Tíminn - 07.01.1973, Side 31
Sunnudagur 7. janúar 1973
TÍMINN
31
Jarðskriðið mikla i
bænum Surte i Sviþjóð,
árið 1950, hefði átt að
koma sveitarfélögunum
i skilning um það, að
ekki er hægt að byggja
hús, hvar sem er. Það
skilur fyrrverandi sveit-
arstjóri Surte, Andreas
Larsson, nú. En i októ-
ber s.l. var þinghúsið i
Huddinge, skammt
utan við Stokkhólm, rif-
ið, þar sem menn kom-
ust að þvi, að það væri
áhætta að láta húsið
standa áfram. Þinghús-
ið, sem og allur miðhluti
Huddinge-bæjar,
stendur á leirgrunni,sem
klofnar smám saman
sundur vegna grunn-
stöpla húsanna. Við-
gerðir og uppgröftur
kringum stöplana hafa
þegar kostað sveit-
arfélagið tugmilljónir
króna. Og nú hefur einn-
ig verið komizt að þvi,
að jarðvegsgrunnurinn
undir iðnaðarhverfi er
að siga, sem mun hafa i
för með sér ný útgjöld.
llefðu ráðendur
Huddinge haft hliðstæða
þekkingu og þeir i
Nödinge sem er nokkra
kilómetra utanvið
Gautaborg, þá hefði
þinghúsið i Huddinge
aldrei verið reist þar,
sem það er nú. í
Nödinge héraðinu er
þorpið Surte, þar sem
urðu mestu náttúruham-
farir i seinnitimasögu
Sviþjóðar. Hamfarir
þessar urðu nákvæm-
lega sagt klukkan rúm-
lega 8 að morgni 29.
september árið 1950.
Anders Larsson, sem þá
átti sæti i sveitarstjórn
Nödinge, en er nú á
eftirlaunum, sem fyrr-
verandi sveitarstjóri,
segir, að mörgum sveit-
arfélögum væri nauðsyn
á þvi að hafa i þjónustu
sinni einhvern kunnáttu-
mann á sviði jarðfræði.
Stóru sveitarfélögin
hafa efni á þvi.
Að heiman, þegar at-
burðurinn skeði
Anders Larsson hafði ásamt
nokkrum trúnaðarmönnum
hreppsins farið til Stokkhólms
daginn fyrir náttúruhamfarirnar.
Snemmdegis 29. september fóru
þeir til fundar við Stjórn sænsku
sveitarfélaganna i borginni i
vissum erindagerðum.
Hann sat i leigubil á leið frá
fundinum, þegar bilstjórinn tjáði
honum, að hann heyrði ávæning
af miklum náttúruhamförum i
Surte i útvarpinu. Anders reyndi
að hringja heim til þess að fá
nánari skýringu á þvi, hvað hefði
skeð. En simalinan þangað var
slitin. Þá hringdi hann til nokk-
urra kunningja sinni i Gautaborg.
Þeir fræddu hann um það, að um
400 manns væru húsnæðislausir
og meira en 30 leiguhúsnæði og
einbýlishús hefðu orðið fyrir jarð-
skriðunni.
Þeir tjáðu honum einnig, að
Gautelfur hefði stiflazt, járn-
Þessi inynd var tekin i Surte nokkrum döguin eftir að óhappið varð.
Húsin losnuðu af grunni og köstuðust hvert á annað.
JARÐSKRIÐIÐ í
SURTE í SVÍÞJÓÐ
1950 RIFJAÐ UPP
Sveitarfélögin ættu að leggja meira upp úr
jarðfræðilegri þekkingu — segir fyrrverandi
sveitarstjóri Surte í dag
brautarlinan slitnað i sundur og
þjóðvegurinn væri á kafi i árflóð-
inu. Fullhlaðinn áætlunarbill
hafði nær orðið skriðunni að bráð,
en hann stöðvaði i tæka tið, til að
Fyrrverandi sveitarstjóri Surte,
Anders Larsson, stendur hér á
hæöartoppnum, þar sem jarð-
skriðið hófst fyrir 22 árum.
taka farþega, svo að aðeins
munaði nokkrum tugum metra.
Anders Larsson og félagar hans
fóru ekki beint heim, heldur fóru
og keyptu eins mikið af nauð-
synjavörum og þeir gátu, en fóru
siðan á fund félagsmálaráðherr-
ans, Gustaf Möller, og báðu hann
um hjálp.
Um nóttina lagði innanrikisráð-
herrann, Eije Mossberg, af stað
áleiðis til Surte.
„Ilafði ekki imyndað
mér ástandið svo alvar-
legt”
Sömu nótt kom Anders heim til
sin til Bohus, sem er norðan við
Surte. Hann fór einu leiðina, er
fær var, þ.e. á vestri bakka Gaut-
elfar. Hinum megin var öll um-
ferð teppt. Sólarhring eftir slysið
fór Anders á 1. fundinn með
innanrikisráðherranum, ráða-
mönnum á staðnum og iðnaðar
leiðtogum úr Gautelfurdalnum.
Þegar var nokkuð liðið á dag
þann 30. september, er Anders
sjálfur hafði tækifæri til þess að
fara að vettvang.
— Mér hafði verið sagt, hvernig
útlitið væri á svæðinu, en hafði
ekki imyndað mér það eins slæmt
og raun bar vitni.
— Sá sem lézt, hafði þótzt heyra
einhvern skruðning neðan úr
kjallaranum og farið niður til að
athuga það. Hann bar það úr být-
um'að kremjast undir bjálkum og
grjóti, þegar húsið hrundi svo
skyndilega undan skriðunni.
