Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 17
Laugardagur 20. janúar 1972 TÍMINN 17 34 togarar að ólöglegumveiðum 60 erlend skip við landið nú - voru 107 í fyrra ÞO—Reykjavik Landhelgisgæzlan lét telja er- lend veiðiskip á miðunum við Is- land 15. janúar. Reyndust erlendu veiðiskipin vera 60 talsins, en 15. janúar 1972 voru erlend veiðiskip við landið 107 talsins. Af þessum 60 skipum, reyndust 42 þeirra vera brezkir togarar, 33 þeirra voru innan 50 sjómilna markanna og reyndu að stunda þar veiðar, en i fréttatilkynningu Landhelgisgæzlunnar segir, að fæstir þeirra hafi getað stundað veiðar vegna athafna varðskip- anna.Niu brezkir togarar voru á ferð og utanvið landhelgina. Þá voru 11 v-þýzkir togarar viö landið, og reyndist aðeins einn þeirra stunda ólöglegar veiðar, en hinir voru um og utan við lin una. Þrjú belgisk veiðiskip voru við veiðar samkvæmt heimild, þrir færeyskir togarar voru á veiðum samkvæmt heimild og sömuleiðis einn færeyskur linu- veiðari. Brezku togararnir, sem héldu sig innan landhelginnar, voru langflestir á Þistilfjarðargrunni, Langanesgrunni og Vopna- fjarðargrunni. Vélaafl fiskiskipa sífellt meira — meðalaldur lækkar einnig Hin bdga félagslega þjónusta við Breiðholtshverfin rædd í borgarstjórn í fyrrakvöld: Borgarstjórneinhuga um löggæzlustöð ÞÓ-Reykjavik 1 skipaskránni fyrir árið 1973 getur að finna upplýsingar um meðalorku á rúmlest undir þil- fari. Þar kemur i ljós, að orku- þörfin er mest i fiskiskipum, og að meðalorkan verður sifellt meiri. Þau fiskiskip, sem nota mesta orku, eru af stærðinni 10-24 rúm- lestir, en þau hafa 9.30 hestöfl á hverja smálest undir þilfari um siðustu áramót, en var 8.87 hest- öfl á rúmlest 1. janúar 1972 og 8.25 hefstöfl 1. janúar 1971. Meðalork- an hefur þannig aukizt um rúm- lega eitt hestafl á rúmlest undir þilfari i þessum stærðarflokki á tveimur árum. Eftir þvi, sem skipin stækka, fer orka á hverja rúmlest lækk- andi, og eru 2.40 hestöfl á rúmlest fyrir fiskiskip, 500 rúmlestir eða stærri (var 2.30 hestöfl 1. janúar 1972). — í islenzkum Flutninga- skipum er orkan 2.14 hestöfl á hverja rúmlest undir þilfari i stærðarflokknum 500-999 rúm- lestir. Meðalaldur islenzkra skipa hef- ur lækkað á siöasta ári, og lægst- an meðalaldur hafa fiskiskip af stærðinni 200-299 rúmlestir eða 8.7 ár. Þá koma fiskiskip af stæröinni 100-149 rúmlestir, 9.2 ár. Hæstan meðalaldur hafa fiskiskip 25-49 rúmlestir, 20.1 ár og næsthæstan Vistfræðingur flytur háskóla- fyrirlestra ívetur Dr. William P. Nagel, vistfræð- ingur, prófessor við Oregon State University i Bandarikjunum, dvelst i vetur sem gistiprófessor við verkfræði- og raunvisinda- deild Háskóla Islands. Prófessor Nagel mun nú á vor- misseri flytja fyrirlestra og stjórna umræðum um manninn og umhverfi hans, og er námskeið þetta opið öllum almenningi auk nemenda og kennara Háskóla ts- lands. Fyrirkomulag námskeiðsins verður með þeim hætti, að prófessor Nagel flytur fyrirlestur um ákveðið efni á þriðjudögum kl. 20.30, en siðan verða haldnir umræðufundir um sama efni á fimmtudagskvöldum kl. 20.30. