Tíminn - 07.01.1973, Side 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 7. janúar 1973
Þá hafði hann sagt henni, að ungfrú Alison og frú Betteson ætluðu
ekki með til Indlands. 1 fyrstu hafði hún glaðzt, en gleðin vék brátt
fyrir gremju og reiði i hans garð fyrir að samþykkja jafn heimskulegt
uppátæki.
„Ætlið þér raunverulega að skilja þær aleinar eftir hér? ”
„Ekki banna ég þeim það, fyrst þær vilja það sjálfar”.
„Já, en hvers vegna vilja þær það?”
„Veit það ekki, en þær vilja það”.
„Sjáið þér ekki, hversu ábyrgðarlaust þetta er af yður? Að skilja
tvær konur eftir ofurseldar heilum hersingum af Burmabúum og
Japönum?”
„Þær eru nógu gamlar til að hafa vit fyrir sér”.
„Hann hvildi olnbogana á hnjám sér og hélt um bollann með báðum
höndum, af og til bar hann hann upp að vörunum.
„Ég gat ekki einu sinni kvatt þær. Ég verð að kveðja þær. Get ég
farið og fundið þær?”.
„Veit það ekki. Má ég biðja yður að trufla ekki máltiðina fyrir mér”,
svaraði Paterson. Afengið var fljótt að hafa áhrif i hitanum, þegar var
hægt að sjá á augum hans, að hann hafði drukkið. „Skál! ”
„Ekki skil ég, hvernig þér getið setið þarna og látið sem yður komi
þettaekkert við,” sagði Connie æst.
„Það skal ég segja þér... mér fellur vel við þær, báðar tvær”.
„Þér eruð ekki fær um að falla vel við nokkurn mann! Þér eruð mis-
kunnarlausasti og óheflaðasti maður, sem ég hef nokkru sinni komizt i
kynni við!”
Kjaftæði, ég er mjög venjulegur, viðkvæmur ræfill”, sagði hann.
Fleira lét hann ekki út úr sér, en glotti háðskur um leið og hann setti
bollann á munninn og lauk úr honum. Glottið elti hana það sem eftir var
dagsins.
Hún rak augun i slakt drykkjuþrútið andlitið á Paterson i hvert
skipti, sem hún leit i spegilinn uppi yfir framrúðunni. Það var einungis
lif i augunum, i þeim var ruddalegur djöfulglampi. Andlitið barst brátt
inn i óráðsköstin, sem hún var farin að fá. Hvert sinn, sem hún var að
fá svimkast, skotraði hún augunum upp i spegilinn til að ath., hvort'
hann tæki eftir henni og i hvert sinn brá fyrir lafandi andlitsdráttum
hans, áður en henni sortnaði fyrir augum, og þegar hún kom til sjálfrar
sin aftur, var fyrsta, sem mætti augum hennar, andlitið i speglinum,
þvi að hún vildi ganga úr skugga um, hvort hann hefði veitt kastinu
athygli.
Hún sat og starði á andlitið i speglinum til að reyna að finna hugg-
unarvott i vesaldómi sinum. Augu hans voru vot og blóðhlaupin og
horfðu stjörf fram a veginn. Augnaráð hans fyllti hana svo mikilli
skelfingu, að óttinn við að verða veik varð að engu. Hún óskaði þess
jafnvel að verða svo veik, að hún losnaði við að sjá þessi augu.
En þessi nýja skelfing hafði stökkt sjúkdómnum á brott. Hún reyndi
að stinga fingrinum niður i kokið. Paterson leit allt í einu harðneskju-
lega beint á hana.
„Ó. ég er svo veik, og mér liður svo illa”, kvartaði hún.
„Hvaða uppatæki eru nú með á prjónunum”, spurði Paterson.
