Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 34
„Rónarnir eru á Ingólfstorgi en venjulegt fólk fer í Smáralindina,“ segir leikritahöfundurinn Jón Atli Jónasson en Reykvíska listaleikhús- ið frumsýnir verk hans, Krádplíser, í kvöld. Verkið er úttekt á verslunarmið- stöðvarkúltúr landsmanna og upp- haflega átti að sýna Krádplíser í verslunarmiðstöð. „Í Bretlandi kall- ast þetta „site specific“ leikhús og til dæmis sá ég þar sýningu sem nefnist Hospital og fjallaði um það hvernig börn upplifa spítalavist. Til að sjá verkið mættu áhorfendur á spítala og þar hafði einni deildinni verið breytt í leikhús.“ Krádplíser Jóns Atla þróaðist þegar Smáralindin opnaði á sínum tíma. „Hugmyndin var að sýna verkið þar að nóttu til en því hefði fylgt aðeins of mikið vesen auk þess sem Smáralindin er með sitt eigið leikhús,“ segir Jón Atli og því er Krádplíser sýnt í 400 fermetra hráu rými í Tónlistarþróunarmiðstöðinni á Hólmaslóð 2. Þegar áhorfendur mæta á svæðið fara þeir í ferðalag með leikhópnum. „Þetta gerist rétt fyrir opnun á nýrri verslunarmið- stöð og eins og Íslendingum er von og vísa er allt á síðustu stundu. Við fylgjumst með því hvernig persónunum tekst að fóta sig á þessu nýja landsvæði og áhorf- endur gegna þar ákveðnu hlut- verki. Í verslunarmiðstöðvunum eru til staðar ótal óskráðar sam- skiptareglur, til dæmis má ekki vera með videoupptökuvél í Kringlunni án þess að allt fari úr skorðum. En verslunarmiðstöðv- arnar eru líka svolítið eins og hver og einn vill að þær séu, þar fær fólk það sem það vill og ég vona að Krádplíser verði líka þannig.“ Uppselt er á frumsýninguna í kvöld en Krádplíser verður næst sýnt 27. og 28 júlí klukkan 18.00. Miðapantanir eru á netfanginu tvkart@hotmail.com. ■ Venjulegt fólk fer í Smáralindina 26 25. júlí 2004 SUNNUDAGUR LEIKLIST KRÁDPLÍSER ■ Áhorfendur gegna mikilvægu hlut- verki í nýju verki Jóns Atla Jónssonar. Verslaðu hjá okkur fyrir útileguna 490.- verð frá barnaflíspeysa VIÐEY Gönguferðir öll þriðjudagskvöld kl 19:30. Fjölskyldudagar á sunnudögum. Ljósmyndasýning í skólahúsinu um Viðey á fyrri hluta 20. aldar. Tuttugu ný fræðsluskilti í þorpinu. Minnum á listaverk Richard Serra, nýjan upplýsingabækling, ókeypis hjólalán, grillaðstöðu, tjaldstæði, veitingasölu, fjölda gönguleiða, óspillta náttúru og friðsæld. Nánari upplýsingar: arbaejarsafn.is, videy@rvk.is og s: 693-1444. KRÁDPLÍSER Ólafur Steinn Ingunnarson, Stefán Hallur Stefánsson og Birgitta Birgisdóttir í hlutverkum sínum. Hvernig ertu núna? Aldrei verið betri Hæð: 170 Augnlitur: Blár Starf: Ljósmyndari og athafnakona Stjörnumerki: Vog Hjúskaparstaða: Góð Hvaðan ertu? Úr Reykjavík Helsta afrek: Fæðing sonar míns Helstu veikleikar: Óþolinmóð Helstu kostir: Skemmtileg Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Simpsons Uppáhaldsútvarpsþáttur: King kong Uppáhaldsmatur: Sushi Uppáhaldsveitingastaður: Sjávarkjall- arinn Uppáhaldsborg: Barcelona Uppáhaldsíþróttafélag: Fram Mestu vonbrigði lífsins: Ekki hent mig enn Hobbý: Ferðast Viltu vinna milljón? Nei Jeppi eða sportbíll: Jeppi Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Vala Matt Hver er fyndnastur? Egill Orri Hver er kynþokkafyllst? Pamela Anderson Trúir þú á drauga? Já Hvaða dýr vildirðu helst vera? Ljón Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Fluga Áttu gæludýr? Nei Hvernig líður þér best? Naktri. Besta kvikmynd í heimi: Romeo and Juliet Besta bók í heimi: Biblían Næst á dagskrá: Ljósmyndanám í Köben Líður best naktriBakhliðin Á NÍNU BJÖRK GUNNARSDÓTTURLJÓSMYNDARA 46-47 (26-27) fólk 24.7.2004 20:37 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.