Tíminn - 20.01.1973, Síða 25
Laugardagur 20. janúar 1972
TÍMINN
25
Hlaut 50 þúsund kr.
verðlaun á alþjóðlegri
málverkasýningu
ÞÓ-Reykjavík
A siðastliðnu ári var Myndlista-
og handiðaskóli tslands gefinn
kostur a að taka þátt i alþjóðlegri
samkeppni listaháskóla. Fyrir
þessari samkeppni stendur
stofnun ein i Luxemborg, sem
heitir: „Musée 2000”. Tilgangur
stofnunar þessarar og sam-
keppninnar er að örva hvers
konar listfræðslu meðal annars
með þvi að kynna framúrskar-
andi listaháskóla á alþjóðlegum
vettvangi. Af þeim sökum efnir
„Musée 2000” til árlegrar sam-
keppni og veitir til þess verðlaun
Magnús Kjartansson.
að upphæð 22.500 dollara. 1.
verðlaun eru 2000 dollarar, 2
verðlaun 1000 dollarar, 3.
verðlaun nema 600 dollurum 4.
verðlaun 500 dollurum og 5.
verðlaun 400 dollurum.
Rétt til þátttöku i samkeppninni
eiga skólar, sem stofnunin velur,
en viðkomandi skólar velja siðan
verk nemenda, sem senda skal til
samkeppni.
Sýning á verkunum er haldin i
Luxemborg, og vegleg
skýningarskrá er prentuð með
myndum af verkum þátttakenda.
Siðan velur alþjóðleg dómnefnd
verðlaunahafa.
Að þessu sinni tóku 15 listahá-
skólar þátt i samkeppninni og
voru þeir frá Belgrad, Brussel,
Búkarest, Coventry, Frankfurt,
New York, tveir frá Paris, Prag,
Róm, Seattle, Urbino, Varsjá og
Vinarborg auk Myndlista- og
handiðaskóla Islands.
Dómnefndin lauk störfum 8.
desember siðast liðinn og
niðurstöður hennar urðu þær
m.a., að annar keppandinn, sem
Myndlista- og handiðaskóli ts-
lands sendi verk eftir, Magn-
ús Kjartansson, hlaut fjórðu
verðlaun. Hann sendi, eins og
allir þátttakendur, þrjú málverk.
Hinn tslendingurinn var Þórður
Hall. Annars var það
Englendingur, sem hlaut fyrstu
verðlaun, númer tvö var
Júgóslavi, þrjú Englendingur og
fimm Itali.
Magnús Kjartansson, sem
hlaut fjórðu verðlaun að upphæð
50 þúsund krónur islenzkar
stundar nú framhaldsnám við
Konunglega listaháskólann i
Kaupmannahöfn, og um þessar
mundir er hann staddur hér á
landi i frii.
t stuttu samtali, sem við áttum
við Magnús, sagði hann, að
Hörður Agústsson skólastjóri
hefði valið fulltrúa Myndlista- og
handiðaskólans, og hjá sér hefði
orðið fyrir valinu að senda þrjú
frekar stór verk. — Þetta voru
allt saman „geometriu” myndir,
en við hana hef ég lengi verið að
fást, sagði Magnús.
— Nú ég hugsaði ekkert frekar út
i þessa samkeppni, fyrr en mér
barst það i eyra, að ég hefði
fengiðverðlaun,en þvi átti ég sizt
voná. Og satt að segja veit ég
ekki enn, hvort ég fékk verð-
launin fyrir einhverja eina mynd
eða öll verkin. En samt reikna ég
með að verðlaunin hafi verið
veitt fyrir verkin i heild.
Magnús stundaði nám við
Myndlista- og handiðaskólann i
þrjú ár, og i haust fór hann til
Hafnar til framhaldsnáms, eins
og fyrr segir. Ekki veit hann,
hvaðhann verður lengi, en sagði,
að þessi peningaupphæð myndi
hjálpa sér til að stytta náms-
timanna þar, og verið gæti, að
hann færi seinna til einhvers
annars lands til frekara náms, en
það væri þó allsendis óvist.
Þess má geta að verkin, sem
Magnús sendi til keppninnar,
voru öll á sýningu, er hann hélt i
Norræna húsinu i fyrra.