Hún lét aftur augun og seig saman i sætinu, hún var of lasin og slöpp
til að svara. Orðiö „uppátæki” smaug inn i vitund hennar með nistandi
sársauka. Orðið „uppátæki” minnti hana á lygina, sem hún hafði fyllt
móðursina með varðandi Paterson.En imyndunin og dagdraumarnir,
sem að baki lyganna voru, höfðu smám saman tekið sér slika bólfestuí
huga hennar, að hún var sjálf farinn að trúa þeim alveg eins og móðir
hennar. Hún hafði óskað þess, að litið yrði á tilviljunina, þegar hún
hitti Paterson, sem forlög. Sjálf hafði hún gert allt, er i hennar valdi
stóð, til að láta lita svo út, að vinátta þeirra Patersons væri annað og
meira en venjuleg vinátta. Hún hafði skrifað móður sinni löng bréf um
þetta, um hinn dásamlega herra Paterson, sem átti að verða hvorki
meira né minna en forstjóri rismyllunnar! Hinn kurteisi og glæsilegi
herra Paterson, sem hafði boðið henni út að borða hvað eftir annað.
Hinn hugulsami og vingjarnlegi herra Paterson, sem lofað hafði að
taka á móti henni i Rangoon, þegar hún kæmi. Eftir bréfum hennar að
dæma, var Paterson mjög ástfanginn af henni. Hún hafði komið móður
sinni i skilning um, að þau væru sama sem trúlofuð. Með þessu hafði
hún reynt að fjötra Paterson, svo að hann gengi henni ekki úr greipum.
Hún haföi ætlað Paterson sinar eigin tilfinningar. Hann hafði verið
leiddur i gildru, og ekki komizt hjá þvi að fara til Rangoon til að taka á
móti henni. Paterson hafði ef til vill fundizt hún snotur og aðlaðandi
stúlka, en hann hafði aldrei verið ástfanginn af henni. Það var nú allt
og sumt, allt hitt voru lygar hennar og uppspuni.
Móðir hennar hafði aldrei náð sér eftir vonbrigðin. Paterson hafði
verið verkfæri sömu grimmu örlaganna og frá þvi fyrsta höfðu komið i
veg fyrir, að McNairn yrði embættismaður brezku krúnunnar. A einni
vikur varð Paterson „stórvarasamur maður, sem leyfði sér að leika
sér að tilfinningum ungra stúlkna”. Og mánuði seinna hafði Paterson,
rétt eins og hann hefði fundið sig knúinn til að staðfesta skoðun hennar,
tekið burmönsku stúlkuna inn á heimili sitt. Eiginlega var þetta allt
liðin tið núna, en Connie hafði þó ekki getað gleymt þvi. Fortiðin birtist
henni ljóslifandi til aö hæða hana i vesaldómnum.
Allt i einu rann það upp fyrir Connie, að ástæðunnar til þess, að
Paterson fór allt i einu að drekka, var ekki einungis að leita i
bráðræðisflani kvennanna tveggja, heldur einnig i þvi, að Paterson
væri nú loksins búinn að átta sig á henni og hegðun hennar þá. Þessi
uppgötvun varð henni áfall, svo aum sem hún var áður af sótthitanum,
sjóðandi heitum blæstrinum frá vélinni og svimkö'stunum, sem sifellt
ágerðust og urðu æ meira ógnvekjandi. Hún gerði sér ljóst, að hún,
hvort sem Paterson tryði þvi eða ekki, var i rauninni veik, alvarlega
veik og án allrar uppgerðar. Hitinn innra með henni var eins og sjóð-
heit gufa, svo hætti henni að finnast hún uppblásin og varð allt i einu
alveg innantóm. Hún fálmaði út i loftið og náði i brúnina á framsætinu
og þrýsti sér upp að þvi i örvæntingu til aðdetta ekki.
I næstu andrá hafði hitinn yfirbugað hana, hún lá i öngviti á bil-
gólfinu.
19. KAFLI.
I ljósaskiptunum barst til þeirra ofurlitill svalur andvari. Þau höfðu
fundið sér náttstað i þurrum árfarvegi, alþöktum grjóthnullungum.
Tuesday hafði kveikt eld og var að útbúa kvöldmat úr ris. Hann hélt
flötum potti yfir eldinum og i hvert skipti, sem hann hristi pottinn til
að koma i veg fyrir, að grjónin lentu i köggul, bjarmaði á andlit hans af
eldtungunum, en þegar hann hélt pottinum kyrrum, var andlitið i
skugga.
