Tíminn - 07.01.1973, Síða 29

Tíminn - 07.01.1973, Síða 29
Sunnudagur 7. janúar 1973 TÍMINN 29 Þessir aðilar geta ekki fengið gjaldeyri, t.d. ef þeir eru i Reykjavik, eða hafa þar fulltrúa — með neinum öðrum hætti en að kaupa hann á gjaldeyrisuppboð- inu og geyma hann i banka þar til hann er notaður. Það, sem til er af gjaldeyri hverju sinni, er aö sjálfsögöu takmarkað, þvi Seðla- bankinn má aðeins setja á þennan markað sjálfsaflafé þjóðarinnar, en ekki erlent lánsfé það, sem nú er stór hluti hins svo nefnda gjaldeyrisvarasjóðs. (Aftur á móti yrði gengi lánsfjárins skráð i samræmi við miðgengi uppboð- anna miðað við eitthvert tiltekið timabil). Gjaldeyrisbankarnir gætu svo keypt sinn hluta, t.d. vegna viðskiptavina sinna úti um land og til smærri afgreiðslna. Nú bjóða þeir i gjaldeyrinn, hver á móti öðrum, skókaup- maðurinn, timburinnflytjandinn og oliukaupmaðurinn, o.s.frv. Ég tel ekki minnsta vafa undirorpiö, að gengið mundi falla, frá þvi sem það er nú skráð. Ég geri hér ráð fyrir, og styðst þar við laus- lega útreikninga, að t.d. Banda- rikjadalur mundi hækka i verði um 16 til 20%. Það þýðir, að hann mundi fara úr ca. 88 kr. i 102 til 106krónur. Segjum, að hann fest- ist fljótlega i 105 kr., sem er um 20% hækkun, eða 16% lækkun á gengi islenzku krónunnar. Allar innfluttar vörur mundu þá samkvæmt þessu hækka um 20%. Ég geri ráð fyrir óbreyttum tollum og álagningu i hundraðs- hlutum. Seljandi gjaldeyrisins fengi þá 20% hækkun á þeim gjaldeyri, sem hann var að selja. Ef mjög illa gengi með gjaldeyrisöflun t.d. i fiskleysi eða verðfalli á útflutn- ingsvörum tslendinga, má búast við, að erlendi gjaldeyririnn hækkaði meira, enda hefðu þá gjaldeyrisaflendur aukna þörf fyr- ir hækkað gjaldeyrisverð, en is- lenzkir neytendur yrðu að greiða hærra verð fyrir innfluttar vörur. Ef gjaldeyrisöflun gengi vel, má búast við, að erlendi gjald- eyririnn lækkaði, sem þá þýðir hækkun krónunnar, og lækkað verð á erlendum vörum, sem yrði þá um leið kjarabót fyrir neyt- endur. En nú er spurningin: Hvernig mundi svona breyting verka á hina ýmsu þætti efna- hagsvanda þess, sem áður er greindur. Fiskveiðar og fiskiðnaður, (nr. 1 og nr. 2), sem 1973 mun að likindum flytja út fyrir um 13,5 milljarða á nú-gengi, fengju hlut sinn bættan brúttó um 13,5x20=2,7 milljarða. Kostnaðarauki þessara greina mundivaxa nokkuð, vegna hækk- aðs verð, t.d. á brennsluoliu, til afborgana af erlendum lánum o.s.frv., en i aðalatriðum má ætla, að þessi breyting dygði þeim útflutningsfyrirtækjum, sem vel væru rekin og sæmilega stödd fjárhagslega. Útflutningsiðnaður annar en fiskiðnaður! fengi hækkun á 1,5 milljörðum, sem mundu þá verða (1,5x20) 300 milljónir, sem mundi láta nærri að duga honum — mið- að við núverandi kaupgjalds- stöðu. Staða samkeppnisiðnaðarins mundi batna i nokkru hlutfalli við þátttöku hans i þjóðarbúskapn- um. Hann mundi mæta innlendu kaupgetunni i vaxandi mæli, sem mundi bæta gjaldeyrisstöðuna um 300 til 500 milljónir — og fleiri og fleiri greinar hans mundu öðl- ast þrótt til að breytast smátt og smátt i útflutningsiðnað — en það er einmitt sú þróun, sem verða þarf. (Hann þarf aukið rekstrarfé bæði til að eflast til útflutnings og til að mæta innlendri kaupgetu i vaxandi mæli.) ILOGFRÆDI I j SKRIFSTOFA [ | Vilhjálmur Amason, hrl. j Lekjargötu 12. j (lönaöarbankahúsinu, 3. h.) I Slmar 24635 7 16307. > Tbninner peníngar j Auglýsícf | iTimanum | Staða rikissjóðs. Ahrifin á stöðu ríkissjóðs mundu verða þau, að hann fengi auknar tolltekjur af hærri upphæð gjaldeyristekna. Ef sif innflutn- ingur er nú um 18 milljaröar, mundisá innflutningur verða 20% hærri að krónutölu — sem gæfi rikissjóði auknar tekjur af tolli og söluskatti. Ég áætla, að sú upphæð mundi þó aðeins nema um 350 milljón- um, vegna þess, að nokkurt toll- tekjutap kæmi á móti