Tíminn - 07.01.1973, Side 18

Tíminn - 07.01.1973, Side 18
18 TÍIWINN Sunnudagur 7. janúar 1973 Menn 09 málefni Styrjöldin í Víetnam og skoðanafrelsið Þannig skiptir Freedom Ilouse heiminum í frjáls, ófrjáls, hálffrjáls riki og riki, þar sem hvitir eru frjálsir, en svartir ekki. Sjá nánar í greininni. Loftárásirnar á borgir Norður- Víetnam bað er venja um áramót, að menn reyni að glöggva sig á ástandi og horfum, bæði á sviði alþjóðamála og innanlandsmála. Vafalitið hefði árið 1972 verið tal- ið gott ár á sviði alþjóðamála og þótt bera vott um batnandi og friðvænlegri horfur, ef Banda- rikjastjórn hefði ekki hafið loft- árásir á borgir og bæi i Norður- Vietnam um jólaleytið. Arásir þessar mæltust hvarvetna illa fyrir og kollvörpuðu hjá flestum þeirri trú á breytta utanrikis- stefnu Bandarikjaforseta, sem ferðir hans til Peking og Moskvu höfðu vakið fyrr á árinu. Grand- varir menn, eins og tveir leiðtog- ar Verkamannaflokksins brezka, Roy Jenkins og Richard Cross- man, liktu þeim við hin verstu verk, sem hefðu verið unnin á sið- ari timum. Roy Jenkins, leiðtogi hægri arms flokksins, skrifaði Heath forsætisráðherra bréf, þar sem hann hvatti hann til að mót- mæla loftárásunum harðlega, enda væru þær i röð kaldrifjuð- ustu óhæfuverka i sögu siðari tima. Richard Corssman hélt þvi fram i blaðagrein, að samkvæmt túlkun bandariskra og brezkra dómara, sem skipuðu Nurnberg- dóminn, hefði Nixon gert sig sek- an um samskonar óhæfuverk og leiðtogar nazista voru dæmdir fyrir. Af hálfu fulltrúa allra stjórnmálaflokka i Sviþjóð, Noregi og Kanada voru loft- árásirnar harðlega fordæmdar og skorað á Bandarikjastjórn aö hætta þeim. Viða um heim voru haldnir öflugir mótmælafundir. I frjálsum löndum hefur ekki risið öllu öflugri mótmælaalda siðan Rússar réðust inn i Tékkðsló- vakiu. Það setti enn óhugnanlegri svip á þessar árásir, að helzti samningamaður Bandarikja- stjórar, Kissinger, hafði tilkynnt á blaðamannafundi 26. október siðastl. eða skömmu fyrir for- setakosningarnar, að búið væri að ná samkomulagi við stórn Norð- ur-Vietnam um vopnahlé og væri ekki eftir að jafna nema minni- háttar ágreiningsatriði. Friður i Vietnam væri þvi alveg á næsta leiti. Eftir kosningarnar virðast' Bandarikjamenn svo hafa sett fram ný skilyrði og gripið til loft- árásanna, þegar ekki var fallizt á þau. Nixon lætur undan En þótt mótmælin væru hörð i öllum frjálsum löndum utan Bandarikjanna, voru þau hvergi harðari en i Bandarikjunum sjálfum. Fyrst riðu leiðtogar kirkjufélaganna á vaðið og mót- mæUu árásunum harðlega. Kirkjufélögin i Bandarikjunum eru frjálsar stofnanir og láta oft rösklega til sin taka, þegar um mannúðarmál og mannréttinda- mál er að ræða, og mætti islenzka kirkjan mikið af þeim læra. Mest létu þó ýmsir þingmenn þetta til sin taka og það ekki eingöngu i hópi demokrata, heldur lika i flokki Nixons. Svo öflug var and- spyrna þingmanna, studd af sterku almenningsáliti, að allar horfur voru á, að það yrði fyrsta verk þingsins eftir að það kæmi saraan til nýs fundar eftir áramótin að stöðva allar fjár- veitingar til styrjaldarreksturs i Vietnam, ef loftárásunum væri ekki tafarlaúst hætt. Fyrir þessu gugnaði Nixon. Loftárásum Bandarikjamanna á borgir og bæi i Vietnam var þvi hætt rétt fyrir áramótin og tilkynnt, að friðar- viðræður yrðu hafnar að nýju. Mikilvægi frelsisins Það hefur sýnt sig vel i sam- bandi við framangreint mál, hve voldugt almenningsálitið getur verið i þeim löndum, þar sem al- menningi og samtökum hans er mögulegt að tjá sig i ræðu og riti. Sennilega myndu loftárásirnar á borgir og bæi i N.