Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 28
20 25. júlí 2004 SUNNUDAGUR Við hrósum... ...Sunnu Gestsdóttur, frjálsíþróttakonu úr UMSS, sem setti nýtt og glæsi- legt Íslandsmet í 100 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í gær. Sunna átti gamla metið og virðist til alls líkleg. Seinni dagur mótsins, sem fram fer á Laugardalsvelli, er í dag og vonandi verða þá fleiri met slegin. Það er vor í frjálsum – engin spurning. Lið þarf að vera eins og kubbar sem falla vel saman. Ekki eins og flugvöllur, allir að koma og fara. Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Chelsea.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Laugardagur JÚLÍ Við mælum með... ...Að fólk fari og fylgist með afreksfólki okkar í Frjálsum íþróttum og golfi. Í dag er seinni dagur Meistaramót Íslands á Laugardalsvelli og síðasti dagur Íslandsmótsins í golfi á Akranesi. Allir á völlinn! GOLF Íslandsmótið í golfi á Garðavelli á Akranesi hélt áfram í gær í blíðskaparveðri. Daginn áður hafði þurft að fresta leik vegna úrhellisrign- ingar og vegna þess var ákveðið að konurnar myndu aðeins spila 54 holur í stað 72. Í karlaflokki er Birgir Leif- ur Hafþórsson, úr GKG, enn með nokkuð örugga forystu en fyrstu tvo daga móts- ins lék hann á 68 höggum sem er vallarmet. Hon- um tókst reyndar ekki eins vel upp í gær, lék á 75 höggum en það kom mikið ekki að sök. Reyndar minnkaði for- skot Birgis um tvö högg en hann er fyrir síðasta leikdaginn á fimm högg- um undir pari og Björgvin Sigurbergsson, GK, er nú í öðru sæti á einu undir pari. Björgvin lék á 71 höggi og virðist til alls líklegur. Birgir var, eins og gefur að skilja, ekki nægilega sáttur með spilamennskuna og hafði þetta að segja í stuttu spjalli við Fréttablaðið: „Það gekk lítið upp í dag hjá mér og þetta var frekar erfitt. Ég var að missa alltof mikið af stuttum púttum og þá var átjánda holan mér verulega erfið. Ég er þó ennþá með forystuna og trúi ekki öðru en að ég spili betur síðasta daginn – ég ætla bara rétt að vona það. Þar sem ég er með forystuna þurfa aðrir að elta mig og þurfa þá að taka meiri áhættu en ég legg fyrst og fremst upp með það að gera sem fæst mistök. Þetta er mjög fljótt að gerast og ég verð að halda vel á spöðunum ætli ég mér að klára dæmið,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Örn Ævar Hjartarson, GS, er í þriðja sæti á einu yfir pari og Ólafur Már Sigurðsson, GK, er í því fjórða, á tveimur yfir pari. Í kvennaflokki er Helena Árna- dóttir, GR, enn með forystuna en forystan minnkaði reyndar um heil fjögur högg og er aðeins eitt högg fyrir síðasta daginn. Helena lék á 81 höggi en Ólöf María Jóns- dóttir, GK, sem komin er í annað sætið, lék á 77 höggum. Best allra lék þó Helga Rut Svanbergsdóttir, GKJ, fór völlinn á 76 höggum og er í þriðja sætinu. Það má því bú- ast við að mikil spenna verði á lokahringnum sem fram fer í dag. ■ BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Ekki ánægður með spilamennsku sína í gær. Er þó enn í forystu á Íslandsmótinu í golfi. Hefur fjögurra högga forskot á Björg- vin Sigurbergsson. Íslandsmótið í golfi á Akranesi: Birgir Leifur og Helena í forystu fyrir lokahringinn LEIKIR  19.15 ÍA og Fram mætast á Akranesvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.  19.15 Víkingur og KR mætast á Víkingsvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.  19.15 Keflavík og FH mætast á Keflavíkurvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. SJÓNVARP  10.40 Hnefaleikar (Arturo Gatti - Leonard Dorin) á Sýn.  10.45 Heimsmeistaramótið í 9 Ball á Skjá einum.  11.30 Formúla 1 á RÚV. Bein útsending frá kappakstrinum í Hockenheim.  12.40 Champions World 2004 (Chelsea - Celtic) á Sýn.  14.00 Íslandsmótið í hestaíþrót- tum á RÚV. Bein útsending frá Keflavík.  14.20 US PGA Tour 2004 á Sýn.  15.15 Íslandsmótið í golfi 2004 á Sýn. Bein útsending frá fjórða og síðasta keppnisdegi á Íslandsmótinu.  19.10 Suður-Ameríkubikarinn á Sýn.  19.40 Suður-Ameríkubikarinn á Sýn. Bein útsending frá úrslitaleik Argentínu og Brasilíu.  22.00 Íslensku mörkin á Sýn.  22.20 Champions World 2004 á Sýn. Bein útsending frá leik Manchester United og Bayern München  22.30 Meistaramót Íslands á RÚV. Samantekt frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum.  22.55 Fótboltakvöld á RÚV.  00.00 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn. Íhugar framtíðina Hjólreiðamaðurinn bandaríski, Lance Armstrong, hefur viðurkennt að hann sé farinn að íhuga framtíð sína í íþróttinni, enda orðinn þrjátíu og tveggja ára gamall. „Á vissum tíma- punkti þarf maður að fara að endur- skoða stöðuna og huga að öðrum keppnum. Það er enn fullt af hlutum sem mig langar til að gera í íþróttinni áður en ég hætti,“ sagði Armstrong sem oftlega hefur legið undir ámælum fyrir að einbeita sér um of að Tour de France á kostnað annarra þekktra hjól- reiðakeppna eins og til dæmis Paris- Roubaix. Armstrong stefnir að sínum sjötta sigri í Tour de France keppninni en það yrði nýtt met og stóra spurning- in er sú hvort þetta sé svanasöngur hans í þeirri keppni. Talsmaður Arm- strongs, Jogi Möller, var svo sem ekkert að draga úr getgátunum: „Það eru helmingslíkur á því að hann keppi í Tour de France að ári. Hann mun ör- ugglega keppa á næsta ári en í hvaða mótum er ekki ákveðið.“ Parlour til Middlesborough Middlesborough er við það að ganga frá samningi við Ray Parlour, leikmann Arsenal, en félögin hafa komist að sam- komulagi um vistaskiptin. Middles- borough mun þurfa að greiða Arsenal 1,7 milljón punda fyrir Parlour sem skrifa mun undir þriggja ára samning standist hann læknisskoðun. „Félögin hafa komist að samkomulagi,“ sagði umboðsmaður Parlours, Steve Kutner, og bætti við: „Ray tekur á sig talsverða launalækkun en fær í staðinn þriggja ára samning. Hann er afar ánægður með þessa niðurstöðu enda telur hann sig eiga nóg inni.“ Ray Parlour er alinn upp hjá Arsenal og spilaði í þrettán ár með aðalliði félagsins og vann til fjölda titla. Hann á auk þess að baki marga landsleiki fyrir Englands hönd og mun án efa styrkja lið Middlesborough. Parlour er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Middlesborough í sumar en hinir eru þeir Michael Reiziger, Mark Viduka og Jimmy Floyd Hassel- baink og það er greinilegt að liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili. M YN D /E IR ÍK U R KR IS TÓ FE R SS O N 40-41 (20-21) Sport 24.7.2004 21:20 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.