RÚSSAR eiga stærsta
FISKISKIPAFL0TANN
- íslendingar í 17. sæti
ÞÓ-Reykjavik
Siglingamálastofnun rikisins
hefur sent frá sér skrá yfir islenzk
fiskiskip 1973, en þessi skrá er
miðuð við 1. janúar hvert ár
lögum samkvæmt. Skipaskráin er
oröið mikið rit, alls 292 blaðsiður
að stærð, 23 kaflar, og að auki eru
myndir af nýjum skipum, sem
bætzt hafa i islenzka skipastólinn
á siðasta ári.
1 skipaskránni kemur fram, að
islenzki skipastóllinn 1. janúar
1973 taldi samtals 952 skip, sam-
tals 146.119 brúttólestir. 1. janúar
1972 var skipastóllinn 146.119
lestir.og hefur þvi skipastóllinn
stækkað um 3.034 brúttólestir á
árinu. Að auki eru i landinu 1054
opnir vélbátar, samtals 3.313
smálestir. Þilfarsskip undir 100
lestum að stærö eru alls 626, sam-
tals 19.727 lestir, fiskiskip 100-499
lestir að stærð eru 276,samtals
45.591 smálest, fiskiskip 500-999
lestir að stærð eru alls 22, samtals
16.121 smálest, og eitt skip notað
sem fiskiskip, Karlsefni, er yfir
1000 lestir að stærð, en þar er um
gömlu mælinguna að ræða, og
verður skipið undir 1000 lestum
við nýja mælingu og endanlega
skráningu.
Þannig eru islenzk þilfarsskip
875 að tölu og samtals 82.486 lestir
að stærð. Vegna endurmælinga
skipa, sem á skrá eru, hafa 44
skip minnkað um 910 smálestir,
og 10 skip.sem endurmæld hafa
verið, hafa stækkaö um 89 smá-
lestir.
Alls voru 19 skip strikuð út af
skipaskrá árið 1972, samtals 4.312
smálestir. Elzta skr. skipið er frá
1894. Er það Garðar BA 94, 15
lestir að stærð, en þessi bátur var
smiðaður i Farsund i Noregi 1894.
Skip smiðuð 1939 og fyrr eru
aðeins 85, samtals 2.335. Meira en
helmingur skipastólsins eða 490
skip, samtals 85.065 lestir, eru
smiðuð 1960 og siðar.
Mikill fjöldi skipa var i
smiðum, eða þá búiðað semja um
smiði á fyrir islenzka kaupendur
um siðastliðin áramót. Alls voru i
smiðum innanlands 59 skip, sem
áætlað er, að verði samtals 2.801
smálestir, og auk þess einn
álbátur. Af þessum 60 skipum eru
18 stálfiskiskip, 41 tréfiskiskip og
einn skemmtibátur úr áli, ætlaður
til útflutnings. Erlendis voru i
smiðum eða umsamin 33 stál-
fiskiskip fyrir islenzka aðila,
áætlað samtals 19.017 smálestir,
og eru þetta allt skuttogarar.
Sendinefnd frá Alþingi hefur verið i Sovétrikjunum I boði Æðsta ráðsins. Er myndin tekin i Moskvu, og
á henni eru Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs þings og formaður sendinefndarinnar, Jagdar
Nasriddinova, forseti þjóðernaráðs Æðsta ráðsins, dr. Oddur Guðjónsson, sendiherra og Augustas
Zitmanis, meðlimur utanrikismálanefndar Æðsta ráðsins.
KINVERSKUR BLAÐAMAÐUR
A GRÆNLANDI
Fréttastofan Nýja-Kina sendi
fréttamann sinn i Stokkhólmi til
Grænlands i sumar, og þótti koma
hans þangað heldur betur ný-
lunda. Fréttamenn Norðurálfu-
þjóða leggja ekki þangað leið
sina að jafnaði, jafnvel ekki
danskir fréttamenn nema
endrum og sinnum og þá helzt,
þegar einhver stórmenni frá
Kaupmannahöfn heimsækja
þennan afkima Danaveldis, sem
þó er mörgum sinnum stærri en
aðrir hlutar rikisins.
