Tíminn - 06.01.1973, Síða 19
Laugardagur (1. janúar 1973
TÍMINN
19
Umsjón: fllfreð Þorsteinsson
3. deildar-
keppnin
hefst um
helgina
Keflavík og Akranes
leika fyrsta stórleik
ársins í knattspyrnu
- liðin mætast um miðjan febrúar í Reykjavík. Leikur liðanna sker úr um það,
hvort liðið leikur í UEFA-bikarkeppninni í sumar fyrir hönd íslands
- fjögur lið taka
þátt í keppninni
Eins og menn muna,
þá hefur veriö tekin upp
3. deild í handknattleik
og taka fjögur lið þátt í
þessari nýju deild, það
eru Afturelding, Þór
Vestmannaeyjum,
Völsungar og isfirðing-
ar. Nú um helgina verð-
ur leikin fyrri umferðin í
3. deildarkeppninni, en
síðari umf. verður leikin
síðar i vetur.
1 dag kl. 19 leika i Laugar-
dalshöllinni:
Völsungar Þór
Afturelding ísafjörður
Á morgun verða leiknir
tveir leikir i iþróttahúsinu i
Hafnarfirði og hefst fyrri leik-
urinn kl. 15.00.
ísafjörður Þór
Afturelding Völsungar
Nú er kominn sá timi, að knatt-
spyrnumenn taka fram knatt-
spyrnuskóna og fara að hugsa sér
til hreyfings. Þjálfarar liðanna
eru nú að undirbyggja iiðin fyrir
hinar ýmsu knattspyrnukeppnir,
sem liðin taka þátt i i vor og sum-
ar. Eins og alltaf, þá eru þau
félagslið, sem taka þátt i Evrópu-
kcppnunum þremur, fremst i
sviðsljósinu. Fram tekur þátt i
Evrópukeppni meistaraliða, sem
islandsmcistarar 1972, Vest-
inannaeyjaliðið tekur þátt i
Evrópukeppni bikarmeistara.
Ekki er enn vitað hvaða lið tekur
þátt i UEFA-bikarkeppninni —
Keflvikingar og Akurnesingar
þurfa að leika aukaleik um það,
hvort liðið tekur þátt i UEFA-
bikarkeppninni, þar sem liðin
voru jöfn að stigum i islandsmót-
inu, bæði liðin hlutu 15 stig og þar
sem rcglur KSÍ scgja, að það lið
sem lilýtur þriðja sæti i 1. deildar-
kcppninni skuli hljóta rétt til að
leika fyrir hönd islands i UEFA-
bikarkeppninni.
Nú hafa samningar á milli
Keflvikinga og Akurnesinga stað-
ið yfir, en KSi tilkynnti félögun-
um, að þau yrðu að koma sér
saman um leikdag fyrir siðustu
áramót. Að öllum likindum verð-
ur aukaleikurinn leikinn um
miðjan febrúar, helgina 17.-18.
febrúar. Leikurinn mun fara
fram i Reykjavik, og verður hann
fyrsti stórleikurinn á árinu. Það
er ekki að efa, að liðið leggur
mikla áherzlu á leikinn, þvi að
það lið, sem sigrar hefur þar með
unnið sér rétt til að leika i UEFA-
bikarkeppninni i sumar. Eins og
menn vita, þá eru mjög miklir
möguleikar á að lið i UEFA-
bikarkeppninni lendi gegn sterk-
um liðum, má benda á það að ein
fjögur til fimm ensk lið taka ár-
lega þátt i keppninni. Eins og
menn muna, þá lentu Keflviking-
ar á móti Tottenham 1971 i
UEFA-bikarkeppninni, en það
var einmitt Tottenham,sem sigr-
aði Úlfana i keppninni i úrslitum.
UEFA-cup, sem áður hét Fairs-
cup, var sett á laggirnar 1957-58
og var keppnin nefnd Evrópu-
keppni borgarliða. Úrslitaleikir
keppninnar frá upphafi hafa end-
að þannig, markatala úr tveimur
leikjum lögð saman.
’58 Barcelona—London 8:4
’60 Barcelona—Birmingh. 4:1
’61 A.S.Roma—Birmingh. 4:2
'62 Valencia—Barcelona 7:3
’63 Valencia—Dynamo
Zagreb 4:1
’64 Real Zaragossa—Valencia 2:1
’65 Ferencvaros—-Juventus 1:0
’66 Barcelona—Real
Zaragossa 4:3
’67 DynamoZagreb—Leeds 2:0
’68 Leeds—Ferencvaros 1:0
’69 Newcastle—UjpestDozsa 6:2
’70 Arsenal—-Anderlecht 4:3
’71 Leeds—Juventus 3:3
(Leeds sigraði á fleiri mörkum
skoruð á útivelli).
