Tíminn - 06.01.1973, Síða 5
Laugardagur 6. janúar 1973
TÍMINN
5
Upplausn í ríkisstjórn
Nixons?
Sögur herma, að Laird varnar-
málaráðherra Bandarikjanna
vilji ekki þjóna Nixon annað
kjörtimabil og einnig heyrist.að
Rogers utanrikisráðherra vilji
losna úr prisundinni. Fyrr-
verandi ambassador i Bonn,
Kenneth Rusk, heyrist æ oftar
nefndur sem arftaki annars
hvors þeirra.
☆
Fimmtán ára í Háskóla
Serjosja Anufrief lauk mið-
skólanámi frá skóla númer 17 i
Rostof og fékk gullverðlaun
fyrir frammistöðu sina. Þrátt
fyrir það neitaði móttökunefnd
Læknaháskólans i Rostof að
taka inntökubeiðni hans til
greina.
Ástæðan var síi, að hann var
aðeins 15 ára gamall. Mennta-
málaráðuneyti æðri- og mið-
skólamenntunar blandaði sér i
málið. Með sérstöku leyfi fékk
Serjosja að taka inntökuprófin.
Nú er hann læknisfræðistúdent.
Dagblaðið „Vetsjernij Rostof'
skrifar, að Serjosja hafi farið út
á sömu braut og móðir hans, en
hún er læknir, og faðir hans er
flugmaður. Snáðinn var sex
ára, þegar hann byrjaði að
ganga i skóla og sýndi einstaka
hæfileika með þvi að taka þrjá
bekki á einu ári. Sem sagt, i
læknaskólanum i Rostof, hefur
bætzt 15 ára læknastúdent i
hópinn —
☆
Frost, frú og dóttir
Hér fáið þið að sjá David Frost
og kærustuna hans, Diahann
Carröll.Diahann á reyndar stóra
dóttur, sem verður þá væntan-
lega stjúpdóttir Frosts áður en
langt liður, því Frost ogCarroll
hafa ákveðið að rugla saman
reitum sinum um næstu páska.
Myndin var tekin af David,
Diahann og Suzanne, þegar
verið var að frumsýna jólasýn-
ingu, sem Frost hafði sett á svið
i Duke of York leikhúsinu i
London. Nafn sýningarinnar er
Once Upon A Time.
Andy ástfanginn
Skyldi hinn heimsþekkti
bandaríski söngvari Andy
Williams vera kominn i nýtt
ástarævintýri? — Englendingar
segja, að svo sé, þvi að Andy
sést nú oft á ferli með hinni fall-
egu leikkonu Glenda Allen, og i
upphafi eiga þau að hafa kynnzt
á Crystal Palace Bowl i London,
hvar Andy hélt hljómleika. Hún
er 22 ára, en hannn 41. En Andy,
sem við sjáum hér á myndinni
ásamt Glendu, segir: Það eru
ekki aðrar konur i minu lifi, en
eiginkona min Claudine, þó svo
að við búum ekki saman i
augnablikinu. Og Glenda, sem
kemur frá Cromer i Norfolk,
segir: — Hann (Andy) er yndis-
legur maður, og ég er yndisleg
stúlka. Það er það eina.sem ég
segi um okkar mál.
☆
Ný flik handa síamstvi-
burum og öðrum, sem
raunverulega elskast
Engin takmörk virðast fyrir
uppfinningum mannanna. Ein
hin nýjasta er flik, gerð handa
siamstviburum, og þeim , sem
eru svo hrifnir (hrifin) hvor af
öðrum, að þeir vilja helzt fara i
sömu spjörina á sama tima.
Flikin hefur tvö göt fyrir
höfuðin ásamt tveim ermum, en
i mittishæð er eitt gat, nákvæm-
lega stærðaráætlað til að
elskendurnir geti þar i gegn
fléttað saman hendur sinar.
☆
Aftur farin aó leika
Leikkonan Jean Peters, sem nú
er 45 ára og hætti öllum kvik-
myndaleik, þegar hún gekk að
eiga milljónamæringinn
Howard Hughes árið 1957,
hefur nú aftur snúið sér að leik-
listinni og er byrjuð að leika i
sjónvarpskvikmynd I Banda-
rikjunum. Peters skildi við
Hughes i júni 1971, en nýlega
giftist hún á nýjan leik, og i
þetta sinn Stanley Lee Hough, 53
ára gömlum varaforstjóra kvik-
my ndafyrirtækisins 20th
Century Fox.
☆
.
Vildi ekki stúlku i jóla-
sveinhlutverkið
Cynthia nokkur Larson, 19 ára
gömul, i borginni Des Moines i
Iowa hefur farið i mál við for-
stöðumann auglýsingafyrirtæk-
is, sem neitaði að ráða hana i
hlutverk jólasveins. Fyrirtækið
auglýsti eftir einhverjum til
þess að leika jólasveina og réð
tvo unga menn, en hafnaði
Cynthiu. Þetta þótti henni vera
óréttlátt og taldi, að ekki hefði
verið ástæða til þess að velja
fremur karlmenn en kvenmenn
i þetta hlutverk. í réttinum bar
forstöðumaður auglýsingaskrif-
stofunnar, að hann hefði út af
fyrir sig ekki haft neitt á móti
Cynthiu persónulega, eða sem
kvenmanni, en honum hefði
fundizt piUarnir vera jóla-
sveinslegar vaxnir, og þess
vegna hefði hann valið þá frem-
ur en stúlkuna. Dómur hefur
enn ekki verið kveðinn upp i
þessu máli, en liklegter talið, aö
Cynthia vinni ekki sigur, þar
sem ekki hafi verið um mismun
kynjanna að ræöa.