Tíminn - 18.02.1973, Page 7

Tíminn - 18.02.1973, Page 7
hvaö er skammsýni? Viö gefum Árna oröiö. — Einn stórgalli viö tslendinga er sá, að þeir sjá sjaldnast lengra nefi sér. Þeir vilja láta allt gerast i einum grænum hvelli, en hafa hvorki þolinmæði né raunsæi til aö gaumgæfa framtiðina og sjá hlutina i réttu samhengi. Jú, þeir segja sem svo: hvern fjandann er verið að gera með þessar brýr þarna, þær þjóna ekki öörum til- gangi en auka enn umferðaröng- þveitið. Mig langar til að benda þessum góðu mönnum á þá mikil- vægu staðreynd, að þessar brýr eru aðeins áfangi i þá átt að greiða úr samgöngum um og gegnum Kópavog. Það er út i hött að dæma framkvæmdir, áður en þær eru fullgerðar og hafa náö endanlegum tilgangi sinum. Þvi má einnig bæta við og minna menn á, hvernig ástandið var, áður en þessar vegbrýr komu. Þarna á gatnamótunum stóðu lögregluþjónar i hvers konar veðri, nótt sem nýtan dag, og reyndu að hafa stjórn á umferð- inni. Má það kallast mikil mildi, að ekki skyldu verða þarna mörg stórslys. — Vegbrýr sem þessar eru mjög algengar i borgum erlendis og þykja þar alveg ómissandi. önnur af tveimur vegbrúm á Kringlumýrabrautinni, en þær báðar byggði Brún. Þær voru hinar fyrstu hér á landi. annað en eftiröpun og stór- mennskubrjálæði að reisa þær. Þeir, sem eitthvað þekkja til um- ferðarmála, hljóta að sjá, að þetta er hrein fjarstæða. Og ég persónulega myndi segja, að þeirra væri viðar þörf hér. Helztu götur borgarinnar eins og Mikla- braut eru vart akandi lengur, vegna þess að sifellt er verið að hlaða á ljósum með örstuttu millibili. Sem dæmi má taka nýj- ustu ljósin á mótum Kringlumýr- ar og Háaleitisbrautar. Ólikt skynsamlegra væri að byggja þar vegbrú, en það er tiltölulega mjög auðveld framkvæmd. Við höldum áfram og ökum upp Framkvæmdast jóri: Árni Jóhannsson um þessa framkvæma og hóf hana siöastliðið vor, en henni á að vera lokið áriö 1974. Þetta er það verkefni, sem fyrirtækið vinnur að um þessar mundir, auk gangn- anna uppi á Digraneshálsi, sem fyrr hefur verið skýrt frá. Gengisbreytingar og verktakar — Verktakafyrirtækið Brún h.f. var stofnaö árið 1966. Fyrsta verkefnið var ofanábygging Ljós- mæöraskólans. Voriö 1967 byggði fyrirtækið smáviðbót við Digra- nesskólann i Kópavogi, en um haustið sama ár bauö fyrirtækið i þriðja áfanga Alftamýrarskóla, sem boðinn var út af Reykjavik- urborg. — Þessi áfangi varð ykkur all- dýrkeyptur, Arni. Hvernig var þvi máli annars varið? — Samningurinn var upp á rúma 21 milljón , og viku eftir að hann var undirritaður, var gengi islenzku krónunnar t'eilt. Ari siðar, haustið 1968, var gengið fellt aftur. Með þessum tveim gengisfellingum var búið að fella gengið um 108% miðaö við dollar. Það gefur auga leið, að útilokaf var að halda þessu verki áfram eftir þetta. En það, sem varð okkur til bjargar, var það, að sumarið 1968 fæ ég fyrstu veg- brúna i Kópavogi, og hægt var að veita fjármagni úr henni i Alfta- mýrarskólann. Ella hefði hann aldrei verið kláraöur. Nú er það svo að byggingarvisi- talan er koivitlaust reiknuð. Siðan 1955 eða i 17 ár hefur hún verið miðuð við tveggja ibúða hús, sem ég veit raunar ekkert hvar er. Það er útilokað að miða við að- einseina byggingu, þar sem vitaö er, að byggingar eru mjög fjöl- breyttar að öllu eðli. Ef vel ætti að vera, þyrftu að vera einir fimm byggingaflokkar til