þessu til lækkunar. Útflutningsuppbætur þær, sem nú eru greiddar á útfluttar land- búnaðarafurðir, mundu lækkaum ca. 50 millj. nettó, og mundi þá um leið draga úr hinum leiða áróðri um landbúnaðinn sem styrkþega. Hækkun á nokkrum lúxusvör- um (áfengi, tóbaki ofl.), sem að sjálfsögðu yrðu dregnar út úr visitölunni, gætu gefið rikissjóði um 250 milljónir. Litilsháttar spörun vegna minnkunar framkvæmda gæti mjög auðveldlega bætt stöðu rikissjóðs um það sem á vantaði. Raunar þyrfti að lækka beina skatta á launþegum um svo sem 100 milljónir, og gæti orðið nokkur uppbótfyrir að sleppa að taka inn i visitöluna afleiðingarnar af gengisbreytingunni, það er af VAL-genginu. Væri mjög auðvelt að spara i rikiskerfinu svo þess- um skattalækkunum næmi. (Samanber nokkrar af sparnað- ar-tillögum, sem Björn á Löngu- mýri hefur lagt fram og sumar hverjar eru ágætar) Fjárfestingarsjóðir. Þá er eftir að sjá fyrir auknu fé i fjárfestingarsjóðina. Um það hef ég þetta tvennt að segja: Við aukna hagsæld atvinnuveg- anna, sem leiða mundi af VAL- genginu, mundu atvinnufyrirtæk- in gerast betri og öruggari skatt- þegnar — og fengist við það aukið fé i rikissjóð, sem þá mætti yfir- færa til fjárfestingarsjóðanna með auðveldum hætti. Áhrifin á raun- tekjur launþega. Ekki skal nein tilraun gerð til að fela það, að áhrifin af VAL- genginu mundu skerða tekjur launþega i bili. (að sjálfsögðu miðað við það, að þau áhrif gengju ekki inn i visitöluna, þvi annars er allt málið vonlaustf En hversu mikil yrði sú kjaraskerð- ing? Ætla má, að launþegar i land- inu hafi nú tekjur samanlagt eitt- hvað um 44 milljarða. Hér er áætlað, að 80 þúsund vinnandi menn hafi tekjur (þar með taldar tekjur af eigin húsnæði og sam- neyzla að hluta) um 550 þúsund til jafnaðar á ári, 80,000x550,000 = 44 milljarðar) Innflutningurinn er um 18,6 milljarðar sif, en áætlast með VAL-gengi, að hann færi upp um 22 milljarða. Af þéssum 22 milljarða inn- flutningi fara ekki til einka- neyzlu beint og óbeint nema um 9 milljarðar, en hækkun sem stafa mundi frá VAL-genginu yrði úr 7,5 milljörðum i 9 milljarða, eöa ca 1,5 milljarður sem er gróft reiknað sú hækkun, sem verða kynni á þeim hluta rauntekna, sem færi til kaupa á erlendum neyzlu-vörum. Þetta þýðir, að kjararýrnun mundi nema um 1,5 milljörðum af ca. 44 milljörðum, eða milli 3 og 4% af hcilarlauna- tekjunum að meðaltali. Mjög er aðgætandi, að þessi kjaraskerðing kemur ekki jafnt niður á alla tekjuhópa. Hún kem- ur langléttast niður á lágtekju- fólki, sem notar hlutfallslega meira af innlendum vörum held- ur en hátekjufólk, sem notar fé sitt i dýrar innfluttar vörur, svo sem bifreiðar, erlendan lúxus- fatnað, ferðalög i útlöndum o.s.frv. Ég áætla, að kjaraskerðingin af VAL-gengi mundi reynast 2,5 til 3% hjá láglaunafólki, en 4 til 7% hjá tækjuhærri hluta þjóðfélags- þegnanna. VAI.-gengið hefur þvi sanngjörn áhrif á tekju- skiptinguna, sem almennur sölu- skattur hefur ekki. Hvað er það, sem telst mikil kjaraskerðing? Launþegar hafa fengið kaup- hækkanir, orlofsaukningu og vinnutimastyttingu, sem svarar um 40% á undanförnum misser- um. Þetta hefur þegar og á eftir að hverfa i dýrtiðaraukningu að verulegum hluta. Við þvi getur enginn mannlegur máttur sporn- að. Eðli málsins samkvæmt getur aldrei orðið eftir af þessu nema sem svarar um 15% (þótt hag- fræðingar tali um 20% rauntekju- auka), en það er þeim þrem til átta prósetnum meira en hægt er, sbr. þá lækkun, sem VAL-gengið kemur til með að valda. Menn hafa verið bjartsýnir undanfarið vegna hækkandi verð- lags á útflutningsvörum og gert ráð fyrir, að hægt yrði að bæta kjör fólksins mikið. Það hefur verið gengið aðeins of langt i við- leitninni til að bæta kjörin. Nú er spurningin fyrir laun- þega: Borgar sig fyrir þá að stöðva allt kerfiö, t.d. með verk- föllum, til þess eins að