Tíminn - 07.01.1973, Qupperneq 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 7. janúar 1973
Við greindum frá i
frétt hér i blaðinu i
haust, að ungur fiski-
fræðingur hefði komið
fram með ný.ja og ó-
vænta aðferð til úrbóta,
þegar veiði hafði hrakað
mjög i gamalgrónu
veiðivatni, Meðalfells-
vatni i Kjós. Þessi frétt
vakti mikla athygli,
enda er áhugi á veiði-
skap mjög almennur. En
um veiðiskap, eins og
annað sem byggist á þvi
að leita eftir gjöfum
náttúrunnar, gildir það,
að til þess að verða á-
gengt, þarf að þekkja
þau lögmál, sem að
verki eru og ætla sér
ckki þá dul aö brjóta þar
i gegn. Okkur datt i hug,
að Jón gæti sagt okkur
sitthvað forvitnilegt úr
starfi sinu það rúma ár,
scm hann hefur unnið
hjá Veiðimálastofnun-
inni, og var hann fús til
að svara nokkrum
minnkar i tilteknu vatni, þá sé
það vegna þess, hve mikill fiskur
er i þvi vatni, en svona getur það
nú verið samt.
Það eru algeng viðbrögð
manna, þegar veiði minnkar, að
ráðast i friðun, banna veiði i til-
tekinn tima. 1 einstaka tilfellum á
þetta rétt á sér, en oftar er friðun
einungis til þess fallin að auka
vandann. Þetta á sérstaklega við,
þegar um bleikjuvötn er að ræða.
Það, sem gerist þá, er að bleikj-
unni fjölgar mjög ört, enda hefur
hún mikla viðkomu. Fæðumagn i
stöðuvötnum er takmarkað og
fjölgunin leiðir til þess, að fiskur-
inn fær ekki nóg æti og verður
magur og ljótur, svo magur, að
hann syndir gegnum netamöskv-
ana. Þessu átta menn sig ekki
alltaf á og gripa þvi oft til þver-
öfugra aðgerða. Það er lika at-
hyglisvert, að fiskur i ofsetnu
vatni gripur sjaldan agn, gagn-
stætt þvi, sem búast mætti við.
Fiskstofn vatna er þannig ekki
eins og hrúga, sem minnkar, þeg-
ar tekið er af henni, heldur er
hann á stöðugri hreyfingu. Fisk-
urinn eldist og deyr eins og aðrar
lifverur og ungviöi kemur i stað-
inn. Þótt ekkert sé veitt, þá deyr
árlega mikið af fiski náttúrlegum
dauðdaga, þ.e.a.s úr elli eða sjúk-
dómum. Það er venjulegt, að ár-
lega deyi 30% frá einum árgangi
til annars, þannig að af 100 fimm
ára fiskum verða aðeins eftir
sjötiu að ári liðnu.
Það magn'af fiski, sem endur-
myndast árlega, köllum við árs-
framleiðslu vatnsins. Sé vatnið i
jafnvægler kilóafjöldi i þvi nokk-
urn veginn samur frá ári til árs.
Þvi er það, að ef ekkert er veitt,
fer öll ársframleiðslan i náttúr-
legan dauðdaga, annars myndi
kilóafjöldi i vatninu aukast. Vatn-
ið er þvi bezt nýtt, ef árlega er
veidd ársframleiðsla vatnsins,
hvorki meira né minna. Þetta er
erfitt i framkvæmd, en þetta er
það, sem stefna ber að.
Það er auðvelt að greina á milli
ofveiðieinkenna og offjölgunar-
einkenna á fiski. Ef um ofveiði er
um að kenna,er sá fiskur, sem
veiðist stór og feitur, vegna þess,
að næg fæða er i vatninu. Ef um
ofsetið vatn er að ræða, er fiskur-
inn hins vegar magur og ljótur.
Það er lika miklu auðveldara að
bæta úr ofveiði. Það er gert með
friðun og með þvi að sleppa i þau
seiðum. En til að fá vanveidd vötn
i lag dugir ekkert annað en mjög
aukin veiði, sem kostar mikla
vinnu, og það er oft á tiðum, að
það er erfitt að fá menn til að
stunda slika veiði, vegna þess,
hve fiskurinn er rýr og lélegur til
matar.
Breyttir búskaparhættir
og breytt veiðiálag
Annað gott dæmi um vanveitt
vatn er Miklavatn i Skagafirði.
Ég var kallaður þangað norður i
sumar til að reyna að finna, hvað
væri að, en þar var að hætta að
veiðast branda. Forsaga þessa
spurningum varðandi
þær rannsóknir, sem
hann hefur haft með
hendi.
Jón Kristjánsson er fæddur fyr-
ir vestan, en uppalinn i Reykjavik
og lauk stúdentsprófi við MR.
Hann hélt siöan til Oslóar og lauk
prófi i vatnaliffræði viö háskólann
þar 1971.
Prófritgerð Jóns fjallaði um
niðurstöður úr athugunum, sem
hann vann að á námsárum sinum,
ásamt nokkrum Norðmönnum.
