Tíminn - 07.01.1973, Side 7
7
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að á þvi ári, sem nýlega
hefur kvatt okkur, urðu mjög
merk timamót i sögu samvinnu-
hreyfingarinnar á tslandi. Um
þetta var heilmikið skrifað og
skrafað á sinum tima, og er sjálf-
sagt ýmsum enn i fersku minni,
en þó stendur nú til að taka hér
upp þráðinn aftur og minnast
litillega á þennan merka þátt
þjóðlifs okkar.
Það er Erlendur Einarsson,
forstjóri Sambands islenzkra
samvinnufélaga, sem hér ætlar
að segja okkur eitt og annað um
samvinnuhreyfinguna á tslandi i
fortið og nútið — og ef til vill að
skyggnast ofurlitið inn i framtið-
ina.
Þegar islenzka samvinnuhreyf-
ingu ber á góma, er óhjákvæmi-
legt að hugurinn leiti norður að
Þverá i Laxárdal, þar sem vagga
hennar stóð. Og þótt erfitt kunni
að vera að meta, hvað mikilvæg-
ast hefur reynzt á svo langri leið,
þá fór það nú svo, að fyrsta
spurningin, sem lögð var fyrir
forstjórann, var á.þessa leið:
Upphafið
gnæfir yfir
— Hvaða atburði telur þú bera
hæst i sögu samvinnuhreyfingar-
innar, þessi niutiu ár, sem liðin
eru, siðan fyrsta kaupfélagið var
stofnað?
— Þegar litið er til baka, má
segja, að sjálft upphafið gnæfi
yfir allt annað. Það er að segja sá
atburður, þegar Kaupfélag Þing-
eyinga var stofnað. Þó er rétt að
geta þess, að áður höfðu verið
nokkrar hræringar i þá átt að
koma á félagsverzlun, en út i það
verður ekki farið hér.
Það er mjög merkilegt, að
Kaupfélag Þingeyinga er stofnað
á miklu harðindatimabili. Það er
á þeim tima, þegar hafnir eru
miklir fólksflutningar til Vestur-
heims vegna harðæris hér heima.
Einmitt þá taka bændurnir i
Þingeyjarsýslu höndum saman
um að styðja hvern annan á
verzlunarsviðinu. Auðvitað var
róðurinn erfiður i fyrstu, en upp-
hafsmenn hreyfingarinnar voru
miklir félagshyggjumenn, ágæt-
lega menntaðir, þótt sjálfmennt-
aðir væru, og má nærri geta, að
vitsmunir þeirra og bjartsýni
hefur verið það lifsloft, sem
Hin andlega
leiðsögn
En það er ekki hægt að minnast
þessara ára, án þess að geta hinn-
ar andlegu leiðsagnar og þess
manns, sem þar hafði forystuna.
A þessum árum, og reyndar ára-
tugum saman, var Jónas Jónsson
hinn andlegi leiötogi samvinnu-
hreyfingarinnar, apk þess að
vera skólastjóri Samvinnuskól-
ans.
— Hver var næsti forstjóri
Sambandsins, að Hallgrimi
Kristinssyni látnum?
— Sigurður bróðir hans tók þá
við þvi starfi, og það kom i hans
hlut aö leiða Sambandið yfir
kreppuárin. Það þarf ekki getum
að þvi að leiða, hversu erfitt verk
það hefur verið, en þegar litið er
til baka, þá sér maður, hversu vel
og giftusamlega þetta hefur tek-
izt.
Hér verður að nægja að stikla á
stóru, en næst er að geta, að
Vilhjálmur Þór varð forstjóri
Sambandsins árið 1946, að nýlok-
inni siðustu heimsstyrjöld, en þá
hefst nýtt framfaraskeið i sögu
Sambandsins, og það færir mjög
út kviarnar.
Þetta held ég.að verði að nægja
um fortiðina, enda var saga Sam-
bandsins rakin mjög ýtarlega á
siðasta ári, og það svo, að sumum
þótti vist nóg um.
Hlutur sam-
vinnuhreyf-
ingarinnar
er stór
— Já, þetta var sagan, eða
hluti af henni, öllu heldur. En
hvernig finnst þér þetta hafa
gengið, svona þegar á allt er litiö?
— Nú, — vissulega hefur þetta
gengið nokkuð upp og niður. En
það hefur vitur maður sagt, að
þrátt fyrir náttúruhamfarir,
heimsstyrjaldir og ýmsan annan
vanda, þá hafi mannkyninu þó
alltaf verið að miða i áttina, og
þróunin meira að segja verið hag-
hreyfingin nærðist á, meðan hun
var i vöggu.
— Hver er svo næsti merkis-
áfangi á ævi hinnar ungu sam-
vinnuhreyfingar?
— Næsti stórviðburður varð
réttum tuttugu árum seinna, ein-
mitt á afmælisdegi Kaupfélags
Þingeyinga, 20. febrúar árið 1902.
Þá hittust þeir aftur, þessir sömu
þingeysku bændur, og reyndar
nokkrir fleiri, til dæmis frá Norð-
ur-Þingeyjarsýslu og Svalbarðs-
strönd, og stofnuðu Samband is-
lenzkra samvinnufélaga.
Það er alkunna, að oft veltur
mikið á einstaklingum hvernig til
tekst. Formið eitt getur ekki
skapað félagsmálahreyfingum né
fyrirtækjum velfarnað. Það eru
mennirnir, sem þar koma við
sögu, sem i rauninni ráða úrslit-
um. Ég hef áður minnzt á Þingey-
ingana, árvekni þeirra og dugn-
að. Ef við svo höldum áfram að
rekja söguna, fer ekki hjá þvi, að
við staðnæmumst við nokkur
nöfn, sem hæst ber i sögu Sam-
bandsins. Fyrstu stjórnarfor-
menr.irnir voru Þingeyingar. Sið-
an kemur til sögunnar Hallgrim-
ur Kristinsson, sem var kaupfé-
lagsstjóri á Akureyri og innleiddi
nýtt skipulag i samvinnufélögin.
Hallgrimur var einn af hinum
miklu forystumönnum og braut-
ryðjendum á meðan hans naut
við, en þvi miður náði hann ekki
háum aldri. Hann andaðist árið
1923. En það var einmitt á hans
árum sem Sambandið varð að
myndarlegri viðskiptastofnun, og
þess má gjarna geta hér, að það
var undir forystu Hallgrims, sem
hin fyrsta raunverulega skrif-
stofa Sambandsins varð til árið
1915. Sú skrifstofa hafði aðsetur i
Kaupmannahöfn, en siðan kom
Hallgrimur heim og þá var stofn-
sett skrifstofa hér i Reykjavik,
einnig undir hans stjórn. Það var
árið 1917.
— Þá hefur þetta auðvitað
verið aðeins ein deild?
— Mjög fljótlega upp úr þessu
fór að myndast visir að deilda-
skiptingu. Það var stofnuð sér-
stök útflutningsdeild, og veitti
Jón Árnason henni forstöðu, og
sömuleiðis var stofnuð innflutn-
ingsdeild, sem Aðalsteinn
Kristinsson, bróðir Hallgrims,
stjórnaði. Það er á þessum árum,
sem lagður er hinn eiginlegi
grundvöllur að starfsemi Sam-
bandsins, þegar skrifstofan flyzt
til Reykjavikur og deildaskipt-
ingin byrjar.
Erlendur Einarsson, forstjóri.
SAGAN ER EIN,
ÞÓTT FORTÍÐ, NÚTÍÐ OG
FRAMTÍÐ BERI HVER
SINN SVIP