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn n.k. þriðjudag, 23. janú- ar, i 1. kennslustofu Háskóla Is- lands og fyrsti umræðufundurinn fimmtudaginn 25. janúar á sama stað og tima. Alls mun prófessor Nagel taka til meðferðar fimmtán efnisþætti i fyrirlestra- flokki sinum. fiskiskip af stærðinni 50-99 rúm- lestir, 19.4 ár. Meðalaldur fiskiskipa stærri en 499 lestir hefur frá 1. janúar 1972 til 1. janúar 1973 lækkað úr 20.6 árum i 18.8 ár. A þessu ári mun meðalaldur þessara fiskiskipa, sem flest eru togarar, lækka verulega með tilkomu nýju skut- togaranna, sem nú eru i smiðum. Bræla á loðnu miðunum - en veðrið fór batnandi í gær ÞÓ-Reykjavik Bræla var á loðr.umiðunum úti fyrir Austfjörðum i fyrrinótt, og öll skip sem komin eru á miðin, lágu i vari. Jakob Jakobsson, leiðangur- stjóri á Arna Friðrikssyni sagði i gær, að þeir á Árna hefðu farið inn til Neskaupstaðar og tekið þar vatn og vistir. Var Arni á leið út, þegar við ræddum við Jakob, og veðrið fór óðum batnandi. VEUUM ISLENZKT-/H\ ISLENZKAN IÐNAT MkA/ TK—Reykjavik Á fundi borgarstjórn- ar i fyrrakvöld sam- þykkti borgarstjórn Reykjavikur með 15 samhljóða atkvæðum ályktun, þar sem segir, að borgarstjórn telji nauðsynlegt að reisa löggæzlumiðstöð svo fljótt, sem frekast er kostur. Ennfremur beindi borgarstjórn einróma þeim tilmælum til dómsmálaráðherra, að hann hlutist til um fjölgun i lögregluliði Reykjavikur. Þá var samþykkt samhljóða viðaukatillaga frá Alfreð Þor- steinssyni, borga rfulltrúa Framsóknarflokksins, svohljóð- andi: ,,Þá lýsir borgarstjórn yfir vilja sinum til að bæta aöstöðu til ýmiss konar félagsstarfsemi i Breiðholtshverfum, t.d. iþrótta- aðstöðu og aðstöðu fyrir æsku- lýðsstarfsemi”. En viðaukatillögu Birgis tsleifs Gunnarssonar, eða réttara sagt, skilyrði borgarstjórans fyrir þvi, að efni tillögu Alfreðs yrði fram kvæmd, — samþykktu aðeins ihaldsmenn, en skilyrði borgar- stjórans var svohljóðandi, og var hnýtt aftan við tillögu Alfreðs: ,,enda veröi borgarstjórn séö fyr- ir nægilegum tekjustofnum til nauðsynlegra framkvæmda i þágu borgarbúa”. Eins og kunnugt er, varð tilefni þessara ákvarðana og umræðna i borgarstjórn það, að borgarfull- trúar Framsóknarflokksins fluttu tillögu um það, að löggæzlustöð yrði þegar i stað komið upp i Breiðholtshverfum. Var áskorun um það efni beint til lögreglu- stjórans, þar sem hann hefur einn með skiptingu mannafla lögregl- unnar milli hverfa að gera, og á að gera tillögur um fjölda lög- gæzlumiðstöðva. Ekki sizt var þessari áskorun þó beint til lög- reglustjóra fyrir það, að haft hafði verið eftir honum i viðtali við dagblaðið Visir eftirfarandi: ,,..að ekki væri gert ráð fyrir lög- gæzlu i Breiðholti, til þess þyrfti meiri ibúafjölda i hverfinu”. Frá þessari tillögu Framsóknarmanna hefur áður verið skýrt i blaðinu. Ólafur B. Thors var talsmaður ihaldsins i bessu máli. og vildi hann ekki beina áskoruninni til lö^greglu- stjóra heldur til dómsmálaráð- herra og lagði höfuðáherzlu á að fjölga þyrfti i lögregluliðinu i Reykjavik en lagði minni áherzlu á löggæzlumiðstöð fyrir Breið- holtshverfin. Það var sú tillaga með nokkrum breytingum og áðurnefndum viðaukum, sem samþykkt var i borgarstjórninni. 