Tíminn - 20.01.1973, Page 15
Laugardagur 20. janúar 1972
TÍMINN
15
A sextándu öld var algengt, að
fólk I norrænum nágrannalöndum
okkar þambaði átta til tiu potta af
bjór á hverjum degi, og þar að
auki kom svo brennivln og
mjöður. Mjólk var að sjálfsögðu
einnig drukkinn. En við vatni var
varla litið, þegar fólk þyrsti eftir
saltmetið, sem það hafði Iátið i
sig.
Nú er ekki lengur siður að yrkja
mestmegnis um þorsta sinn og
dugnað við að slökkva hann með
áfengum drykkjum, er fyrr meir
var mikið iðkað. Samt sem áður
fer þvi fjarri, að löngun i þess
meðal aðalsmanna og borgara,
eru drukknir orðnir og fullir,
þegar þeir koma á þingið, og
verður tiðum af þessum sökum
mikið háreysti, óp,öskur, þrætur
og deilur, hvar af flýtur, að
margir spilla eða fortapa sinum
rétti. Þar fyrir höfum vér séð
nauðsyn bera til, að landsþing hér
eftir byrji á sumrin ekki seinna en
klukkan sjö og að vetri i siðasta
lagi klukkan átta”.
Þaö er svo önnur saga, hvort
menn hafa hætt að tæma öl-
kollurnar, þótt þeir væru rifnir
upp snemma dags.
konar drykkjarvöru hafi yfirgefið
mannskepnuna, og enn rennur
óhugnanlega mikið af áfengum
drykkjum um kverkar fólks.
Til er mergð af alls konar
drykkjuvisum, sem sungnar
voru, eða formálum, sem hafðir
voru yfir á jnannfundum og
veizlum á miðöldum, þegar efnt
til var hópdrykkju, Þá var mikill
siður að drekka svokölluð minni,
og þessum minnum var raðað af
natni eftir tign þeirra máttar-
valda, er þau voru helguð: Minni
guðs föður, Krists, heilags anda,
Mariu guðsmóður og óteljandi
dýrlinga.
Tuttugu tunnur
Þó að menn hefðu i rauninni
mesta dálæti á drykkju á þessum
öldum, og það væri talið merki
um hreysti og karlmennsku að
drekka sem mest (og er jafnvel
ekki aldauða enn), brá þvi þó
fyrir, likt og konungsboðið frá
1595 ber með sér, að reynt væri
heldur að hamla gegn drykkju-
skap. Var þá helzt gripið til þess
að fyrirskipa, hversu mikið af
áfengum drykkjum mætti drekka
i þessari eða hinni veizlunni. Með
þessu var stefnt að þvi að afstýra
stórslysum, þó að sennilega hafi
orðið af þvi litill árangur.
Vandinn viö siðaskiptin
Við siðaskiptin á sextándu öld
komust menn i mikinn vanda.
Visur og formálar, sem heyrðu til
hinum fornu minnum, báru
strangkaþólskan svip, svo sem að
likum lætur, og siða-
skiptapostularnir komust i
mikinn vanda, þvi að þarna var
rótgróin siðvenja, sem erfitt var
að hnekkja. Nafnkunnur maður,
Olaus Petri, reyndi að fleyta fólki
yfir þennan þröskuld, sem
breytingin á trúarbrögðunum
leiddi af sér, með þvi að yrkja og
gefa út i skyndi minni og skála-
vlsur, þar sem kenningin var svo
I Sviþjóð voru þær reglur
settar, að á mannamótum, sem
aðeins náðu til eins byggðarlags,
mætti ekki færa nema tuttugu
tunnur öls. Það voru samt all-
nokkrar birgðir, þar sem aðeins
fáir tugir manna voru saman
komnir, — sem sagt tvö þúsund
og fimm hundruð pottar.
Spýjurennan
t ráðhúsum og samkomuhúsum
iðngildanna þótti sjálfsagt að
hafa sérstaka spýjurennu. Gildis-
bræður höfðu yfirleitt mjög
nákvæmar reglur um drykkjusiði
sina, og var það ein krafan, sem
hrein og klár, að þetta mátti sem
bezt syngja án hneykslunar i
brúðkaupsveizlum og öðrum
samkvæmum þess tima. Þörfin
var ákaflega mikil, þvi að menn
þurftu raunar miklu oftar að
gripa til þess konar visna og for-
mála — sums staðar var jafnbrýn
þörf á sliku og sjálfri kvöld-
bæninni. Danskt konungsbréf frá
1595 segir langa sögu i stuttu
máli:
„Vér höfum komizt að raun um,
að landsþing hefst ekki, fyrr en
komið er langt fram á dag, svo að
margir af vorum þegnum, bæði
til þeirra var gerð, að þeir urðu að
komast að spýjurennunni til þess
að æla. 1 sænskum bálki um þetta
segir:
,,Nú verður bróðir drukkinn
meira en honum er hollt, svo að
hann ælir á gólfið. Þá bætir hann
gildinu einu pundi malts....”
