Fréttablaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 4
4 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tvær konur fundu grátandi barn sem skilið hafði verið eftir einsamalt í bíl á bíla- stæði við Heiðmörk á laugar- daginn. Eftir góða stund hring- du þær í lögreglu. Málið leystist farsællega, miðað við aðstæður. Að sögn annarrar konunnar, Unnar Tómasdóttur, heyrðu konurnar sáran barnsgrát þegar þær voru að koma úr göngu í Heiðmörk. Þær gengu á hljóðið og fundu þá barnið í barnabíl- stól í harðlæstum bíl á bílastæð- inu. Smárifa hafði verið skilin eftir á afturrúðum bílsins. Að sögn var barnið búið að gráta sig gjörsamlega kútupp- gefið, auk þess sem það var vel klætt í hitanum. Það hafði hent sér sitt á hvað þannig að bílbelt- ið hafði flækst um fætur þess. Eftir hálftíma ákváðu konurnar að hringja í lögreglu, auk þess sem þær reyndu að róa barnið, meðal annars með því að syngja fyrir það. Eftir þrjú korter var það farið að róast. Síðan gerðist nær allt í senn, barnið losnaði úr stólnum og konurnar gátu feng- ið það til að taka læsinguna af hurðinni. Þær voru að gefa því að borða og drekka þegar móð- urina bar að garði. Skömmu síð- ar kom svo lögreglan á vett- vang. Lögreglan í Hafnarfirði stað- festi útkall í Heiðmörk á laugar- daginn vegna barns sem hefði fundist í læstum bíl á bílastæði. ■ GEITUNGAR Í kjölfar mikilla hlýinda í sumar má búast við miklu magni geitunga og stórra geitungabúa í ágúst. „Stóru búin eru orðin mörg hver vígaleg og erum við að búa okkur undir mikinn hasar í ágúst,“ segir Smári G. Sveinsson, meindýraeyðir og eigandi Varna og eftirlits. Hann leggur ríka áherslu á að fólk vandi valið þegar kemur að því að velja menn til að fjarlægja geitungabúin. „Geitungar eru hættulegir og því ber að fá fag- menn í málið. Því miður er nokkuð um það í þessum bransa að menn eru að starfa við þetta án þess að hafa til þess tilskilin leyfi eða réttindi og hafa því ekki kunnáttu í að vinna verkið,“ segir hann. Smári segir að fólk sé farið að nota geitungagildrur í síauknum mæli en því miður vilji það brenna við að það noti ekki gildrurnar rétt. „Það á ekki að setja gildrurn- ar þar sem þú vilt ekki fá geitung- ana því þær draga geitungana að sér. Þetta áttar fólk sig ekki á fyrr en maður nefnir það. Einnig er mikil- vægt að þegar geitungabú eru fjarlægð sé hluti af þeim skilinn eftir og að þá sé restin eitruð,“ segir hann. Hann segir að þeir hjá Vörnum og eftirliti séu með þrautþjálfað- an mannskap á vakt sem sé klár í slaginn hvenær sem en hluti af þjónustunni fer einnig fram í gegnum síma. „Það er töluvert algengt þegar fólk kemur heim úr fríinu í ágúst að það hringir til okkar og biðji um ráðleggingar. Þá er því oft mjög brugðið við að sjá hversu búin eru orðin stór. Ég vil bara eindregið benda fólki á að leita ráðlegginga hjá mönnum sem eru með góða kunnáttu og reynslu í þessum efnum því geitungar eru engin lömb að leika við,“ segir Smári. halldora@frettabladid.is Átök í Írak halda áfram: Barist gegn erlendum herjum ÍRAK, AP Vel vopnum búnar banda- rískar og íraskar hersveitir urðu fimmtán uppreisnarmönnum að bana í átökum í héraðinu Buhriz, þar sem íbúar eru mjög hliðhollir Saddam Hussein, fyrrum forseta landsins. Árásin hófst með áhlaupi en endaði með margra klukkustunda átökum milli hermanna og upp- reisnarmanna. Íraskir vígamenn eru andvígir veru erlendra her- sveita í landinu og hafa barist gegn tilraunum til þess að koma á friði í landinu. Þá var fyrrverandi embættis- manni ríkisstjórnarinnar ráðinn bani í höfuðborginni Bagdad auk þess sem bandarískur hermaður lét lífið í vegasprengju. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Ert þú fylgjandi þyngri refsingum fyrir brot á dýraverndarlögum? Spurning dagsins í dag: Ertu almennt sátt(ur) við störf lögregl- unnar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 26% 74% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is LÍKIR HEMINGWAY 135 kepptust um að vera taldir líkastir Hemingway í Flórída um helgina. Sjötugur Bandaríkjamaður: Líkastur Hemingway FLÓRÍDA, AP Tæplega sjötugur Bandaríkjamaður var valinn lík- astur Ernest Hemingway á Hem- ingway dögum í Key West í Flór- ída um helgina. Sigurvegarinn, John Stubbings, var að taka þátt í keppninni í áttunda sinn en hann hefur ekki áður farið með sigur af hólmi. Stubbings var að vonum ánægður með sigurinn. „Ég var viss um að ég myndi vinna í fyrsta skipti sem ég tók þátt,“ sagði Stubbings. „Þetta gerist ekki þannig. Fyrst þurfti ég að kynnast dómurunum og hinum keppend- unum.