1 framsöguræðu sinni fyrir til- lögu Framsóknarmanna sagöi Alfreð Þorsteinsson m.a. um skipulag lögreglunnar i Reykja- vik: „Það er áreiðanlega rétt, að fjöíga verður lögreglunni, en lög- reglustjóri hefur sett fram ósk um það, að lögreglumönnum verði fjölgað um 100 á næstu tveimur árum, eða um 50% frá þvi sem nú er. Þetta er óneitanlega stórt stökk og gefur til kynna, að ekki hafi verið staðið nægilega vel að þess- um málum á undanförnum árum, nema að ný viðhorf hafi skapazt, en hingað til hefur verið við það miðaö, að einn lögregluþjónn kæmi fyrir hverja 500 ibúa. Ef sú regla er höfð til viðmiðunar, hef- ur ástandiö sennilega aldrei verið eins gott og það er einmitt i dag. 1 lörgegluliði borgarinnar eru nú 220 lögreglumenn, þar af 30 starfandi hjá sakadómi og 35 i umferðadeild. Það kemur þvi heim og saman, að rúmlega einn lögregluþjónn er fyrir hverja 500 ibúa, ef við miðum ibúatölu Reykjavikur við 85 þúsund. Ef við litum svo á það, að i Breiðholtshverfi búa nú um 10 þúsund manns, ættu samkvæmt fyrri reglu, 20 lögregluþjónar aó sinna hverfinu að meira eða minna leyti. Þess vegna vaknar spurning um það, hvort nægjanleg hreyfing sé á lögregluliði borgarinnar. Og það er ekki óeðlilegt, að spurt sé, hvort lögregluyfirvöld, bæði nú- verandi og fyrrverandi, hafi gert sér grein fyrir þeirri miklu byggð, sem sprottið hefur i Breið- holtshverfi. Mér sýnist, að skipu- leggja mætti betur núverandi liðsafla lögreglunnar en gert er. Mér er til efs, að tekið hafi verið nægjanlegt tillit til breytinga, sem orðið hafa i borginni, og Breiðholtshverfi er talandi dæmi um. Verður ekki einmitt að hafa til hliðsjónar á hverjum tima af- brotatiðni i hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Stærð hverfa hlýtur að hafa nokkur áhrif þar um, eins og eðlilegt er. En fyrst farið er að ræða um lögreglumenn — og fjölgun þeirra, sem ég er sammála, þó að ég sjái ýmsa annmarka á þvi að fjölga jafn mikiö i einu og beðið er um — þá vil ég nota tækifærið til að lýsa ánægju minni með störf lögreglumanna i Reykjavik, sem oft á tiðum hafa oröið að vinna við léleg skilyrði. Hverjir vildu til að mynda vera i sporum lögreglumanna sem kallaðir eru út til að mæta skotóð- um vitfirringi, án þess að hafa vopn til varnar? Menn skyldu ekki álita, að slikt sé neinn barna- leikur. Eftir þá atburði, sem urðu i Breiðholtshverfi, finnst mér bæði sjálfsagt og rétt, að séð verði til þess, að i öllum lögreglubifreið- um verði geymd skotvopn, sem hægt yrði að gripa til, ef i nauðir ræki. Ég tel ástæðulaust á þessu stigi, að lögreglumenn séu al- mennt vopnaðir, en þeir verða þó að geta variö sig. Það getur eng- inn krafizt þess með sanngirni, að lögreglumenn gangi óvopnaðir ti atlögu við byssumenn. Mér hefur oröið nokkuð tiðrætt um löggæzluna, eins og eðlilegt ar, en ég vil endurtaka, að af- brotafaraldurinn, sem við er að etja, á sér fleiri orsakir en þær einar, aö löggæzla sé ábótavant. Við verðum að hafa i huga — og leggja á það sérstaka áherzlu — að gera ýmsar fyrirbyggjandi ráðstafanir i félagslegu tilliti. í þvi efni stendur það næst okkur borgarfulltrúum að taka til hendi — og vinna að félagslegum og skipulagslegum atriðum, sem biða úrlausnar i Breiðholtshverfi og öðrum nýjum hverfum sem munu risa innan fárra ára”. (Nánar er sagt frá ræðu Alfreös i pistlinum ,,A Viðavangi” bls. 3). Umræöur um þetta mál urðu fjörugarog langar i borgarstjórn- inni, og vildi ihaldið kenna Ólafi Jóhannessyni einum um allt það bága ástand, sem rikir á sviði félagslegrar þjónustu i Breið- holtshverfum. Jafnframt setti borgarstjórinn það skilyrði, eins og fyrr var frá greint, að ekki yrði gert verulegt átak til að bæta hina félagslegu þjónustu við ibúa Breiðholtshverfa, nema hann fengi leyfi til að leggja hærri útsvör á þá. AUGLÝSINGA símar Tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.