Tíminn - 07.01.1973, Síða 8

Tíminn - 07.01.1973, Síða 8
stæð, þegar litið er um öxl og þess gætt, við hvað menn áttu að búa fyrrum. Og ef við litum á ástandið hérna hjá okkur á Islandi, held ég, að ekki fari á milli mála, að þar hafi þróunin orðið mjög jákvæð, þegar á heildina er litið. Það er ekki neitt saman berandi, hvernig hér er umhorfs nú eða var fyrir einum fimmtiu árum, og jafnvel þótt ekki sé farið nærri svo langt aftur i timann. Það veit hvert mannsbarn, að hér hefur blátt áfram orðið bylting i þjóðlifinu, ef maður má nota það orð. Vitan- lega hefur þar margt komið til, en ég vil halda þvi fram, að sam- vinnuhreyfingin hafi átt sinn þátt i þvi öllu. Ef við til dæmis tökum atvinnuuppbygginguna i landinu, þá er hlutur samvinnuhreyfing- arinnar þarekki litill, en það staf- ar aftur af þvi, hve geysifjölþætt starfsemi hreyfingarinnar er. Þegar ég hef verið að ræða um starfsemi samvinnuhreyfingar- innar islenzku, bæði hér heima og erlendis, hef ég jafnan lagt áhcrzlu á það, aö hún er nokkuð sérstæð, meðal annars að þvi leyti, að hér eru framleiðendur og neytendur saman innan hreyfing- arinnar, en viðast hvar i öðrum löndum er þvi á annan veg háttað, að minnsta kosti i nágrannaiönd- um okkar. Eina landiö, sem ef til vill mætti segja að væri dálitið likt á vegi statt og við að þessu leyti, er tsrael, en eins og kunnugt er, þá er samvinnuhreyfingin mjög rikur þáttur i þjóðlifi tsraelsmanna og er þar afar fjöl- þælt. En svo ég snúi mér aftur að okkur, hérna á tslandi, þá höfum við að sjálfsögðu orðið fyrir ýms- um vonbrigðum á liðnum árum og áratugum, og þarf engum á óvart að koma, enda eru þau hvorki fleiri né stærri en aðrir hafa orðið aö sætta sig við. Eins og alkunnugt er, þá eru sveiflurn- ar i islenzku efnahagslifi slikar, að segja má, að þar gæti sifellt flóðs og fjöru. Þessi sjávarföll fara auðvitaðekki framhjá þeim, sem hala með höndum einhvers konar rekstur, og má nærri geta, að við i samvinnuhreyfingunni veröum ekki siöur fyrir þeim en aðrir. — Nú hefur uppbygging á veg- um samvinnuhreyfingarinnar verið geysimikil. — Þaö er alveg rétt. Uppbygg- ingin hefur verið mikil og á siðari árum hefur hreylingin færzt i aukana og eflt starfsemi sina á margan hátt. Núna er hún einn stærsti inn- flytjandi landsins, hún er einhver stærsti iðnrekandi i landinu, og hún er meðal stærstu úlllytjenda. — En hafa hin einstöku kaupfé- lög eflzt að sama skapi og sam- vinnuhreyfingin sem heild? — Já, þar hefur þróunin að sinu leyti orðið mjög svipuð. A vegum kauplelaganna hefur átt sér stað geysimikil uppbygging og starf- semin hefur aukizt ár frá ári. En auðvitað eru kauplelögin undir sömu sök seld og við að þvi leyti, að hagur þeirra gengur upp og niður, eftir þvi, hvernig árar i þjóðlifinu yfirleitt. Vonirnar rættust — og meira til — Það fer vist ekki á milli mála, að samvinnuhreyfingin hefur staðið undir þeim vonum, sem l'orystumennirnir kunna að hafa alið með sér — þótt við vitum þær ekki allar. — Um það vil ég ekkert segja. Þegar gömlu Þingeymgarnir voru að koma á fót fyrsta kaupfé- laginu, geri ég ekki ráð fyrir. að þeir hal'i gcrt sér neina grein fyrir þvi, hve geysiör framþróun þjóð- félagsins