki gleyma. Þeim skulu þakkir færðar. Við þurfum i framtiðinni að leggja miklu meira kapp á að I SLAN D -i FLATARMAL FISKVEIÐILANDHELGI OG LANDGRUNNS MISMUNANDI DÝPTARMARKA, í ÞÚSUNDUM FERKÍLÓMETRA. 3 sjómilur (1901) 4 sjómilur (1952) 12 sjómilur (1958) 12 sjömilur (1961) 50 sjómitur 1972 >200 metrar >400 metrar > 500 metrar 25 Innan 12 sjómilna 43 Utan íA 12 sjómilna 70 75 21B 111 1B3 212 1-----1---1----1----1----I---1----1----1---1----T 100 200 Myndritið sýnir m.a. að flatarmál fiskveiðilögsögunnar hefur stækkað úr 75 þúsund fcrkilónietrum f 216 þúsund ferkilómetra við útfærslu fiskveiðilögsögunnar úr 12 i 50 mílur. Einnig má sjá stærð fiskveiðilög- sögunnar i þúsundum ferkilómetra 1901 og 1952 svo og flatarmál þess svæðis, sem markast af 200, 400 og 500 metra jafndýptarlfnu. efla samvinnu við þessa vini okkar. Auðvitað vitum við, að við eigum marga örugga stuðnings- menn á Norðurlöndunum öllum. Við þá alla stöndum við i mikilli þakkarskuld, þó að áðurnefnd framkoma hlutaðeigandi rikis- stjórna hafi valdið okkur sárum vonbrigðum, og við höfum ekki fengið viðhlítandi skýringu á. 4«- t*L 6C 6£ 6£ —i—r—|—i—i—|—i—ir-j—i—i—|—i—r—|—i—r-]—i—r~|—i—i—i—r 28' 26' 24' 22' 20' ' ' I 1 T"l I' 1 I 1 1 I T"'' 14' \7 1 4S' 64' iJtí KZ Landhelgin var færð úr 12 i 50 milur 1. september. Uppdrátturinn sýnir nýju og gömlu fiskveiðitak- mörkin og iandgrunnið við 400 metra jafndýptarlínu. Landhelgismálið mál málanna Ég hefi gerzt hér svo fjölorður um landhelgismálið, þó að flest, sem ég hefi nefnt hafi verið margsagt áður, ýmist af mér eða öðrum, af þvi að landhelgismálið er mál málanna. Það er að min- um dómi svo langt hafið yfir önn- ur mál ársins, að þar kemst eng- inn samjöfnuður að. Það verður t.d. ekki á neinn hátt borið saman við efnahagsmálin, sem eðlilega hafa verið mikið i munni manna siðustu dagana. Þau eru auðvitað snar þáttur i viðfangsefnum hvers árs. En þau hafa oftast nær blæ liðandi stundar. En land- helgismálið varðar alla framtíð islenzku þjóðarinnar um ókomin ár. Sjálfstæðari utanríkisstefna t málefnasamningi rikis- stjórnarinnar er tekið fram að ste'fna íslands i alþjóðamálum skuli vera sjálfstæðari og ein- beittari en hún var I tið við- reisnarstjórnarinnar. Skuli hún miðast við það að tryggja efna- hagslegt og stjórnarfarslegt full- veldi islenzka rikisins. Framkvæmd þessarar stefnu má hvarvetna sjá siðan rikis- stjórnin tók við völdum. Til dæm- is má nefna stuðning okkar við, að Alþýðulýðveldið Kina tæki sæti Kina hjá Sameinuðu þjóðunum, ákvörðun rikisstjórnarinnar um að viðurkenna Austur-þýzka Al- þýðulýðveldið og þeir viðskipta- samningar, sem nýlega voru gerðir við þá á stjórnargrund- velli. Einnig má nefna ákvörðun rikisstjórnarinnar um áthugun á þvi að taka upp stjórnmálasam- band við Norður-Vietnam. Greinilega má iika sjá þessa sjálfstæðari og einbeittari utan- rikisstefnu i starfi tslands á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Þar hefur Island nú beinlinis tekið frumkvæði i sumum málum, t.d. i landhelgismálinu og flutt tillögu ásamt Perú um varanleg full- veldisyfirráð strandrikja yfir auðæfum hafbotns og sjávar, svo sem getið var um hér að framan. Einnig hefur rikisstjórnin beitt sér á alþjóðavettvangi i sam- bandi við varnir gegn mengun og umhverfisvernd og fulltrúi ts- lands var nýlega kjörinn i um- hverfisráð S. þ. Þessi sjálfstæða og einbeitta utanrikisstefna sézt einnig i sam- bandi við viðhorf okkar til öryggisráðstefnu Evrópu, en hug- myndinni um hana hefur rikis- stjórnin lagt lið allt frá þvi að hún kom til valda. Var fyrsti fundur undirbúningsnefndar ráðstefn- unnar haldinn nýlega i Finnlandi með virkri þátttöku tslands. Ef nahagsmálin Efnahagsmál hafa mikið verið á dagskrá að undanförnu, enda eru þau jafnan hið mesta munn- gæti þrasgefnum stjórnmála- mönnum. Ég hef litinn áhuga á þvi orðaskaki og útúrsnúningum, sem menn hafa látið sér um munn fara á siðustu dögum, enda hygg ég, að fólk sé flest orðið heldur leitt á þeim umræðum. Mér finn- st, að það séu tiltölulega fá og ein- föíd atriði, sem fólk þarf að átta sig á. Það eru lifskjörin, atvinnu- öryggiðog kaupmáttur teknanna. Þetta eru allt atriði, sem hvert mannsbarn skilur og finnur fyrir. Og það er á þessum atriðum, sem fólk hlýtur að byggja á sinn dóm um það, hvort efnahágsmála- stjórn er góð eða slæm. Hafa lifskjör hér á landi verið betri i annan tima en nú? Ég held ekki. | pramhald á bls. 18

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.