Tíminn - 07.01.1973, Síða 17
Sunnudagur 7. janúar 1973
TtMINN
17
Þannig vinna konur i Angólu i þegnskyIduvinnu við að erja landið.
HIN NÝJA ANGÓLA
þar er háð barátta við að útrýma
arfinum eftir Portúgali:
Sjúkdómum, ólæsi, eyleggingu.
„Takmark hreyfingarinnar er
að binda endi á kúgun Angólu sem
nýlendu, að útmá öll merki
nýlendustefnu og heimsyfirráða-
stefnu, til að algjöru og skilyrðis-
lausu sjálfstæði föðurlandsins
Angólu, verður náð. Til þess skal
öllum ráðum beitt”.
Þessi orð eru úr stefnuskrá
MPLA, þjóðfrelsishreyfingar
Angólu
Frelsisstriðið 'er aðeins hluti
þeirrar baráttu, sem MPLA heyr
i Angólu. Mikilvægasta baráttan
fer fram annars staðar en á vig-
stöðvunum. Það er baráttan fyrir
daglegu brauði, gegn fáfræði og
sjúkdómum, baráttan fyrir
mannsæmandi tilveru á rústum
nýlendu. Vopnin i þeirri baráttu
eru upplýsingar og skipulagning,
hópvinna, skólar og heilbrigðis-
eftirlit.
Upplýsingar og skipulag
Klukkan hálf sex ummorguninn
glymur bjallan. Það er dimmt,
kalt og hráslagalegt úti. Fólk
tekur sig til, pakkar saman og
þegar sólin stigur upp á morgun-
himininn, safnast allir saman á
torginu. Þarna eru allir, þvi
enginn nýtur þeirra forréttinda
að fá að sofa lengi á morgnana.
Dag hvern er tekið fyrir eitt
málefni: Árangur baráttunnar á
ýmsum svæðum — vandamál á
staðnum — samband MPLA viö
erlend riki — heilsugæzlan og
hreinlætið — agi — kynþáttamis-
rétti og svo framvegis.
Fundarstjóri er yfirvaldið á
hverjum stað. Hann stjórnar um-
ræðunum og allir fá að setja fram
sin sjónarmið. Stundum eru
pólitiskir fundir. Félagar úr mið-
stjórn MPLA aka milli þorpa og
bæja til að fræða fólkið og ræða
málin við það. Stjórnmáialifið i
Angóla er mjög virkt.
Eftir morgunsamkomuna fer
hver einasti maður i skyldu-
vinnu. Skurðir eru grafnir til
áveitna, eða brunnar, akrar eru
plægðir, hús reist og þar fram
eftir götunum. Haldið er vel
áfram til klukkan niu, að farið er i
morgunmatinn og siðan ganga
menn til sinna daglegu starfa.
Emilio Bras, landbúnaðarsér-
fræðingur segir: — Þessi skyldu-
vinna er mjög mikilvægur þáttur
i uppbyggingunni auk þess sem
hún færir björg i bú. Við lærum að
vinna saman og lærum nýjar að-
ferðir við vinnuna og gerum til-
raunir. Út frá þessu dreifist siðan
þekkingin meðal fólksins i land-
inu.
Framleiöslan
Framkvæmdanefndir hafa
eftirlit með og bera ábyrgð á
framleiðslunni. Landinu er skipt
i deildir sem siðan skiptast aftur i
svæði. Starfið alls staðar er sam-
ræmt eftir vissum reglum.
Eftir morgunmatinn tekur
framkvæmdanefndin til starfa.
Hópur fjörutiu kvenna eða svo
gripur haka og axir i hendur og
leggur af stað út i skógarrjóðrin.
Þar raða þær sér upp og hefja
starfið. Öllu illgresier rutt burt og
konurnar vinna eins og jarðýtur,
þótt margar þeirra beri ungbörn
á bakinu. Þær syngja við vinnuna
— baráttuna, vinnuna og fram-
tiðina.
Inni i skóginum eru karlmenn-
irnir að brjóta land fyrir nýja
akra. Þeir höggva og höggin
glymja langar leiðir. Fimmtán
menn geta rutt stórt svæði á
einum degi. En akrarnir eru ekki
hafðir of stórir, heldur er þeim
dreift um allt, þannig, að Portú-
galir eigi erfiðara með aö dreifa
yfir þá gróðureyðandi eitur-
efnum.
Framkvæmdanefndirnar
býggja upp og gera við
skemmdir, sjá um flutninga til og
lrá, að nóg sé til af verkfærum,
sem eru heimasmiðuð að mestu.
Þær reka smiðjur, saumastofur
og viðgerðarverkstæði. Ekki ber
á öðfu, en að sú hjálp, sem MPLA
berzt utan frá, komist öll til skila
á rétta staði. Framkvæmda-
nefndirnar eru sá tæknilegi
grundvöllur, sem frelsisbarátta
MPLA hvilir á.