viðmiðunar. Skólabyggingar eru t.d. mikiö dýrari á ýmsan hátt en flestar aðrar byggingar. Hvað Alftamýrarskólann snert- ir, álit ég, að við, þ.e. verktaka- fyrirtækið Brún, höfum tapaö ein- um fjórum til fimm milljónum vegna áðurnefndra gengisfell- inga. Og minnst af þvi höfum við fengið bætt, enda þótt komið sé á fjórða ár, siðan framkvæmdum lauk. Það er augljóst mál, að eng- inn verktaki getur haldið velli með slikum aöbúnaöi, þegar maður fær ekki réttar visitölu- uppbætur, hvað þá annaö. Ég held lika, að enginn verktaki á Islandi hafi oröið eldri en 10 ára. — Þú ert þarna kominn út i visst efni, sem viö skulum láta biða þar til siðar, en snúa okkur nánar að hinum einstöku framkvæmdum Brúnar. — Já, ég vék þarna að vegbrú i Kópavogi i sambandi við Alfta mýrarskólann áöan, en áriö 1969 tek ég svo vegbrú nr. 2 i Kópavogi og árið 1970 byggi ég vegbrú nr. 3 Texti: Steingrímur Pétursson AAyndir: Gunnar V. Andrésson Vegbrýrnar i Kópavogi eru þær fyrstu hér á landi. Ýmsir töldu, að þær væru algjörlega ónauðsyn- legar hér á landi og það væri ekki Árni Jóhannsson, framkvæmda- stjórin verktakafyrirtækisins Brún h.f. „Einn stórgaili við tslendinga er sá, að þeir sjá sjaldnast iengra nefi sér. Þeir viija iáta allt gerast i einum gærnum hvelli”. — „Bygginga- visitalan er út I hött”. — „Sunda- höfn á mjög mikla framtfð fyrir sér” — „Við eigum nefnilega aðeins einn guð, verðbólgu- guðinn”. — „Siöastliðið ár var það versta, sem ég hef lifað sem verktaki, — spennan i atvinnu- lifinu var svo mikil”. — „Ef verk- takar eiga að geta haldið velii, verða bæöi riki og bær að hætta að keppa við þá”. — „Það er eðli tsiendingsins að vera sjálfstæður, vegna þess, að við erum allir bænda- og útvegsmannasynir". á Digranesháls, yfir Digranes- vegarbrú, en austur með henni er Brún um þessar mundir að gera göng fyrir gangandi fólk. Verður nánar vikið að þeirri framkvæmd hér slðar. t leiðinni rennum við upp að Digranesskóla, en Brúr byggði fyrir nokkru smá-viðbót- arbyggingu við þann skóla. Við kveðjum Kópavog að sinni og höldum aftur niöur i Reykja- vik. Við Alftamýrarskólann hefur Brún komið mikið við sögu og byggt allnokkuð af þeim skóla, m.a. hið myndarlega iþróttahús skólans. Arni kallar hann „verð- bólguskólann” og það ekki að ástæðulausu. Skóli þessi varð Brún dýr og framkvæmdin nokkuð erfið viðfangs vegna ákveðinna efnahagsráðstafana. En skýrum nánar frá þvi seinna i þessari grein. Við Sundahöfn stendur ein afar- myndarleg bygging, sem mörg- um hefur eflaust verið starsýnt á og dázt að. Þetta er ferstrendur, steyptur turn, sem skagar rúma 40 m upp i loftið, — Kornhlaðan. Þessi geymsla tekur um 5 þúsund tonn og er með mjög fullkomnum, sjálfvirkum búnaði. Skip, sem koma með korn að utan, leggjast þarna við bryggju og losa farm sinn I turninn. Er það löng bóma, sem sogar kornið úr skipunum upp i turninn og dælir þvi siðan i smáskömmtum út i tankbila. Þennan turn byggði Brún og hefur með þvi vafalaust sett Islandsmet, hvað byggingar- hraða snertir, þvi að turninn var steyptur á 20 dögum. Við það var notuð sérstök tækni. Við höfum nú lokið hringferð- inni, en eigum þó ótalda eina framkvæmd, þar sem er nýi hita- veitustokkurinn frá Reykjaum i Mosfellssveit I bæinn. Brún sér Kornhlaöan við Sundahöfn, 45 m hár turn, reistur á 20 dögum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.