Tíminn - 20.01.1973, Qupperneq 9

Tíminn - 20.01.1973, Qupperneq 9
l.augardagur 20. jauuar l!)7:í TÍMINN 9 - segir Guðmundur Pétursson, formaður framkvæmdanefndar Landssöfnunar í Landhelgissjóð. Söfnuninni fer senn að Ijúka KJ—Reykjavík Senn líður að því, að skipulegri söfnun í Lands- söfnun í Landhelgissjóð Ijúki, þótf söfnun verði ekki hætt. Hefur söfnunin nú staðið yfir í um f jóra mán- uði, og í dag eru komnar í sjóð söfnunarinnar tæplega 23 milljónir króna, en þá á eftir að reikna það, sem kemur inn fyrir sölu á minnispeningi, merki og kortum, sem gefin hafa verið út á vegum Lands- söfnunar í Landhelgissjóð. Timinn ræddi i gærmorgun viö þá Guðmund Pétursson, formann framkvæmdanefndar söfnunar- innar, og Jón Asgeirsson, framkvæmdastjóra hennar, og sögðu þeir frá framkvæmd og árangri söfnunarinnar. I framkvæmdanefnd Lands- söfnunar i Landhelgissjóð eru auk Guðmundar Péturssonar forseta Farmanna- og fiskimannasam- bands tslands, þeir Kristján Ragnarsson, formaður Lands- sambands isl. útvegsmanna, Ingvar Hallgrimsson, forstöðu- maður Hafrannsóknarstofnunar- innar, Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands íslands, og fulltrúar stjórnmálaflokkanna, þeir, Gils Guðmundsson, Baldvin Jónsson, Sigurður Hafstein, Sigurjón Guðmundsson og Guð- mundur Bergsson. — Söfnunarstarfið hófst 15. september, sagði Jón Asgeirss., með þvi að á fund framkvæmda- nefndarinnar voru kallaðir full- trúar heildarsamtaka stærstu at- vinnuveganna i landinu, og fékk söfnunin strax góðar undirtektir hjá þessum aðilum. Tóku þessir aðilar að sér að dreifa söfnunar- gögnum eða söfnunarlistum og kvittunum um land allt. Meðal þessara aðila má nefna Lands- samband isl. útvegsmanna, Búnaðarfélag Islands, Stéttar- samband bænda, Verzlunarráð tslands, Kaupmannasamtökin og Sambandið. Listar og kvittanir hafa verið að berast fram á þennan dag, sagði Jón Asgeirsson, og við von- umst til, að allir listar veröi komnir inn fyrir 15. febrúar. Vilj- A skrifstolu Landssöfnunar i I.andhelgissjóð að Laugavegi 13. Jón Asgeirsson (t.v.) og Guðinundur Pétursson, formaður framkvænidanefndar.(Timamyndir G.E.) " • • STYRKIÖ tANBSSÖFNUH um við þvi hér með skora á alla þá, sem hafa undir höndum söfnunarlista, að skila þeim hið fyrsta. Vonumst eftir framlögum frá sjómönnum á vertíð — Um leið og fer að liða að lok- um söfnunarinnar, fer vertið i hönd, sagði Guðmundur Péturs- son, formaður framkvæmda- nefndarinnar. Við vonumst fast- lega eftir, að sjómenn láti þá sitt af hendi rakna til söfnunarinnar, og eins — að um leið og loðnan fer að þétta sig og verða veiðanleg, — að sjómenn á loðnubátunum gefi i Landssöfnun i Landhelgissjóð. Þá sagði Guðmundur að áhafn- ir tveggja varðskipa hefðu gefið sem svaraði dagslaununum i söfnunina, og sýnt með þvi gott fordæmi. Annars sagði Guðmundur aö tilgangurinn með söfnuninni hefði