“ ■ REYKINGABANN Hugsanlegt er að von bráðar verði reyking- ar bannaðar á almannafæri í Bretlandi. Bretland: Von á reyk- ingabanni REYKINGAR Bresk yfirvöld stefna að því að banna algjörlega reykingar á almannafæri. Heilbrigðisráð- herra Breta hefur sent fyrirskipun til forsvarsmanna veitingahúsa þar sem þeir eru beðnir um áætlun um hvernig koma megi á reykinga- banni. Er þetta sagt fyrsta skrefið í því að bann verði lagt við reyk- ingum á veitingahúsum og skref í átt til víðtækara banns. Reykingar eru þegar bannaðar á almannafæri í Írlandi og í Nor- egi og hafa margar þjóðir velt því fyrir sér hvort þær eigi að fylgja í fótspor þeirra. ■Eltingaleikur við ölvaðan ökumann: Króaður af í blindgötu ÖLVAÐIR UNDIR STÝRI Ökumaður grunaður um ölvun við akstur ók út af Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar snemma í gærmorgun. Ökumað- urinn slapp ómeiddur og bíllinn skemmdist lítið. Þá stöðvaði lög- reglan í Keflavík þrjá ökumenn grunaða um ölvun við akstur. Einn þeirra reyndist án ökurétt- inda. STAL VEIÐISTÖNGUM Brotist var inn í yfirgefna bifreið á Sand- gerðisvegi og þremur veiðistöng- um og geislaspilara stolið. Til- kynnt var um stuldinn um hádeg- isbil í gær en ekki er vitað hver var að verki. Þjóðleikhúsið: Starf leikhús- stjóra laust MENNING Embætti þjóðleikhús- stjóra er nú laust til umsóknar. Menntamálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra í embætti til fimm ára í senn, frá og með 1. jan- úar 2005. Í embættið skal skipað- ur einstaklingur með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa, að því er segir á vefsíðu menntamálaráðuneytis- ins. Þar kemur jafnframt fram að umsóknir með ítarlegum upplýs- ingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16, miðviku- daginn 1. september 2004. Í um- sókn skal jafnframt greint frá hugmyndum umsækjanda um framtíðarsýn hans á starfsemi Þjóðleikhússins. ■ HEIÐMÖRK Gönguferðir í Heiðmörk eru vinsælar á góðviðrisdögum. Myndin sem tekin var þar er ekki í tengslum við fréttina. Geitungafaraldur í vændum Búast má við geitungafaraldri á næstunni í kjölfar undangenginna hlýinda. Geitungar eru hættulegir og því mikilvægt fyrir fólk að leita til aðila með tilskilin réttindi og kunnáttu. GEITUNGUR Búast má við miklum geitungafaraldri í kjölfar mikilla hlýinda að undanförnu. LÖGREGLUMÁL Ungur ökumaður virti að vettugi bendingar lög- reglu um að stöðva bifreið sína á Vesturlandsvegi í fyrrinótt. Upp- hófst því eltingaleikur um Mos- fellsbæ sem endaði með því að lögregla króaði ökumanninn af inni í blindgötu og flutti á lög- reglustöð. Tilkynnt var um ökumann í Hvalfjarðargöngum sem hugsan- lega væri ölvaður um klukkan hálftvö í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík ætlaði því að stöðva ökumanninn við Esjumiðlun en þar sinnti hann ekki bendingum lögreglu og ók áfram inn í Mos- fellsbæ. Lögreglan elti ökumann- inn inn í Álafosshverfi þar sem ferð hans lauk inni í blindgötu. Ökumaðurinn var fluttur á lög- reglustöð þar sem hann gisti fangageymslur. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Þá var annar ökumaður fluttur á lögreglustöð eftir að hann ók á húsvegg veitingastaðar við Hverafold í Grafarvogi í fyrra- kvöld. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. ■ ELTINGALEIKUR Lögregla elti uppi ölvaðan ökumann sem virti að vettugi bendingar um að stöðva bifreið sína í Mosfellsbæ í fyrrinótt. ,,Stóru búin eru orðin mörg hver víga- leg og erum við að búa okkur undir mikinn has- ar í ágúst. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SLEPPT ÚR HALDI Rúmlega þrí- tugum manni sem gekk um Akur- eyri vopnaður riffli á föstudags- kvöld var í gær látinn laus úr haldi lögreglu. Maðurinn er tal- inn hafa verið undir áhrifum fíkniefna og fær mál hans nú hefðbundna meðferð innan dóms- kerfisins. Málið telst að mestu upplýst. ■ NORÐURLÖND GAMALT FÓLK AFSKIPT Í SVÍÞJÓÐ Sjúkrarúmum fyrir eldri borgara í Svíþjóð hefur fækkað um helm- ing síðastliðin tíu ár.Heilbrigðis- kerfið hefur engin úrræði fyrir gamla fólkið, sem oft er sent eitt heim án þess að hafa möguleika á að hugsa um sig sjálft. Grátandi barn í læstum bíl Umhugsunarvert atvik á bílastæði í Heiðmörk: 04-05 25.7.2004 22:53 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.