yrði, þegar kæmi fram á siðari hluta tuttugustu aldar, enda ekki viö þvi að búast. Á þeirra dögum var þjóðin ekki einu sinni sjálfstæð, hvað þá að farið væri aö hilla undir þá tæknibylt- ingu og f jármálaveltu, sem seirina varð. En ég held, að sam- vinnuhreyfingin hafi haft jákvæð áhril' á almenna uppbyggingu at- vinnu- og þjóðlifs i landinu á undanförnum áratugum og þannig átt stóran þátt i að byggja hér upp það velferðarriki, sem við eigum nú við að búa og allir þekkja. Auðvitað hafa þar einnig margir aðrir komið við sögu, og efalaust hefðum við lika getað gert betur en raun er á. Vandamál dagsins — Já, það var nú einmitt þetta, sem ég átti við með spurningunni, að samvinnuhreyfingin hefði íyllilega haldið til jafns við aðrar hliðstæðar stofnanir i þjóðfélag- inu. En hvað er helzt að frétta af þvi ári, sem nú alveg nýlega hefur kvatt okkur? — Áriö 1972 var að sumu leyti erfitt ár, rekstrarlega séð. Þrjú árin þar á undan voru fremur hagstæð fyrir rekstur Sambands- ins og hinna stærri kaupfélaga. En á síðasta ári urðu nokkur þáttaskil, meðal annars vegna þess, að allur rekstrarkostnaður hækkaði mjög mikið. Og það kvað svo rammt að þessu, að i sumum greinum setti það reksturinn blátt áfram úr skorðum. Þótt við vitum ekki nú endanlegar tölur um rekstraralkomu fyrir árið 1972, er það þó Ijóst, að hún er miklum mun lakari en hún var árið áður. Tekjurnar hafa alls ekki aukizt i samræmi við þann mikla þunga, sem orðinn er i rekstrarkostnað- inum. — 1 hvaða greinum er það aðal- lega, sem reksturinn hefur versn- að svo mjög? — Þarna er fyrst og fremst um að ræða iðnaðinn og skipa- reksturinn. t þessum greinum hefur ástandið versnað verulega. í verzluninni, aftur á móti, hefur verið hægt að ná aukinni sölu og með þvi móti að ná inn tekjum til þess að vega að nokkru á móti hækkandi reksturskostnaði. — Það er kannski of flókið mál að gera i blaðaviðtali grein fyrir orsökum þessara rekstrarerfið- leika? — Ég held.að það fari ekki á milli mála, að afkoma almenn- ings á tslandi hafi verið mjög góð á árinu 1972. Kaupgetan var mjög mikil eins og allir vita, og þegar þannig er, og ýmis undirstöðuat- vinnufyrirtæki þjóðarinnar eru rekin með halla, þá er mikil hætta á feröum, að minu áliti. Ég held, að stjórnmálamennirnir þurfi að gera sér grein fyrir þessu, þvi það veltur á miklu, þegar horft er til framtiðarinnar. Spurningin er um það, hvort við viljum halda áfram þeirri uppbyggingu, sem hér hefur orðið á umliðnum árum og áratugum. Ef við viljum halda henni áfram, verðum við að sjálf- sögðu að búa svo að atvinnu- rekstri landsmanna, að hann sé fær um að standa undir þeim framförum, sem við öll óskum áreiðanlega eftir. Gengis- fellingin — Nú hafa nýlega verið gerðar efnahagsráðstafanir, sem vafa- laust eru nokkuð skiptar skoðanir um. Hvernig heldur þú,að þær muni verka á hag og rekstur Sam- bandsins? — Þessar nýju efnahagsráð- stafanir eru að minu áliti afleið- ingar af þvi, sem áður hafði gerzt. Það er nú að visu ekkert nýtt hjá okkur tslendingum að standa frammi fyrir þvi á haustnóttum eða þegar liður að jólum, að gera þurfi ráðstafanir i efnahagsmál- um. Ég held nú satt að segja, að það ætti að vera