Tíminn - 06.01.1973, Side 9
Laugardagur 6. janúar 1973
TÍMINN
9
Þessi orangutanstelpa fæddist i Álaborg og er fyrsta barn sinnar
tegundar, sem fæðist i Danmörku. Á myndinni er hún vikugömul.
urgerð, og i suraar litu tiu
flamingóungar dagsins ljós.
Þá hefur það vafalaust hjálpað,
að fæðunni var breytt, þannig að
nú fengu fuglarnir lifandi fæðu,
sem þeir urðu sjálfir að hafa fyrir
að leggja að velli. Slíkt skapar til-
breytingu i lifið og það hefur fugl-
unum vafalaust likað vel, þvi nú
halda þeir áfram að vera rauðir.
Dýragarðar hafa þegar byrjað
að senda dýr sin aftur til náttúr-
unnar. Til dæmis voru 200 Hawai-
gæsir sendar aftur til sins heima
úr mörgum dýragörðum, þar sem
þær höfðu allar skriðið úr eggjun-
um. úr Kaupmannahafnargarð-
inum voru sendar allar, nema fá-
einar, semátti að nota til að fjölga
stofninum þar. En ekkert varð úr
þvi. Refur nokkur kom i heim-
sókn og át þær allar á einni nóttu.
Ógnir
menningarinnar
í Vestur-Þýzkalandi hefur á
siðustu árum verið sleppt 195
hornuglum úr dýragörðum, en
þær hafa átt erfitt uppdráttar á
sinum eigin vegum. Ekki vegna
náttúrunnar, heldur menningar-
innar. Um 40% þeirra hafa fund-
izt sundurtættar eftir árekstra við
háspennulinur og vélknúin farar-
tæki. Álika hópur hefur beðið
sömu örlög án þess að finnast.
Það er ekki einungis erfitt að
senda dýr aftur til náttúrunnar —
það er einnig dýrt. Aðeins kostn-
aðurinn við heimsendingu gæs-
anna 200 nam hátt á aðra milljón
(isl.) króna, og ef dýragarðar
halda þessu eitthvað áfram, þó
ekki sé nema i tilraunaskyni,
kostar það milljarðatugi. Eins og
fjárhagsástæður dýragarða eru,
er þetta ómögulegt — margir
þeirra berjast i bökkum fyrir þvi
einu að vera til.
En ef afkomendur okkar eiga
að fá að sjá einhver önnur dýr en
þau uppstoppuðu á söfnum, verða
rikisstjórnir að taka á sig kostn-
aðinn við að viðhalda dýralifi á
jörðinni. Spurningin er nefnilega
ekki um að hafa efni á þessu,
heldur að hafa efni á að gera það
ekki. (Þýtt SB)
Litli jagúar-hvolpurinn unir hag sínum vel i dýragarðinum, en væri
hann frjáls mundi hann að lfkindum enda sem pels i dýrri verzlun.
Leikfélag Reykjavikur hefur
sýnt i vetur barna- og unglinga-
leikritið Leikhúsálfana, sem
byggt er á einni af sögum Tove
Jansson um Múmminsnáðann og
kunningja hans og hressileg
ævintýri þeirra. 1 leiknum er
fjallað um veröld leikhússins og
mikið um sprell og gaman i sam-
bandi við það.
Næsta sýning er á sunnudaginn
kl. 3, en aðeins nokkrar sýningar
eru nú eftir.
Myndin er af Múmminsnáðan-
um (Borgar Garðarsson leikur
hann), Sólveigu Hauksdóttur,
Sigriði Hagalin og Guðrúnu As-
mundsdóttur i hlutverkum sinum.
Opið bréf til Torfa Halldórssonar
Ævisögur og frásagnaþættir
hafa orðið æ stærri þáttur i bóka-
útgáfu okkar nú á undanförnum
árum, enda af miklu efni að taka,
þar sem athafna- og afreksmenn
hafa verið færir um að sýna sinar
beztu hliðar og getað látið ljós sitt
skina nú á siðustu og mestu upp-
gangstimum þjóðarinnar. En
þegar ég heyrði, að þú, Torfi
Halldórsson, hefði'skrifað bók um
það timabil, er sildveiðar voru
nýhafnar með snurpinót, ásamt
þvi er aðrar veiðiaðferðir þróuð-
ust ört, þá þótti mér skörin vera
farin að færast upp i bekkinn. Þar
hefði þurft að koma til meira val-
menni og afreksmaður. Þú, sem
náðir yfirleitt ekki nema meðal-
afla i sildveiðum á sumrin og
hafðir aldrei hörku til að stunda
þorskveiðar á vertið með nokkr-
um árangri.
Ég hefði látið þessa illa skrif-
uðu bók þina „Klárir i bátana”
afskiptalausa ásamt ölium þeim
rangfærslum, er þar koma fram,
hefði ekki góður vinur minn, er þú
sendir bókina til nýútkomna, bent
mér á að athuga hana gaumgæfi-
lega vegna niðrandi skrifa þinna
um föður minn, Sæmund Tryggva
Sæmundsson skipsstjóra.
t kaflanum „Vera min á
Fróða” bls. 57 i bók þinni skrifar
þú nokkrar siður um sildveiðar
sumarið 1925, er ég ætla að rekja
hér, að þvi er viðkemur Sæmundi.