-Vietnam enn halda áfram, ef almenningsálitið i hinum frjálsu löndum — og þó einkum i Bandarikjunum sjálfum — hefði ekki gripið jafn öfluglega i taumana og raun varð á. Vonandi verður sigur al- menningsálitsins i þessu máli til þess að vopnahlé og friður kemst loks á i Vietnam. Að dómi meiri- hluta þingmanna i Washington, virðist það samkomulag, sem Bandarikjamenn áttu kost á 26. október, vera vel viðunanlegt fyr- ir þá, eins og komið er, en stjórn Norður-Vietnam hefur alltaf lýst sig reiðubúna til að undirrita það. Ófrjáls alþýða Þvi miður er það ekki nema i tiltölulega fáum löndum, sem al- menningsálitið á þess kost að tjá sig á þann hátt, að það geti haft veruleg áhrif á valdhafa. Þannig átti rússneskur almenningur ekki kost á að tjá sig, án fyrirmæla og aðhalds frá valdhöfunum, þegar rússneskur her réðist inn i Ung- verjaland og Tékkoslóvakiu, og sama gilti um kinverskan al- menning, þegar kinverskur her réöist inn i Tibet. Fjöldafundir, sem voru haldnir i Sovétrikjunum og Kina i sambandi við þessar hernaðaraðgerðir, þar sem lýst var stuðningi við þær, voru ekki sprottnar af frumkvæði almenn- ings, heldur var efnt til þeirra af valdhöfunum sjálfum og almenn- ingur dansaði eftir pipu þeirra. Alllur mótþrói gegn sliku vald — boði hefði getað reynzt áhættu- samur, svo að ekki sé meira sagt. Sérstök stofnun, sem nefnir sig Freedom House, hefur starfað i Bandarikjunum um 30 ára skeið. Verkefni hennar er m.a. að fylgj- ast með þvi hver sé staða frelsis- ins i heiminum og hvar almenn- ingur hafi möguleika til áhrifa á stjórnarfarið á grundvelli frjálsra kosninga, málfrelsis og ritfrelsis. Reynt er að semja álitsgerðir um þetta á sem hlut- lausastan hátt og fylgja sérstakri sérfræðilegri einkunnargjöf. Að sjálfsögðu koma hér mörg atriði til greina. M.a. verður að reyna að vega og meta, hvert hið raun- verulega frelsi manna er, en leggja ekki til grundvallar lög og fyrirmæli, sem gilda ekki nema á pappirnum. 1 ljósi þess, að hér getur oft verið um vandasamt mat að ræða, verður að meta skýrslur þessarar stofnunar. Frjálsu ríkin Freedon House birti skömmu fyrir áramótin skýrslu um stöðu frelsis og lýðræðir i heiminum, samkvæmt hinu sérstaka mati stofnunarinnar. Samkvæmt þess- ari skýrslu rikir ófrelsi og ein- ræðissinnað stjórnarfar i löndum, þarsem tveir þriðju hlutar mann- kynsins búa. Samkvæmt niður- stöðu stofnunarinnar er aðeins eitt riki i Afriku, Gambia, þar sem frelsi rikir, og fimm i Asiu þ.e. Indland, tsrael, Japan, Svilanka, Ceylon og Libanon. I Suður-Ameriku eru löndin þrjú eða Chile, Colombia, og Venezuela. Þá eru nokkur smá- riki i Mið-Ameriku talin i þessum flokki. Flest eru hin frjálsu riki i Vestur-Evrópu eða öll rikin þar að þremur undanskildum, þ.e. Spáni, Portúgal og Grikklandi. t Norður-Ameriku er Bandarikin og Kanada i hópi þessara rikja. Auk framantalinna rikja koma svo Astralia og Nýja-Sjáland. t öllum öðrum löndum rikir ófrelsi að meira eða minna leyti, þ.e. að þar er ekki málfrelsi, eða ritfrelsi, nema þá að takmörkuðu leyti, og þar fara ekki fram frjálsar kosningar. Almenningur hefurþar ekki nema takmarkaða möguleika til að láta skoðanir sinar i ljós. Rikisvaldið er i hönd- um eins flokks eða i höndum hers- ins og andstæðingunum er mein- að að fella stjórnina á lýðræðis- legan hátt. Að sjálfsögðu hafa ýmsir sitt- hvað við þessa skýrslu að athuga. Menn eru t.d. ekki á einu máli um, hvernig meta eigi rétt til málfrelsis og skoðanamyndunar. Það getur t.d. haft mikil áhrif, ef voldugir fjölmiðlar eru eign einkaaðila, sem beita þeim i þágu ákveðinna skoðana. Samt hefur þetta ekki eins mikil áhrif og ætla mætti: T.d. vann Roosevelt fjór- um sinnum kosningar i Bandarikjunum, þótt hann hefði öll aðalblöðin á móti sér. Um það verður hins vegar ekki deilt, að i þeim löndum, sem Freedom House telur til frjálsra landa, hefur almenningur meiri