Tíminn - 06.01.1973, Side 13

Tíminn - 06.01.1973, Side 13
Laugardagur 6. janúar 1973 TIMINN 13 Útgefandi: Framsóknarfiokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnhogason. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson 'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaðs Timáns) Auglýsingastjóri: Steingrfmur. Gislasúii.' Ritstjórnarskrif stofur i Edduhúsinu viö Lindargótu, sfmar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — aúglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald 525 krónur á niánuði innan lands, i iausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. A vegamótum Það var Alþýðuflokkurinn, sem átti frum- kvæði að þvi á árinu 1970, að hafnar voru við- ræður milli flokka um nánari samvinnu vinstri manna i landinu. í kosningum 71 varð Alþýðu- flokkurinn fyrir fylgistapi,en sá aðilinn, sem Alþýðuflokkurinn ræddi einkum við um nánara samstarf, vann mikinn kosningasigur. Við undirbúning að myndun vinstri stjórnar i júli 1971 var Alþýðuflokknum boðin þátttaka i þeim viðræðum. Segja má, að þvi hefðu engar skuldbindingar fylgt, þótt þvi boði hefði verið tekið, um þátttöku i vinstri stjórn Engu að siður hafnaði Alþýðuflokkurinn þessu boði um þátttöku i viðræðum til könn- unar á þvi, hvort Alþýðuflokkurinn gæti orðið aðili að málefnasamningi vinstri stjórnar. Þannig hafnaði hann i fyrstu lotu boði um samstarf og samstöðu allra vinstri manna um stjórn landsins. 1 fyrstu fór Alþýðuflokkurinn sér hægt i stjórnarandstöðunni og léði ýmsum málum stjórnarinnar lið. En um áramótin 1971-1972 fór andstaða Alþýðuflokksins að verða harðari og fór siðan harðnandi fram yfir mitt siðasta ár. En það sem af er þessu þingi má segja,að Alþýðuflokkurinn hafi nálgazt stjórnina i veigamiklum atriðum. í málefnasamningi núverandi rikisstjórnar verður fátt fundið, sem ekki má teljast sam- rýmast þeirri stefnuskrá, sem Alþýðu- flokkurinn hefur boðað, og i honum er kveðið á um átök i ýmsum málum, sem Alþýðu- flokkurinn hefur jafnan talið meðal helztu baráttumála sinna. Það var aðeins eitt veiga- mikið atriði, sem Alþýðuflokkurinn lýsti and- stöðu við, þ.e. stefnuna i varnarmálum 1. En i haust flutti Alþýðuflokkurinn at- hyglisverða tillögu i varnarmálum á Alþingi. í henni nálgaðist hann verulega stefnu rikis- stjórnarinnar og setur fram svipaðar skoðanir og stefnumörk og Framsóknarmenn hafa gert á undanförnum árum. 2. Á Alþingi i desember átti Alþýðu- flokkurinn samstarf við stjórnarflokkana um kosningar.og slitnaði þá með öllu það samstarf, sem hann hafði átt við Sjálfstæðisflokkinn i slikum kosningum á þinginu á undan. 3. Af áramótagrein formanns Alþýðuflokks- ins nú um áramótin verður i þriðja lagi heldur ekki annað skilið en formaðurinn lýsi yfir vilja til samstarfs um að leysa með stjórnar- flokkunum eitt viðkvæmasta og vandasamasta mál efnahags- og kjaramála, þ.e. að leggja lið sitt til samkomulags aðilja vinnumarkaðarins um skynsamlegar breytingar á visitölukerfinu, — nauðsynlegar breytingar, ef takast á að hamla gegn verðbólguþróun í framtiðinni. Að þessu athuguðu hlýtur það að vera spurning, hvort ekki eigi nú að bjóða Alþýðu- flokknum aðild að rikisstjórn vinstri manna. Við slikt boð mun og reyna á, hve rikur vilji er innan Alþýðuflokksins til að stuðla að nánara samstarfi vinstri manna. Ef markmið allra hugleiðinga og