Það var ung stúlka, sem slasað-
ist, en hún klemmdist illilega á
hlið. Varð að taka af henni vinstri
hendi og fót til að bjarga lifi
hennar. 1 dag er hún gift kona og
býr i nágrenni Surte.
Skriðið byrjaði uppi á hæðinni,
skammt frá bakka Gautelfar,
geystist i bylgjum niður hliðina,
yfir lautir og hóla, þ.á.m. þann
sem húsin stóðu á, og stöðvaðist
ekki fyrr en uppi i hliðinni á móti.
Og ekki var skriðan lengi á leið-
inni — aðeins 3 minútur.
Ýmsir aðilar hjálpuðust að við
bráðabirgðauppbyggingu svæðis-
ins. Hafizt var handa við að lag-
færa og endurbyggja húsin, koma
holræsum og linum i lag. Gert var
við járnbr.linuna og nýr vegur
var undirbúinn i stað þess, sem
áður var, en hann var nú gersam-
lega horfinn. Sett var upp bráða-
birgðabrú yfir ána og bráða-
birgðavegur lagður úr flekum.
Brátt var tekin sú ákvörðun, að
rikið gripi inn i og aðstoðaði við
uppbygginguna.
— Margt var það þó, meira og
minna nauðsynlegt, sem fékk að
biða úrbóta i langan tima, — segir
Anders.
40 ný hús reist i flýti
Sum húsin voru rifin, önnur
fengu að liggja, þar sem þau voru.
Þá var einnig hægt að gera við
nokkur. Um kilómeter norður af
þeim stað, þar sem skriðan fór
yfir, voru i flýti byggð 40 ný ein-
býlishús, og sá hreppurinn alveg
um það. Nokkrum vikum eftir
hamfarirnar var fyrsti grunnur-
inn til, og eftir tvo mánuði gat
fyrsta fjölskyldan, flutt inn i nýtt
hús. Samhliða þessu var látlaust
unnið að viðgerð á járnbrautar-
linunni og þjóðveginum. Eftir
þrjár vikur var hægt að hleypa
umferðinni á að nýju.
— Það tók okkur þrjú, fjögur ár
að jafna okkur eftir þennan at-
burð. Og samt hélt fólkið áfram
að búa rétt við slysstaðinn, —
segir Anders i dag.
Það liði enn nokkur ár, unz fjár-
hagur fólksins og sveitarfélagsins
var komið á réttan kjöl. 1 dag
standa 20 hús i jaðri sjálfrar
skriðunnar. Þetta eru léttbyggð
hús, þvi léttari sem þau eru
lengra uppi i hliðinni.
,,Þau vildu snúa aftur”
— Það er skritið, en einmitt það
fólk, sem var á staðnum og varð
vitni að hamförunum, vildi snúa
aftur og búa áfram á þessum
stað. Þrátt fyrir allt, leið þeim vel
þar, — segir Anders.
Sumarið 1950, var mikil rigning
á þessu svæði i Sviþjóð. Þrýsting-
urinn sem kom ofan frá fjöllun-
um, Vattlefjal, ofan við Surte, en i
þeim er mikið af mýraflákum og
vötnum, varð of mikill. Auk þess
raskaðist jafnvægið i hliðinni
vegna þeirra húsa, sem þar höfðu
verið byggð. Þessir tveir þættir
ollu mestu um það, að skriðan
féll.
Þegar i stað voru gerðar jarð-
tæknilegar mælingar og út-
reikningar. Hvar og hvernig átti
að byggja i framtiðinni. Dalurinn,
sem Gautelfur fellur um, var
allur kortlagður og rannsakaður.
Surte-jarðskriðið varð til þess,að
yfirvöld vöknuðu af værum
svefni. Bygginganefndir og
lánastofnanir fylgjast nú náið
með framkvæmdum og áætlunum
um húsabyggingar, ekki aðeins i
Gautelfurdalnum heldur i allri
Vestur-Sviþjóð. Þvi nær hafinu,
sem byggt er, þeim mun meiri
hætta er á jarðskriðum. Það þýðir
það, að lega sjálfrar Gautaborgar
er sú hættulegasta i dalnum.
Árin liða og fram koma nýir
menn og nýir lærifeður. Mörgum
hættir til að gleyma smám saman
liðnum atburðum, þótt stórir séu,
og það er hættulegt. Þann atburð,
sem hér hefur verið greint litil-
lega frá, ættu bygginganefndir
a.m.k. að hafa i huga. Það virðist
sem verktakar vilji oft gleyma
þvi, að ekki er hægt að nota sams
konar efni og byggja á sama hátt
á leirjarðvegi, moldarjarðvegi
og malarjarðvegi, svo dæmi séu
nefnd.
Húsin geta ruggað eins
og vöggur
Nýju húsin, sem byggð voru i
Surte, voru teiknuð af Hjalmar
Granholm, en hann var þá pró-
fessor i byggingatækni við
Chalmers. Voru húsgrunnarnir
byggðirsem eins konar „vöggur”
þ.e.a.s. þannig, að hægt er að
rétta þau við, ef þau fara að siga
út i aðra hliðina.
Hve miklu tjóni skriðuhlaupið
olli, er ekki almennilega vitað. En
árið eftir óhappið varð, árið 1951,
var talað um sjö milljónir
sænskra króna, sem var gifurleg
fjárupphæð þá.
( Þýtt —Stp)
Hálfnað
er verk
þá hafið er
s.
I
I
I
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn