Tíminn - 20.01.1973, Side 24
24
TÍ.MI.N.N
Laugardagur 20. janúar 1973
iit i * ' 1 m 1
T**** *^» 'Hf; 1
/' -j..#.. . y ]
Hluti hinna 80 dansara og söngvara frá Júgóslaviu. Eins og sjá má er þetta ungt, fjörlegt og bráðmyndarlegt fólk.
„Hoppsasí og tra-la-la” á sviði
Þjóðleikhússins 2. febrúar n.k.
- 80 manna flokkur
dansara og söngvara
frá Júgóslavíu
Stp—Reykjavík
Um n'æs'tu mánaðamót kemur
hingað til lands 80 manna flokkur
dansara og söngvara frá
Júgóslaviu, sem sýna mun þjóö-
dansa og flytja þjóðlög frá
Slóveniu, Serbiu, Makedóniu og
Króatiu á sviði bjóðleikhússins.
Verða sýningarnar tvær, báðar
sama dag, föstudaginn 2. febrúar
kl. 8 og 11 e.h. Listamennirnir eru
frá borginni Ljubljana i Slóveniu
og koma hér við á leið sinni vestur
um haf i sýningarferðalag um
gervöll Bandarikin. Hefur flokk-
urinn hlotið mikla viðurkenningu
viða um lönd, en hann hefur
sýnt i flestum löndum Evrópu og
nokkrum Afrikurikjum og fer nú i
fyrsta skipti til Bandarikjanna.
betta mun vera fjölmennasti
hópur erlendra listamanna, er til
þessa hefur komið fram á fjölum
bjóðleikhússins. Fyrir fimm ár-
um sýndi annar söng- og dans-
íiokkur frá Júgóslaviu, sem
„Frúla’” hét, i bjóðleikhúsinu.
Hélt hann tvær sýningar við
mikla aðsókn og hrifningu.
Efnisskrá danssýninganna er
mjög fjölbreytt. Skiptast á dansar
og þjóðlög frá ýmsum héruðum
Júgóslaviu, og má þar nefna fjör-
mikla dansa frá Gorenjsko
(Slóveniu) og Sumadija (Serbiu)
dansana „Sopsko Oro” frá Make-
dóniu, „Starobosansko Kolo” frá
Serbiu og margt fleira. Milli
dansatriðanna syngur kórinn
þjóðlög, og heitir stjórnandi hans
Marko Munih.
Dansarnir eru úr hinum við-
fræga France Marolt þjóö-
dansaflokki, en söngvararnir eru
i Tone Tomsic þjóðlagakórnum.
Dansflokkur þessi var stofnaður
fyrir um 25 árum og er kenndur
við stofnanda hans og helzta for-
göngumann, France Marolt, sem
var á sinum tima þekktur fræði-
maður á sviði þjóðlegrar, slav-
neskrar dans- og tónmenntar, og
vann mikið brautryðjandastarf
við söfnun og skráningu þjóðlaga
og dansa.
Hér sjást nokkrir Júgóslavanna. Fjörið er mikið og búningarnir skrautlegir
Kaktusblómiö. Á frummál-
inu: „Cacktusf lower'/
Leikstjóri: Gene Saks,
kvikmyndari: Charles D.
Lang.
Handrit er samið upp úr
frönsku gamanleikriti eftir
Bouillet.og tónlist er eftir Ouncy
Jones.
Bandarisk frá 1969. Myndin er i
litum og með islenzkum texta.
Sýningarstaður: Stjörnubió.
betta er fyndin og leikandi gam-
anmynd. Aðalpersónurnar eru
fjórar,- miðaldra tannlæknir
(Waltner Mahieu) aðstoðarstúlka
hans á tannlæknisstofunni (Ingrid
Bergman), kærasta tannlæknis-
ins (Goldie Hawn) og ungur rit-
höfundur (Tino Scotti). Eftir
hæfilegan misskilning og bjarg-
anir nær réttur aldursflokkur
saman, en áður hafa áhorfendur
hlegið dátt sér til upplyftingar og
skemmtunar.
betta var frumraun Goldie
Hawn, sem sýndi ótvirætt, hvað i
henni býr. Hún er brjóstumkenn-
anleg og einlæg i túlkun sinni á
Toni Simmons. Hún slær alveg
hæfilega á létta strengi. bað er
ákaflega gaman fyrir aðdáendur
Bergman aðsjá hana leika aftur
Hún er hæfilega piparjúnkuleg i
málrómnum, þegar hún svarar i
simann hjá lækninum, og mátu-
lega særð, þegar hann biður hana
að hjálpa sér i vandræðum sinum.
Svo springur hún út eins og
kaktusinn, þegar hún fær hæfilegt
umhverfi og uppörfun, og e.t.v.
tekst henni þá bezt i leiknum.
Bergman hefur ekki fyrr leikið i
gamanmynd, sem ég hef séð, en
það er sannarlega gaman að sjá
hana aftur. bað hafa verið álög á
mörgum leikkonum, að þær hafa
leikið i hverri myndinni á fætur
annarri á vissu aldursskeiði og
siðan aldrei sézt meir. Sem betur
fer, er þessum álögum nú að
létta. Karlmennirnir fara allir
skinandi með sin hlutverk, og val
i aukahlutverk er gert af mikilli
nákvæmni.
Ouncy Jones annast tónlistina
af aikunnri smekkvisi, og Sara
Vauham syngur titillagið dásam-
lega vel. Kvikmyndun er vel unn-
in og lifleg. Myndin fer aldrei út i
rjómatertufarsa, þó að það jaðri
við aðeins of mikinn misskilning á
köflum. Annars sýnir hún lika vel
bilið á milli kynslóðanna, þegar
tannlæknirinn gefur Toni
minnkastólu, er hún eins og illa
gerður hlutur með hana um háls-
inn, og gefur hana burt sem fljót-
ast, enda dreymt um svartar
leðurbuxur. Fágaður leikur og
vandað handrit gerir myndina
eftirtektarverða, og sannar, svo
ekki verður um villzt, að hægt er
að sameina skemmtun og list.
bað þarf engum að leiðast, sem
leggur leið sina i Stjörnubió þessa
dagana. p .
SkólavörBustfg 3A. II. h»8.
Slmar 22011 — 19253.
FASTEIGNAKAUPENDUR
Vantl yður fastelgn, þá hafið
samband við skrifstofu vora.
Fasteignir af öllum stærðum
og gerðum fullbúnar og í
.smlðum.
FA8TEIGNASELJENDUR
Vinsamlegast látið skrá fast- 1
eignir yðar hjá okkur.
Áherzla lögð á góða og ör-
ugga þjónustu. ‘ Leitið uppl.
um vert og skilmála. Maka-
skiptasamn. oft mögulegir.
Önnumst hvera konar samn-
ingagerð fyrir yður.
Jón Arason, Hdl.
Málflutnlngur . faitelgnuala