Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 7. janúar 1973 TÍMINN 15 gerðiryrðu, og gildistimi laganna ákveðinn til 1. júli 1973. Þessar breytingar hafa áður verið skýrðar hér i blaðinu og óþarfi að endurprenta þær. 1 umræðunum kom greinilega fram, að Fiskveiðilaganefndin vinnur nú að undirbúningi við- tækra laga um skipulag fiskveiða innan fiskveiðilögsögunnar, og mun hún skila lokaáliti i marz- mánuði. Verða þessi lög væntan- lega eitt merkasta málið, sem 93. löggjafarþingið afgreiðir sem lög. i nefndinni eiga sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokka, og hún leitast við að ná sem viðtækastri samstöðu um þá fiskveiðistefnu, sem fylgja á hér við land á næst- unni og sem á að tryggja skipu- legar veiðar og nauðsynlega friðun fiskistofnanna. Skipulag á loðnulönduninni Annað frumvarp varðandi sjávarútveginn, sem samþykkt var, fjallaði um skipulag á löndun á loðnu til bræðslu á þessu ári. Á undanförnum árum hefur oft skapast vandræðaástand i þessum efnum, en með hinum nýju lögum er ákveðnu skipulagi komiðá þessa hluti, og ætti það að vera mjög til bóta. Meginatr. hinna nýju laga er, að skipulagning og tilhögun á löndun á loðnu til bræðslu skal vera i höndum þriggja manna nefndar. Nefndin á að afla upp- lýsinga um móttökugetu sildar- og fiskim jölsverksmiðja og ákveða samkvæmt þvi, hvenær löndun skuli hefjast eða hætta á ákveðnum svæðum eða i ein- stökum verksmiðjum. Ekki verður heimilt að stöðva löndun i verksmiðju meðan móttökuskil- yrði eru fyrir hendi, og fiskiskipi er óheimilt að leita löndunar i verksmiðju, þar sem nefndin hefur stöðvað löndun. Þörungavinnsla aö Reyk- hólum Þingið samþykkti eitt frum- varp varðandi nýja atvinnugrein. Þetta var frumvarpið um stofnun hlutafélags, sem hafi það mark- mið að kanna aðstæður til að reisa og reka verksmiðju til þörungavinnslu að Reykhólum við Breiðafjörð og stuðla að þvi, að sliku fyrirtæki verði komið á fót. Ljóst virðist, að nauðsynlegar forsendureru fyrir hendi til þess, að þessi framleiðsla megi takast vel, og erlent fyrirtæki hefur gert ákveðið tilboð um kaup á fram- leiðslu hins nýja fyrirtækis frá og með árinu 1974 og um 10 ára timabil þaðan i frá. Er þá gert ráð fyrir 4000 tonnum af þangmjöli. Er að þvi stefnt, að þangmjöls- vinnsla hefjist það snemma, að þessu tilboði sé hægt að taka — en það þýðir, að taka verður ákvörðun um byggingu og panta tæki til verksmiðjunnar i marz- april á þessu ári og hefja mjög fljötlega framkvæmdir við vega- og hafnargerð. Tryggingarstofnunin og slysatrygging sjómanna Verulegar umræður og deilur urðu á Alþingi um fyrirkomulag á slysatryggingu sjómanna. Ákvæði um þessa tryggingu voru samþykkt á siðasta þingi, en hin almennu tryggingafélög töldu sig ekki geta tekið þessa tryggingu að sér fyrir hönd útgerðarmanna að óbreyttum lagaákvæðum. Varð rikisstjórnin þvi sem kunnugt er að ganga i málin, og fann hún á þvi bráðabirgðalausn, en jafnframt var gefið fyrirheit um, að á yfirstandandi þingi yrði gerö sú lagabreyting, sem kæmi þessum málum i viðunandi horf fyrir útgerðarmenn og sjómenn. Megindeilan á Alþingi stóð um það, hvort veita ætti Tryggingar- stofnun rikisins einkaleyfi til þess að taka að sér þessa tryggingu fyrir útgerðarmenn, eða hvort veita ætti