Tíminn - 07.01.1973, Side 14

Tíminn - 07.01.1973, Side 14
14 TÍMINN Sunnudagur 7. janúar lil7;t ALÞINGI Umsjón: Elias Snæland Jónsson 93. löggjafarþingiö, sem sett var 10. október 1972 og frestað um miönætti 22. desember, var um margt afkastamikið þing. 19 þing- mál hlutu fullnaöaraf- greióslu Alþingis. 18 frum- vörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi, og ein þingsályktun var send ríkisstjórninni. Á þessum fyrri hluta þingsins voru 255 þingskjöl lögö fram. Ýmis veigamikil mál voru til umræðu, og hlutu sum fullnaðar- afgreiöslu, en önnur komust nokkuð áleiðis, þótt ekki yrðu þau afgreidd frá Alþingi fyrir jóla- leyli þingmanna. Virðist augljóst, að þetta þing mun setja ýmis þýðingarmikil lög, sem fela i sér margvislegar umhætur frá fyrri lagaákvæðum. t þessu yfirliti um þingstörfin verður fyrst gerð grein fyrir þeim málum, sem fullnaðarafgreiðslu hlutu á fyrri hlula þingsins. Siöan verður fjallað um þau mál önnur, sem athyglisverðust eru og veru- legar umræður urðu um á þing- l'undum, en ekki hafa enn verið afgreidd. Nýtt varöskip Þingsályktunartillaga sú, sem samþykki hlaut og send var rikisstjórninni sem ályktun Alþingis, fjallaði um eflingu Landhelgisgæzlunnar. Þar ályktaði Alþingi ,,að heimila rikisstjórninni að stofna til byggingar eða kaupa á nýju varðskipi fyrir Landhelgis- gæzluna”. Störf Alþingis fara mjög hægt af stað, en siðustu dagana fyrir þingfrestun cru fjölmörg mál til afgreiösiu, og fundir standa fram á nótt ekki si/.t þegar um efnahagsaðgeröir er að ræöa eins og nú. Myndin er af forsætisráðherra i umræðum um efnahagsmáiin. 93. löggjafarþing: Þingið hefur þegar samþykkt ýmis mikilsverð umbótamál t samræmi við samþykkt þessarar ályktunar var siðan, við lokaafgreiðslu fjárlaga, veitt heimild l'yrir rikisstjórnina til ,,að taka lán að upphæð allt að 100 milljónir króna til kaupa á nýju varðskipi. Segja má, að cining hali verið á þinginu um nauðsyn þess að efla Landhelgisgæzluna með nýju varðskipi, og var þingsályktunin samþykkt samhljóða. Efnahagsráöstafanir og af- greiðsla fjárlaga Verulegur timi þingmanna fór að sjálfsögðu i umræður um el'na- hagsmálin og afgreiðslu l'rum- varpa vegna efnahagsaðgerða, svo og afgreiðslu sjálfs fjárlaga- frumvarpsins, sem að venju var lagt fram sem fyrsta mál þingsins. Fjárlögin voru endanlega af- greidd á siðasta starfsdegi þings ins l'yrir jólin. Stjórnarandstæð- ingar höfðu uppi mikla gagnrýni á fjárlögin, og við lokaafgreiðslu þeirra sátu Sjálfstæðismenn hjá, en Alþýðuflokksmenn greiddu at- kvæði á móti f járlagafrum- varpinu! Megingagnrýni stjórnarand- stæðinga á fjárlagafrumvarpið og fjárlögin i endanlegri mynd var sU, að hækkun þess væri alltof mikil. Höfðu þeir mörg stór orð um, hversu mjög fjárlög hefðu hækkað i tið nUverandi rikis- stjórnar. Athyglisvert var hins vegar, að stjórnarandstæðingar lögðu ekki Iram eina einustu tillögu um niðurskurð á Utgjöldum fjárlag- anna. Þetta áttu þeir þó mjög auðvelt með að gera, ef hugur fylgdi máli i gagnrýni þeirra, þvi að i fjárlagafrumvarpinu, eins og það var upphaflega lagt fram, var að finna langmestan hluta þeirra rikisUtgjalda, sem sam- þykkt voru endanlega i fjár- lögum. Þeir höfðu þvi hátt á þriðja mánuð til að beita niður- skurðarhnifnum. Þetta geröu þeir ekki, heldur fluttu einstakir stjórnarandstöðuþingmenn, þó eingöngu S jálfstæðismenn, fjölmargar tillögur við 3. umræðu fjárlaga um hækkanir á rikisUt- gjöldunum! Að mati þessara þingmanna voru fjárlögin þá eftir allt saman ekki nógu há! Þessar tillögur þeirra munu hafa falið i sér hækkanir á Utgjöldum, bæði á fjárlögum og utan þeirra, um a.m.k. 150 milljónir króna. Þessi vinnubrögð stjórnarand- stöðunnar ættu menn að hafa hugfast næst þegar þeir heyra talsmenn hennar hneykslast á hækkun fjárlaga i tið nUverandi rikisstjórnar. Frumvörp vegna efna- hagsráösta fana Segja má, að i tengslum við efnahagsmálaráðstafanir rikis- stjórnarinnar hafi þrjU frumvörp verið afgreidd sem lög frá Alþingi. Vegna gengisbreytingarinnar þurfti að afgreiða frumvarp um i.áöstafanir vegna hennar, einkum varðandi tollafgreiðslu, en einnig um leyfilegt frávik frá stofngengi. Var það frávik, sem Seðlabankanum er heimilað að ákveða, aukið Ur 1% frá stofn- gengi i 2 1/4%. Þá var afgreitt lagafrumvarp um Utreikning á kaupgreiðslu- visitölunni, þar sem kauplags- nefnd var falið að reikna visi- töluna Ut 1. janUar 1973 — eins og hUn hefur nU gert. Aukið fjármagn til vega- framkvæmda Loks var samþykkt breyting á vegalögunum, sem fól i sér hækkun á benzingjaldi, gUmmi- gjaldi og þungaskatti frá og með 1. janúar 1973. Þessi hækkun var nauðsynleg til þess að halda óhikað áfram vegafram- kvæmdum samkvæmt vega- áætlun án óhóflegra erlendra lána. Stjórnarandstæðingar voru andvigir þessari hækkun, og komu heilindi þeirra einnig þar greinilega i ljós. Það virtist nefni- lega vera þeirra skoðun, að halda ætti áfram vegaframkvæmdum samkvæmt vegaáætlun án þessarar hækkunar. Þaö hefði þýtt auknar erlendar lántökur svo hundruðum milljóna skipti, en stjórnarandstæðingar hafa ein- mitt gagnrýnt mjög hinar miklu erlendu lántökur. Kemur þarna enn sem fyrr fram, að stjórnar- andstaðan vill ekki skera niður Utgjöld, en gagnrýnir hins vegar allar þær leiðic sem færar eru til að afla fjármagns til þeirra Ut- gjalda. Skipulag fiskveiða í land- helgi okkar Mjög verulegar umræður urðu um staðfestingu á bráðabirgða- lögunum frá 30. ágUst siðastliðinn um bann gegn veiðum með botn- vörpu og flotvörpu, og var frum- varpið loks samþykkt með all- nokkrum viðaukum, sem Fisk- veiðilaganefndin lagði til, að Vandræðaástand hefur oft skapast f löndunarmálum á loðnuvertíð. Með nýjum lögum um skipuiag á löndun á ioðnu til bræðsiu er lagður grundvöllur að bættu ástandi þeirra mála á næstu vertið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.