Fréttamaðuinn kinverski heitir
Liú Hsú-min og þegar hann kom
heim úr Grænlandsferðinni,
skrifaði hann að sjálfsögðu
greinar, sem birtust svo i Alþýðu-
blaðinu i Peking. Þar segir hann
frá þvi, að margir Græn-
lendingar, sem sáu hann
tilsýndar, hafi haldið, að hann
væri maður af þeirra kynþætti, en
þegar þeir komust að hinu sanna,
varð uppi fótur og fit. Fæstir
Grænlendinganna sem hann hitti
að máli, höfðu áður séð Kinverja
og naut fréttaritarinn hinnar
mestu gestrisni. Var hann mjög
spurður um lif og hætti fólk i
Kina, en Grænlendingar yfirleitt
kunna að vonum ekki nema tak-
mörkuð skil á. — „Aftur á móti
höfðu margir heyrt sagt frá
hinum mikia leiðtoga okkar,
Maó”, segir i greininni.
Grein hins kinverska frétta-
ritara fjallar annars mjög um þá
ágirnd, sem stórveldin hafa á
löndum á norðurheimskauts-
svæðinu og Grænlandi sér i lagi.
Segir greinarhöfundur, að þetta
valdi Grænlendingum áhyggjum
„en þegar hafi verið sáð þvi fræi,
sem af muni spretta andstaða við
yfirdrottnunarstefnu hinna tillits-
lausu stórvelda.”
Eftirfarandi fréttabréf hefir
okkur borizt frá Danmörku.
„Heiðursverðlaun Aage
Torben, sem eftir reglugerð-
inni veitast framámönnum og
konum i æskuiýðsstarfi fri-
merkjasafnara voru i ár, 1972,
veitt hinni gránandi kempu
frimerkjafræðinnar Hans U.
Wölffel i Helsingör. Wölffel
var einn af þeim, sem ruddu
brautina fyrir æskulýðsstarfi
hjá frimerkjasöfnurum hér i
landi, sá sem með þrotlausri
frimerkjaklúbbanna fyrir
þessu nauðsynlega sviði, sem
hafði verið afrækt allt frá upp-
hafi.
Afhending heiðurslaunanna
átti sér stað á Degi frimerkis-
ins i Nörre Alslev og afhenti
þau Otto Ustrup.
Auk þess skal þess getið að
Wöffel er enginn afdankaður
frimerkjafræðingur, hann er
ennþá i fullu starfi innan
frimerkjafræöinnar og einn
hinn áhrifamesti á alþjóðleg-
um vettvangi, sem fulltrúi ts-
lands og þá sérstaklega i
alþjóðlegri samvinnu.
Bandarikin hafa einnig heiðr-
að hann sérstaklega nýverið
fyrir störf hans að alþjóða-
samvinnu”.
t Iréttinni kemur greinilega
fram hvers vegna ég tek þetta
efni sérstaklega fyrir hér, en
allt Irá 1967 hefir Hans U.
Wölffel verið ýmist aðalfull-
trúi eða aukafulltrúi tslands á
alþjóðaráðstefnum frimerkja-
safnara.
Hann er einn af þrem mönn-
um, sem hafa setið öll þing
FIP Alþjóðasamtaka
frimerkjasafnara og þvi var
mér það mikill fengur er ég
kynntist honum á þingi sam-
takanna i Munchen 1966 og
eftir það niá segja að hnifur-
inn hafi ekki gengið á milli
okkar. Þar sém ég var alger
græningi i að sitja alþjóðlegar
ráðstefnur og þing og hvernig
þar var að málum unnið, ieit-
aði ég til hins reynda „Ulla”,
en svo kalla hann aðeins beztu
vinir. Varð svo úr að hann
kom með mér á þingið i
Amsterdam 1967, sem auka
fulltrúi og fyrir eigin reikn
ing. Þar var Landssamband
islenzkra frimerkjasafnara
tekið inn i samtökin og tsland
fullgildur þátttakandi. Alla tið
siðan hefir hann sótt öll þing
og ráðstefnur, sem tsland
hefir átt að sækja og gætt rétt-
ar smárikisins, sem þó á
þarna sama atkvæðisrétt og
Sovétrikin, sem tekin voru upp
um leið og við. Og alltaf borg-
ar hann sinn eigin kostnað þótt
einstaka sinnum hafi hann
fengið smástyrk, þegar hann
var aöalfulltrúi. Við óskum
Ulla til hamingju.
Siguröur II. Þorsteinsson.