Fréttablaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 22
22 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR
[ STAÐAN ]
LANDSBANKADEILD KARLA
0–1 Ríkharður Daðason, víti 25.
0–2 Andri Fannar Ottósson 34.
0–3 Heiðar Geir Júlíusson 46.
0–4 Ríkharður Daðason 51.
DÓMARINN
Jóhannes Valgeirsson í meðallagi
BESTUR Á VELLINUM
Andri Fannar Ottósson Fram
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–9 (2–5)
Horn 13–3
Aukaspyrnur fengnar 14–10
Rangstöður 8–3
MJÖG GÓÐIR
Eggert Stefánsson Fram
Andri Fannar Ottósson Fram
GÓÐIR
Haraldur Ingólfsson ÍA
Andrés Jónsson Fram
Gunnar Sigurðsson Fram
Gunnar Þór Gunnarsson Fram
Viðar Guðjónsson Fram
Heiðar Geir Júlíusson Fram
Ríkharður Daðason Fram
0-4
ÍA FRAM
1–0 Egill Atlason 58.
1–1 Kjartan Henry Finnbogason 74.
1–2 Arnar Gunnlaugsson 90.
DÓMARINN
Garðar Örn Hinriksson í meðallagi
BESTUR Á VELLINUM
Kjartan Henry Finnbogason KR
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–17 (7–3)
Horn 6–12
Aukaspyrnur fengnar 13–19
Rangstöður 4–0
MJÖG GÓÐIR
Kjartan Henry Finnbogason KR
Arnar Gunnlaugsson KR
GÓÐIR
Daníel Hjaltason Víkingi
Egill Atlason Víkingi
Kári Árnason Víkingi
Viktor Bjarki Arnarsson Víkingi
Ágúst Gylfason KR
Jökull Elísabetarson KR
Kristján Finnbogason KR
1-2
VÍKINGUR KR
0–1 Allan Borgvardt 3.
DÓMARINN
Gylfi Þór Orrason í meðallagi
BESTUR Á VELLINUM
Freyr Bjarnason FH
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–12 (2–5)
Horn 6–6
Aukaspyrnur fengnar 14–11
Rangstöður 3–1
MJÖG GÓÐIR
Freyr Bjarnason FH
GÓÐIR
Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík
Ólafur Gottskálksson Keflavík
Allan Borgvardt FH
Heimir Guðjónsson FH
0-1
KEFLAVÍK FH
LEIKIR GÆRDAGSINS
FH 12 6 5 1 18–11 23
Fylkir 11 5 4 2 15–9 19
ÍBV 11 5 3 3 18–12 18
KR 12 4 5 3 16–14 17
ÍA 12 4 5 3 13–14 17
Keflavík 12 4 3 5 12–17 15
Víkingur 12 4 2 6 12–14 14
KA 11 3 2 6 10–15 11
Grindavík 11 2 5 4 10–16 11
Fram 12 2 4 6 14–16 10
MARKAHÆSTIR
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 8
Ríkharður Daðason, Fram 6
Arnar Gunnlaugsson, KR 5
Grétar Hjartarson, Grindavík 5
Atli Viðar Björnsson, FH 4
Atli Sveinn Þórarinsson, KA 4
Sævar Þór Gíslason, Fylki 4
Ótrúlegur viðsnúningur í leik Víkings og KR í Víkinni:
Arnar skaut KR
í fjórða sætið
FÓTBOLTI KR-ingar skutust upp í
fjórða sæti Landsbankadeildar-
innar eftir ótrúlegan lokakafla
gegn Víkingum í Víkinni í gær-
kvöld. KR-ingar, sem höfðu ekki
unnið leik síðan 21, júní, tryggðu
sér sigurinn þegar komið var
fram yfir venjulegan leiktíma en
þá skoraði Arnar Gunnlaugsson,
sem hafði komið inn á sem vara-
maður, sigurmark liðsins og
tryggði því dýrmætan sigur, 2-1.
Víkingar þurftu hins vegar að
sætta sig við sitt fyrsta tap í sex
leikjum, tap sem þeir geta sjálf-
um sér um kennt því þeir voru
betri aðilinn lengst af og hefðu átt
að klára leikinn áður en KR-ingar
jöfnuðu.