verið tviþættur. Annars vegar að safna fé, sem gengi til kaupa á varðskipi, og hinsvegar til að skapa þjóðareiningu i kringum söfnunina. Hvað snerti fyrra atriðið, þá væri augljóst, að með útfærslu landhelginnar i 50 milur væri þörf á aukinni gæzlu og öfl- ugri skipum. Nýir togarar gengju 16 milur, og væru mikil sjóskip, og þyrftu varðskipin að ganga enn betur og vera enn traustari, svo að þau gætu sinnt gæzlustörfum sinum fullkomlega. Auk þess væru innan 50 milnanna hólf, sem Færeyingar og Belgar heföu leyfi til að veiða i, og þessi hólf þyrftu lika eftirlit. Það er von okkar, og trú, að samningar tak- ist við VesturÞjóðverja og Breta, en engu að siður þurfum við að efla varðskipaflotann, þar sem ekki eru nema þrjú skip i honum, sem eru það stór og gangmikil, að fullt gagn verði að þeim við gæzlustörf. Þessi skip eru Ægir, sem er þriggja ára, Óðinn, sem er fjórtán ára, og_Þór, 22 ára, en með nýjum vélum. Hitt markmið söfnunarinnar, sagði Guðmundur Pétursson, er að svna það svart á hvitu, að islenzka þjóðin stendur á bak við útfærsluna sem einn maöur, og sterkasta vopnið gegn Bretum og Vestur-Þjóðverjum er samstillt þjóð. Við verðum að geta friðað fiskimiðin umhverfis landið. Reynsla fiskifræðinga og þeirra, KAUPIÐ IÓLAMERKIH . ,-S -f i £■& ... m. Jl, ''vcí '3SS EfTIRSÓTTUR SAFNSRiPUR FÆST HÉR ikiMklni Í4iiii»i>imi« * tíiiidti<'ÍBÍ«i»ó. t4iiil<»ui«tt« ii-ilitr riiir Muðliinei xk»íi«(«»'***»'»MÍi» i m»*»»l»i»(***i »l<t »«l« HMtlijttnnii. * u»m*«( >'« *«l i<«> iiiriMÍtlr »l<<*i<«' (HMweniiiir *<-i* * LL« *'t*i< *>«»(**<- *«»» «**l>* VÍIIIIM « ><»(■»'«*. «< *l*;*ÍHl«»»'t llkknr, * «*»*ii. i«<>*«*»*v*>t» i obtiiitot* it»M«*(i»MÍu«it»*i 21. *i*-»*M*»Í>*>r M IMO *>« í«*l<**i J*«»<1 I «<»l»M»l>*. STYRKiÐ LANDSSÖFNUH KAUPIfi JÓIAMERKIN tðtlDHELCIS PEnmcuRinrt Sýnuir* KamsUiAu mvA LANDIIEUaSMKUIUl ’SUM Aii*»r *»«!**« rt>n»ur tii ii»ixtlKli;>«K>fmi rjöhsnt EfTlRSOTTUR SAFNGRIPUR FÆST HÉR Sýnishorn af því, sem gefiö hefur verið út til ágóða fyrir söfnunina. sem stundað hafa sjóinn um árabil, er sú sama i þvi efni. Skrifstofan eropin hluta úr degi Fram undir þetta hefur skrif- stofa Landssöfnunar f Landhelgissjóð verið opin allan daginn, að Laugavegi 13, en nú verður hún opin á virkum dögum klukkan hálf fjögur til fimm, og eru menn hvattir til að skila inn söfnunarlistum fyrir 15. febrúar. 1 samvinnu við Útflutnings- samtök gullsmiða gaf Lands- söfnun i Landhelgissjóð út Land- helgispeninginn úr gulli, silfri og bronzi. Peningurinn var hannað- ur af Jens Guðjónssyni, gullsmiö, en sleginn i Sviþjóð, og var for- seta tslands, dr. Kristjáni Eldjárn, afhentur peningur númer eitt. t upphafi voru búin til 234 sett af peningnum, og seldust þau strax upp. Þá voru pöntuð 200 sett til viðbótar og auk þess 300 sitfur og 300 bronzpeningar. Er von á þessari siðari sendingu nú einhvern daginn. Aætlaðar