Tíminn - 07.01.1973, Side 25
Sunnudagui' 7. janúar 1973
TÍMINN
25
oreinarholundur og inargir fleiri hafa hug á stofnun héraðstónlistar skóla á Ilúsavik.
GEFIÐ TÓNINN
— alþingi og ríkisstjórn!
2L ^Ésinnui
LENGRI LÝSIN
n
NEQEX
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartima)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
BergstaSastr. 10A Sími 16995
Segja má, að tónlistin likt og
tungan fylgi oss öllum allt frá
vöggu til grafar i bókstaflegum
skilningi. Margir hafa þá skoðun
og þ.á.m. undirritaður, að
nokkur þekking á tónlist sé oss
öllum bæði holl og þörf, likt og
lestur á tungumálið.
Meiri hluti mannkyns er ólæs
bæði á tungu tals og tóna, en
þegar rætt er um menningar-
ástand þjóða er oft spurt fyrst:
Hvað eru margir læsir? Og meðal
gamalgróinn- menningarþjóða
þykir jafn sjálfsagt að vera læs á
tungumál tónlistarinnar sem sitt
eigið móðurmál
Hér á landi er það almenn
skoðun allra, sem til þekkja, að
öllum landsins börnum ætti að
gefast kostur á að læra undir-
stöðuatriði tónvisinda, likt og i
stærðfræði, jafnframt smávegis
iðkun tónlistar með söng og leik á
auðveld hljóðfæri t.d. blokkflautu
og ásláttarhljóðfæri, likt og gerist
með handavinnu, smiðar o.s.frv.,
en einkum og sér i lagi að læra að
VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Haeð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270sm
Aðrar slærðlr smíOoðar eftir beiðnL
GLUGGAS MIDJAN
Siðumúla 12 - Sími 38220
hlusta. Þessu er nefnilega eins
varið og með tunguna: Allir geta
skilið mælt mál og lesið sér til
nokkurs gagns, en ekki er öillum
gefið að flytja það eða yrkja á þvi
svo vel fari.
Tónlistin var lengi vel sér-
Steingrimur Sigfússon, skóla-
stjóri tónlistarskólans á llúsavik.
réttindi æðri og efnameiri
stéttanna i þjóðfélaginu og hún er
það ehn, að mörgu leyti. Að visu
eykst sifellt notkun hennar á hag-
nýtan hátt, t.d. með morgunleik-
fimi, vinnutónlist, skólatónlist og
jafnvel kirkjutónlist, þar fyrir
utan er svo öll skemmtitónlistin.
Slikrar tónlistar njóta menn án
teljandi kostnaðar, en vilji menn
iðka hana sjálfir, kostar það ærna
fyrirhöfn og fé. Hljóðfæri eru
dýr, nótnabækur eru dýrar, en
dýrust er kennslan sé þá nokkur
kostur á að fá hana. Þarna
komum við að orsök for-
iéttindanna. Og eina leiðin til að
afmá þá hvimleiðu orsök er að
gefa öllum jafnan kost á að læra
tónlist eftir vilja og getu eins og
sund og leikfimi. Gera tónlist að
skyldunámi eins og lestur og
skrift. Nótnalestur og nótnaskrift
skerpir skilning og þroska nem-
andans og er jafnframt ágæt
æfing i teikningu. Þjálfun i tón-
heyrn skerpir athyglisgáfuna,
krefst einbeytingar og þolinmæði.
Oll tónlistariðkun krefst aga og
fórnarvilja, en jafnframt opnast
nýir heimar fegurðar, nýir mögu-
leikar til ánægjulegrar tóm-
stundaiðkunar og aukinn skiln-
ingurá þeirri list, sem heimspek-
ingar og visindamenn sumir
hverjir álita að sé á mörkum
þessa og annars og æðri heims.
