Fréttablaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 26. júlí 2004 19 ÁGÚST MOGENSEN segir orsök um- ferðarslysa erlendra ferðamanna vera akstursmistök og því öðruvísi en slys Íslendinga. Hver? Framkvæmdastjóri Rannsóknar- nefndar umferðarslysa og áhuga- maður um umferðaröryggi. Ég út- skrifaðist hérna heima með B.A. próf í félagsfræði en fór til Englands í mastersnám í afbrotafræði. Nú stunda ég fjarnám í Englandi og er að skrifa doktorsritgerð um ölvun- arakstur. Hvar? Nú var ég að koma heim til mín á Hringbraut og er að henda rusli út í tunnu. Er að fara að grilla með sam- býliskonu minni í rigningu. Hvaðan? Ég var í vinnunni, það er því miður búið að vera alltof mikið að gera. Tvö banaslys urðu með stuttu milli- bili og því fylgir mikil vinna og vett- vangsferðir. Ég fer þá út á land og reyni að komast að því hvað hefur mögulega farið úrskeiðis. Hvað? Ritgerðin sem ég er að skrifa fjallar um afhverju fólk ekur undir áhrifum áfengis. Til þess að komast að því dvaldi ég síðasta sumar á lögreglu- stöð á Selfossi og í Reykjavík og á læknamiðstöðinni í Kópavogi. Ég var þar á kvöldin og um helgar og spjall- aði við ökumenn sem teknir voru fyr- ir ölvunarakstur á meðan þeir voru enn undir áhrifum. Til að leiða mig í sannleik um hvers vegna fólk ekur undir áhrifum var aðalatriðið í gagna- söfnun minni að komast að því hvernig hugsunarferlið fer fram. Hefði ég spurt fólk sömu spurninga þegar runnið hefði af því tel ég að svörin yrðu talsvert öðruvísi og reynt væri að réttlæta hlutina. Viðmælend- ur mínir vissu að það er ólöglegt að aka undir áhrifum. Hvenær? Ég byrjaði á ritgerðinni haustið 2001 og vonandi næ ég að klára hana á næsta ári. Reyndar gengur upp og ofan að klára slíkt með vinnu og fjölskyldu. Hvernig? Ég þarf að beita mig geysilegum sjálf- saga, hætta að horfa á sjónvarpið og fara að vanrækja fjölskyldu og vini. Hvers vegna? Ég vil koma minni þekkingu á fram- færi, það hefur aldrei neinn svo ég viti til gert sambærilega rannsókn á fólki undir áhrifum áfengis. PERSÓNAN ÞETTA GERÐIST LÍKA 1945 Winston Churchill og félagar í breska Íhaldsflokknum tapa stórt í þingkosningum. Churchill segir af sér sem forsætisráðherra og í stað hans tekur Clement Attlee úr Verkamannaflokknum við emb- ættinu. 1956 Nasser, forseti Egyptalands, til- kynnir að Suez-skurðurinn verði framvegis þjóðareign. 1963 Þúsundir manna farast í jarð- skjálfta í borginni Skopje í Júgóslavíu. 1968 Paul McCartney semur lagið Hey Jude. 1969 Elvis Presley spilar á tónleikum í fyrsta sinn í tæp átta ár. 1990 Brent Mydland, meðlimur Grateful Dead, deyr úr ofneyslu eiturlyfja aðeins 38 ára. 2000 Hljómsveitin Oasis hættir að spila eftir að plastflöskum, dósum og smáaurum er kastað í hana á tónleikum í Sviss. Sumar & Sony -Vaxtalaust* *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. DCR-HC20 stafræn tökuvél Carl Zeiss Vario Tessar Linsa 800.000 pixla Super HAD myndflaga i.LINK(DV IN/OUT) 6.999 krónur í 12 mánuði* eða 83.988 krónur DCR-PC109E stafræn tökuvél Carl Zeiss Vario Tessar Linsa 1.070.000 pixla Super HAD myndflaga Super Nightshoot plus 9.999 krónur í 12 mánuði* eða 119.988 krónur DCR-PC107 stafræn tökuvél 800.000 pixla Super HAD myndflaga 2.5" Litaskjár (snertiskjár) Tengistöð fylgir 7.999 krónur í 12 mánuði* eða 95.988 krónur Opið alla helgina 950 krónur. **Gildir með DCR-HC20, DCR-PC107 og DCR-PC109 Ef þú kaupir stafræna tökuvél** hjá okkur færðu 12.000 króna afslátt af aukahlutasetti. Það inniheldur tösku utan um vélina, upptökuspólu og hleðslurafhlöðu. Venjulegt verð er 12.950 en þú greiðir aðeins Þegar sumarið kemur skella mörg börn sér á námskeið til að læra eitthvað nýtt. Sumir kyn- nast leyndardómum siglinga, sunds eða myndlistar. Aðrir kynnast hvernig á að umgangast hrossin. Slík námskeið eru víða um land og ekki öll með sama sniði. Það voru 27 krakkar, allt frá fjögurra til sextán ára sem tóku þátt í árlegum æskulýðsdögum Hestamannafélagsins Blæs á Norðfirði í júni. Þór Júlíusson, formaður æskulýðsnefndar Blæs, segir markmið daganna að vinna með krökkunum á jákvæðan hátt. „Æskulýðsdagar snúast um að lofa börnunum að upplifa sam- veru með hestum á skemmtileg- an og uppbyggilegan hátt. Ekki endilega með keppni í huga.“ Krakkarnir gistu í tjöldum og í félagshúsi hestamannafélags- ins á Kirkjubólseyrum í Norð- firði. Þau fóru í sund á morgn- ana, tóku þátt í leikjum og fengu kennslu í reiðlistinni. Í lokin var haldin grillveisla. Var þetta skemmtilegur tími, sérstaklega þó fyrir krakkana.■ M YN D /I N G IB JÖ RG Þ Ó RÐ AR D Ó TT IR Lærðu reiðlist NORÐFIRSKIR KRAKKAR tóku þátt í æskulýðsdögum Hestamannafélagsins Blæs á dögunum. Þau skemmtu sér prýði- lega í samveru hesta og manna. 42-43 (18-19) Tímamót 25.7.2004 20:32 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.