Tíminn - 07.01.1973, Síða 28

Tíminn - 07.01.1973, Síða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 7. janúar 1973 Kristjcm Friðriksson: Valkostirnir Formáli. Flestum er kunnugt, að efna- hagsráðstafanir standa nú fyrir dyrum — og e.t.v. hafa þær að nokkru þegar verið ákveðnar, þegar sú ritsmið, sem hér fer á eftir, kemur fyrir sjónir lesenda. En hvort tveggja er, að ósennilegt má telja, að ráðstafanirnar verði svo luiiKomnar, aö þær þurfi ekki fljótlega einhverrar endur- skoðunar við — og mætti þá hugsanlega hafa hliðsjón siðar af þeim skoðunum, sem hér verða settar fram, en einnig gæti komið til greina að ákvarðanir drægjust — að hluta til að minnsta kosti, þannig að einhverjir gætu hug- leitt ábendingar minar i sam- bandi við ákvarðanatöku þá i efnahagsmálum, sem nú virðist óhjákvæmileg. I öllu falli geta greinar sem þessi verið þáttur i þágu frjálsrar skoðanamyndun- ar. Valkostanefndin. ! júli s.l. skipaði rikisstjórnin hina svonefndu valkostanefnd. Sú nefnd tók sér timann frá þvi i júli til 5. des. til þess að vinna að gerð valkostanna —eða hátt á fimmta mánuð. Ef rikisstjórn og alþingismenn ætla sér svo að velja úr þessum kostum á 5 dögum, eða svo, þá tel ég hættu á, að ekki verði til verks- ins vandað sem skyldi. Ádeiluverð vinnubrögð. Valkostanefndin var skipuð valinkunnum greindarmönnum og lærdómsmönnum. 1 nefndinni var þó enginn, sem hefur hlotiö þá verkmenntun að hafa sjálfur þurft að standa í atvinnurekstri svo mér sé kunnugt. Þar var r i AC kveikir orku SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 heldur enginn, sem talizt gat sér- stakur fulltrúi láglaunastétta. Þetta val tel ég vafasamt, þvi hversu vel sem menn eru lærðir á bók — og jafnvel þó menn hafi kynnzt vel vandamálum atvinnu- rekstrar gegnum störf sin i opin- bera þágu, er það aldrei það sama og sú þekking, sem eigin reynsla veitir. Einnig tel ég ámælisvert, hvernig umhugsunartima er skipt milli nefndar og alþingismann- anna, sem lokaorð eiga að segja um málin. Ég tel einnig mjög vafasamt að halda áliti valkosta- nefndar leyndu, þannig að áhuga- menn um efnahagsmál fái ekki tækifæri til að segja álit sitt um það áður en valkostur er tekinn. Stærð vandans. Þessu næst mun ég setja fram ágizkanir minar um það, hver sé stærö og umfang þess efnahags- vanda, sem nú er við að fást. Ég tala ekki um „litinn” vanda eða „mikinn” vanda, heldur set ég fram i tölum hina einstöku þætti efnahagsvandans. Þetta táknar ekki, að ég telji mig færan um að setja þessar tölur fram af neinni nákvæmni, heldur aðeins eiga þær að tákna þá „stærðar- gráðu”, ef svo má segja, sem ég álit, að sé fyrir hendi — en að sjálfsögðu eru þær sumar hverjar æði ónákvæmar, m.a. af þvi, að ég hef ekki fengið að sjá greinar- gerð valkostanefndar. Kaupgreiðslukostnaður at- vinnuveganna hefur hækkað um 38 til 51% á siðustu mánuðum „verðstöðvunar”. Hér er reikn- aður inn i dæmið kostnaðarauki af völdum aukinna trygginga — af völdum vinnutimastyttingar og lengds orlofs. Þetta, ásamt verðhækkunum erlendis hefur leitt af sér, að verulegur hluti atvinnurekstrar á tslandi leggst niður — eða lamast innan skamms tima, ef ekkert er að gert. Skal nú sett fram i hinum ágizkuðu tölum hver ég held að sé stærðargráða hinna einstöku þátta vandamálsins á árs grund- velli — og ég undirstrika aftur, að hér er um grófar tölur að ræða. En ef ætti t.d. að leysa vandann eingöngu