Fréttablaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 30
„Þetta er hugsað fyrir atvinnudans- ara og þá sem eru að læra dans,“ segir Steinunn Ketilsdóttir en hún stendur fyrir dansnámskeiði í Kramhúsinu 9.-13. ágúst næstkom- andi þar sem bandaríski dansarinn og danshöfundurinn Miguel Guiti- errez kennir í fyrsta sinn á Íslandi. „Ég stunda sjálf nám við Hunt- er College í New York og Miguel Gutierrez var gestakennari við skólann hjá mér í vetur. Þannig kynntist ég honum og finnst hann frábær kennari. Hann er mjög ná- kvæmur, nær vel til allra og er með skemmtilegar hugmyndir um dans og um það hvert nútímadans stefnir. Gutierrez hefur farið nýj- ar leiðir í sinni sköpun og er nú staddur í Japan en hann kennir dans víða um heim og hafði áhuga á að koma til Íslands og kynnast því sem er að gerast hér.“ Steinunn segir margt að gerast í nútímadansi hérlendis. „Það er fullt af fólki að gera áhugaverða hluti hér heima. Reykjavík dans- festival er núna í haust og svo er komin hefð fyrir dansleik- húskeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur. Svo er fullt af fólk í leiklistarheiminum að dansa eins og við sjáum til dæmis núna í Hárinu og Fame.“ Þeir sem hafa áhuga á að kynn- ast nútímadansi nánar og hafa jafn- vel áhuga á að skapa dansana sína sjálfir ættu ekki að láta námskeiðið með Miguel Guitierrez fram hjá sér fara. Hann kennir i Kramhúsinu bæði danssmíði (kóreógrafía) og tæknitíma (módern) en hægt er að sækja ýmist hálft eða heilt nám- skeið. Nánari upplýsingar og skrán- ing er á tölvupóstfanginu sk_dans@hotmail.com. 30 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR „Ég kem alltaf til landsins á sumr- in til að fara í laxveiði í Borgar- firði eins og sannur Íslendingur,“ segir kvikmyndagerðarkonan Erla B. Skúladóttir sem er búsett í Bandaríkjunum og hefur þar í landi sópað að sér verðlaunum fyrir stuttmynd sína Bjargvættur. Erla er nú stödd á Íslandi og með- al annars til að halda sýningu á Bjargvættinum hérlendis. „Ég vil svo gjarna að Íslendingar fái að njóta myndarinnar,“ segir Erla en leikararnir Guðrún Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld og Ívar Örn Sverrisson eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í stuttmynd- inni. „Myndin er á íslensku og tek- in upp hér á landi,“ en kvikmynda- tökumaðurinn, Brian Hubbard, hefur hlotið verðlaun fyrir kvik- myndatökuna í myndinni. „Mynd- in er íslensk í húð og hár og Brian Hubbard er meira að segja orðinn svo ástfanginn af landinu í kjöl- farið að hann langar helst til að flytja hingað.“ Bjargvættur verður sýnd í Há- skólabíói á morgun klukkan 17.15. „Ástæðan fyrir því að ég held sýn- inguna nú er að það virðist alls staðar vera svo mikið peninga- leysi að það lítur ekki út fyrir að ég komi myndinni til sýningar í sjónvarp hér heima. Til að vera samkeppnishæf á Edduverðlaun- unum í nóvember verður mynd- in að hafa verið sýnd opinber- lega að minnsta kosti einu sinni og ég ákvað því að halda boð- sýningu í Háskólabíói þar sem allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir,“ segir Erla en Bjargvættur er 28 mínútur að lengd. Stuttmyndin fjallar um fjórtán ára stelpu sem er send í sumarbúðir eftir að foreldrar hennar komast að því að hún er byrjuð að drekka. „Freydís Krist- ófersdóttir leikur að- alhlutverkið og hún og Kristjana Júlía Þ o r s t e i n s d ó t t i r sem leikur vinkonu hennar í sumarbúð- unum ætla báðar að mæta á sýninguna á morgun.“ En þess má geta að Bjargvættur var valin besta stuttmyndin á kvikmynda- hátíðinni í Nashville og verðlaun- in veita myndinni rétt til að vera í úrtaki fyrir óskarsverð- launin. ■ ERLA B. SKÚLADÓTTIR Reynir að koma til Íslands tvisvar sinnum á ári meðal annars til að halda íslensk- unni við hjá tvítyngdri tíu ára dóttur sinni. FRÉTTIR AF FÓLKI í dag Sonur minn reyndi að drepa dópsalann sinn á Akureyri Helgi prentari Kominn í norska Survivor Elsa Lyng Hómópatían læknaði hana 490.- verð frá barnaflíspeysa útileguna Verslaðu hjá okkur fyrir Nýherji hagnaðist um eina milljónkróna á öðrum ársfjórðungi. Miðað við þær stóru tölur sem er að vænta úr rekstri fjármálafyrirtækja þykir mörgum ekki mikið til koma. Afkoman er eins og rekstrarniður- staða vel rekinnar vísitölufjölskyldu. Gárungar hafa haft í flimtingum að þegar stjórn félagsins hafi litið upp- gjörið augum hafi þeir hrópað upp yfir sig af gleði: „Nú kaupum við bíl.“ Þeir geta svo skipst á um að aka bíl- inn þeir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, og Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins. Viðskiptaháskólinn á Bifröst bauðum daginn meistaranemendur sína velkomna, en þeir nemendur sem eru í fjarnámi fá að eyða hluta af sumarfríi sínu við nám í sveitinni. Það heyrðist um daginn að fram- sóknarmenn væru ekki yfir sig hrifnir af því hvað hefur orðið um gamla Samvinnuskólann sem átti sinn hlut í að ala upp framsóknarmenn fram- tíðarinnar. Þegar litið var yfir þann hóp nemenda og kennara sem saman var kominn við há- tíðarkvöldverð mátti halda að þessi gamla miðstöð f ramsóknar - d r a u m s i n s væri orðin að krata- bæli. VINIR VIÐ LEIK Fjölmargir hafa lagt leið sína í sumarbústaði þessa mánuðina. Þrátt fyrir að besti vinurinn hafi verið með í för með þeim Sögu Huld, Hilmi Hrafni og Lilju Nótt, virðist áhuginn vera meiri fyrir tölvuleiknum hans Hilmis en greyinu honum Tuma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA DANS MIGUEL GUITIERREZ Ferðast víða um heim til að kynna framúrstefnulegar hugmyndir um nú- tímadans fyrir áhugasömum. Bandarískur dansari með námskeið í Kramhúsinu NÁMSKEIÐ ■ verður haldið í Kramhúsinu 9-13. ágúst með bandarískum dansara og danshöf- undi þar sem boðið verður bæði upp á módern og danssmíði eða kóreógrafíu. KVIKMYNDIR Hin margverðlaunaða stuttmynd, Bjarg- vættur, verður loksins sýnd í Háskólabíói á morgun að leikstjóranum viðstöddum. Bjargvættur sýnd á Íslandi 54-55 (30-31) Fólk 25.7.2004 21:02 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.