Tíminn - 06.01.1973, Síða 22

Tíminn - 06.01.1973, Síða 22
22 TÍMINN Laugardagur «. januar 1973 ÚTBOÐ Tilboð óskast i að byggja úr timbri annan áfanga veiðihúss við Viðidalsá. Útboðsgagna má vitja hjá óskari B. Teits- syni Viðidalstungu A-Hún, simi um Viði- gerði, eða Sverri Sigfússyni, simi 21240 og 38398, Reykjavik, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Frestur til að skila tilboð- um er til 24. janúar n.k. Hótel- og veitinga- skóli íslands Kvöldnámskeið i matreiðslu fyrir inatsveina á fiski- og flutningaskipum, verður haldið á vegum skólans i vetur. Innritun verður 8. og 9. janúar kl. 17-19 i skrifstofu skólans að Suðurlandsbraut 2 (Hótel Esju). Skólastjórinn. Hækkun iðgjalda Stjórn Lifeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar vill vekja athygli atvinnu- rekenda á, að frá 1. janúar 1973 verður ið- gjaldshluti launþega 4% og atvinnurek- enda 6%. Gjalddagi iðgjalda ársins 1972 er 10. janú- ar n.k. ^tff//tffffftt/ftfftttttttfrff/tffftffffffffffff/fttftf//fff/f/ft^ $ Ef ykkur vantar loftpressu,þá hringið og 5 | reynið viðskiptin. ^ •s Gisli Steingrimsson, Simi 22-0-95. L0FTPRESSA r*stfffftttíff/ttttttrtf/ttt/tttfttttttffttf Það ergott að muna 22-0-95 / Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar i eldhús Landspital- ans. Upplýsingar hjá matráðskonunni á staðnum og i sima 24160. Reykjavik, 4. janúar 1973 Skrifstofa rikisspitalanna. Bókhaldari Óskum eftir að ráða bókhaldara. Þekking og reynsla við tölvuvinnslu æskileg. Menntun: Stúdentspróf eða hliðstæða menntun. Hér er um starf að ræða. sem gefur möguleika á góðum launakjörum fyrir hæfan manna. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu.er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi siðar en 20. janúar 1973 i pósthólf 244, Hafnarfirði. íslen/ka Álfélagið h.f. Straumsvík. Klute I.eikstjóri: Alan J. Pakula Tónlist: John Barry Bandarisk frá 1972 Sýningarstaður: Austurbæjarbió. Þetta er ekki fyrst og fremst harðsoöin sakamála- mynd, miklu fremur gefur hún sanna lýsingu á stórborginni,- hvernig hún leikur fólk. Fyrir utan frábæran leik Jane Fonda i hlutverki Bree Dani- els og Donalds Sutherlands i hlutverki Klute, eru lýsingar og klippingar hárnákvæmar og ná alls staðar tilgangi sin- um. Val Pakula i aukahlut- verk er gert mjög vandlega-, leikarinn, sem leikur Frank Ligourin, segir meira með út- litinu en þeim setningum. sem lagðar eru honum i munn. Þótt spennan sé ágætlega byggð upp út af morðingjanum er áhorfandinn miklu áhugasam- ari um afdrif Bree. Þetta lif simavændiskonunnar heillar hann á vissan hátt. í lokin verður áhorfandinn ekki viss i sinni sök. þvi hún segir við sálfræðinginn „ætli ég komi ekki i næstu viku”. Sutherland lætur vel að lýsa hljóðlátri ást sinni, án þess að fjölyrða nokkurn tima um hana. Myndin er vel heppnuð. Þó að maður ráði nokkuð fljótt i morðgátuna, sannar Pakula hæfileika sina með þvi að maður hefur áhuga á persón- um hans. Jane Fonda er ákaf- lega vel að verðlaununum komin fyrir leikinn. P.L. Um afstöðu íslands í málum S-Afríku hjá SÞ Svar viö greinargerö Stefáns Gunnlaugssonar Sendinefnd íslands á 27. alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefur kynnt sér greinargerð, sem Stefán Gunnlaugsson hefur sam- ið, dags. 16. nóvember, viðvikj- andi afstöðu islenzku sendi- nefndarinnar til efnisafgreiðslu mála á yfirstandandi þingi. Greinargerð þessi virðist byggð á misskilningi eða vanþekkingu á efni þeirra mála, sem þar er um fjallað. Skal það nú hér nánar rakið. 