Fyrri hálfleikur var jafn og lít-
ið um færi en það dró til tíðinda á
58. mínútu. Þá missti Kristján Örn
Sigurðsson, varnarmaður KR-
inga, boltann og Egill Atlason
þakkaði fyrir sig og þrumaði bolt-
anum í mark KR-inga. Eftir mark-
ið sóttu Víkingar linnulaust og
áttu meðal annars skot í slá en það
voru þó KR-ingar sem jöfnuðu
gegn gangi leiksins rúmum stund-
arfjórðungi fyrir leikslok. Fram-
herjinn ungi Kjartan Henry Finn-
bogason skoraði þá með góðu
skoti sem Martin Trancik í marki
Víkings réði ekki við. Þegar
áhorfendur voru farnir að búa sig
undir jafntefli og komið var fram
yfir venjulegan leiktíma dúkkaði
Arnar Gunnlaugsson hins vegar
upp. Hann fékk frábæra hælsend-
ingu frá Kjartani Henry, af-
greiddi boltann í net Víkings af
miklu öryggi og tryggði KR þrjú
dýrmæt stig. ■
BJARGVÆTTURINN BORGVARDT Allan
Borgvardt skoraði sigurmark FH-inga gegn
Keflvíkingum í gær og tryggði þeim þrjú
stig.
YFIRBURÐIR FRAMARA Á SKAGANUM Þessi mynd gefur glögga mynd af leik ÍA og Fram í gær. Eggert Stefánsson, varnarmaður
Framara, gnæfir hér yfir Gunnlaugi Jónssyni, fyrirliða ÍA, sem er á rassinum líkt og flestir hans félagar voru allan leikinn.
Upprisa Framara
Tóku slaka Skagamenn í bakaríið, 4–0, og unnu sinn fyrsta sigur í
Landsbankadeildinni síðan í 1. umferð.
Landsbankadeild karla:
Borgvardt
bjargaði FH
FÓTBOLTI FH-ingar festu greipar sín-
ar um toppsætið í Landsbanka-
deildinni í fótbolta í gærkvöld þeg-
ar þeir báru sigurorð af Keflvík-
ingum, 1-0, í Keflavík. Þeir hafa nú
fjögurra stiga forystu á Fylkis-
menn sem eiga reyndar leik til
góða, gegn Grindvíkingum á
heimavelli í kvöld.
Það var Daninn Allan
Borgvardt sem skoraði sigurmark
liðsins með glæsilegu skoti beint
úr aukaspyrnu strax á þriðju mín-
útu.
FH-ingar voru mun betri aðil-
inn allan leikinn en líkt og oft áður
fengu þeir ógrynni færa sem fóru
forgörðum. Það gerði það að verk-
um að sigurinn hékk á bláþræði
allan leikinn og mátti litlu muna að
Keflvíkingar næðu að jafna metin
undir lokin þegar Daði Lárusson,
markvörður FH-inga, fór í skógar-
hlaup en náði að bjarga málum
áður en komið var í óefni.
„Það er alltaf gott að ná í þrjú
stig hér í Keflavík. Keflvíkingar
hafa verið að spila vel upp á
síðkastið og við vissum að þetta
yrði erfiður leikur. Stigin þrjú eru
mjög dýrmætt en við erum samt að
koma okkur í vandræði með því að
nýta færin sem fáum ekki betur,“
sagði Heimir Guðjónsson, fyrirliði
FH-inga, í leikslok.
Keflvíkingar léku án Stefáns
Gíslasonar, sem var í leikbanni, og
sást það á leik liðsins. Varnar-
leikurinn var óöruggur og mátti
liðið þakka fyrir að fá ekki á sig
fleiri mörk.
FH-ingar hefðu getað skorað
fleiri mörk í leiknum og gert sér
lífið þægilegra en sigurinn er það
sem skiptir máli fyrir þá. Þeir eru
komnir í forystusætið í deildinni og
ætla greinilega ekki að láta það af
hendi baráttulaust. Liðið var gott
með Frey Bjarnason sem besta
mann.