ná þvi, sem ekki er til. Hver töpuð vinnuvika skerðir kjör launþegans (t.d. verkfalls- vika) um 4-5% — hvernig sem að er farið. Er það rangt, t.d. af lág- launamanni, að gefa eftir 3% af þeim tekjum, sem hann hélt sig eiga von i, vegna þess að vinveitt- ir forystumenn af vangá og bjart- sýni reyndu að skammta meiri tekjuauka heldur en reyndist unnt að ná? Þeir sem rétt telja að hindra skynsamlega lausn þess efnahagsvanda, sem nú blasir við, vegna þess að þeir vilja hanga i samningum og loforðum, sem voru mistök, þeir eiga ekki betra skilið en að fá á ný yfir sig afturgengna viðreisnarstjórn! Formúla til fróðleiks. Við þetta vil ég svo bæta for- múlu um kaupgjald og kjarabar- áttu, sem stöku manni kynni að þykja fróðleg, ef þeir ekki kunna hana áður. Hún er þessi: a) Kaup skal á hverjum tima hafa svo hátt, sem frekast er hægt. Framleiðni-aukning i vaxandi iðnaðarlöndum er yfirleitt ekki til jafnaðar meiri en 3% á ári. Þess vegna sýnist, að ekki sé vit i að hækka kaup meira en sem nemur þessum þrem hundraðshlutum — og jafnaðar kaupgetu-aukning verður varla meiri —. Þó er rétt að hækka kaupið dálitið meira en þetta árlega, t.d. um 5 til 6%, en viðbótin við 3% eru trygging fyrir þvi, að kaupgetan verði ekki of litil, þvi það gæti leitt til kreppu- myndana. Þessi aukastig eru þvi öryggisráðstöfun „Kreppuvari” — en ekki beinar kjarabætur —. En ef farið er að hækka kaup mik- iðfram úr þvi marki, sem að ofan er greint (5-6%), þá leiðir það til kjaiaskeiðiiigar.sem nemur ein- hvers hluta þeirra stiga, sem fram yfir eru. Þetta er einfalt jöfnunardæmi, þó að það verði ekki sett fram hér, en ég býst við, að alþýða manna hérlendis sé nú þegar búin að öölast reynslu, sem staðfestir þetta. Islenzk alþýða ætti að fara að vara sig á yfir- gangi og augljósum gylliloforðum bæði frá hægri og vinstri. 15 minútna dagleg vinnusvik rýra raun- tekjur þjóðarinnar um 5%. Þetta er svo einfalt reiknings- dæmi, að ég sýni ekki útreikning á þvi hér. En það sýnir aðeins, aö ef við ynnum betur, þá er fljótlegt að vinna upp þá „kjaraskerð- ingu”, sem um ræðir i VAL-geng- is aðferðinni. Sama er hvort þessi vinnusvik eru framkvæmd með óþörfum veikindadögum, of löngum kaffi- og matartimum, blaðlestri á vinnustað, eins og viða sést á skrifstofum hins opinbera, eða þegar alþingismenn kosta til þess að skipa nefndir til þess að vinna þau störf, sem þeir ættu sjálfir að vinna — o.s.frv. 15 minútur daglega virðast ekki langur timi — en hann jafngildir þó 5% a.m.k. i tekjum þjóðar, ef hann kæmi fram hjá öllum þjóð- félagsþegnum til jafnaðar. Ég nefni þetta hér til að menn eigi auðveldara með að átta sig á stærð þess vanda, sem hér er við að fást. Hversvegna aöeins 3-4% kjara- skcrðing ef VAL-gengisleiðin er tekin, en allt að 10% cf verri leiðir eru valdar? Skýringin er, að VAL-gengis- leiðin eflir atvinnuvegina á réttan hátt — á hagkvæman hátt, og með þeirri aðferð er hluti af tveimur þáttum vandamálsins leystur með sömu aðgerðinni, vegna þess að gjaldeyrishallinn út á við er leystur með eflingu innlendra starfsgreina. En ýmsar aðrar leiðir draga úr framleiðslumætti þjóðarinnar — og mundu auka súndrung og spill- ingu. Verri úrræðin raða vandamál- inu upp, en VAL-gengisaðferðin upphefur (ncutraliserar) vanda- niálin hvert með öðru að hluta. CM CT> í 1 5 § s LAUNAGREÐENDUR vinsamlega veitið eftiffaiandi erindi aih/gli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. janúar. Það eru til- mæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greini- lega á_ miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hag- kvæmni í opinberum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI tmmkb LAUNAGREIÐENDUR! Munið að tilgreina nafnnúmer launþega á launamiðanum. jjj^greiðslurnar ver’ði frádráttar-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.