Tíminn - 06.01.1973, Side 20
20
TÍMINN
Laugardagur 6. janúar 1973
Fyrirskömmu birtist viötal
við Guðjón Guðmundsson í
blaðinu Magna á Akranesi/
en viðtalið við Guðjón
hafði Kjartan L. Palsson,
blaðamaður á Tímanum.
Birtist það hér á eftir i til
efni þess, að Guðjón hefur
nú verið kjörinn „iþrótta
maöur ársins".
Meðal keppenda fyrir fslands
hönd á Ólympiuleikunum i
Miinchen, sem haldnir voru sl.
sumar, voru tveir Akurnesingar,
þeir Finnur Garðarsson og Guð-
jón Guðmundsson, en þeir voru i
sundsveit tslands á þessum leik-
um. Sú sveit var alls skipuð fjór-
um mönnum og átti þvi Akranes
helminginn af sundsveit Islands á
þessum miklu leikjum, sem
nelndir hafa verið mestu leikar
allra tima.
..Finnur flutti frá Akranesi
ásamt fjölskyldu sinni árið 1969
og keppir nú fyrir félag i Reykja-
vik, en Guðjón er búsettur á
Akranesi, þó svo að hann stundi
nám og æfingar fyrir sunnan.
Guðjón er fæddur á Akranesi
þann 6. janúar 1952 og verður þvi
21 ársrétteftiráramótin. Hann er
sonur hjónanna Rafnhildar
Arnadóttur og Guðmundar
Guðjónssonar, sem búið hafa á
Akranesi öll sin búskaparár og
eru bæjarbúum að góðu kunn.
Við náðum tali af Guðjóni Guð-
mundssyni fyrir skömmu og
fengum hann til að segja okkur
frá iþróttamannsferli sinum sem
er bæði mikill og góður og einnig
örlitið frá keppninni á Ólympiu-
leikunum, þar sem hann m.a.
setti glæsilegt tslandsmet i 200
metra bringusundi.
— Hver voru þin fyrstu kynni
af sundiþróttinni, Guðjón?
Ætli ég hafi ekki verið 6 ára
gamall, þegar ég fór i fyrsta sinn i
sund, og það var aö sjálfsögðu i
Bjarnalauginni eins og flestir
Akurnesingar. Ég fór þangað
með vini minum, Finni Garðars-
syni, sem hafði farið þangaö áður
og vildi fá mig með. Mér þótti
strax voðalega gaman að busla
þarna i vatninu og fór þvi að fara
aftur og aftur bæði með honum og
öðrum.
Æfingar fór ég aftur á móti ekki
að stunda fyrr en 7 ára gamall, en
þá skömmu siðar tók ég þátt i
Barnaskólakeppninni og varð
sigurvegari i minum aldurs-
flokki, og það varð minn fyrsti
sigur. Ég tók þátt i Barnaskóla-
keppninni eftir það öll árin sem
ég var i barnaskóla og hafði það
af að sigra i öllum árgöngum frá 7
ára til 12 ára aldurs.
— Manstu hvaða tima þú
hlauzt i þinni fyrstu keppni?
Það var i 25 m bringusundi i
Bjarnalaug, og synti ég þá á 24
sekúndum, sem þótti mjög góður
timi. Siðan hef ég að sjálfsögðu
bætt mig, og minnir mig að ég
hafi synt 25 metra sprett i
Laugardalslauginni sl. sumar,
þar sem timi var tekinn, og var
hann að ég held 13,8 sekúndur.
— Hvenær fórst þú að æfa
reglulega sund til keppni?