möguleika til að tjá sig og hafa áhrif á stjórnarhætti en i hinum löndunum sem talin eru ófrjáls, eða meira og minna ófrjáls. Hins vegar getur það verið nokkuð mismunandi, hve viðtækt frelsið er i þeim löndum, sem talin eru frjáls. Aukin samskipti t sambandi við hina fyrirhug- uðu öryggismálaráðstefnu Evrópu mun það vafalaust bera mjög á góma, hvort stefnt skuli til meira frjálsræðis i skiptum milli þjóða. Það getur vel orðið eitt helzta ágreiningsmálið. Vestrænu rikin munu telja það mikilvægt til að auka kynni og eyða tortryggni, að frjálsræði til ferðalaga verði aukið og að viss lönd útiloki ekki erlend blöð eða reyni að trufla erlendar útvarpsstöðvar, þar sem slikt hindri eðlileg skoðanaskipti. Móti þessu munu sennilega kommúnistar beita séri Leiðtogar þeirra hafa óttast hingað til , að öll slik aukin skoðanaskipti geti gert stjórnarkerfi þeirra ótraust- ara i sessi. A þessu máli þurfa vestrænu rikin aðhalda með festu og lagni. Þeir þurfa að þoka þess- um málum i rétta átt, en gera það þó þannig, að það veki ekki óeðli- legan ótta eða tortryggni hinna austrænu valdhafa. A sama hátt verða austanmenn að vinna þannig, að sú tortryggni skapist ekki meðal vestrænna stjórn- málamanna, að fyrir austan- mönnum vaki ekki annað en að veikja varnir vestrænna þjóða, án þess að láta nokkuö i staðinn. Ræða Bréznefs Að undanförnu hafa erlendir blaðamenn þótzt sjá þess ýmis merki i löndum Austur-Evrópu, að ráðamenn væru að herða ýmiss konar eftirlit til að þrengja andlegtfrelsiog hindra samskipti við útlendinga. t Sovétrikjunum hefur að sögn, verið tekið öllu harðara á þeim, sem hafa gagn- rýnt ýmsa þætti stjórnarfarsins, og er þar einkum um skáld og listamenn að ræða. 1 Austur- Þýzkalandi hafa erlendir blaða- menn einnig þótzt sjá merki þess, að þar væri verið að hvetja al- menning til þess að hafa sem minnst samskipti við útlendinga. Þetta hvort tveggja væri mjög óheppilegt, ef rétt væri, og gæti dregið úr þeim árangri, sem menn hafa vænzt af samningum milli þýzku rikjanna. I tilefni af þessu er sérstök ástæða til að fagna yfirlýsingu, sem fólst i ræðu Bréznefs i tilefni af fimmtiu ára afmæli Sovétrikj anna. Hún var á þá leið, að Rúss- ar vildu greiða fyrir auknum ferðalögum milli landa og auka hin mannlegu samskipti milli þjóða Evrópu á annan hátt. Þar kemur ekki sizt til greina skipti á blöðum og bókum og samvinnu fjölmiðla eins og sjónvarps og hljóðvarps og hindrunarlaus flutningurá efni þeirra. Allt, sem stefnir i þessa átt, myndi áreiðan- lega hjálpa til að bæta andrúms- loftið og sambúðina. Vel má vera, að breyting i þessum efnum geti ekki gerzt i einu vetfangi, heldur þurfi hún að koma i áföngum. Þá getur orðið minni hætta á aftur- kippi. Friður í Víetnam Til þess að koma þróun alþjóða- mála aftur i það horf, sem var um það leyti, er forsetakosningarnar fóru fram I Bandarikjunum og mestan þátt átti i sigri Nixons, er nú ekkert mikilvægara en að frið- ur komist á i Vietnam. Til þess virðast nú öll skilyrði, ef sam- komulagið frá 26. okt. er lagt til grundvallar. Það myndi áreiðan- lega auðvelda samkomulag og sættir um mörg deiluefni önnur, ef styrjöldinni i Vietnam lyki og sá ágreiningur og tortryggni, sem hefur fylgt henni, væri úr sög- unni. Þess vegna verður þeim viðræðum milli fulltrúa Bandarikjanna og Norður-Viet- nam, sem hafnar eru að nýju, veitt óskipt athygli um allan heim. 1 þessum efnum er ekki sizt ástæða til að treysta á al- menningsálitið i Bandarikjunum og þingið i Washington. Vonir manna um striðslok i Vietnam eru nú öðru fremur bundnar við það, að i Bandarikj- unum nýtur almenningur skoðanafrelsis og stjórnendurnir komast ekki hjá þvi að taka tillit til þess. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.