Kannað var geysistórt vatna-
svæði i vestur Noregi en áætlun
hefur verið gerð um að gera þar
risastóra virkjun, þá stærstu i
Noregi. Uppistöðulónið á að verða
90 ferkilómetrar að stærð, og
vatnsmagnið i þvi 3,3 rúmkiló-
metrar og orkuframleiðslan
u.þ.b. tiföld á við orkuframleiðslu
Búrfellsvirkjunar.
— Könnunin var gerð i þeim til-
gangi að fá á hreint hverjar af-
leiðingar þessi framkvæmd hefði
á lifheim svæðisins, og niðurstöð-
urnar veröa notaðar með fleiri
gögnum, þegar ákveðiö verður,
hvort framkvæmdirnar skuli
ieyfðar, en leyfi hefur ekki fengizt
enn.
„Virkjun eins og sú, sem um er
að ræöa, mundi, með öllu þvi
raksi.sem henni fylgdi, valda gif-
urlegum náttúruspjöllum” segir
Jón. Allt þetta geysimikla vatna-
svæði myndi sennilega eyði-
leggjast sem veiðisvæði. Þarna er
lika beitiland 5000 hreindýra, og
virkjun mundi eyðileggja það.
Þaðyröi lika ónýtt sem útivistar-
svæði fyrir fólk en núna er það
vinsælt sem slikt, enda er þarna
óvenjuleg náttúrufegurð. Þarna
takast sem sagt á tvö andstæð
sjónarmið, sem miklum deilum
valda um þessar mundir: er ó-
snortin náttúra þess virði að fyrir
hana sé fðrnað einhverju af efna-
hagslegri velsæld, eða er hagnað-
arsjónarmiðið alltaf rétthæst.
Sjálfur vona ég, að náttúru-
verndarsjónarmiðið sigri i þessu
máli. Norðmenn eru einmitt mjög
vakandi i þessum málum um
þessar mundir.
Ég get varla skilið svo viö þetta
mál, að ég minnist ekki á eitt
mjög geigvænlegt atriði, sem
þessi rannsókn staðfesti. Ef svo
heldur fram sem horfir, verður
mest allt hálendi Vestur-Noregs
fisklaust eftir nokkur ár vegna
loftmengunar frá iðnaðarsvæðum
Evrópu. Vatnið er smámsaman
að súrna og það er þegar orðið svo
súrt á nokkrum svæðum að fisk-
urinn er hættur að þrifast þar og
seiðin, sem eru .viðkvæmari en
fullorðnu fiskarnir, deyja. Nú
þegar vantar heilu árgangana i
fiskinn i sumum vötnunum.
Nýting vatnanna
vandasöm
— Hver verða svo verkefni þin,
eftir að þú kemur heim frá námi?
„Strax og ég kom heim i lok árs
1971 hóf ég störf og rannsókn i
tengslum við fiskirækt i íslenzk-
um vötnum. Þar hefur mitt verk-
svið verið siðan. Ég vil taka það
fram hér, að fiskrækt og fiskeldi
eru tveir aðskildir hlutir. Fiskeldi
er það, þegar menn fóðra fiskinn
sjálfir, en fiskrækt er skilgreind
sem aögeröir sem ætla má að
skapi eða auki fiskimagn veiði-
vatns. Og það er einmitt það, sem
ég hef haft fyrir stafni hér i Veiði-
málastofnuninni, að kanna is-
lenzk veiðivötn, athuga hvort
hægt sé að auka veiðina i þeim og
þá með hvaöa ráðum. Sannleikur
inn er sá eins og við komum að sið
ar, aö rétt nýting veiðivatna er oft
vandasöm, og röng nýting getur
beinlinis valdið tjóni á viðkom-
andi vatni.
Við getum tekið Meðalfellsvatn
sem dæmi, en kvartað var yfir
þvi, að þar væri veiði alltaf að
minnka frá þvi sem hún var i
gamla daga. Netaveiði hafði
smámsaman lagzt af og eina
veiðin, sem stunduð hefur verið i
vatninu undanfarið er stangveiði.
Afli hefur verið um 2500 silungar
árlega, mest. Við tilraunaveiði
meö netum kom i ljós að mjög
mikið magn af 20—24 sm langri
bleikju var i vatninu og merk-
ingar sýndu, að fjöldi þeirra var
30—50 þúsund.
Hafizt var handa um að grisja
bleikjustofninn og hafa þannig
veiðzt 15600 bleikjur og 1030 urrið-
ar i sumar, samtals 1764 kg.
Auk þess hefur stangveiði verið
stunduð i vatninu eins og áð-
ur. Ætlunin er að halda þessum
fiskiræktaraðgerðum áfram eins
lengi og nauðsynlegt þykir, og
ætti árangur að fara að sýna sig
eftir 2—3 ár, og þá þannig, að
bæði urriðinn og bleikjan auki
vaxtarhraðann og verði feitari en
nú er.
Engin veiði, of mikill
liskur
— Þegar veiði minnkar i stöðu-
vatni, getur bæði verið um ofveiði
að ræða og eins hitt, að vatnið sé
ofsetið af fiski. Það hljómar
kannske einkennilega, að ef veiði
Jón Kristjánsson. Timamynd Róbert
Murta úr Þingvallavatni Timamynd: Gunnar