öllum almennum tryggingarfélögum i landinu sama rétt. Varð niðurstaðan sú, að sett voru inn i Siglingalögin ákvæði um upphæð bótanna og jafnframt ákveðið, að útgerðar- menn gætu keypt slika tryggingu án þess að nánar væri kveðið á um hjá hverjum hún skyldi keypt. Er þetta þvi frjáls trygging, sem Alþingi samþykkti ýmsar hækkanir á sköttum af notkun bifieiða, en það f jármagn rennur til vegagerðar i landinu samkvæmt vegaáætlun. Ilúsfriðunarmál vöktu deilur á Alþingi, og þá einkum friðun Bernhöftstorfu og fyrirhugað bygging stjórnarráðshús á þeim stað. útgerðarmenn geta keypt hjá hvaða tryggingarfélagi sem er. Skipulag Tryggingarstofn- unarinnar Annað deiluefni varðandi tryggingarmál, sem upp kom á þinginu, var um skipulag Trygg- ingarstofnunar rikisins. I stjórnarfrumvarpi þar um var gert ráð fyrir, að i stað þess, að sýslumenn og bæjarfógetar annist umboðsstörf fyrir Tryggingarstofnunina eins og verið hefur um margra ára skeið, skyldi stofnunin hafa umboðs- skrifstofur utan Reykjavikur, og færi um staðarval eftir ákvörðun ráðherra að fengnum tillögum tryggingarráðs. Ekki reyndist meirihluti fyrir slikri breytingu, en að lokum var samþykkt, að stofnunin skyldi hafa slikar umboðsskrifstofur, en jafnframt ákveðið, að trygg- ingarráð skuli ákveða staðarval, fyrirkomulag og rekstur þeirra. Kom fram, að tryggingarráð telur eðlilegast, að sýslumönnum og bæjarfógetum verði áfram falið að annast þessi umboðsstörf. Önnur ný iög Þau önnur ný lög, sem sam- þykkt voru frá Alþingi fyrir jólin, eru þessi: Stýrimannaskólinn i Vest- mannaeyjum. Hin nýju lög eru fyrst og fremst sett til samræm- ingar þessara laga við lögin um Stýrimannaskólann i Reykjavik, sem samþykkt voru á siðasta þingi. Verðjöfnunarsjóður fisk- iðnaðarins. Samþykktar voru breytingar á lögum sjóðsins vegna þeirra aðgerða, sem nauð- synlegar voru vegna fiskverðs- ákvörðunar fyrir tímabilið 1. október til 31. desember 1972. Kiskveiðasjóður islands. Rikis- stjórninni var heimilað að veita sjálfskuldarábyrgð á erlendu láni allt að 10 milljónir Bandarikja- dala, sem Fiskveiðasjóður tekur til endurlána vegna kaupa á togurum, sem smiðaðir eru er- lendis. Jafnframt er Fiskveiða- sjóði heimilað að veita eigendum skipanna lán, sem nemi 4/5 af kaupverði, og heimilast rikis- stjórninni að veita sjálfskuldar- ábyrgð á þeim hluta lánanna, sem er yfir 2/3 kaupverðs skipanna. Gjaldviðaukar. Samþykktir voru nokkrir sömu gjaldavið- aukar á þessu ári og voru á siðasta ári. Verðlagsnefnd. Umboð verð- lagsnefndar, sem samkvæmt eldri lögum rann út um áramótin, var framlengt. Launaskattur.Sá launaskattur, sem var i gildi á siðasta ári, var framlengdur út þetta ár. Orlof.Nokkrar breytingar voru gerðar á eldri lögum vegna fram- kvæmdará þeirri kerfisbreytingu frá siðasta þingi, að orlofsmerki og orlofsbækur voru afnumdar. Lifeyrissjóður barnakennara. Breyting var gerð varðandi makalifeyri til samræmis við nú- gildandi ákvæði laga um Lifeyris- sjóð starfsmanna rikisins. Norrænn samningur um aðstoð i skattamálum. Samþykkt var heimild til rikisstjórnarinnar um að staðfesta þennan Norður- landasamning. Eins og sézt af framansögðu, hefur 93. löggjafarþingið þegar samþykkt ýmis þýðingarmikil lög, sem fela i sér margvislegar umbætur. Mörg