með hækkun söluskatts og brottnámi þeirrar hækkunar á visitölu, þá þyrfti að viðhafa sam- lagninu —ekki viðsfjarri þvi, sem að framan er greint, og mætti þó ef til vill minnka stærð vandans vegna innbyrðis verkana niður i 4,500 milljónir. Ef hvert visitölustig gæfi 440 milljónir (en það væri ekki skyn- samlegt að reikna með meiri tekjum af hverju stigi eftir hækk- un), þá þyrfti að hækka söluskatt- inn um 12 1/2% eða upp i 23 1/2 stig. Þetta tel ég auðvitað fjar- stæðu að gera — og vafalaust dettur engum það i hug — en ég Kristján Friðriksson slæ þessu fram til að sýna hversu óhagkvæm lausn söluskattshækk- un er. Hækkun hvers söluskattsstigs (sem ekki kemur inn i visitölu, en þvi yrði að reikna með, þvi ann- ars héldi skrúfan áfram upp á við takmarkalaust og aðgerðin yrði gagnslaus) mundi þrengja lifs- kjörin um 0,7%. Heildar kjara- skerðing yrði þvi 12,5x0,7 eða um allt að 9% — og kæmi að mestu jafnt niður á þeim lægst launuðu, sem á þeim hálaunuðu, hlutfalls- lega. lOOOmilljónir. lOOOmilljónir. 200 til 300 milljónir. 500 milljónir. 1.000 milljónir 2.500 milljónir, Grein sú, sem hér birtist, var send Timanum 10. desem- ber, þegar efnahags- ráðstafanirnar voru i deiglunni. Það varð að samkomulagi milli höf- 1. Sjávarútveginn vantar um það bil, 2. Sjávarvöruiðnaðinn vantar aðrar 3. Útflutningsiðnaöinn vantar (ef hann fengi skilyrði til vaxtar) 4. Stöðu samkeppnisiðnaðarins þarf að bæta um 5. Rikissjóð held ég að vanti um 6. Viðskiptajöfnuður vöru og þjónustu, áætla ég, að yrði óhagstæður um Er ég þá búinn að draga frá þá þætti hins óhagstæða viðskiptajöfnuð- ar, sem eðlilegt er að skipa á bekk með varanlegum fjárfestingum, svo hér er aðeins um að ræða þann hlutann, sem ekki má viðgangast til lengdar. 7. Fjárfestingarsjóði áætla ég, að vanti 1.000 milljónir Þessi tala er undirbyggð af minnstri þekkingu eða upp- lýsingaöflun af minni hálfu — og hrein ágizkun. En i sambandi við þessa tölu vil ég strax taka fram, að ég tel að nauðsynlegt væri að hægja ofurlitið á opinberum framkvæmdum i bili, svo þær kyndi ekki undir verðbólgunni. Ég á þar t.d. við opinberar bygg- ingar, vegalagnir, gatna- og hol- ræsagerðir i bæjum, og þá um leið raflagna- og hita- og vatnsveitu- framkvæmdir, sem verða að vera samfara gatnagerðafram- kvæmdum. Allar þessar framkvæmdir eru nauðsynlegar — en hraði þeirra þarf að fara eftir efnahagsstöð- unni hverju sinni —. Þó að þær þurfi alltaf að halda áfram, er hyggilegt að nota þær að nokkru sem jafnara i efnahagskerfinu. Ef allir framangreindir liðir væru lagðir saman, sem gera þarf, að vissu marki.ef röng leið yrði valin til að leysa vandann, þá mundi efnahagsvandinn i heild lita út fyrir að nema 5 til 6 milljörðum. Þessi tala er þó villandi og allt- of há vegna innbyrðis verkana fjármálaþáttanna hverra á ann- an, hvaða leið, sem farin yrði til lausnar. Bæði af þessum sökum, svo og af þeim ástæðum, að söluskattur er þvi erfiðari i innheimtu sem hann er hærri, lýsi ég andstöðu minni við allar söluskatts- hækkanir og tel allar aðrar leiðir skárri til úrlausnár efnahags- vandanum. Valkostirnir. A skotspónum hef ég heyrt, að valkostanefndin hafi reifað aðal- lega þrjá möguleika til að leysa efnahagsvandann eins og hann nú blasir við. Valkostur nr. 1. Niðurfærsluleið. Þessi kostur mundi vera fólginn i þvi að lækka kaup allra launa- manna i landinu. Ég hef heyrt nefnd 10% i þvi