Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 14
14 25. júlí 2004 SUNNUDAGUR Utandeildin í knattspyrnu nýtur gríðarlegra vinsælda. Um tólf hundruð þátttakendur eru í deildinni og mörg lið virðast afar frambærileg. Utandeildin í knattspyrnu fagnar áratuga afmæli sínu. Deildin hef- ur sjaldan eða aldrei staðið í eins miklum blóma og nú en 48 lið eru skráð til leiks og mörg hver ansi frambærileg. „Deildin er alltaf að verða sterkari og sterkari og liðin eru farin að spila betri fótbolta en áður,“ segir Bjarni Gaukur Þór- mundsson, mótsstjóri Utandeild- arinnar. „Það eru mörg lið í deildinni sem eru í sama styrk- leikaflokki og lið í þriðju deild- inni. Leikmennirnir í Utandeild- inni nenna hins vegar kannski ekki að æfa jafn mikið og í öðr- um deildum.“ Kjánarnir hættir Bjarni Gaukur segir að Utandeildin sé ekki bara orðin sterkari en áður heldur hafi um- gjörðin í kringum hana batnað verulega. Á heimasíðunni sport.is er meðal annars hægt að finna upplýsingar um öll liðin, leikmenn, markaskorara, hverjir hafa fengið spjöld og svo fram- vegis. Auk þess hafa flest lið sína eigin heimasíðu. Fyrir nokkrum árum bárust fréttir af slagsmálum í leik í Utandeildinni sem endaði með kærum. Bjarni Gaukur segir að slagsmál og kjaftbrúk hafi verið algengt í deildinni áður fyrr en það sé löngu hætt. „Kjánarnir sem voru í deild- inni fyrir nokkrum árum eru hættir. Nú eru leikmenn að spila fótbolta og hafa gaman af þessu. Ég man til dæmis ekki eftir því að það hafi verið gefið rautt spjald út af slagsmálum í ár, þótt vissulega geti orðið pústrar á milli manna í hita leiksins. En ég held að það séu allir vinir að leik loknum,“ seg- ir Bjarni Gaukur. Saga Utandeildarinnar Sögu Utandeildarinnar má í raun rekja aftur til ársins 1992. Knattspyrnusamband Íslands hafði reynt að halda úti keppni utandeildarliða en sú keppni lagðist fljótt af. Það var ekki fyrr en Breiðablik tók við keppninni árið 1994 að hún komst í þann farveg sem hún er í í dag. Fyrsta árið voru tuttugu lið skráð til leiks en þeim fjölgaði jafnt og þétt eftir því sem leið á og nú eru sem fyrr segir 48 lið skráð til leiks. Vinsældir deildarinnar eru slíkar að stjórn hennar þurfti að synja tveimur eða þremur liðum þátttöku í ár. Bjarni Gaukur segist búast við því að liðum í Utandeildinni eigi eftir að fjölga á næstu árum. „Það voru nokkur ný lið sem komu í deildina í ár. Þau hafa staðið sig vel og eru komin til að vera þannig að ég býst við að enn fleiri lið eigi eftir að bæt- ast við.“ Keppnisfyrirkomulag Liðunum 48 er skipt niður í fjóra riðla. A- og B- riðlarnir eru efri deild en C- og D-riðlarnir neðri deild. Í riðlakeppninni leika öll liðin innbyrðis. Þrjú lið úr hvorum riðli efri deildar kom- ast beint í úrslitakeppnina sem og efsta lið úr hvorum riðli neðri deildar. Í úrslitakeppninni er leikið í tveimur fjögurra liða riðlum. Tvö lið úr hvorum riðli komast í undanúrslit og síðan er úrslitaleikur. Tvö neðstu liðin úr hvorum riðli efri deildar falla niður um deild og taka tvö efstu lið úr hvorum riðli neðri deildar sæti þeirra. Frá árinu 1998 hefur einnig verið leikið í bikarkeppni Utandeildarinnar. Eins og í öllum alvörudeildum hefst tímabil Utandeildarinnar á leik um nafn- bótina Meistari meistaranna en þá mætast sigurlið deildarinnar og bikarmeistarar síðasta árs. Þátttakendur um tólf hundruð Gríðarlegur áhugi er á Utandeildinni enda má gera ráð fyrir að hátt í tólf hundruð manns leiki í henni. Bjarni Gaukur telur að rekja megi vin- sældir deildarinnar til knatt- spyrnuáhuga landans. „Það er mikill og góður félagsskapur í Utandeildinni. Það eru kannski félagar sem spila fótbolta einu sinni í viku á veturna og svo bæt- ast leikirnir við á sumrin,“ segir Bjarni Gaukur. Í Utandeildinni eru skiptingar meðan á leik stendur ótakmark- aðar ólíkt því sem gerist í öðrum deildum. Bjarni Gaukur segir að sumum liðum veiti ekki af því að geta skipt ótakmarkað inn á. „En svo eru líka lið þar sem menn eru í toppformi og geta keyrt sig út heilan leik.“ Óvenjuleg nöfn og gamlar hetjur Lið Utandeildarinnar bera mörg hver óvenjuleg nöfn. Má þar nefna Strumpa, Kónga, Fótboltaklúbbinn, Geirfugla, FC Kidda, FC CCCP, FC Ótta, Vængi Júpiters, FC Hjörleif, Hvíta Riddarann, Hunangstunglið, TLC og Morgan Kane. Í Utandeildinni má finna marga leikmenn sem léku áður stór hlut- verk hjá „stóru“ liðunum. Má þar meðal annars nefna Arnljót Davíðs- son sem eitt sinn var valinn efnileg- asti knattspyrnumaður landsins. Þar að auki leika menn úr öðr- um íþróttagreinum stór hlutverk í deildinni og má þar meðal annars nefna handknattleiksmennina Val- garð Thoroddsen úr FH, körfuknattleiksmanninn Eirík Önundarson úr ÍR og golfarann Ólaf Má Sigurðsson. Þess utan leika í deildinni sjónvarpsmaður- inn Auðunn Blöndal, alþingismað- urinn Sigurður Kári Kristjánsson og leikarinn Rúnar Freyr Gíslason. kristjan@frettabladid.is UTANDEILDIN FC CCCP og FC Hjörleifur eru tvö af sterkustu liðum utandeildarinnar í ár. Liðin leika bæði í efri deild. SIGURVEGARAR UTANDEILDARINNAR: 2003 Hvíti Riddarinn 2002 Hvíti Riddarinn 2001 FC Puma 2000 FC Puma 1999 Magic 1998 Meló 1997 FC Puma 1996 FC Puma 1995 Ótti 1994 SÁÁ MEISTARI MEISTARANNA: 2004 Hvíti Riddarinn 2003 Hvíti Riddarinn 2002 FC Diðrik 2001 FC Puma 2000 Ufsinn SIGURVEGARAR BIKARKEPPNI UTANDEILDARINNAR: 2003 FC Hjörleifur 2002 FC Hómer 2001 FC Diðrik 2000 Magic 1999 Ufsinn 1998 Magic GAMLA SOVÉT FC CCCP leikur í búningum sem minna á gömlu Sovétríkin. Leikmenn bera líka nöfn á borð við Stalín og Glaznost. Utan deilda í tíu ár 14-35(15) helgarefni 24.7.2004 19:19 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.