Tíminn - 20.01.1973, Síða 18
18
TÍMINN
ingurinn kallaði eitthvað á eftir honum. Indverjinn fylgdi honum fast
eftir og barði sér á brjóst með annarri hendinni, en pataði hinni i allar
áttir. Allt i einu skýrðist sjón Patersons og honum fór að liða betur.
Hann nam staðar og virti fyrir sér fólkið, sem var allt i kringum hann,
sitjandi, standandi og liggjandi. Hann sagöi við Hollendinginn, sem
kom nú á eftir honum:
„Allt þetta fólk verður aö komast yfir. Við verðum að skipuleggja
það einhvern veginn”.
„Hvað segið þér! Skipuleggja! Hvernig i fjáranum ætlið þér að fara
að þvi? Litið á það! Þarna situr þaö bara, glápir út i loftið og biður eftir
kraftaverki”, svaraði Hollendingurinn■ hámæltur.
Paterson var nú alveg búinn að ná sér og horfði ihugandi út á brúna
og ána. Indverjinn stóð ennþá viðhliðina á honum og betlaði um ris.
„En brúin verður aldrei nægilega sterk til að þola bil”.
„Ekki það? Hún skal þó svei mér fá að þola minn bil! Hvar eru hin,
sem voru með yður?”
„Þau eru þarna fyrir handan”. Paterson benti með þumalfingrinum i
áttina.
,Við verðum að gera eitthvað! Ég hef heyrt mikið talað um, að herlið
sé á leiðinni hingað!”
„Þér vitið nú eins vel og ég, að kvittur er ekki lengi að koma upp
meðal flóttafólks”. Paterson horfði enn á brúna. „Við verðum að láta
útbúa fleiri fleka til að koma þeim, sem fótgangandi eru, yfir”.
„Hvað þá um bilana okkar?”
„Aður en við komum þeim yfir, verður að gera við brúna. Það tekur
sennilega eina tvo daga”.
„Eina tvo daga!” Hollendingnum svelgdist á.
Paterson leit við og sá tvo menn vera að útbúa fleka úr bambus.bund-
inn saman með trefjum.
„Það væri hægt að fá þá til að vinna með þvi að lofa þeim að gera upp
við þá með ris áð loknu hverju dagsverki”.
„Fyrir hvern fjandann ættum við svo sem að gefa þeim ris? Þeir
hafa allir nóg af ris. Ég hef ekki séð neinn svelta! ”
Paterson lagði af stað upp veginn. Kastið, sem nærri hafði verið búið
að yfirbuga hann skömmu áður, var nú alveg liðið hjá. Hann bjóst við,
að þetta hefði stafað af þvi, að hann hafði engan morgunmat borðað
ennþá. Hann hafði ekki fengið sig til að borða eftir að hafa grafið
ungfrú McNairn. Það hafði verið óskemmtilegt i þessum hita. Kexköku
og tebolla hafði hann ekki einu sinni getað komið niður. Nú varð hann
allt i einu glorsoltinn. Upphátt sagði hann:
„Ég verðað fá mér tebolla og eitthvað að borða til að byrja með.Það
auðveldar mér að hugsa. Ef til vill reyni ég að sofna dálitla stund”.
„Te!” hrópaði Hollendingurinn upp yfir sig. „Hafið þér tima til að
drekka te núna! ”
I þvikomu þeir að beygjunni og sáu bilinn. Hollendingurinn var alveg
að missa þolinmæðina yfir jafnaðargeði Patersons Það var ekk'i fyrr en
þeir nálguðust bilinn, að hann fékk um annað að hugsa. Hann svipaðist
um eftir hinum bilnum og evrópska fólkinu, sem hann hafði séð, þegar
hann ræddi við Portman. Hann mundi meðal annars eftir mjög glæsi-
legri konu og annarri gamalli og tötralegri með gleraugu. Hann furðaði
sig á þvi aö koma hvergi auga á þær.
„Segið mér, hvar eru hin? Og hvar er hinn billinn?”
„Þau sneru við”.
„Hvað gerðu þau? Sneru þau við ?”
Hollendingurinn, sem var að þurrka af sér svitann með hreinum og
nýstroknum vasaklút, varð svo undrandi, að honum féllust hendur.
„Yður getur ekki verið alvara! Þér eruð að gera að gamni yðar, já
þérhljótiðað vera að gera að gamni yðar. Þér hljótið að hafa heyrt, að
kólerufaraldur geisar meðal flóttafólksins. Hafið þér ekki heyrt það?”
