Tíminn - 06.01.1973, Side 8
Y''/\ 51/ i'|’
TÍMINN
291 dýrategund
er að deyja út
s:Tí>! -isíioRr » ...... i
I.augardagur (i. janúar 1973
sálfræöingur kenndi þeim að byggja hreiður.
Geta dýragarðar bjargað með því að sleppa dýrum?
Nú er að verða skortur á is-
björnum á Grænlandi og getur
larið svo.að stofninn deyi hrein-
lega út innan skamms. Forráða
menn dýragarðsins i Kaup-
mannahöfn eru farnir aö hugsa
alvarlega uin að flytja fangna is-
hirni aftur i sitl eðlilega umhverfi
á (irænlandi, til að koma i veg
lyrigað stofninn liljöti sömu örliig
og indverski nasliy rningurinn,
mongólski villihesturinn og flciri
dýrategumlir, scm þegar eru
orðnar svo fátiðar, að flciri cru til
i dýragörðuin en i náttúrunni
sjállri.
Margar dýrategundir hafa þeg-
ar horfið af yfirborði jarðar
vegna veiðigleði mannsins. Viö
könnumst öll við geirfuglinn, og
amerisku flb'kkudúfuna má einnig
nefna, svo og dúdúfuglinn, sem
lifði á Kyrrahafseyjum og gat
ekki flogið. Hann nægði i mál
handa 100 manns og hefur þvi þótt
góð búbót.
Nú er fjöldi dýrategunda i
hættu, ekki sizt hlébarðinn og
tigrisdýrið, sem eru mjög eftir-
sóttir vegna skinnsins eins og is-
björninn.
Skýrslur sýna, að alls 291 dýra-
tegund á útrýmingu yfir höfði sér.
Margar
tegundir horfnar
lyrir árið 2000
bað verða að öllum likindum
dýragarðarnir, sem bjarga munu
þvi, sem eftir er af dýralifi jarð-
ar, frá tortimingu —- og þótti ýms-
um mál til komið. Málið var rætt
mjög á alþjóðlegri ráðstefnu á
eynni Jersey nýlega. Þar kom
fram, að margar dýrategundir
verða horfnar um aldamót setH
sama áframhaldi. Af þeirri 291
tegund, sem i hættu er, finnast 162
i dýragörðum — en aðeins 73 teg-
undir hafa eignazt þar afkvæmi
siðustu tiu árin.
Astæðan er fyrst og fremst sú,
að ákaflega erfitt er að láta
ófrjáls dýr eignast afkvæmi. A
áðurnefndri ráöstefnu var það
vandamál mjög rætt, hvernig
skapa mætti þessum dýrum betri
skilyröi i dýragörðum, til að þau
dæju ekki út þar lika.
Þess vegna hefur dýragarður-
inn i Kaupmannahöfn verið að
breytast á undanförnum árum.
Áður var það metnaður hvers
dýragarðs að hafa*flestar tegund-
ir innan rimla sinna og múra, en
nú horfir málið öðruvisi við:
Færri tegundir, en fleiri dýr af
hverri. Það er eina leiðin til að
skapa dýrunum nokkurn veginn
eðlilegt og þolanlegt umhverfi.
(Jeta þau bjargað
sér í náttúrunni?
Mörg dýranna, sem áður var að
finna i dýragarðinum i Kaup-
mannahöfn, eru þar ekki lengur.
Þau hafa verið flutt i aðra dýra-
garða, þar sem skilyrði fyrir þau
eru betri. A móti kemur, að nú
eru fleiri ljón i Kaupmannahöfn
en áður og nú eru þau ekki i
rimlabúrum, heldur i geysistór-
um garði, þar sem umhverfið er
þeim næstum eðlilegt.
Þessi umskipti hjá ljónum hafa
breytt lifi þeirra mikið. Veiðieðli
þeirra er óbreytt þrátt fyrir
margra ára innilokun — það kom
i ljós fyrir skömmu, er einn
fallegasti páfuglinn, sem dýra-
garðurinn átti, brá sér i flugferð
yfir ljónagarðinn. Hann taldi sig
öruggan i nokkurra metra hæð,
en eitt ljónið hljóp á eftir honum,
stökk tvo metra upp i loftið og
drap fuglinn með einu hramms-
höggi.
Auðvitaö þótti forráðamönnum
garðsins þetta ákaflega leiðinlegt
atvik, en uröu po fegnir að sjá, að
ljónin höfðu ekki beðið tjón á
eðlishvötum sinum við innilokun-
ina.
A ráðstefnunni áðurnefndu var
einmitt rætt dálitið um, að villi-
dýr lifa á öðrum dýrum — ekki
aðeins dauðu kjöti. Þess vegna
yrði liklega erfitt fyrir dýr, sem
fætt er i dýragarði.að bjarga sér
úti i náttúrunni, ef þvi yrði sleppt.
Sem betur fer, virðist þetta ekki
eiga við um ljónið i Kaupmanna-
höfn, en hins vegar hefur komið i
ljós.að kjálkavöðvar ljóna i dýra-
görðum slappast allmikið, ef þau
hafa einungis fengið lina fæðu.
Sálfræðingur kenndi
luglum að
byggja hreiður
Aður reyndist mjög erfitt að fá
Flamingofugla til að byggja sér
hreiður i dýragörðum og auk þess
misstu þeir alltaf fljótlega hinn
fallega rauða lit sinn.
1 dýragarði Kaupmannahafnar
gátu flamingofuglarnir leitað
skjóls i húsi, sem var sérstaklega
byggt handa þeim.og þeir fengu
mat daglega. Af þessu leiddi, að
fuglarnir gleymdu, hverjir þeir
voru.og hættu að þrifast. Þá tók
dýrasálfræðingur garðsins málið
i sinar hendur. Hann rannsakaði
hvernig flamingóar i náttúrunni
byggja hreiður sin úr leir og
leðju. Siðan tók hann að leika sér
að þessum efnum i garðinum hjá
fuglunum og sýndi þeim, hvernig
átti að fara að. Skömmu siðar var
allur hópurinn tekinn til við hreið-