þaþ@frettabladid.is
FÓTBOLTI Framarar vöknuðu heldur
betur til lífsins á Akranesi í gær-
kvöld þegar þeir hreinlega völt-
uðu yfir slaka Skagamenn í leik
liðanna í 12. umferð. Þegar uppi
var staðið höfðu Framarar skorað
fjögur mörk án þess að heima-
menn næðu að svara fyrir sig.
Framarar, sem höfðu ekki unn-
ið leik síðan gegn Víkingi í 1. um-
ferðinni 16. maí, náðu þó ekki að
komast upp úr botnsætinu en
þessi sigur, sem var sá fyrsti á
Akranesi síðan 1998, gefur liðinu
þó byr undir báða vængi í botn-
baráttunni sem framundan er.
Aðstæður til knattspyrnuiðk-
unar voru ekki upp á það allra
besta á Akranesi í gærkvöld. Það
var strekkingsvindur og hann olli
því að liðin náðu ekki að halda
boltanum innan liðsins og því var
fátt um fína drætti framan af.
Skagamenn voru miklu meira
með boltann allan fyrri hálfleik-
inn, pressuðu stíft en komust lítt
áleiðis gegn vel skipulögðum
Frömurum sem spiluðu agaðan
varnarleik og beittu stórhættuleg-
um skyndisóknum með Andra
Fannar Ottóson í fararbroddi. Úr
einni slíkri fengu Framarar auka-
spyrnu rétt utan teigs sem gaf
Frömurum í kjölfarið vítaspyrnu
eftir klafs og þvögu í vítateig
Skagamanna. Úr henni skoraði
Ríkharður Daðason og kom Fröm-
urum yfir. Tæpum tíu mínútum
síðar skoraði áðurnefndur Andri
Fannar annað mark Framara,
komst einn fyrri sofandi vörn
Skagamanna og sendi boltann fall-
ega framhjá Þórði Þórðarsyni,
markverði Skagamanna.
Í hálfleik var alltaf ljóst að það
yrði á brattann að sækja fyrir
Skagamenn því auk tveggja
marka forystu Framara þurftu
þeir að glíma við vindinn en ef
vonarneisti heimamanna var ein-
hver þá slökkti Heiðar Geir
Júlíusson endanlega í honum
strax í byrjun síðari hálfleiks.
Heiðar Geir fékk boltann aleinn á
markteig og skoraði af öryggi
framhjá Þórði.
Til að bæta gráu ofan á svart
og fullkomna niðurlægingu
heimamanna þá bætti Ríkharður
Daðason við fjórða markinu með
skoti úr teig eftir fallegan undir-
búning Andra Fannars. Eftir þetta
datt leikurinn algjörlega niður,
Framarar sigldu af öryggi með
stigin þrjú í höfn og fögnuðu gríð-
arlega mikilvægum en jafnframt
fullkomlega verðskulduðum stig-
um.
„Þessi frammistaða dæmir sig
sjálf og það var kvöl og pína fyrir
mig að horfa á mína menn í
kvöld,“ sagði Ólafur Þórðarson,
þjálfari ÍA, sem var skiljanlega
allt annað en sáttur við frammi-
stöðu sinna manna sem var fyrir
neðan allar hellur. „Ég held að
menn ættu að hugsa um að hafa
gaman af því að spila fótbolta –
það var ekki raunin í dag,“ bætti
Ólafur við.
Það var annað hljóð í skrokkn-
um þegar Fréttablaðið ræddi við
nafna hans Kristjánsson, þjálfara
Fram, sem stýrði sínum mönnum
til sigurs í fyrsta sinn.
„Úrslitin komu mér ekki á
óvart því ég átti von á sigri. Ég er
búinn að vinna mikið í því undan-
farið að bæta varnarleikinn og
skerpa sóknarleikinn og við upp-
skárum eftir því í dag,“ sagði
Ólafur eftir leikinn.
vignir@frettabladid.is
KR-INGAR FAGNA FRÆKNUM SIGRI Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR-inga,
sem skoraði eitt mark og lagði upp eitt í sigri liðsins á Víkingi, fagnar hér sigrinum sem
var sá fyrsti hjá liðinu síðan gegn Fram 21. júní. Fréttablaðið/Teitur
46-47 (22-23) Sport 25.7.2004 22:41 Page 2