Paterson svaraði ekki. Hollendingurinn gaf frá sér hljóð, sem bæði
gáfu til kynna efasemdir hans og kæti. Hann var ekki alveg viss um,
hvort Paterson skopaðist að honum eða laug, en komst að þeirri niður-
stöðu, að hann yrði að vera varkái; og Paterson liti alls ekki út fyrir að
vera fullkomlega heilbrigður. A meðan hafði Paterson fyrirskipað
Tuesday að búa til te og sagði nú blátt áfram:
„Afsakið, hvað voruð þér aðsegja um kóleru? Ég heyrði ekki”.
„Ég sagði, að kólera geisaöi i héraðinu kringum Shwebo og breiðist
þess vegna ört út”.
„Hversu margir hafa tekið veikina?”
„Þaö veit ég svei mér ekki, en það hljóta að vera töluvert margir”.
Tuesday var búinn aö kveikja bál skammt frá bilnum. Paterson var
aftur að verða þreyttur eftir erfiöan aksturinn um morguninn og leiður
á að hlusta á Hollendinginn.
„Þér skulið fá yður tebolla með mér”. Paterson settist i skug anum
aftan við bilinn.
„Nei, þökk fyrir”, svaraði Hollendingurinn. „Nei, ég ætla niður að
brúnni aftur og reyna að koma skriði á vinnuna. Auk þess get ég ekki
séð, að nokkru fjandans máli skipti, hve margir hafa fengið kóleruna.
Þegar allir tala um, að kólera sé að brjótast út, hlýtur fjandakornið
eitthvað aö vera til I þvi”.
Hann sneri sér við og klóraði sér á kafloðinni bringunni. Hann sagði:
„Það er eins gott að athuga, hvað maður borðar og drekkur. Þér litið
alls ekki hraustlega út, get ég sagt yður”.
„Þakka yður fyrir hugulsemina, en ég er vel friskur”.
Paterson hafði ekki nokkra löngun til að halda samtalinu áfram.
Höfuðverkurinn kvaldi hann og varnaði honum næstum máls.
Hann lagðist á magann með höfuðið.á handleggjunum. Þegar hann,
löngu seinna að honum fannst,sneri sér við aftur, sá hann Nadiu standa
við hliðina á sér með bolla i hendinni. Honum fannst andlit sitt þakið
kóngulóarvef, þegar hann lauk upp augunum,og þegar hann var setztur
upp, strauk hann báðum höndum yfir andlitið til að losna við hann.
Þetta vildi ekki liða frá og honum dimmdi fyrir augum og stúlkan hvarf
honum, þegar hann rétti fram hendurnar eftir bollanum, sem hún rétti
honum.
Loks náði hann bollanum og hélt fast um hann með báðum höndum.
Hann hafði á tilfinningunni, að missti hann bollann, mundi hann, en
ekki bollinn, detta með brothljóði. Hann sá ekkert annað en andlit
Nadiu, er augu hennar hvildu rannsakandi á honum, og bollann i hönd-
um sér. Bollinn fannst honum vera bútur af ljósastaur, sem hann hélt
sér dauðahaldi i.
Nadia sagði eitthvað við hann, en burmönsku orðin, sem hann ætlaði
að svara með, voru einhvers staðar hinum megin við kóngulóarvefinn,
sem skildi hann frá umheiminum. Hann reyndi að losna við vefinn,
reyndi að ýta honum til hliðar, af þvi að það angraði hann, að eitthvað
skyldi geta lagt hömlur á hugsanir hans og framkvæmdir, einmitt nú,
þegar mest reiðá fyrir hann að vera skjótan til orðs og æðis.
Þegar honum að lokum tókst að losna við vefinn, sá hann Nadiu fyrir
framan sig með hitamælinn i hendinni. Hún hélt honum fast upp við
andlitið á honum,og hann reyndi að fá hana til að fjarlægja hann, en
ekki leið á löngu, unz mælirinn var kominn i munninn á honum. Honum
gramdist, að henni skyldi takast að kúga hann, en mótmælti þó ekki.
Paterson sá, aðhún hafði auga með úrinu hans.