yfirlýsinga um nánara sam- starf vinstri manna er ekki samstarf um stjórn landsins, er slikt tal vissulega verra en ekki. Og ef menn treysta sér ekki til að taka þátt i samstarfi vinstri flokka um stjórn landsins,er óhugsandnað samstarf i sameinuðum flokki geti flýtt fyrir framgangi hugsjóna vinstri manna i landinu. —TK Henry Brandon, Sunday Times: Veikjast tengsli Vestur- Evrópu og Bandaríkjanna? Árekstrar í efnahagsmálum geta orðið miklir Kdward llcath SA grunur læðist að rikis- stjórn Nixons forseta, að utan- rikismálin snúist á þann veg á hinu nýbyrjaða ári, að samskiptin við vinaþjóðir og samherja valdi meiri erfið- leikum en samskiptin við óvini og andstæðinga. Stjórnin ótt- ast, að þetta muni spilla sam- vinnu innan bandalags vest- rænna rikja. Af þessum rótum munu runnin þau ummæli, sem höfð eru eftir þeim báð- um, Nixon forseta og dr. Kiss- inger ráðgjafa hans, að sam- búðin við samherja og banda- menn verði metin meira en flest annað. Viðurkennt er meðal ráða- manna i Washington, að ein- beiting að bættri sambúð viö Kinverja og Sovétmenn og að lausn Vietnammálsins hafi valdið þvi, að miður hafi verið rækt en vera ætti að leysa ýmiskonar vanda i samskipt- um Bandarikjamanna við bandaþjóðir þeirra. Sú stað- reynd gerir enn erfiðara fyrir i þessu efni, að breytingar inn- an Efnahagsbandalags Evrópu hafa i för með sér, að mjög erfitt er að gera sér grein fyrir framvindunni. BANDARIKJAMENN hafa næsta litið reynt að gera sér grein fyrir, hvernig þeim beri að laga sig að þeim höfuð- breytingum, sem eru að ger- ast innan Efnahagsbandalags Evrópu. Edward Heath for- sætisráðherra Breta komst svo að orði fyrir skömmu um þessar breytingar: „Efnahagsbandalag Evrópu eru viðameiri og máttugri samtök i viðskiptum og fjár- málum en áður hafa verið mynduð.og stærð þeirra og áhrifamáttur mun gjörbreyta valdajafnvæginu i viðskipta- og gjaldeyrismálum heims- ins.” Heath forsætisráöherra fer á næstunni til Bandarikjanna til viðræðna við Nixon forseta, og er gert ráð fyrir, að við- ræður þeirra snúist einkum um þessi efni. Hin breyttu viðhorf valda ýmsum áhrifamönnum i Washington miklum áhyggj- um. Þeir óttast mjög, að ágreiningurinn i viðskipta- og fjárhagsmálum kunni að reynast meiri en svo, að auð- velt reynist að jafna hann. Hinir svartsýnustu eru þeirrar skoðunar, að óttinn hafi verið hið eina sameinandi afl þegar gengið var frá núverandi bandalagi Evrópumanna og Bandarikjamanna, og sameig inleg menningarerfð þeirra sé þvi aðeins sameinandi, að hún sjálf sé i beinum voða. Nú hagi hins vegar svo til, að friðvæn- legra sér i heiminum en áður, og þá kunni hin fornu samein- ingartengsl að reynast svo veik orðin, að náin samvinna innan hins vestræna banda- lags verði ekki varðveitt nema til komi breyttir stjórn- málahættir. Margir áhrifamiklir forustumenn lita þannig á málin. EINKUM veldur ugg á við- skiptasviðinu, að tollvernd Efnahagsbandalags Evrópu valdi miklum erfiðleikum á sölu bandariskra land- búnaðarafurða, og styrk- veitingar bandalagsins kunni einnig að torvelda Banda- rikjamönnum sölu á tölvum og öðrum framleiðsluvörum hins háþróaða iðnaðar á Evrópu- markaði. A sviði alþjóðagjaldeyris- mála óttast Bandarikjamenn mest, að Evrópumenn kunni að aðhyllast einhvers konar kerfi, sem geti valdið þvi, að Bandarikjamenn veröi ofur- liði bornir og reynist þvi ekki