Tíminn - 07.01.1973, Side 37

Tíminn - 07.01.1973, Side 37
Sunnudagur 7. janúar 1973 TÍMINN 37 }J. i f \ IWfi rji wj m : i«Íimí r i1! íá sár 14 Þessi mynd er frá þvi um 1940. Auðséð er að afli hefur verið einhver, þvi búið er að leggja fiskinn út til þurrkunar. firðingafélagið bæjarstjórn Nes- kaupstaðar fyrstu myndirnar. Eru það mestmegnis manna- myndir, og á þeim myndum koma fyrir mörg þekkt andlit, bæði Norðfirðingar og þeir, sem hafa gist Norðfjörð um lengri eða skemmri tima. Núna einhvern tima á næstunni, má reikna með að hægt verði að afhenda fleiri myndir, bæði mannamyndir, myndir sem snerta atvinnuhætti og umhverfismyndir. — Hér á siðunni sjáum við svo nokkrar af þeim myndum, úr safni Björns, sem hefur verið eða verða af- hentar bæjarstjórn Neskaup- staðar til varðveizlu. — Þá sakar ekki að geta þess, að árshátið Norðfirðingafélagsins i Reykjavik verður haldin 2. febrúar næstkomandi i Glæsibæ. —ÞÓ Bjurii Björnsson á sinum yngri árum Kaupa Norðfjarðarmynd- ir Björns Björnssonar Flestir íslendingar kannast við Björn Björnsson, ljósmyndara, og þá sérstaklega fyrir hans þekktu og vel teknu fuglamyndir, en á sviði fuglamyndatöku, er Björn brautryðjandi hér á landi. Fuglamyndataka krefst mikillar þolinmæði og oft þurfa menn að vera i marga daga i námunda við fuglana áður en færi gefst á góðri mynd. Björn hefur tekið myndir siðan skömmu eftir aldamót, en hann er nú tæplega 84 ára gamall, en Neskaupstaður 1939. Myndin er tekin af Hoflaugartindi út yfir kaup- staðinn. A myndinni sjást hvorki meira né minna en 34 bryggjur, enda átti hver útvegsmaður, hversu litill sem hann var á þessum árum, sina bryggju. fyrir alvöru byrjaði Björn aö taka myndir, er hann kom ungur að árum austur á Norðfjörð eða Nes i Norðfirði, eins og Neskaup- staður hét þá. Þegar Björn settist að i Neskaupstað, hóf hann fljótlega kaupmennsku, en bráðlega varði hann öllum sinum tómstundum til ljósmyndunar, og varð brátt kunnur fyrir myndir sinar. Það var árið 1915, sem Björn hóf sina myndatöku á Norðfirði, en það er sama árið og hann settist þar að. Fyrstu myndirnar, sem hann tók þar fjalla að sjálfögðu um kóngana, sem þá Konráð Vilhjálmsson og Sigfús Sveins- son. Enda áttu þeir, ef svo má að orði komast, svo til hverja þúfu i kaupstaðnum. Björn lagði mikla ræktarsemi við þær myndir, sem hann tók og flokkaði þær jafn óðum niður. Hann lagði stund á að ljósmynda flesta atburði er áttu sér stað i Neskaupstað, tók myndir af flestum borgum bæjarins, um- hverfi hans og öllu merkilegu i náttúru staðarins, hvort sem það var lifandi eða dautt. Björn flutti að mestu frá Nes- kaupstað upp úr 1960, en siðan hefur hann komið þangað á hverju sumri, svo að segja má að hann eigi samfellt myndasafn i Neskaupstað frá þvi 1915. Árið 1968, i október mánuði var stofnað félag i Reykjavik, sem heitir Norðfirðingfélagið i Reykjavik og nágrenni. Fljótlega eftir stofnun þess, var farið að ræða um það hvort, Björn væri ekki tilleiöanlegur að selja félaginu allar myndir, sem hann ætti og snertu Norðfjörð, Nes- kaupstað og Norðfjaröarsveit að einhverju leyti. Varð það úr að á þessu var ymprað við Björn árið 1969 og tók hann strax vel i þessa málaleitan. Hann hófst siðan handa við, að flokka myndirnar sundur. Og i fyrra afhenti Norð- Frönsku „duggurnar” voru algengir gestir á Austfjörðum fram yfir 1930. Á myndinni eru þrjár inni á Norðfirði, einnig sést að Austfjarðar- þoka hefur verið söm við sig á þessum árum en þarna hefur hún iæözt inn meö hliöum Búlandsins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.