Hann brosti ekki, þar sem hann stóð hálfboginn yfir eldinum og gætti
þess að risinn yrði ekki að klessu. Hann var að hugsa. í fyrstu hugsaði
hann um ungfrú Alison og frú Betteson, sem af einhverri óskiljanlegri
ástæðu hlógu að honum , þegar þær skoðuðu i honum tunguna og töldu
æðaslögin og fengu honum posann með meðulunum. Svo fór hann að
hugsa um majór Brain, sem fyrir mörgum dögum lagði af stað i suður,
leiðandi ofhlaðið reiðhjól við hlið sér. Þvi næst snerust hugsanir
Tuesdays um Paterson, sem hafði verið að drekka og sat nú i tjaldinu
1302
Lárétt
1) Land,- 6) Urmull.- 7) Röð.-
9) Tónn,- 10) Veiðar,- 11) Ell,-
12) Röð.- 13) Svardaga,- 15)
Skófst.-
Lóðrétt
1) Tuskur.- 2) öfug röð.- 3)
Borg,- 4) Pila.- 5) Kveinar,- 8)
Einkunn.- 9) Framkoma.- 13)
Keyri.- 14) Eins.-
Lóðrétt
1) Baksvip.- 2) As.- 3)
Nærbrók,- 4) DL,- 5)
Rauðáta,- 8) Jói.- 9) Tár,- 13)
JK,- 14) Ra,-
Ráðning á gátu no. 1301
Lárétt
1) Brandur.- 6) Sæl.- 7) KJ,- 9)
TU,- 10) Sólbráð,- 11) VI,- 12)
Rá.- 13) Jór.- 15) Pakkana.-
y 2 'í 6"
E
z á JH tm y
/O „
/< ii n
n H
/.5
HVELL
D
R
E
K
I
Þotan la'kkar llugið og
sveimar.v,‘r brennandi ( |
flakinu en heldur síðan "'áfram
Myndir teknar úr
þotunni'
Sprengju varpað á oliuskip.
Skeyti frá oliuskipinu siðustu orð-
in. verð að...
iiillilHiis l
SUNNUDAGUR
7,janúar
8.00 Morgunandakt. Séra Pét-
ur Sigurgeirsson vigslubisk-
up flytur ritningarorð og
bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15. Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar.
11.00 Messa i Neskirkju.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.25 Múhameð og Islam.
14.00 Könnun á utanrikisþjón-
ustu islendinga.
15.00 Miðdegistónleikar.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Frainhaldsleikritið:
„Landsins lukka”
17.45 Sunnudagslögin.
18.30 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Gamalt og nýtt.
19.30 Gluggapósthólfiö.
20.00 A kóramóti i Borgarnesi.
20.40 „Ég bið aö heilsa’bAnna
Snorradóttir segir frá heim-
sókn sinni til séra Stein-
grims Oktaviusar Thorláks-
sonar i San Francisco og
ræðir einnig við hann.
21.05 Serenata i c-moll fyrir
blásturshl jóðfæri (K388)
eftir Mozart. Blásarasveit
Lundúna' leikur, Jack
Brymer stjórnar.
21.30 Lestur Fornrita:
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
I
liliKIIi
SUNNUDAGUR
7. janúar 1973
16.30 Endurtekið efni.
Fjórðungur mannkyns.
17.40 Lína Langsokkur.
Lokaþáttur
myndaflokksins. Þessi
þáttur var áður sýndur á
aðfangadag jóla, en fór þá
viða fyrir ofan garð og
neðan vegna rafmagnsbil-
ana. Þýðandi Kristin
MantylS.
18.05 Stundin okkar.
18.50 Enska knattspyrnan.
19.40 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Land i mótun II.
hluti myndar um land-
mótun og hina sifelldu tog-
streitu náttúruaflanna.
20.50 Sólsetursljóð. Ný fram-
haldsmyndaflokkur frá
BBC,
21.35 Hamingjudagar . Fyrri
hl. myndar um dvöl sænsks
náttúruskoðara i frum-
skógum Brasiliu með þar-
lendri konu sinni og syni
þeirra. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir. (Nordvision-
Sænska sjónvarpið)
22.05 Kvöldstund i sjónvarps-
sal. Endurtekinn þáttur frá
kvöldi jóladags. Ágúst Atla-
son, Helgi Pétursson og
Ólafur Þórðarson taka á
móti jólagestum.
22.40 Að kvöldi dags. Sr.
Bernharður Guðmundsson
flytur hugvekju.
22.50 Dagskrárlok.
ÁllAAiMAM