Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 35
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Þórður Már Jóhannesson Bobby Fischer Sierra Leone 27SUNNUDAGUR 25. júlí 2004 SMS LEIKUR VILTU MIÐA Á 99KR? Sendu SMS skeytið JA BSD á númerið 1900 og þú gætir unnið. 8. HVER VINNURMeðal vinninga eru:Miðar á FORSÝNINGU SHAUN OF THE DEAD Miðar á SHAUN OF THE DEAD Ful l t af VHS og DVD myndum Og margt f le i ra. . . Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt er tu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið VARÚÐ ÞÚ GÆTIR DREPIST Ú R HLÁTRI! Nú þegar sumarþinginu er lokiðog fólk getur farið að huga að einhverju öðru, mun ekki líða á löngu áður en hin undirliggjandi spurning í allt sumar, hvað verður um Davíð Oddsson þann 15. sept- ember muni blossa upp af krafti sem aldrei fyrr. Þó mun eflaust ekki fást svar við þeirri spurningu fyrr en Davíð kemst aftur til heilsu. Þangað til verður ekki hægt að gera annað en spá og spegúlera. Þegar fregnir bárust af veikindumDavíðs, styrkti það mjög trú margra, sérstaklega stjórnarand- stöðumanna, að hann myndi ekki gera tilkall til ráðuneytis þegar hann lætur af störfum sem forsætisráð- herra. Jafnvel telja sumir að hann muni láta alfarið af þingstörfum og myndi þá Ásta Möller komast aftur á þing. Ef Davíð hættir er ljóst að ráð- herrasæti sjálfstæðismanna er á lausu, þó ekki sé ljóst í hvaða ráðu- neyti það yrði. Ef af þessu yrði væru þrír ráðherrarflokksins úr Suðvesturkjördæmi, tveir úr Reykjavík og einn frá Norð- vesturkjördæmi. Norð- austurkjördæmi mun hafa misst forseta Al- þingis og fáar slíkar veg- tyllur eru hjá þingmönn- um Suðurlands. Líkleg- ast verður þó að telja að Einar K. Guðfinnsson, núverandi þingflokksformaður og þingmaður Norðvesturs, verði ráð- herra. Þá er bara spurningin í hvaða ráðuneyti og hver muni taka við af honum sem þingflokksformaður. Þar sem Einar K. er stjórnmála-fræðingur en ekki lögfræðingur og hefð hefur myndast fyrir því að lögfræðingar taki við dómsmála- ráðuneytinu fer hann líklega ekki þangað. Þó er hægt að rifja það upp að sögukennarinn Vilmundur Gylfa- son var dómsmálaráðherra. Hann var reyndar ekki mjög lengi í ráðu- neytinu, en fordæmið er til staðar. Sjálfstæðismenn á Norðaustur-landi, sem áður höfðu ráðherra og forseta þings en hafa ekkert núna, munu eflaust reyna að gera kröfu um framgang síns fólks. Þó kæmi það mjög á óvart ef fyrr- verandi varaþingmað- urinn Arnbjörg Sveinsdóttir fengi mikla vegtyllu. Þá reikna fáir með öðru en að Halldór Blön- dal fari í auknum mæli að sinna sín- um hugðarefnum og yrki vísur eins og aldrei áður. Þingmönnum Suðurlands finnst ef-laust einnig framhjá sér gengið og spurning hvað Drífa Hjartardótt- ir og Guðjón Hjörleifsson gera. En það eru nöfn ungliðanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar sem oftast eru fyrst nefndir sem líklegir þingflokksfor- menn. Undiraldan í íslenskri rokktónlist er stærri og magnaðri en flesta grunar. Á hverju ári reynir stór hluti hennar fyrir sér á Músíktil- raunum, en metnaður margra sveita liggur annars staðar. Isidor er ein þeirra sveita sem kaus frekar að leggja metnað sinn í plötuútgáfu í ár en að taka þátt. Isidor var stofnuð haustið 2001 og leikur að mestu ósungið rokk, fremur létt og melódískt. Sjálfir telja þeir sveitir á borð við Tortoise og Trans Am til áhrifa- valda sinna og eru lítt hrifnir af því umstangi sem tengist tónlist- arbransanum. Líður best inni í skúr að skapa ný afkvæmi. Isidor hafa verið duglegir að spila á tónleikum á höfuðborgar- svæðinu, hvort sem það er á bör- unum, skólunum eða í Hinu hús- inu. Orri Tómasson, gítarleikari, segir það þó frekar erfitt fyrir ungar íslenskar rokksveitir að koma sér á framfæri. „Við erum búnir að hafa sam- band við blöðin, útvarpið og Skjá 1 þar sem við fengum að koma fram í Hjartslætti, en þetta er óttalegt maus, og ekki skemmtilegt,“ við- urkennir Orri. „Við viljum mun frekar vera inn í bílskúr að æfa upp nýtt efni.“ Platan er aðeins fáanleg í þremur plötuverslunum í Reykja- vík. Í 12 Tónum við Skólavörðu- stíg, Geisladiskabúð Valda og Músík&Meira sem báðar eru að- gengilegar frá Laugavegi. „Við höfum ekki náð í neinn hjá Skíf- unni, okkur er alltaf bent á ein- hvern annan. Svo er sá aðili aldrei við. Þetta fer hægt af stað. Við töl- uðum við Rás 2 og Óli Palli tók við okkur símaviðtal. Mér fannst eins og hann væri að gera þetta af skyldurækninni einni saman. Ég veit samt ekkert um það. Við höf- um aldrei fengið svar frá X-inu, við eigum samt eftir að fara með diskinn til þeirra.“ Orri vill ekki gefa upp um hver Betty sé, sem vísað er í með plötu- heitinu, og segir eftir smá íhugun hana vera uppspunna persónu hljómsveitarliðsmanna. ■ Þrautaganga Isidor upp á yfirborðið TÓNLIST ISIDOR ■ Rokksveitin Isidor gaf út á dögunum frumraun sína, Betty Takes a Ride. ISIDOR Forvitnir geta fræðst meira um Isidor á heimasíðu þeirra, theisidors.com. FRÉTTIR AF FÓLKI 46-47 (26-27) fólk 24.7.2004 20:40 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.