tekjur af fyrri sendingunni er rúm milljón og er sú upphæð ekki i heildartölunni um söfnunarféð hér að framan. Þá hafa verið gef- in út póstkort með litmynd af landinu og hafinu umhverfis ásamt 50 milna linunni. Land- mælingar Islands létu prenta þetta kort, sem hefur tekizt mjög vel, og á þvi eru t.d. nöfn á öllum helztu fiksimiðum i kring um landið. Gefin voru út frimerki, tökkuð og ótökkuö, og einnig mið- ar („stikkers”) til álimingar á ýmislegt, s.s. bilrúður, skólatösk- ur og fl. Nokkrir einstaklingar hafa gef- ið eitt hundrað þúsund krónur i söfnunina, þó nokkrir 50 þúsund, og þar fram eftir götunum. Framlög hafa borizt frá Dan- mörku, Færeyjum, Grænlandi, Þýzkalandi, Bretlandi og Sviþjóð, en víða erlendis hefur söfnunin vakið athygli almenn- ings, og hefur t.d. verið getið um hana i sjónvarpi og blöðum, er sagt hefur verið frá landhelgis- málinu erlendis. Hefur þetta með öðru sýnt samstöðu tslendinga i landhelgismálinu. Stærstu fram- lögin i söfnunina komu frá bönkunum, og var þar efstur á blaöa Seðlabankinn. Nú þegar fólk er i óða og önn að gera skattskýrslurnar, er rétt að minna á, að framlög i söfnunina Landssöfnun i I.andhelgissjóð eru frádráttarbær til skatts, og ber að láta kvittanir fyrir framlögum fylgja skattskýrslun- Yfirmenn vilja loðnu- Hér eru báðar hliðar Landhelgispeningsins, en seinni sendingin af honum kemur til iandsins á næstu dögum. ÞÓ-Reykjavik Farmanna- og fiskimannasam- band lslands hélt fund á Hótel Sögu á fimmtudaginn með yfir- mönnum á loðnuveiðiskipum. A fundinum uröu miklar umræður út af loðnuverðinu, sem væntan- legt er einhvern næsta dag. Einnig spunnust miklar umræður út af verðjöfnunarsjóðnum. Sögöu sjómenn, að þeir væru hlynntir sjóðnum, en hins vegáf vaertr þeir ekki vissir um, að allt það fé, sem þeir létu af hendi til sjóðsins, myndi skila sér aftur til þeirra. Þá skoraði fundurinn á sjávar- útvegsráðherra, að gera nú þegar fullnægjandi ráðstafanir varð- andi skipulegar fitumælingar (búkfitu) og þurrefnismælinga á þeirri loönu, sem veiðist á kom- andi vertið. Jafnframt verði gerð athugun á þeim möguleikum, að loðnan verði i framtiðinni verð- lögð á grundvelli afurðamagns. Bk^raði 4 láMreifi sér fyrir stofnun flutnirigasj sem stuðlað gæti að aukinni dreifingu hráefnis til þeirra verk- smiðja, sem fjær liggja miðunum og þá má i þvi sambandi minna á árangur Norðmanna i þeim efnum. Leggur lundurinn til, að i flutningasjóð verði lagðir á allt að 10 aurar á kiló, sem greitt verði sem flutningsstyrkur eftir ákveðnum reglum. Einnig verði settar reglur um skiptingu þess sem óráðstafað kanna að vertiðar. fjár, loðnuverð eigi að liggja fyrir jafnhliða öðru fiskverði fyrir hver áramót. Landhelgissöfnunin nemur tæpum 23 milljónum: Vonumst eftir framlögum frá sjómönnum á vertfð og loðnuveiðum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.