— Þorsteinn Eyfirðingur, skip-
stjóri, var meðeigandi i nýkeypt-
um 100 lesta báti, s/s Fróða. Hann
hafði þó ekki skipsstjórnarrétt-
indi á þetta stóran bát og var þar
að auki óvanur sildveiðum, hann
fékk þvi Sæmund sem skipstjóra
og nótabassa þetta sumar. Ég
spyr þig, Torfi, hvort ástæða er til
að kalla Sæmund lepp undir þess-
um kringumstæðum? Sæmundur
var þá 56 ára og var þetta siðasta
skipsstjórn hans á fiskibáti. Þá
hafði hann stundað sjómennsku i
yfir 40 ár, þar af skipsstjórn i 35
ár. Hann stjórnaði flutningaskip-
um eitthvað eftir þetta. Sumarið
1922 var Sæmundur skips tjóri á
m/s Kristjáni, er Guðmundur
Pétursson frá Akureyri átti.
Kristján var rúmlega 100 lesta
bátur, eitthvað stærri en Fróði.
Þú ferð þvi með hrein ósannindi i
bókinni, þegar þú segir Sæmund
ekki hafa verið áður með svo
stóran bát sem Fróði var og er þú
telur, að hann hafi ekki kunnað að
fara með svo stóran bát. Ég var
með Sæmundi, föður minum, á
Kristjáni og ég man, að Sæmund-
ur lét setja stór aukalensport á
Kristján, áður en við byrjuðum
sildveiðar. Ég get þvi fullyrt, að
þú ferð með hreinan þvætting,
þegar þú berð á Sæmund, að hann
hafi lokað ölluð spúgötum og lens-
portum á Fróða og stofnað skipi
og mönnum i hættu eins og þú vilt
láta i veðri vaka. Varðandi skrif
þin um viðskipti Sæmundar og
Þorsteins i þessum kafla virðist
þú gera þér far um að hallmæla
Sæmundi og lítilsvirða í öllum til-
vikum.
Min geturðu i bók þinni á bls.
Sæmundur Sæmundsson, skip-
stjóri frá Látrum.
152 i óleyfi og óþökk. Sú grein er
að hálfu leyti ósannindi.
Ég ætla ekki að liða þér að
kasta rýrð á æfiferil Sæmundar
sem eins svipmesta skip-
stjórnarmanns og persónuleika
sins tima. En hann var einn al-
mesti aflamaður sinnar samtiðar
og hlekktist honum aldrei á á sin-
um langa skipsstjórnarferli. Um
hann má lesa i æfisögu hans,
„Virkum dögum”, er Guðmundur
G. Hagalin skráði. Ég veit, að
enginn heiðvirður maður, er til
ferils hans þekkti, hefur annað en
gott eitt að segja frá allri hans
framkomu og sama er aðsegja
um öryggi og útbúnað þeirra
skipa, er hann var skipstjóri á.
Vissulega var Sæmundi, sem og
öðrum miklum sjósóknurum,
kappsmál að hafa valinn mann i
hverju rúmi. Hann var ósérhlif-
inn sjálfur og krafðist mikils af
sinum mönnum, enda átti hann
ætið kost á úrvalsskipshöfn, svo
að „skipaskækja og spilafifl”,
eins og þú tæpir á um sjálfan þig i
bók þinni, hefur vart átt upp á
pallborðið hjá Sæmundi.
Eins og fram kemur i bók þinni
bls. 59-60, þá skrifaði Sæmundur i
sjóferðabók þina eftirfarandi
vitnisburð um þig eftir sild-
veiðarnar 1925 á Fróða: „Hegðun
miður góð”. Þá skrifar þú áfram i
bók þinni: „Ekki erfði ég þetta
við Sæmund en sagði honum að ég
myndi gefa honum vitnisburð i
„Vesturlandi” er þá var gefið út á
ísafirði og er reyndar enn. Ég
gerði það auðvitað aldrei.” Ég
spyr þig, Torfi Halldórsson, hvi
gafstu ekki Sæmundi vitnisburð i
„Vesturlandi,” árið 1925? Ég ætla
aðsvaraþessu fyrir þig, þvi að
jafnmikiil orðhákur og svola-
menni eins og þú hefur alla tið
verið, hefði vist örugglega birt
vitnisburð um Sæmund i „Vestur-
landi”, ef nokkur möguleiki hefði
verið að standa á sliku. Þú lézt
það vera að skrifa i „Vesturland”
þinn vitnisburð um Sæmund
vegna þess, að þú áttir ekkert
nógu haldgott til að klekkja á hon-
um, þvi að þá fyrir hartnær hálfri
öld hafðir þú ekki átt þér við-
reisnarvon, hefðir þú farið að
bera upp á Sæmund þvætting og
ósannindi, er þú heldur, að þér sé
óhætt nú, þegar hann hefur legið
undir grænni torfu i 15 ár.
Þú ert það auvirðileg smásál að
rækta með þér gremju til Sæ-
mundar allan þennan tima vegna
sanngjárns vitnisburðar hans um
þig og þakka honum með svi-
virðingum þá hjálp(er hann veitti
ykkur Fróðamönnum með þvi að
kenna ykkur sildveiðar.
Þú myndir vaxa i áliti, Torfi
Halldórsson, ef þú bæðist opin-
berlega afsökunar á skrifum þin-
um um Sæmund. Það verður þér
til enn meiri vansæmdar, ef þú
reynir að klóra i bakkann og snúa
við staðreyndum.
Reykjavik 5. jan. 1973
Jón Sæmundsson
Þingholtsstræti 30