Fréttablaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 26. júlí 2004
HÁTÍÐ Talið er að tvö til þrjú þús-
und manns hafi safnast saman á
hátíðinni Á góðri stund sem fram
fór í Grundarfirði um helgina.
Tjaldstæði í bænum voru full auk
þess sem tjaldað var í görðum
vina og ættingja að sögn lögreglu.
Mikill mannfjöldi safnaðist
saman á bryggjunni í fyrrakvöld
eftir hverfahátíðir í öllum hverf-
um bæjarins þar sem bæjarbúar
klæddu sig upp í mismunandi lit-
um eftir hverfum. Gott veður
setti svip sinn á hátíðina að sögn
lögreglu.
Allt fór mjög vel fram sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu
sem þurfti ekki að hafa afskipti af
mannfjöldanum á laugardags-
kvöldið. Engu að síður voru lög-
reglumenn á vakt fram undir
morgun.
Sautján ára piltur var þó hand-
tekinn í hefðbundnu eftirliti um
föstudagskvöldið með tuttugu
grömm af efni sem talið var hass
og tíu grömm af ætluðu am-
fetamíni. Talið er að efnið hafi
verið ætlað til sölu. Piltinum var
sleppt að yfirheyrslum loknum og
telst málið upplýst. ■
Á GÓÐRI STUND
Talið er að tvö til þrjú þúsund manns hafi
safnast saman í Grundarfirði um helgina.
Á góðri stund í Grundarfirði haldin um helgina:
Fór vel fram þrátt
fyrir fíkniefnafund
M
YN
D
/H
AL
LD
Ó
R
A
SV
ER
R
IS
D
Ó
TT
IR
um er ólíkt því sem við þekkjum á
Íslandi. Þar er ekki nóg að hafa
meirihluta kjósenda á bak við sig,
enda hefði Al Gore þá orðið forseti
árið 2000. Þá fékk Gore atkvæði
48,4 prósent kjósenda en 47,9 pró-
sent studdu Bush. Reglurnar í
Bandaríkjunum eru þær að barist
er um svokallaða kjörmenn sem eru
mismargir eftir fylkjum. Sá fram-
bjóðandi sem flest atkvæði fær í
hverju fylki fyrir sig hlýtur alla
kjörmenn úr því fylki. Þetta þýðir
að í raun skiptir það engu máli fyrir
frambjóðanda hvort hann fær öll at-
kvæðin í Flórída eða bara einu
meira en næsti maður – hann fær
alla 27 kjörmennina. Til að vinna
sigur í forsetakosningunum þarf
stuðning 270 kjörmanna. Í síðustu
kosningum fékk Bush stuðning 271
kjörmanns en Gore 267.
Á skýringarmynd sést í hvaða
fylkjum Kerry og Bush eru taldir
hafa öruggan eða næsta öruggan
meirihlutastuðning. Eins og sjá má
á myndinni telja sérfræðingar að
þrátt fyrir minni almennan stuðn-
ing sé staða Bush þannig að hann
eigi stuðning 217 kjörmanna og þarf
því aðeins að tryggja sér 53 í viðbót
til að tryggja sér endurkjör. Kerry
er hins vegar talinn hafa þægilega
forystu í fjórtán fylkjum og sé
þannig með stuðning 193 kjör-
manna vísan.
Vilja tryggja stuðning óákveðinna
Demókratar vonast til þess að
flokksþingið muni herða stuðnings-
menn í trúnni en jafnframt að íbúar
fylkjanna sem mest barátta stendur
um muni í auknum mæli fylkja sér
um Kerry. Sérstaklega vonast
demókratar til þess að tryggja sér
þægilega forystu í Pennsylvaníu (21
kjörmaður) og Ohio (20 kjörmenn)
og þannig forystu í kapphlaupinu
um kjörmennina. Harðasta baráttan
gæti á endanum orðið á sama stað
og árið 2000 – í Flórída (27 kjör-
menn). Nái Kerry að vinna þessi
þrjú fylki er hann kominn langleið-
ina að sigri.
Stjórnmálaskýrendur í Banda-
ríkjunum eru á einu máli um að
kosningabaráttan í ár verði með því
allra harðasta sem þekkist. Svo
virðist sem kjósendur séu orðnir
flokkshollari en þeir voru fyrir
nokkrum áratugum og því sé tví-
skiptingin í samfélaginu mikil. Til
marks um þetta segjast 78 prósent
kjósenda nú hafa gert upp hug sinn
fyrir komandi kosningar en á sama
tíma fyrir fjórum árum var sam-
bærilegt hlutfall 64 prósent.
Demókratar eru því að keppa um
smærra hlutfall kjósenda þegar
þeir setja sýninguna sína af stað í
Boston í dag – og búast má við að
hvert orð og hvert handtak sé þaul-
hugsað af kosningasérfræðingum
sem vilja að áhrif flokksþingsins
verði mest þar sem þörf flokksins
er stærst. ■
ÖRYGGIÐ Í ÖNDVEGI
Þungvopnaðir verðir á vappi í kringum Fleet
Center íþróttahöllina í Boston þar sem
flokksþing Demókrataflokksins fer fram.
Flóttamenn í Danmörku:
Hverfa
sporlaust
DANMÖRK Tala flóttamanna sem
hverfa sporlaust í Danmörku hækk-
ar látlaust samkvæmt fréttum í
Jyllandsposten.
Á hverju ári er þúsundum flótta-
manna sem leita til Danmerkur
neitað um landvistarleyfi og hafa þá
15 daga til að hverfa úr landi.
Algengara verður að flóttamenn-
irnir séu horfnir þegar lögregla
kemur til að fylgja þeim aftur til
síns heima. Árið 2003 voru 3.965
eftirlýstir flóttamenn í Danmörku,
sem er um það bil helmingur þeirra
sem var neitað um landvistarleyfi.
Lögreglan telur að þessi hópur hafi
aldrei yfirgefið landið. ■
12-13 25.7.2004 21:57 Page 3