Tíminn - 07.01.1973, Side 10
Ókeypis
námsdvöl á
fullum
launum
— Já, endurmenntun, segirðu.
Erlendis mun það vera þekkt, að
fyrirtæki veiti mönnum, sem hjá
þeim starfa, ókeypis dvöl á nám-
skeiöum og jafnvel greiði þeim
laun á meðan þeir eru við nám.
Hel'ur nokkuð slikt komið til
orða hór?
— Fyrst þú spyrð um þetta, vil
ég skýra frá þvi, að óg átti þess
kost sjálfur, árið 1952, að taka
þátt i svona endurmennlun i við-
skiptafræðum viö Harvardhá-
skóla i Bandarikjunum. Það er
ekkert launungarmál, að náms-
timinn þar hefur orðið mór alveg
ómetanlegur. Ég er alltaf að
finna það eftir þvi sem árin liða,
hversu þýðingarmikill þessi timi
hefur verið fyrir mig, þótt það
væri aðeins i fjóra mánuði.
t þessum málum höfum við al-
veg ákveðna stel'nu i samvinnu-
hreyfingunni. Við viljum gefa
mönnum kosl á endurmennlun,
en gallinn er bara sá, að hér á ls-
landi eru menn svo bundnir, eink-
um þeir, sem eru i foryslu fyrir-
tækja, að þeir eiga mjög erfitt
með að hverfa frá störfum, þótt
ekki sé nema um stundar sakir.
Við erum svo fá hér, og þess
vegna hafa þau tækifæri.sem boð-
in hafa veriö fram,ekki verið nýtt
eins og skyldi.
— En ef um þaö væri að ræða,
að menn gætu nýtt þessi tækifæri
starfa sinna vegna, myndi þá
samvinnuhreyfingin greiða tyrir
þeim fjárhagslega?
— Að sjálfsögðu, annars held
óg nú.að litið yrði úr Iramkvæmd-
um. Þeir eru ekki ýkjamargir,
sem geta bætt þvi ofan á atvinnu-
leysi i marga mánuði að kosta sig
til dvalar i útlöndum á meðan á
námi stendur. En um það er ei
að ræða, að hægt só að sækja slikt
endurmenntunarnámskeið hér á
landi, enn sem komið er að
minnsta kosti. Vitanlega mynd-
um við kosta menn i slikt nám,
það liggur i augum uppi.
Vinnumála-
samband og
verka-
lýðshreyfing
— Það heyrist stundum talað
um Vinnumálasamband sam-
vinnufólaganna. Ég er ekki viss
um,að öllum só ljóst, hvað hér er
raunverulega um að ræða, eða
hvernig það er tengt samvinnu-
hreyfingunni.
— Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna var á sinum tima
stofnað eftir sænskri fyrirmynd.
Þar i landi komu samvinnufélög-
in sér á sinum tima upp sérstöku
vinnumálasambandi, sem annað-
ist alla samningagerð við verka-
lýðshreyfinguna. Siðan tókum við
þessa hugmynd upp og hrundum
henni i framkvæmd rétt upp úr
1950. Ætli þaö megi ekki telja,að
okkar Vinnumálasamband sé
orðið til 1952 eða 1953. Fyrir is-
lenzka samvinnuhreyfingu var i
raun og veru aðeins um tvennt að
velja. Annað hvort var að ganga i
Vinnuveitendasamband fslands,
en það þótti ekki heppilegt. Hinn
kosturinn var sá að standa utan
við öll slik samtök, en að kaupfé-
lögin og Sambandið semdu sjálf
sérstaklega við alla,sem hjá þeim
ynnu. En Vinnumálasambandið
er þannig upp byggt, að i þvi eru
þátttakendur Sambandiö og flest
kaupfélög landsins. Auk þess
dótturfyrirtæki á vegum sam-
vinnuhreyfingarinnar. Siðan
kemur Vinnumálasambandið
fram fyrir hönd þessara aðila i
öllum samningum við verkalýðs-
hreyfinguna.
— Nú hefur stundum verið á
það deilt, að Vinnumálasam-
bandið komi ekki nægilega til
móts við launþega i sambandi við
kaup og kjör.
Hverju vilt þú svara þvi?
— Það er rótt, slikar raddir
hafa stundum heyrzt á opinberum
vettvangi, en ég held, að þetta sé
oft á nokkrum misskilningi byggt
og jafnvel blásið út viljandi, til
dæmis i blöðunum. Við þekkjum
það öll, að pólitikin blandast ærið
viða inn i hlutina, illu heilli, að
minu áliti. En það er min skoðun,
að Vinnumálasambandið hafi
reynt að gæta réttsýni i sambandi
við samninga. Að sjálfsögðu
verður að hafa það i huga, að
samvinnufélögin, sem hafa með
höndum umfangsmikinn rekstur,
verða að vera ábyrg i sambandi
við sina starfsemi, og það væri
engum greiði gerður með þvi að
þau gengju fram fyrir skjöldu og
byðu þannig kaup, að félögin risu
ekki undir þvi og þyrftu kannski
að hætta starfsemi sinni eftir
stuttan tima. Hér verður að gæta
hófs, en vitanlega lika að koma til
móts við óskir verkalýðshreyf-
ingarinnar eins og aðstaðan i
þjóðfélaginu leyfir á hverjum
tima. Og i þessu sambandi skal
þvi ekki gleymt, að i mjög mörg-
um tilfellum er það sama fólkið,
sem er bæði i verkalýðshreyfing-
unni og samvinnuhreyfingunni.
Þetta hlýtur Vinnumálasam-
bandið að taka með i reikninginn,
en að hinu leytinu verður það
sjónarmið að rikja, að heilbrigður
og öruggur rekstur félaganna sé
tryggður. Sé það ekki gert, er
ekki verið að gæta hagsmuna
verkafólks, heldur þvert á móti.
Hér er sem sagt bil, sem brúa
þarf, og það verður að gera á eins
raunhæfan hátt og frekast er
unnt.
—- Kaupfélögin semja þá ekki
hvert og eitt um kaup og kjör á
sinum stað, heldur Vinnumála-
sambandið fyrir þeirra hönd?
— Já. Tilgangurinn með stofn-
un Vinnumálasambandsins var
einmitt sá að koma á stofnun,
sem gæti annazt samningagerð-
ina fyrir kaupfélögin, enda væri
allt annað satt að segja algerlega
óvinnandi verk nú á dögum. Það
væri áreiðanlega ekki heldur gott
fyrir verkalýðshreyfinguna, ef
hvert kaupfélag væri að puða við
samningagerð.
Aðferð
Norð-
manna
Samningar um kaup og kjör eru
ævinlega viðkvæmt mál. Mig
langar að segja frá þvi hér, að hjá
norska samvinnusambandinu er
sá háttur á,að sérstakur samning-
ur gildir á milli þess annars vegar
og norska alþýðusambandsins
hins vegar. Hann er þess efnis, að
verkalýðshreyfingin heitir þvi að
gera ekki verkfall, en i staðinn
skuldbindur samvinnusambandið
sig til þess'að greiða aldrei lakara
kaup en gildandi er á hinum
almenna vinnumarkaði i Noregi.
Ég hef stundum sagt það við vini
mina i verkalýðshreyfingunni
hér, að samvinnuhreyfingin á Is-
landi myndi vera fús til þess fyrir
sitt leyti að stuðla að þvþað slikir
samningar næðust hér. En grund-
völlurinn fyrir þvi.að þetta tekst i
Ullarverksmiðjan Gefjunn á Akureyri.