verkefni stjórn- málamanna og hagfræöinga að rannsaka efnahagssögu siðustu tuttugu og fimm ára, eða svo, og brjóta siðan til mergjar þær ástæður, sem til þess liggja, að gripa hefur þurft til gengislækk- ana oft með stuttu millibili. Ég held, að það væri mjög hollt fyrir almenning, ef hægt væri að fá hlutlausa athugun á þeim málum. Ég held nefnilega, að almenning- ur geri sér ekki alltaf grein fyrir vissum lögmálum i efnahagslif- inu, sem reyndar er ekki heldur von. En þú spurðir, hvernig þessar nýju ráðstafanir myndu verka á hag og rekstur Sambandsins. Áhrif þeirra verða nú vist bæði jákvæð. og neikv. En ef við vilj- um byrja á jákvæðu hliðinni, þá er það iðnaður okkar. Eftir gengisbre'ytinguna ætti staða hans að batna, bæði hvað varðar útflutning og einnig samkeppnis- aðstöðu hans gagnvart innfluttum iðnaðarvörum. Hvort þessi geng- isbreyting nægir til þess að rétta iðnaðinn við, skal ósagt látið, en við höfum staðið frammi fyrir þvi i útflutningsiðnaðinum, að verð- lag á okkar útflutningsiðnaðar- vörum hefur litið hækkað á undanförnum árum á sama tima og kostnaður hefur margfaldazt. Þetta hefur myndað mikla klemmu. Gengisbreytingin ætti einnig að bæta hag frystihúsanna, en sá þáttur er orðinn mjög veigamikill i starfsemi samvinnuhreyfingar- innar. Þetta er sem sagt jákvætt, ef ekki fylgir neinn böggull skammrifi, sem ekki skal spáð um nú. En þá er það neikvæða hliðin. Rekstrarkostnaður hækkar. Eftir að gengisbreyting hefur átt sér stað, þarf meira fé i reksturinn, og það er mjög neikvætt. En varðandi þessar efnahagsráð- stafanir, sem nú hafa verið gerð- ar og við höfum verið að ræða, tel ég.að öllu máli skipti, að hin efna- hagslega svikamylla, visitalan — eins og hún er saman sett hér á landi — fái ekki að halda áfram að mala. Það er hið stóra atriði okkar efnahagsmála, ef hægt væri að stöðva þessar endalausu vixlhækkanir verðlags og kaup- gjalds. Það væri betur.að um það næðist samstaða á milli stjórn- valda og vinnustétta. Verðbólgu- vandi og fræðslumál — Við erum nú búnir að gera fortið og nútið nokkur skil. En hvaða verkefni telur þú brýnust i næstu framtið? — f sambandi við þessa spurn- ingu langar mig að minnast á það verkefnið, sem brýnast er og stærst og er reyndar verk þjóðar- innar allrar, en það er að gera allt, sem unnt er, til þess að stöðva verðbólguna. Hún er efnahags- legum framförum á Islandi mikill Þrándur i Götu og getur hæglega valdið stórslysi, ef ekki tekst að fóta sig i tima. Ef tekst að stöðva verðbólguna, verður hægt að standa miklu betur að uppbygg- ingu atvinnulifsins i landinu. Og ég held meira að segja lika, að Framkvæmdastjórn á fundi, auk aðalféhirðis. Talið frá vinstri: Þórhallur Björnsson, aðalfchiröir (A ekki sæti i framkvæmdastjórn) Jón Þór Jóhannsson, frkv.stj. véladeildar Hjalti Pálsson, framkv.stj. innflutningsdeildar Hjörtur Iljartar, framkv.stj. skipadeildar Erlendur Einarsson, forstjóri Harry O. Frederiksen, framkv.stj. iðnaðardeiidar,Agnar Tryggvason, framkv. búvörudeildar. Sigurður Markússon, framkv.stj. skipulagsdeildar Guðjón B. ólafsson, fram- kv.stj. sjávarafurðadeildar. Timamyndir. Gunnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.