’72 Tottenh,—Wolves 3:2
Eins og sést á úrslitum i siðustu
fimm keppnunum hafa ensk lið
verið i sviðsljósinu og væri ekki
amalegt fyrir Keflvikinga eða
Akurnesinga að lenda á móti
ensku liði i UEFA-bikarkeppn-
inni. — SOS.
í gærkvöldi voru leiknir
tveir leikir i Laugardalshöll-
inni, þar léku Völsungar —
isafjörður og Afturelding —
Þór. Úrslit voru ekki kunn
þegar blaðið fór i prentun.
Margir kunnir iþróttamenn
leika með 3. deildarliðunum,
t.d. leika margir af beztu
knattspyrnumönnum Vest-
mannaeyjaliðsins með Þór og
verður gaman að sjá þá leika
handknattleik, en hann hefur
litið sem ekkert verið stundað-
ur i Vestmannaeyjum. Kunn-
asti handknattleiksmaðurinn,
sem leikur i 3.deildarkeppninni
er án efa Arnar Gunnlaugs-
son, margreyndur handknatt-
leiksmaður með Fram og
margfaldur tslandsmeistari.
Hann hefur einnig leikið með
unglingalandsliðinu i hand-
knattleik. Ekki vitum við um
styrkleika ísafjarðarliðsins og
liðs Aftureldingar úr Mosfells-
sveit, en það eru um tiu ár sið-
an Afturelding var með mjög
gott lið i 1. deild. Ekki er að
efa, að liðin sem taka þátt i 3.
deildarkeppninni, leggi mikið
kapp á að vinna sér sæti i 2.
deild og má þvi búast við
spennandi keppni.
Fyrsta
deildin
að
byrja
- fyrstu leikirnir á
þriðjudagskvöldið
1. deildarkeppnin i hand-
knattleik hefst aftur á þriðju-
dagskvöldið kl. 20.30. Þá verða
leiknir tveir leikir V'alur — KR
og Armann — Haukar. Eins og
sést er búið að breyta leikdög-
um i 1. deild, miðvikudags-
kvöldin falia niður, þvi að á
þeim dögum æfir landsliðið i
handknattleik. V'erður fram-
vegis leikið á öllum virku dög-
unum, nema miðvikudags-
kvöldum.
„Ef þetta hefði hent Chelsea,
hefði ég farið grátandi heim”
- Tommy Docherty verður í sviðsljósinu í dag, hann stjórnar Manchester United gegn
Arsenal á Highbury. West Ham mætir Liverpool og Tottenham heimsækir Leeds.
Þessi mynd var af mörgum
talin knattspyrnumynd ársins
i Englandi 1967, en hún sýnir
Tommy Docherty, fram-
kvæmdastjóra Chelsea (nú
Manchester United) og liðs-
menn hans ganga vonsvikna
af leikvelli, eftir að hafa tapað
fyrir Tottenham i bikarúr-
slitaleik á Wembley 2:1. Eitt
skeði, sem fáir áhorfendur á
Wembley gleyma — áður en
hinn opinskái Docherty hélt
burt með sina menn, hljóp
hann inn á vöilinn og óskaði
Dave Mackey, fyrirliða
Tottenham, til hamingju með
sigurinn. — A ÚNDAN BILL
NICHOLSON, FRAM-
KVÆMDASTJÓRA TOTTEN-
HAM! V'akti þetta atvik mikla
athygli, enda stal hann algjör-
Icga senunni frá Nicholson.
Chelsea komst á Wembley á
mjög vafasömum sigri 1:0
gegn Leeds i undanúrslitum.
Toni Hateley, skoraði mark
Chclsca i fyrri hálfleiknum
gegn Leeds, en I siöari hálfleik
sótti Leeds nær stöðugt og
tókst tvisvar aö jafna, en bæði
mörkin voru dæmd af. Rétt
fyrir lok leiksins skoraði
Leeds þriöja jöfnunarmarkið
— beint úr aukaspyrnu, sem
dómari leiksins lét endurtaka.
Um þctta sagði Dochcrty, eftir
leikinn: „Ef þetta liefði hent
Chelsea, hefði hann farið grát-
andi heim”. Nú i dag verður
Docherty, með Manchester
Unitcd á ferðinni og það verð-
ur ekki lið af verri endanum,
scm lcikmenn hans glima við,
ncfnilega Arsenal á heima-
velli Highbury i Lundúnum og
ekki er annað hægt aö segja,
en að það verði tveir stórleikir
i London i dag — West Ham
fær efsta liðið i 1. deild Liver-
pool i heimsókn á Upton Park.
Annars verða þessir leikir
leiknir i 1. deild i dag:
Arsenal — Manchester
United.
Coventry — Leicestcr.
Crystal Palace — Birming-
ha m.
Derby — Norwich City.
Evcrton — Stoke City.
lpswich — Newcastle United.
Leeds — Tottenham.
Manchester City — Chelsea.
Sheffield Utd. — W.B.A.
VVcst Ham — Liverpool.
Wolves — Southampton.