Tíminn - 20.01.1973, Page 19
Laugardagur 20. janúar 1973
TÍMINN
19
Urrisjón Alfreð Þorsteinsson
Rússinn Arsjanov sézt hér detta á marklínunni i úrslitahlaupi 800 m hlaupsins i Miinchen, en
Bandarikjamaðurinn Wottle, maðurinn með húfuna;sigrar, en báðir hljóta sama tfma, 1:45,9 min.
Kenyamaöurinn Boit varð þriöji á 1:46,0 mín.
Valur og Fram
leika á morgun
- þrír leikir í 1. deild kvenna í islandsmótinu verða
leiknir í Laugardalshöllinni á morgun. Niðurröðun
leikja í mótinu og öll framkvæmd er til skammar
Mjög þýðingarmikill leikur
verður leikinn i 1. deild kvenna I
handknattleik á morgun. Þá mæt-
ast tvö beztu kvennalið landsins,
Valur og Fram. Þessi lið hafa
barizt um tslandsmeistaratitilinn
i handknattleik kvenna undanfar-
in ár. Leikur liðanna hefst i
Laugardalshöllinni kl. 13.30. Það
má búast við þvi, að þar verði
hart barizt, enda mikið i húfi,
bæði liðin sigruöu örugglega i sin-
um fyrstu leikjum í mótinu. Valur
vann Ármann 15:10 og Fram
vann KR 14:10.
Það er nokkuð einkennilegt að
Valur og Fram skuli mætast
strax i annarri umferð. Móta-
nefndin virðist ekkert gera i þvi
að láta kvennamótið verða
skemmtilegt. Með réttu ætti leik-
ur Vals og Fram að verða síðasti
leikur i fyrri umferðinni. Þá er
nokkuð einkennilegt, að Ár-
mannsliðið, sem er okkar efnileg-
asta kvennalið, skyldi mæta Val i
fyrsta leik mótsins. Með þvi að
láta Armann, Val og Fram leika
innbyrðis strax i mótinu, er búið
að fyrirbyggja að kvennamótiö
verði skemmtilegt. Niðurröðunin
i Islandsmóti kvenna er til
skammar i alla staði. Það má
bezt sjá á áðurnefndum atriðum
og einnig þvi, að þegar Fram og
Valur eru búin að leika á morgun,
er mánuður i næsta leik hjá liöun-
um. Það virðist ekkert vera gert,
til að gera íslandsmótiö hjá
kvenfólkinu skemmtilegt — alltaf
gamla sagan, kvennahandknatt-
leikur er látinn sitja á hakanum.
Hinir kvennaleikirnir á morgun
verða leiknir strax á eftir leik
Vals og Fram, þá mætast Ár-
mann og Vikingur og KR og
Breiðablik.
Staðan i 1. deild kvenna er nú
þessi:
Valur 1 1 0 0 15: :10 2
Fram 1 1 0 0 14: :10 2
Vikingur 1 0 1 0 8: :8 1
Breiðablik 1 0 1 0 8: :8 1
KR 1 0 0 1 10: :14 0
Armann 1 0 0 1 10: :15 0
Hljómskálahlaup ÍR
hefjast á morgun
Hljómskálahlaup ÍR hefjast að nýju á morgun
sunnudaginn 21. janúar, kl. 14, við Hljómskálann.
Er þetta 5. árið i röð, sem íR-ingar gangast fyrir
Hljómskálahlaupi, þar sem keppt er i aldursflokk-
um. Hlaupin eru opin öllum, sem áhuga hafa á að
taka þátt i þeim sér til ánægju og heilsubótar. Vega-
lengd hlaupsins er sú sama og undanfarin ár, eða
um 800 m, fyrir alla aldursflokka, nema keppnis-
fólk, sem hleypur 2 til 4 hringi. Skráning i hlaupið
fer fram á staðnum, og eru væntanlegir keppendur
beðnir að mæta timanlega.
Beztu heimsafrekin í frjálsum fþróttum 1972:
FINNAR JAFN-
BEZTIR A MILLI-
VEGALENGDUM
t dag birtum við beztu
afrekin i heiminum i 800,
1500 og 2000 m hlaupum
og einnig i miluhlaupi.
Frábær afrek voru unn-
in á þessum vegalengd-
um i fyrra. Wottle, USA,
jafnaði heimsmetið i 800
m hlaupi, hljóp á 1:44,3
min, Vasala, Finnlandi
setti Evrópumet i sömu
grein, hljóp á 1:44,5 min.
Þá setti Puttemans,
Belgíu, heimsmet i 3000
m hlaupi, hljóp á 7:37,6
min.
1500 m hlaup:
Vasala, Finnl. 3:36,3 min
Keino, Keynya 3:36,8 min
Boit, Kenya 3:37,4 min
Dixon, N-Sjál. 3:37,5 min
Ivanov, USSR 3:37,8 min
Van Zijl, S.Afriku 3:37,9 min
Foster, Bretl. 3:38,2 min
Stewart, Bretl. 3:38,2 min
Howe, USA 3-38,2 min
Michael, USA 3:38,3 min
Ensk mila:
Ryun, USA 3:52,8 min
Stewart, Bretl. 3:55,3 min
Foster, Bretl. 3:55,9 min
Douglas, Bretl. 3:56,0 min
Van Zijl, S.Afriku 3:56,0 min
Kirkbride, Bretl. 3:56,5 min
Pretortaine, USA 3:56,7 min
Polhill, N-Sjál. 3:57,0 min
Vasala, Finnl. 3:57,2 min
Hilton, USA 3:57,6 min
Ekman, Sviþj. 3:57,7 min
800 m hlaup:
Wottle, USA
Vasala, Finnl.
Wohlhuter, USA
Swenson, USA
Ryun, USA
Arzanov, USSR
Philipps, USA
Brown, USA
Fromm, A-Þýzkal.
Plachy, Tékk.
3000 m hlaup:
Puttemans, Belgiu, 3:37,6 min
1:44,3 min Virén, Finnl. 7:43,2 min
1:44,5 min Prefontaine, USA 7:44,2 min
1:45,0 min Bedford, Bretl. 7:46,4 min
1:45,1 min Gárderud,Sviþj. 7:47,8 min
1:45,2 min Hilton, USA 7:48,0 min
1:45,3 min I.Stewart, Bretl. 7:48,4 min
1:45,3 min del Buono, Italiu 7:49,4 min
1:45,4 min Quax, N-Sjál. 7:49.6 min
1:45,4 min Gammoudi, Túnis 7:50,2 min
1:45,7 min Halle, Noregi 7:50,6 mín