Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 27
Sunnudagur 7. janúar 1973 TÍMINN 27 skoti vont og ekkert of gott að sjá til leiðar. Voru þeir þá ekkert að tvinóna við það Seyðfirðingar- nir, að snarast út, ef einhvers þurfti við. Mig minnir það vera nálægt Fellshalanum austan til á heið- inni, sem fór að bera á gangtrufl- unum i vél bilsins. Agerðist þetta unz vélin stöðvaðist alveg góðan spöl fyrir ofan Efri-staf. Var talið að kveikja hefði slagnað og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Og þar sem rafmagn entist tæplega til gangsetningar hlupu menn út og ýttu farartækinu „niður hjarnið” unz vélin tók við sér. Með aðgæzlu var nú ekið niður Stafinn — en ekki heldur lengra, þvi nú stöðvaðist vélin fyrir fullt og allt. Blindbylur var á og mun hún ekki hafa þolað kófið til lengdar, enda hefur snjórinn vafalaust fyllt allar smugur. Liklega hefur talstöðin orðið fyrir bilunum við veltuna fyrr um kvöldið. Náðistekki samb. við Seyðisfjörð og fóru þá tveir eða þrir yfir i skiðaskála, sem stend- ur þar handan árinnar að reyna talstöðina þar. En það fór á sömu leið. Á meðan höfðu verið tekin fram Kosangastæki og kyntu menn nú primus á milli fóta sinna, þvi þröngt var i bilnum sem fyrr, — Einn Stálverjanna, sem farið hafði yfir i skiða- skálann, hafði ekki gáning á þessari eldagerð og kvaðst vera farinn niðrúr gangandi og lét ekki sitja við orðin tóm. Mér var raunar alveg eins innanbrjósts, hneppti úlpuna upp i háls og arkaði á eftir honum. Hinir settust um kyrrt i bilnum. betta hefur sennilega verið á fimmta timanum. Þótt hriðin héldist stöðugt var veðurhæð ekkert sérlega mikil og vanda- laust að halda réttri leið. Daginp áður höfðu jarðýtur verið að verki litlu neðar og komum við fljótt að ýturuðningunum, sem teknir voru mjög að fyllast. Ein- hvers staðar niðri i Neðri-- Stafnum stóðu svo ýturnar. Nokkru neðar, ég vissi ekki gerla hvar, þóttumst við grilla i billjós. Reyndist þetta rétt vera. Seyðis- fjarðarradió hafði heyrt kall frá talstöðinni i skiðaskálanum og fengið jeppa til að fara á móti okkur eins langt og komizt yrði. Þótti okkur mjög vænkast hagur leiðangursins við þetta. Settumst við inn i bilinn, sem enn gat brotizt nokkuð áleiðis eða lang- leiðina þangað, sem ýturnar stóðu. Var reynt að trekkja þær upp svo hægt væri að draga snjó- bflinn til byggða, en það mistókst. Urðu menn þá að fara gangandi og sækja þá, sem þar biðu. Allt tók þetta nokkurn tima og svo lika að koma sér niður brekkurnar. Var klukkan orðin sjö að morgni, þegar við komum i bæinn og hafði ferðin þvi ekki tekið nema sex tima, þrátt fyrir allt. — Annað eins höfðu þeir vist séð, Seyð- firðingar. Háarok var i bænum og ekki siður úti á bryggjunni. A Hánefsstöðum var ólátaveður þessa nótt og fuku þök af fjósi og hlöðum. Hér gæti komið amen eftir efn- inu, en lika söguauki. Þvi enn var eftir að komast til Mjóafjarðar. Virðist það auðgert þar sem heilt hafskip lá bundið við bryggju á Seyðisfirði og reyndist reiðubúið að ferja mig milli fjarða. Var lagt af stað um þrjúleytið og komið að Brekku eftir liðlega 1 1/2 klukkustund. En þar var svo hvasst af norðvestri, að hvorki þótti gerlegt að leggja að bryggju eða skjóta út báti. Sneri skip- stjóri frá við svo búið og hélt sjó eða lét reka undir Nipu um nótt- ina. Þar var vindur hægari og svaf ég vært eftir volkið á heiðinni. Um fótaferðartíma á föstu- daginn langa var ég svo settur á land heima. Var þá nokkuð tekið að saxast á páskaleyfið, þvi meiningin var að fara suður aftur á annan i páskum eins og ég lika gerði. Enn má bæta þvi við, að á suðurleið fór ég um Norðfjörð, Oddsskarð og Fagradal til þess að komast á flugvöll. Fyrst á bát fyrir Nipu i bezta veðri, þá á snjó- bfl yfir skarðið i þæfingsfæri og loks á fólksbil frá Eskifirði til Egilsstaða, þvi við misstum af áætlunarferðinni. Enginn jeppi var þá fáanlegur og var færðin á Fagradal þannig, að engu mátti muna svo við kæmust leiðar okkar. Hafði Dalurinn verið ýttur i skyndi til þess að koma far- þegum i flugvélina og ekki ,3-eiknað með fólksbilum” eins og þeir orðuðu það hjá vegagerðinni þegar ég hringdi i Egil að biðja mér ténaðar. — Við náðum svo naumlega á flugvöllinn að við sjálft lá að ég þyrfti að stökkva frá kóknum og prinspólóinu hjá bráni stórvini minum i miðjum kliðum. En með þvi að áætla hraðamismuninn á mér og aldraðri konu i hópi farþeganna þá bjargaðist einnig þetta á „snörpum endaspretti”. Lauk þannig farsællega ágætu páska- leyfi alþingismanns i átthögum sinum. FASTEIGNAVAL Skólavörðustlg 3A. II. h»8. Sfmar 22011 — 19283. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fastelgn, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fastelgnir af öllum stœrðum og gerðum fullbúnar og í ismíðum. FA8TEIGNASEUENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. önnumst bvers konar aamn- ingagerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutnlngur . fasteignasala wmi/i BILALEIGA IIVEllFISGÖTU 103 VWSeirdifórðabifreiÓ-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.