umbótafrumvörp biða afgreiðslu Þau eru þó enn fleiri frumvörp- in og tillögurnar, sem enn eru i meðförum á Alþingi og sem væntanlega verða afgreidd,þegar þing kemur saman að nýju. Af meiriháttar stjórnarfrum- vörpum, sem þegar hafa verið lögð fram, en ekki hlotið full- naðarafgreiðslu, má nefna eftir- farandi: Stjórnarfrumvarp um fangelsi og vinnuhæli, sem fela i sér ýmsar veigamiklar umbætur. Stjórnarfrum varp um sér- stakan dómara og sérstaka rannsóknardeild i ávana- og fikniefnamálum. Stjórnarfrumvarp um fjölgun dómenda i Hæstarétti og deildar- skiptingu innan hans. Stjórnarfrumvarp um lántöku vegna framkvæmdaáætlunar fyr- ir þetta ár. Stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á lögum um Hús- næðismálastofnun rikisins, og felur i sér veigamikinn lagabálk um byggingasamvinnufélög. Stjórnarfrumvarp til hafnar- laga. Stjórnarfrumvarp til búfjár- ræktarlaga. Stjórnarfrumvarp um fram- kvæmd eignarnáms. Stjórnarfrumvarp um Fóstru- skóla tslands. Ýmis önnur stjórnarfrumvörp liggja þegar fyrir þinginu og svo að sjálfsögðu fjöldinn allur af frumvörpum og þingsályktunar- tillögum frá einstökum þing- mönnum. Endurskoðun skólakerfisins Ýmis stór mál munu koma til umræðu á Alþingi, þegar það kemur saman að nýju siðar i þessum mánuði. Fyrir utan tillögur Fiskveiði- laganefndar, má búast við, að þýðingarmestu frumvörpin, sem lögð verða fram, fjalli um skóla- kerfið — þ.e. frumvörpin um grunnskóla og skólakerfi. Grunn- skólafrumvarpið hefur verið i itarlegri endurskoðun, en þeirri endurskoðun er nú lokið,og verður frumvarpið, nokkuö breytt, væntanlega lagt fljótlega fyrir Alþingi. Varðandi skólamálin má einnig geta þess, að þegar hefur verið lagt fram frumvarp um skóla- kostnað, sem gerir það að grund- vallarreglu, að byggingar skóla- húsnæðis taki fjögur ár. Þ jóðnýtingaráform Alþýðuflokksmanna Einstakir þingmenn hafa lagt fram ýmis mál i þinginu, sem at- hygli hafa vakið og deilur. Ohætt mun að fullyrða, að það mál, sem mestar deilur hefur vakið, að undanskildum efnahagsmálunum og skyldum frumvörpum, sé frumvarp Alþýðuflokksmanna um eignarráð á landinu.gæðum þess og gögnum. Skoðanir á þessu frumvarpi eru mjög skiptar, og telja menn ýmist, að hér sé um hið mesta nauðsynja- og rétt- lætismál að ræða, eða þá stór- felldustu þjóðnýtingaráform tslandssögunnar, sem þar að auki séu andstæð eignarréttar- ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þessi tillaga Alþýðuflokks- manna er i samr. við nokkrar aðrar lillögur, sem þeir hafa flutt og sem benda til þess, að þjóð- nýtingarsjónarmið eigi þar nokkurn hljómgrunn um þessar mundir. Húsfriðunarmál Nokkuð hefur verið fjallaö um Iriðun húsa, sem hafa sögulegt gildi, á Alþingi, og hafa þar vakið mesta athygli meðal almennings deilan um húsin á Bernhöftstorf- unni i Reykjavik og bygging væntanlegs stjórnarráðshúss á þeim stað. Þingmennirnir, Ingvar Gisla- son og Þórarinn Þórarinsson hafa hins vegar lagt fram m jög athyglisvert frumvarp, sem ekki helur enn verið tekið til umræðu, um myndun sérstaks Hús- friðunarsjóðs, sem hafi það hlut- verk að styrkja með fjárfram- lögum, friðun, viðhald, og end- urbætur húsa, húshluta og ann- arra mannvirkja, sem hafa ALÞINGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.