1. Það er misskilningur að á utan- rikisráðherrafundinum i Helsing- fors 1. og 2. september 1972 hafi verið ákveðið hvernig greitt skyldi atkvæöi um tillögur i kyn- þáttamálum Suður Afriku á þingi S.Þ., enda lágu á þeim tima engar slikar tillögur fyrir. I atkvæðagreiðslu um apart- heidtillögu i hinni sérstöku póli- tisku nefnd þann 1. nóvember greiddi islenzka sendinefndin at- kvæði á nákvæmlega sama hátt og á 26. allsherjarþinginu. Þá skal það og undirstrikað, að i leið- beiningum um afstöðu Norður- landa til Afrikumála er ekkert að finna, sem mælir gegn þvi að riki taki þá afstöðu i apartheidmál- um, sem islenzka sendinefndin stóð að á 26. og 27. allsherjarþing- inu. Það er misskilningur hjá höf- undi, að i tillögunni hafi verið m.a. gert ráð fyrir valdbeitingu með vopnum gegn þjóðskipulagi Suður Afriku. Undirstrikað var i tillögunni, að þær aðgerðir, sem þar er um rætt, skuli miða að lausn málsins með friðsamlegu móti. Fráleit er þvi sú skoðun höf- undar, að i tillögunni felist „brot á stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna.” Er vandséð hvaðan hon- um kemur sú lögvisi. í 7. mgr., sem fjallar um aö- gerðir skv. VII. kafla stofnskrár- innar, kemur skýrt fram, að ein- göngu er átt við friðsamlegar að- gerðir. 10. málsgrein fjallar um rétt nýienduþjóða Suður Afriku til að neyta allra tiltækra ráða til að ná réttisinum. Um þá málsgrein var gerður fyrirvari af Islands hálfu. Að lokinni atkvæðagreiðslu um tillöguna gerði fastafulltrúi grein fyriratkvæði Islands. Undirstrik- aði hann skilning sendinefndar- innar á ofangreindum atriðum, og lýsti fyrirvara um einstakar málsgreinar. 2. 1 greinargerö Stefáns Gunn- laugssonar um afstöðu sendi- nefndarinnar til staðsetningar Umhverfisstofnunar S' þ. og af- greiðslu þess máls i 2. nefnd þingsins gætir og mikilla mis- sagna. Varðandi staðsetningu stofn- unarinnar fylgdi sendinefndin tveimur breytingartillögum við tillögu þróunarlandanna um aö stofnuninni yrði valinn staður i Nairobi. Báðar þessar breyting- artillögur miðuðu að þvi að fresta málinu til frekari athugunar. Tillögur þessar voru hins vegar báðar felldar. Að þeim felldum hafði sendinefndin fyrirmæli um að sitja hjá um aðaltillöguna, nema nefndin teldi ákveðin rök eða hagsmuni tslands mæla með samþykkt tillögunnar. Þau rök taldi nefndin þessi helzt: 1. Dreifing stofnana S. þ. væri æskileg, 2. Beinir hagsmunir tslands i umhverfismálum hnigu að nán- ara samstarfi með þeim þjóðum, sem fyrirbyggja vildu mengun en háþróuðum iðnaðarrikjum. 