Heilsugæzlan
I hinni Portúgölsku Angólu, vai
eftirlit með heilsu hinna innfæddu
nánast ekkert. Ungbarnadauði
var mikill, af hverjum 1000
fæddum förnum, létust 125.
Meðalaldur fólksins var 35 ár.
Þrjátiu og fimm ár til að lifa með
einn eða fleiri af þeim ótal sjúk-
dómum, sem sifellt herjuðu:
malariu, berkla, smitsjúkdóma
eða snikjusjúkdóma, sem ollu
blóðleysi, gikt eða hitasótt. Við
þetta bættist svo næringar-
skortur, eggjahvituskortur og
saltskortur. Mislingar voru
börnum banvænir.
I fresluðu héruðunum i Angóla
starfar nú SAM, sem er heilsu-
gæzla MPLA. Hlutverk SAM er að
bæta hið hörmulega heilbrigðis-
ástand. SAM hefur á að skipa sex
læknum, sjö fullgildum hjúk-
runarkonum, er hefur engin
lyfjafræðing. Tveir skurðlæknar
munu bætast i hópinn á þessu
nýja ári, en þó verður mikill
skortur á hæfu starfsfólki.
Vandamálin sem við er að glima
eru stór og mikil. Auk arfsins frá
nýlendukúgun Portúgala, koma
alltaf margir særðir, brennir og
slasaðir af vigstöðvunum. Arásir
Portúgala á bæi innfæddra
krefjast margra fórna.
Til að leysa stærsta vanda
SAM, starfa sjúkraliðar, sem
geta veitt fyrstu hjálp og séð um
sjúklinga með algengustu sjúk-
dóma, gefið sprautur og frætt
fólkið um hreinlæti og heilsu-
vernd. Sjúkraliðar þessir eru,
eiginlega a vegum hersins og
ferðast milli svæða.
Inni i landinu hefur SAM engar
stærri bækistöðvar Þá sem þar
eru alvarlega sjúkir eða særðir,
verður að bera að landa-
mærunum og koma þeim á
sjúkrahús i Zambiu. Tanzaniu
eða Zaire. SAM hefur á prjón-
unum að reisa stórt og vandað
sjúkrahús, sem einnig verður
notað til kennslu fyrir sjúkraliða,
við landamærin Zambiumegin.
Liklegt er að sænska rikið muni
veita aðstoð við byggingu þess, en
Sviar hafa þegar veitt SAM mikla
aðstoð.
Skólarnir
Af hverjum hundrað inn-
fæddum, kunna aðeins tveir að
lesa og skrifa — þannig var
arfurinn frá Portúgölum eftir 500
ára setu „Uppbyggingarnefndar”
þeirra i landinu.
Forskóli MPLA er fimm ára
skóli. Fyrsta árið, sem nemandi
er þar, lærir hann að vera i hóp,
kynnast skólanum og lærir port-
úgölsku, en hún er kennslumálið.
Þá rekur MPLA framhalds-
skóla i Dolicie i Zaire og eru þar
kennd ýmis fræði, svo sem heilsu-
fræði og undirstöðuatriði i tækni-
fræði og eðlisfræði. Sá skóli er
fjögurra ára skóli.
Vandamálið að kenna al-
menningi að lesa og skrifa, starfa
saman, hefur skapað margar
nýjar kennsluaðferðir, með
nýjum bókum og fyrirkomulagi
„Þjóðfélagsleikur” er ein að-
ferð og mikilvæg.Nemendur leika
hlutverk aflanna i þjóðfélagi. Meö
hlutverkum bænda, verkamanna
nýlendubúa, útlendinga, MPLA-
hermanna og fl. er vandalitið að
koma nemanda i skilning um
gang málanna. A sama hátt er
farið að með kynþáttamálin, ætt-
kvislavandann o.s. frv.
Hlutverk skólanna er að gera
nemendurnar að pólitizku fólki,
sem hugsar sjálfstætt. Samstaða
og samvinna eru lykilorðin.
Skólaskylda er fyrir sjö ára
börn, sem alizt hafa upp með
MPLA, en til eru byrjendabekkir
með 15 ára unglingum i nýfrels-
uðum héruðum.
Nemendurnir — sem reyndar
kallast brautryðjendur — hafa
sjálfir stjórnina á hendi i
skólunum, hvað varðar skipu-
lagningu námsins og agann.
Aðeins vandamál, sem virðast
óleysanleg, eru lögð fyrir
kennarann. Brautryðjendurnir
byggja sjálfir nýju skólana og
heimavistirnar undir leiðsögn
kennaranna. Eldri brautryðj-
endur fá tilsögn i hernaði, þvi
þeir verða að geta varið skólann,
ef ráðizt verður á hann.
Þannig er lifið i hinni nýju
Angóla. Allir vinna fyrir land sitt
og framtiðina og enginn telur
neitt eftir sér eða heimtar.
Frelsið er draumur allra um
laun.
(Þýtt og endursagt SB)