Svo var mælirinn tekinn út úr honum. Hann reyndi að ná honum, en
Lárétt
1) Ánauð.- 6) Strákur,- 7)
Borðandi,- 9) Skáld,- 10) Róg-
ur,- 11) 550,- 12) Tónn,- 13)
Dugleg,- 15) Spillt.-
Lóðrétt
1) Ekki veginn,- 2) Friður,- 3)
Jurt,- 4) 51.- 5) Pro.- 8) Mál.-
9) Grænmeti.- 13) Skáld.- 14)
Fisk,-
X
Ráðning á gátu No. 1312
Lárétt
1) Uppsala.- 6) Óku.- 7) Dr,- 9)
Ál.- 10) Rispast,- 11) At - 12)
Té,- 13) Ala,- 15) Indland,-
Lóðrétt
1) Undraði.- 2) Pó.- 3) Skapill.-
4) AU.- 5) Alténd,- 8) Rit,- 9)
Ast,- 13) AD,- 14) AA,-
Laugardagur 20. janúar 1973
lillf lilNHii I
LAUGARDAGUR
7.00 Morgunútvarp,
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Óskalög sjúklinga.Krist-
ín Sveinbjörnsdóttir kynnir.
14.40 islenzkt mál. Ásgeir
Blöndal Magnússon cand,
mag. flytur þáttinn.
15.00 Gatan min. Jökull
Jakobsson gengur um
Staðarhverfið i Grindavik i
fylgd Einars Kr. Einars-
sonar, — fyrri hluti.
15.40 „Góðan daginn,
G rindvikingur” Sönglög
eftir Sigvalda Kaldalóns.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir StanzÁrni
Þór Eymundsson og Pétur
Sveinbjarnarson sjá um
þáttinn.
16.45 Siðdegistónleikar a.
Támas Vásáry leikur pianó-
tónlist eftir Liszt. b. Ger-
vase de Peyer og Gerald
Moore leika Stef og tilbrigði
op. 33 eftir Weber. c. Diet-
rich Fischer-Dieskau syng-
ur lög eftir Weber við skozk
kvæði. d. Janos Starker og
Sinfóniuhljómsveit Lund-
úna leika Sellókonsert eftir
Lalo, Stanislaw Skrow-
aczewski stj.
17.40 Útvarpssaga barnanna:
„Uglan hennar Mariu” eftir
Finn Havrevold Olga Guð-
rún Arnadöttir les (8)
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Við og fjölm iðlarnir.
Einar Karl Haraldsson
fréttamaður sér um þáttinn.
19.40 A Gerskri GrundÞorkell
Sigurbjörnsson ræðir við
Kristinn Hallsson og Láru
Rafnsdóttur um hljómleika-
ferð þeirra um Sovétrikin.
20.00 Hljómplöturabb Guð-
mundar Jónssonar.
20.55 „Þurr augu, rauð”,
smásaga eftir Rósu
Þorsteinsdóttur. Þórhildur
R. L. Richter les.
21.25 Gömlu dansarnir. Andr-
ew Walter leikur.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
17.00 Þýzka i sjónvarpi,
Kennslumyndaflokkurinn
Guten Tag. 8. og 9. þáttur.
17.30 Skákkennsla. Kennari
Friðrik Ólafsson.
18.00 iþróttir Blak á Islandi.
Mynd frá skiðastökkkeppni
i ínnsbruck. (Evrovision —
Austurriska sjónvarpið)
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Vcður og auglýsingar
20.25 Hve glöð er vor æska
Brezkur gamanmynda-
flokkur Sannleikurinn er
sagna beztur Þýðandi Ellert
Sigurbjörnsson.
20.50 Vaka.Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Umsjónarmenn
Björn Th. Björnsson, Sig-
urður Sverrir Pálsson,
Stefán Baldursson, Vésteinn
Ólason og Þorkell Sigur-
björnsson.
21.30 Ógnarherferðin.lExperi-
ment in Terror) Bandarisk
sakamálamynd frá árinu
1962, byggð á sögu eftir
Mildred og Gordon Gordon.
Leikstjóri Blake Edward.
Aaðalhlutverk Glenn Ford,
Lee Remick og Ross Mart-
in. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson. Ung stúlka,
sem vinnur i. banka verður
fyrir óvenjulegri árás.
Árásarmaðurinn lætur hana
ekki sjá sig en segir henni,
að vilji hún ekki veita aðstoð
við rán i bankanum, muni
það kosta yngri systur
hennar lifið.
23.30 Dagskrárlok