3. Nauðsyn að halda vináttu og fylgi þróunarlanda i lifshags- munamáli tslendinga. Firra er það hjá höfundi, að ts- land hafi eitt þróaðra landa greitt atkvæði með Nairobi. Það gerðu ýmis önnur riki utan þróunar- landa, svo sem Júgóslavia, Rúmenia, tsrael og Kina. 3. Loks skal vikið að vangaveltum höfundar um að tsland hafi i at- kvæðagreiðslum skorið sig úr hópi Norðurlanda og hafi með þvi dregið úr „þeirri jákvæðu sam- vinnu, sem tekizt hefur aö byggja upp á liðnum árum.” Höfundi virðist ókunnugt um þaö að á þessu þingi, sem öörum, kemur það iðulega fyrir, að Norðurlönd greiða atkvæði á mis- munandi hátt. tslenzka nefndin hefur nú sem fyrr haft náiö sam- starf við Norðurlandaþjóðirnar, en mótar ‘ auðvitað afstöðu sina fyrst og fremst i samræmi við is- lenzka hagsmuni. Er ekki vitað til að fulltrúar Norðurlanda á alls- herjarþinginu hafi kvartað*skorti á samvinnuvilja islenzku sendi- nefndarinnar, þótt Stefán Gunn- laugsson telji hann vera áberandi og til hneisu. Að lokum vilja undirritaðir sendinefndarmenn á 27. alls- herjarþingi lýsa undrun sinni á þvi, að Stefán Gunnlaugsson skuli ekki hafa lagt fram rökstutt sér- atkvæði á þeim fundum, sem af- greiðsla ofangreindra mála var ákveðin, i stað þess að bera fram löngu eftir á órökstudda gagnrýni i þvi formi, sem að ofan greinir. Vilja undirritaðir lýsa þvi yfir, að góð samvinna hefur rikt innan sendinefndarinnar, ekki aðeins um afstöðu til þeirra mála, sem að ofan er fjallað, heldur og til annarra þingmála, sem á dag- skrá hafa verið. New York, 17. nóvember 1972 Haraldur Kröyer, Gunnar G. Schram, Alfr'eð Gislason, .1 var Guðmundsson, llannes Pálsson, Svava Jakobsdóttir, Pétur Sig- urðsson. ,,Misskilningur Stefáns Gunnlaugssonar" t tilefni þess, að i grein Stefáns Gunnlaugssonar i Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu þ. 4. þ.m. birtist sérstök bókun, er hann lét gera á fundi islenzku sendinefndarinnar þ. 16. nóv., s.l. varðandi afstöðu sendinefndarinnar til vissra mála, æskja undirritaðir sendi- nefndarmenn er sátu þingið á þessum tima að birta svar meiri- hluta nefndarinnar við greinar- gerð Stefáns. Ennfremur viljum við birta fyrirvara þann, sem fastafulltrúi tslands, Haraldur Kröyer, hafði um atkvæða- greiðslu tslands og um getur i svarbókun okkar. Bæði svarið og fyrirvari H. K. er birt með samþykki Htanrikis- ráðuneytisins. Enda þótt undirrituð hafi ýmis- legt við grein Stefáns að athuga að öðru leyti, verður ekki um það fjallað hér. Hannes Pálsson, Svava Jakobs- dóttir, Alfreð Gislason, Pétur Sigurðsson. Greinargerð Haralds Kröyer, sendiherra, fyrir atkvæði is- lenzku sendinefndarinnar um til- lögur varðandi aðskilnaðarstefnu rikisstjórnar Suður-Afriku, flutt i stjórnmálanefnd alls- herjarþings S. þ. 1. nóvember 1972: Með þvi að greiða atkvæði með öllum ályktunartillögunum, sem fyrir nefnd vorulagöar, vildi is- lenzka sendinefndin láta i ljós stuðning sinn við aðgerðir, sem miða að þvi að skapa þrýsting gagnvartSuður-Afriku svo að það riki láti af aðskilnaðarstefnu sinni. Ekki má lita á samþykki sendi- nefndarinnar á hinni endurskoð- uðu ályktunartillögu nr. A/SPC/L. 234 sem samþykki á öllum efnisatriðum og tilmælum, sem i henni felast. Islenzka sendinefndin verður, með tilliti til virðingar fyrir markmiðum og grundvallarregl- um stofnskrár S. þ. og vegna raunhæfra möguleika, að lýsa yf- ir nokkrum fyrirvörum. Þrátt fyrir samúð með kúguð- um ibúum Suður-Afriku, getur is- lenzka sendinefndin ekki sam- þykkt valdbeitingu, né heldur er sendinefndin sannfærð um að æskilegt sé að slita öllum sam- skiptum við Suður-Afriku. Samkv. fundargerð nr. A/SPC/SR. 828

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.