Ef gefa á öllum kost á undir-
stöðuþekkingu i söng og tónvis-
indum, verður að byrja á þvi að
útvega kennslukrafta. Riki og
skólar verða að leggja fram,
þessa kennslukrafta með þvi að
hafa fastráðnakennara til þessara
starfa við alla skóla landsins og
gera tónlistarskólana að al-
mennum héraðs- eða bæjarstofn-
unum með rikislaunuðum
kennurumog létta þar með þeirri
ófullnægðu skyldu af misjafnlega
fátækum hreppum landsins að sjá
börnum fyrir kennurum i þessari
sjálfsögðu menntagrein.
Það eru nú þegar til nokkrir
tónlistarskólar i bæjum og
sýslum landsins. Þeir hljóta
nokkurn rikisstyrk, en meiri
hluta kostnaðar greiða nem-
endur og viðkomandi sveitar-
félag. Þeir, sem kenna við þessa
skóla hafa engin stéttarleg rétt-
indi, það er látið heita sem þeir
taki laun skv. launastiga opin-
berra starfsmanna, en þeir eru
ekki opinberir starfsmenn og
hafa t.d. engan aðgang að lif-
eyrissjóðum, nema þar sem
bæjarfélögin eru svo rausnarleg
að gera þá að opinberum starfs-
mönnum sinum. Meðan svo er
ástatt er varla von að hæfir og
duglegir menn gefi sig að þessum
störfum.
Nú, þegar svo mikið er talað
um jafnvægi i byggð landsins,
ættu stjórnvöld taka þessi mál til
rækilegrar fhugunar og athuga,
hvort ekki væri heppilegast núna
strax, að endurskoða þessi mál.
Það kostar aö visu talsvert fé, öll
menning kostar fjármuni, en ég
bið alla ráðandi menn að athuga
þetta mál og kanna hvort nú sé
Auglýsingastofa Tímans er í Bankastræti
1QC23 2*18300
ekki einmitt rétti timinn til fram-
kvæmda.
Stcingrlmur Sigfússon
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN
rikisins áœmm
EINDAGINN 1. FEBRUAR 1973
FYRIR LÁNSUAASÓKNIR
VEGNA ÍBÚÐA í SAAÍÐUAA
1.
2.
3.
4.
5.
6.
Ilúsnæðismálastofnunin vekur athygli
aðila á neöangreindum atriðum:
Einstaklingar, er hyggjast hefja byggingu ibúða eða
festa kaup á nýjum ibúðum (ibúðum i smiðum) á
næsta ári, 1973, og vilja koma til greina við veitingu
lánsloforða á þvi ári, skulu senda lánsumsóknir sínar
með tilgreindum veðstað og tilskildum gögnum og
vottorðum til stofnunarinnar fyrir 1. febrúar 1973.
Framkvæmdaaðilar i byggingariðnaðinum er hyggj-
ast sækja um framkvæmdalán til ibúða, sem þeir
hyggjast byggja á næsta ári, 1973, skulu gera það með
sérstakri umsókn, er verður að berast stofnuninni fyrir
1. febrúar 1973, enda hafi þeir ekki áður sótt um slikt
lán til sömu ibúða.
Sveitarfélög, félagssamtök, einstaklingar og fyrirtæki,
er hyggjast sækja um lán til byggingar leigu ibúða á
næsta ári i kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipu-
lagsbundnum stöðum, skulu gera það fyrir 1. febrúar
1973.
Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán til nýsmiði
ibúða á næsta ári (leiguibúða eða söluibúða) i stað
heilsuspillandi húsnæðis, er lagt verður niður, skulu
senda stofnuninni þar að lútandi lánsumsóknir sinar
fyrir 1. febrúar 1973, ásamt tilskildum gögnum sbr. rlg.
nr. 202/1970, VI kafli.
Þeir sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofn-
uninni, þurfa ekki að endurnýja þær.
Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar
1973, verða ekki teknar til meðferöar við veitingu láns-
loforða á næsta ári.
Reykjavik 31. október 1972.
HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RÍKISINS
LAUGAVEGI77, SÍMI22453