sambandi, (ásamt eftirgjöf á umsamdri kauphækk- un á næsta ári um 6% — sem að visu væri skynsamlegt að fresta) Þessa leið tel ég ófæra af tveim ástæðum aðallega, A. Launamenn, og þá einkum lág- launamenn, gætu aldrei sætt sig við þessa lausn. Menn hafa gert sinar áætlanir i samræmi við nú- verandi kaupgreiðslur a.m.k. Auk þess má nærri þvi fullyrða, að kaup fæst aldrei lækkað — eins og nú standa sakir, enda þótt fyrir þessu séu örfá fordæmi (t.d. 1932). B. 10% kauplækkun mundi heldur ekki duga til að koma atvinnu- rekstrinum á réttan kjöl, eftir að launakostnaður (ekki bara laun) hefur hækkaö um 38 til 52%, eins og áður er frá greint. Ræði ég þvi ekki þessa leið frekar. Valkostur nr. 2. Millifærsluleið. Hér mun um að ræða blöndu af söluskattshækkun (2%) og ein- hverskonar innflutningsskatti ásamt hækkun örfárra neyslu- vara, sem teljast minna þarfleg- ar. Siðan yrði þeim fjármunum, sem inn kæmu með þessum hætti, deilt út til einhverra af þáttum at- vinnulifsins, t.d. fiskveiða, fisk- iðnaðar, útflutningsiðnaðar, o.s.frv. Hætt er við, að sam- keppnisiðnaðurinn yrði settur hjá i þessu sambandi — samanber fyrri reynslu. Hann mundi þvi dragast saman, til ómetanlegs þjóðhagslegs tjóns. Ýmsar grein- ar hans eru nú smátt og smátt að vaxa upp i það að geta orðið þátt- takendur i gjaldeyrisöfluninni. Hætt er við, að sú þróun mundi stöðvast. En það er einmitt sam- keppnisiðnaðurinn, sem þarf að eflast — þvi i honum er fólginn vaxtarbroddur efnahagslifsins i framtiðinni. Hinn almenni iðnað- ur er lika langstærsti atvinnu- vegur landsmanna eins og m.a. má sjá af þvi, að mannár i iðnaði, að frátöldum bæði byggingaiðn- aði og fiskiðnaði, mun nú vera um 15 til 16 þúsund, eða álika eins og i fiskveiðum og landbúnaði saman- lagt — auk þess, eins og áður seg- ir, eru langmestir vaxtarmögu- leikarnir á þessu sviði. Ekki vil ég fullyrða, að leið nr. 2, millifærsluleiðin, sé með öllu ófær til bráðabirgða, en hún hefur ótal ókosti. Hvernig á t.d. að skipta kökunni svo réttlátt sé milli hinna ein- stöku greina. Og hverskonar ófæru er efnahagskerfið komið út i, þegar allir eru farnir að styrkja alla? Allir orðnir beiningamenn hjá öllum — svo að segja — og enginn veit hver baggann ber. Metingur vex. Búinn er til jarð- vegur fyrir aukna fjármála-spill- ingu og stóraukið skrifstofuveldi. Nei, millifærsluleiðin er slæm, þótt e.t.v. mætti með harmkvæl- um bjargast við hana sem bráða- birgðaúrræði um skamman tima, ef menn hafa ekki hug og dug til að velja betri leið. Valkostur nr. 3. Gengisfelling, sem ég hér eftir mun nefna gengisstýfingu, eins og ég man, að talað var um á minum ung- dómsárum. Þá var talað um „að stýfa krónuna”. Ég nota þetta orðalag hér um það, sem um skeið hefur verið nefnt gengisfell- ing, til að greina frá þeirri leið, sem ég mun ræða hér siðar i þess- ari grein. Gengisstýfingarleiðin hefur margoft verið farin á undanförn- um árum. Auðvitað er það rétt, að oft hefur ekki verið um annað að gera — en gengisstýfingu — þvi þegar gengið er fallið innanlands, þá verður fyrr eða siðar að færa gengið út á við til samræmis. Að öðrum kosti blæðir þjóöinni út fjárhagslega. Þegar allt, sem flutt er inn, er of ódýrt — en gjald- eyrisaflendur fá of litið fyrir sinn gjaldeyri, þá verður að gera sam- ræmingu. Þessi leið hefur marga kosti — og allt er betra en að búa við ranga gengisskráningu. En gengisstýfingin hefur ýmsa ókosti — og reynslan af henni er ekki nógu góð, þvi fljótt hefur viljað sækja i sama horfið. Hún hefur verið gerð i stórum þrepum, þannig, að stökk- breytingarnar hafa sett allt fjár- undar og ritstjóra Tim- ans, að greinin birtist ekki þá þegar, en afrit af henni var sent öllum þingmönnum stjórnar- flokkanna að ráði rit- stjóra. málakerfið úr skorðum. Verst hefur þó verið, að gengis- stýfingarnar hafa venjulega komið of seint og stökkin þess- vegna orðið stærri og meira trufl- andi. Hver gengisstýfing hefur, eins og málum er hér háttað, borið i sér sprotann að nýrri stýfingu o.s.lrv. Meginorsök þess, hvað gengis- stýfingarnar hafa reynzt illa, er sú, að þær eru i höndum þeirra manna i þjóðfélaginu, sem einna ófærastir eru, aðstöðu sinnar vegna.til aö hafa þær með hönd- um, þ.e.a.s.: Gengisstýfingarnar hafa verið i höndum alþingis- manna — en það eru menn, sem eiga lif sitt undir kjósendum. Þeir eru kjósendaveiðimenn öðrum þræði og þora þvi stundum ekki að gera það, sem þjóðarhagur krefst — af ótta við, að hægt verði að túlka aðgerðirnar sem árás á kjör almennings — enda þótt þær séu einmitt gerðar til að bjarga kjörum almennings. Þingmenn hafa aldrei valdið þessum vanda, mest liklega vegna aðstöðu sinnar. Þeir eiga þessvegna að varpa þessum vanda af sér og fá hann öðrum i hendur, m.a. á þann hátt, sem ég mun gera grein fyrir i næsta kafla. Valkostur nr. 4. Tillaga min um lausn efnahagsvandans. Ég sting upp á þvi, að tekin verði upp ný aðferð við kaup og sölu á gjaldeyri. Þá tilhögun, mætti skilgreina þannig: Viðskiptagengi á afmörkuðu sviði, laust gengi. Ég mun hér á eftirnota um þetta skammstöfun- ina eða táknið VAL-gengi, sem eru fyrstu stafir orðanna við- skipti, afmarkað, laust, en i það má einnig leggja þá merkinu, að það er valið gengi.af þeim öflum og atvikum, sem þjóðarnauðsyn og sanngirni stefna til hverju sinni. Framkvæmdin. Framkvæmd VAL-gengis gæti verið með dálitið breytilegu móti, en meginatriðið er, að hið rétta viðskiptagengi veldist á hverjum tima. Framkvæmdina mætti t.d. hugsa sér með þeim einfalda hætti, og sem góð reynsla er af frá öðrum löndum, að gjaldeyririnn yrði hreinlega boðinn upp i kaup- stofu (sbr. kauphöll). Þetta mætti gera með mismunandi millibili, t.d. einu sinni i viku — eða eftir þvi sem reynslan sýndi að hent- ugt væri við hérlendar aðstæður. Seðlabankinn annaðist fram- kvæmdina og gæti auðveldlega með ýmsu móti haft áhrif á hæfi- lega festugengisins, eftir þvi sem atvik stæðu til. Hér er um að ræða nokkuð skylda aðferð og nefnd hefur ver- iö „fljótandi gengi” og annað af- brigði hefur verið nefnt „skrið- gengi,” eða „crawling peg”. Þó er aðferðin, sem ég sting hér upp á i veigamiklu atriði frá- brugðin almennu fljótandi gengi, vegna þess, að samkvæmt henni má ekki vera hægt að kaupa gjaldeyri til að flytja úr landi - heldur aðeins til vörukaupa, nauðsynlegrar þjónustu og tak- markað til ferðalaga, eins og.td. tiðkast hjá Bretum, sem teljast þó hafa fljótandi gengi. Skal nú tekið dæmi. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, útflutningsdeild iðnaðarins, S.Í.S. eða hver annar aðili, sem gjald- eyris aflar, verður að skila hon- um til Seðlabankans eöa gjald- eyrisbankanna. Siöan er haldið uppboð. Ýmsir innflytjendur þurfa, á gjaldeyri að halda til kaupa á skóm, timbri, oliu, eða hvaða annarri vöru sem er.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.