Þegar minni voru borin, urðu
allir að drekka. Aftur á móti voru
þeir skektaðir sem drukku einir.
Drykkjuskapurinn innan veggja
gildishúsanna var skipulagður og
færður i fast og vel séð um, að
hann væri mikill. Þar að auki áttu
menn að minnast þeirra, sem
Hraustlcga skálað, cnda kannski vcrið aðdrekka minni heilags anda.
Saltmetið, sem
forfeðurnir
nærðust á,
kallaði lí ka á
mikla dn ^kkju
stóðu utan félagsskaparins. 1
reglum eins gildis við Kopper-
berg i Sviþjóð voru þessi ákvæði:
„Allir gildisbræður skulu
standa upp og kveöa, þegar minni
eru skenkt. Þá skulu og gest-
gjafar taka horn og handþurrkur
og ganga kveðandi til dyra og
gefa öl fátækum mönnum, sem
standa úti fyrir”.
Skáldskapur, sem enn er
öllum tiltækur
Sumt úr þessum gömlu reglum
gildisbræðra hefur orðið mjög
lifseigt, og eru atriði úr þeim enn
varðveitt f venjum sænskra
háskólastúdenta, bæði i fyrir-
mælum um ádrykkjur og söngva
— til dæmis i þeim félagsskap
háskólastúdenta i Uppsölum, sem
Gunnar Wennerberg, upphafs-
maður glúntanna, heyrði til. Einn
drykkjusöngva hans, Hár ár
gudagott att vara, hefur, sem
kunnugt er, verið slitinn úr sam-
hengi sinu og verið sunginn um
allar jarðir — þótt einkennilegt
sé, einnig á fundum góðtemplara.
Bergmál þessa alls höfum við
Islendingar svo i kvæðum sumra
islenzkra skálda, sem voru
stúdentar erlendis, til dæmis
Jónasar Hallgrimssonar og
Hannesar Hafsteins.
Sjór af púnsi
Meðal Svia eru stúdentasam-
tökin sums staðar kölluð
„þjóðir”. „Þjóðlifið” á upphaf
sitt i drykkjugildum stúdenta i
Uppsalaháskóla, er haldin voru i
kringum púnsborð i ógurlegu
reykjarkafi.
„Listar voru eins og varnar-
virki i kringum hvitmáluð borðin,
svo að ekki væri öllu rutt niður á
gólf”, segir i frásögn af þessum
púnsdrykkjum. „Langt frarn á
nótt var borðið einn hafsjór af
púnsi, þar sem brotin glös lágu á
við og dreif”.
Seinna var framreiðslan færð i
annað horf. Allir urðu að fá sér
matarbita, áður en þeim var veitt
áfengi, og söngur varð miklu
almennari en áður i samkvæmum
stúdenta.
Áriö 1787
Sviakonungar höfðu sett á stofn
rikisbrugg sér til tekna, og máttu
engir aðrir stunda brennivfns-
brugg. Árið 1787 afnam Gústaf III
einkarétt rikisins, en leyfði
heimabrugg gegn sérstöku
afgjaldi. En nú varð að brugga
mikið og drekka mikið, svo að
kóngur og riki hans yrði ekki af
tekjum. Það varð að reka
strangan bruggáróður, og fjöldi
presta i landinu reið á vaðið með
heimabruggið.
Svo rösklega var að verið, að
árið 1788 voru bruggmálin sænsku
komin i bezta horf. Þegar
konungur sendi herlið til Finn-
lands um mitt sumarið til þess að
berjast við Rússa, voru
„hermennirnir langflestir
drukknir við brottförina, og suma
varð að draga út á skipsfjöl”,
segir i endurminningum manns,
sem nærstaddur var.
I Austur-Gotlandi voru þessi
orð skrifuð: „Arið 1787 var tæpast
brennivin að fá i nokkru sænsku
þorpi. En árið eftir,88, þá var hér
gnóglegt brennivin og mikil gleði,
kæru vinir — mikil gleði”.