einráöir um stefnu sina. Hernaðarmálin valda einnig alvarlegum áhyggjum. Eink- um er óttazt, að nauðsynin á breyttri skiptingu á kostnaði við Atlantshafsbandalagið valdi enn meiri erfiðleikum en raun hefir á orðið til þessa. Sennilegt er, að beinar kröfur um brotthvarf bandariska hersins frá Evrópu verði látn- ar liggja i láginni um sinn i Washington, en erfiðleikar á nauðsynlegum fjárveitingum i fjárlögum valdi hins vegar aukinni ástæðu til fækkunar. Talið er, að forsetanum reyn- ist erfitt að standa gegn þess- um þrýstingi, jafnvel þó að hann sé i hjarta sinu hlynntur allöflugri hernaðarnærveru Bandarikjamanna i Evrópu. Stóraukin skipti Bandarikjamanna við kommúnistarikin eru ný af nálinni. Bandarikjamenn forðuðust þessi viðskipti um langtskeiö, en nú eru horfur á, að hin auknu Rússlandsvið- skipti valdi harðnandi sam keppni við Evrópumenn á þessu sviði. BJARTSÝNISMENN gera sér vonir um nýjan og bættan skilning á nauðsyn alþjóða- samvinnu. Þeir binda miklar vonir við væntanlegar samn- ingaviðræður um tolla og gjaldeyrismál, en einkum þó væntanlegar viðræður innan þróunarsamtaka Evrópurikja um alþjóðlegar orkulindir, en margir áhrifamenn i Washington telja lausn þeirra mála mikilvægari fyrir fram- vinduna næstu tvo áratugi en allt annað. Biartsvnismennirnir vona, að ný samvinna um lausn orkulindavandans beggja vegna Atlantshafsins geti vak- ið nýja samábyrgðarkennd og ef til vill unnið bug á þeirri breytingu, sem verzlunar- og gjaldeyrismálin sennilega valda. FYRIRSJAANLEG orku- þurrö hefir ekki enn valdið jafn miklum kviða i Efnahagsbandalagi Evrópu og i Bandarikjunum. Orku- nolkunin eykst, en nýjar orku- lindir eru nú fágætari en fyrr. Af þessu leiðir i bráð, að auka verður vinnslu og nýtingu þekktra orkulinda, en það telja Bandarikjamenn auð- veldast og eðlilegast að gera með sameiginlegri fjármögn- un. 1 öðru lagi telja þeir nauð- synlegt að mynda samtök þeirra þjóða, sem oliu nota, til þess aö efla varnirnar gegn viðleitni oliuframleiðslurikj- anna til þess að etja oliunot- endum hvorum gegn öðrum. Væri unnt að mynda sameig- inlega samningsaðstöðu um oliuna og ná samningum um sameiginlegan fjárfestingar- sjóð til vinnslu hinna ýmsu linda, telja margir forustu- menn i Washington, að orku- lindavandinn efldi samstöðu til tryggingar sameiginlegum hagsmunum og gæti orðið uppspretta nýrrar einingar. FORUSTUMENN bandariskra stórfyrirtækja hugleiða i alvöru gifurlega fjárfestingu i vinnslu jarðgass i Sovétrikjunum. Töluverðrar andstöðu gætir þó hjá rikis- stjórninni gegn þessum hug- myndum, bæði af öryggis-og fjárhagsástæðum. Bandariskir forustumenn um stefnumótun eru i nokkr- um efa um, að forustumenn Efnahajsbandalags Evrópu séu gæddir nægilegum skap- andi krafti til þátttöku i alþjóðasamtökum, sem sam- eini með einhverjum hætti hagsmunina i stjórnmálum, efnahagsmálum og öryggis- málum. Þeir draga einnig i efa, að forustumenn banda- lagsins geri sér grein fyrir, hve efnahagstengslin við Evrópu eru Bandarikjamönn- um viðkvæmt mál, einkum þegar svo stendur á, að efna- hagslegri þjóðernisstefnu eykst fylgi i Bandarikjunum. Að endingu ræður úrslitum, að hve miklu leyti hvor aðilinn um sig ákveður að notfæra sér aðstöðu sina, enda eru efnahags- og öryggismálin hvor öðrum háð og sé öðru fórnað, er hinu hætt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.