Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 32
25. júlí 2004 SUNNUDAGUR ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Ég hef ekki verið dug- legur við að fara á tónleika í sumar. Í raun bara séð tvenna. Þeir fyrri voru síðari tónleikar ofur- rokksveitarinnar Korn í Laugardalshöll. Þeir ollu mér vonbrigðum. Húsið hálf tómt, und- arleg upphitunarsveit og svo klukkutíma bið eftir aðalnúmerinu. Þegar tónleikarnir loks hófust var ég orðinn þreyttur á að standa upp við sviðið og fylgjast með misgáfu- legum strákum slást svo ég ákvað að fara heim áður en tónleikunum lauk. Félagar mínir sem urðu eftir lofuðu hins vegar Korn og hafa strítt mér á því síðan að ég sé að verða gamall partíspillir. Seinni tónleikarnir sem ég fór á voru á Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Þar var uppskeruhátíð leikjanám- skeiða sem dóttir mín hefur verið á. Boðið var upp á ýmis leiktæki en að- alspennan var í kringum stelpu- bandið Nylon. Spennan var í raun svo mikil að dóttir mín eyddi drjúg- um hluta af tímanum í að skima eft- ir stelpubandinu. Sjálfur hafði ég miklar efasemdir um það. Var meira að segja búinn að útskýra það fyrir dóttur minni. Fannst tilbúnar sveitir ekki góðar. Dóttur minni var alveg sama. Hún vildi sjá Nylon. Stóra stundin rann svo upp og Nylon steig á svið. Gamli partí- spillirinn var staðráðinn í að eyði- leggja ekki daginn fyrir dóttur sinni og stóð því sem fastast framarlega fyrir miðju sviði. Reyndi jafnvel að dilla sér í takt við tónlistina. Allt í kringum okkur voru foreldrar með börn sín sem virtust ætla að gera slíkt hið sama. Nylon spilaði nokkur lög – eitt nýtt en önnur gömul. Þegar síðustu tónarnir hættu að óma snéri ég mér við í leit að dóttur minni og mér brá. Foreldrarnir sem áður höfðu staðið þétt upp við svið- ið höfðu fundið sér annað að gera en skilið afkvæmin eftir. Allt í kring- um mig – hvert sem litið var – stóðu sjö til níu ára gömul börn sem rétt náðu mér upp að mitti og klöppuðu fyrir stelpubandinu. Þetta var und- arleg stund. Mér leið eins og Gúlli- ver í Putalandi á tónleikum með Nylon. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON SÁ STELPUBANDIÐ NYLON Á Á SVIÐI Gúlliver á tónleikum M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Nokkur sæti laus í ferð 22-26 ágúst um Eldgjá, Lakagíga, Ingólfshöfða, Jökulsárlón og víðar. Dagsferðir: 6. ágúst, Landmannalaugar 13. ágúst, Syðri-Fjallabaksleið og Emstrur, 17. ágúst, Veiðivötn. Skráning í ferðir á skrifstofu félagsins í síma 588-2111, eða með tölvupósti í feb@feb.is Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Jæja rjóma- tertan mín! Þá erum við bara tvö... Já, bara þú og ég og ...tíst..híhí.. Ertu kitlin? Prófaðu þig áfram, litli foli! Kitlar þetta? Neibb! Núna? Nei, nei! Núna? Jáá..núúna, úhúhú...ííah Er þér sama þó ég spyrji ekki hvað gerðist? Já, slétt sama! 44-45 (24-25) skrípó tv 24.7.2004 19:21 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.