Eftir að ég hætti i barnaskóla
æfði ég mig nokkuð, en það var
sama hvað ég gerði, það var af og
frá að mér færi nokkuð fram,
heldur var það i hina áttina. Þá
gerðist það, að Helgi Hannesson
kallaði á mig og bauðst til að
kenna mér aö synda rétt og æfa
rétt. Ég þáði það með þökkum og
þess var ekki langt að biða að
framfarirnar færu að koma, enda
var þetta alveg nýtt sund, sem
Helgi fór að kenna mér. Þegar
við sáum þetta fór að bera árang-
ur, létum við okkur dreyma um
að ég færi suður til að taka þátt i
sundmóti. Það varð svo úr, og i
þeirri keppni setti ég nýtt Is-
landsmet drengja i 100 metra
bringusundi Undir stjórn Helga
og Ævars Sigurðssonar, en þeim á
ég hvað mest að þakka isundinu,
æfði ég svo þar til i fyrra, að ég
fór suður til að læra rafvirkjun
hjá Heimilistækjum hf. og hóf þá
einnig að æfa með Ægi, og lands-
liðinu i sundi, sem æfir nokkuð
reglulega. Þá fóru framfarirnar
að koma örar, enda aðstaða til
sundæfinga þar allt önnur en hér,
og siðan hefur mér vegnað vel.
Það er kannski ekki neitt undar-
legt, enda hafði ég góða undir-
stöðu héðan úr gömlu Bjarna-
laug, eftir að vera búinn að busla
þar nær daglega i ein 12 ár.
— Hvað hefur þú keppt oft fyrir
íslands hönd i sundi?
Ég var 16 ára þegar ég tók þátt i
minni fyrstu landskeppni, sem þá
fór fram i Belfast og var gegn
Norður-trum. Siðan hef ég tekið
þátt i öllum landskeppnum i sundi
og þær eru vist orðnar 12 talsins
auk Norðurlandsmóts og
Ólympiuleikanna i Munchen.
— Hvernig var að taka þátt i
Ólympiuleikunum?
I einu orði sagt, stórkostlegt.
Ég hef aldrei séð neitt þvi um likt
um ævina og efa sannarlega að ég
komi til með að sjá nokkuð sem
slái þetta allt út. Það var sama
hvar á var litið, aðbúnaður, að-
staða, skipulagið, keppnin sjálf,
þetta var allt jafn glæsilegt.
Það sem mér verður sjálfsagt
eftirminnilegast verður sjálf
setningarathöfnin. En það var
svo sérstök tilfinning aö fá að
ganga inn á leikvanginn i hópi Is-
lendinganna undir fána íslands
og að vera þátttakandi i þessu
öllu saman. Margt annað er mér
eftirminnilegt, bæði sorgarat-
burðir og annað, sem þarna átti
sér stað, en eitt er vist að aldrei
gleymi ég þessum dögum i
Miinchen.
— Hvernig gekk þér svo i
sjálfri keppninni?
Persónulega var ég ánægður
með útkomuna, enda bjóst ég
ekki við að komast á verðlauna-
pallinn, þó svo maður hafi gert
sitt bezta til þess. í 100 metra
bringusundinu varð ég 6. i minum
riðli og var einu broti frá minu
bezta i þeirri grein. Þrem dögum
siðar tók ég þátt i 200 m.sundinu,
og varð þá 4. i minum riðli. Þar
synti ég á nýju íslandsmeti, 2:32,4
og bætti mitt eigið met um 4 brot.
Það voru 16 beztu i þessari grein
sem komust i milliriðil, en ég
varð i 22. sæti og gerði mig
ánægðan með það, þó svo það
hefði verið gaman að gera betur.
Tveim félögum minum tókst
einnig að bæta sig i sinum grein-
um, og við vorum þvi allir ánægð-
ir með árangurinn.
Þess má geta, að Guðjón hefur
bætt Islandsmetin i bringusundi i
25 og 50 metra laug 12sinnum og á
hann nú öll bringusundsmetin
nema i 400 og 1000 metrunum. Þá
á hann einnig Norðurlandametið i
200metra bringusundi 2,32,4. Tók
það met af hinum fræga sænska
sundkappa Gunnari Larsson, en
hann hafði synt þessa vegalengd
á 2:32,5 min. Þetta er eina Norð-
urlandametið i iþróttum sem við
íslendingar eigum og geta Akur-
nesingar þvi svo sannarlega verið
stoltir af Guðjóni, bæði vegna af-
reka hans sem og allri fram-
komu.
Viðtal við Guðjón Guðmundsson
frá Akranesi, sem kjörinn var
„íþróttamaður ársins 1972”