Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 18. febr. 1973
TÍMINN
19
(Jtgefandi: Framsóknarfíokkurfnn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór^:
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjórí Sunnudagsblaðs Timáns).j:i:
Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislascáii, Ritstjórnarskrif-j:::
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306,:;:;
Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — aúglýs^;:;
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald;j:j
Í25 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein^jj:
takið. Blaðaprent h.f.
1154 milljónir
í ræðu þeirri, sem Ásgeir Bjarnason, for-
maður Búnaðarfélags íslands flutti við
setningu Búnaðarþings, vék hann m.a.
nokkrum orðum að þætti landbúnaðarins i
þjóðarbúskapnum. Ásgeir sagði m.a.:
,,Það er talið, að heildarverðmæti land-
búnaðarframleiðslu hér á landi hafi numið hátt
á sjötta milljarð króna árið sem leið. Mestur
hluti framleiðslunnar er notaður innanlands.
Iðnfyrirtæki hér á landi keyptu s.l. ár um
2000 tonn af gærum fyrir ca. 200 millj. kr. og
um 1000 tonn af ull fyrir ca 80-90 millj. króna.
Iðnaður þessi fer nú fram i þéttbýlinu i stór-
um verksmiðjum, hjá Gefjun Iðunni, Álafossi
og viðar. Hér styðja landbúnaður og iðnaður
hvor annan. Það er ánægjuleg þróun á þessu
sviði hér á landi, þvi að svo vel hefur tekizt
með þennan iðnað, að hann likar mjög vel
utanlandsog innan.Ullarpeysur og kápur úr is-
lenzkum gærum eru eftirsóttar gæðavörur, að
ógleymdum ullarteppunum. Það er óneitan-
lega mikill styrkur fyrir landbúnaðinn að það
skuli vera til innanlands voldug og sterk iðn-
fyrirtæki, sem fylgjast með tizkunni, og eru
vakandi i viðskiptalifinu innanlands og utan.
Það er stundum um það rætt að bændastéttin
framleiði of mikið af búnaðarvörum, það eigi
að miða þær við innanlands þarfir. Vera má að
i þessu séu sannindi nokkur, en á það vil ég
minna, að ennþá er heimurinn ekki laus við
,,hungurvofuna”, og i fullu gildi eru ummæli
Churschills er hann sagði ,,Af hverjum 10 her-
fylkjum vil ég gjarnan láta af hendi 5 til þess að
starfa við landbúnað i heimalandi minu”.
Það er islenzku þjóðinni nauðsynlegt, að afla
eins mikils gjaldeyris og unnt er, og þótt hlutur
landbúnaðarins á þvi sviði sé ekki stór miðað
við heildargjaldeyristekjur, hefur hann eigi að
siður mikla þýðingu, þar sem við búum við
gjaldeyrisskort. Þjóðina munar um minna en
gjaldeyristekjur á annan milljarð króna.”
Ásgeir gerði þessu næst grein fyrir út-
flutningi á unnum og óunnum landbúnaðar-
vörum á siðastliðnu ári og nam hann saman-
lagt 1154 millj. kr. Þá sagði Ásgeir ennfremur:
,,Það eru ekki ýkja mörg ár siðan við ís-
lendingar fórum að flytja út verðmætar
iðnaðarvörur, sem byggjast á landbúnaði, og
þótt búvöruframleiðslan sé að mestu fyrir inn-
lendan markað þá fáum við fyrir sumar bú-
vörur mjög gott verð erlendis og markaðir
þessir hafa farið batnandi.
Ég er bjartsýnn á framtið landbúnaðarins,
sem betur fer þá á landbúnaðurinn mikla
möguleika. Það er alltaf eitthvað lifrænt og
nýtt að gerast hjá þeim, sem umgangast búfé,
yrkja jörðina og stunda veiðar í ám og
vötnum. Visindi og tækni ryðja sér braut á
meðal bænda og þeir notfæra sér nýjungar til
hins ýtrasta og aðlaga þær reynslu sinni og
getu.”
í ræðu Ásgeirs Bjarnasonar kom fram að
Búnaðarþing fær ýmis merk mál til meðferðar,
að þessu sinni. Meðal þeirra eru frumvarp til
nýrra ábúðarlaga og til nýrra jarðalaga,
hvorttveggja miklir bálkar. Þá mun það og
fjalla um grunnskólafrumvarpið, sem rikis-
stjórnin hefur nýlega lagt fyrir Alþingi. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Hefur Heikal fallið
í ónáð hjá Sadat?
Frægasti arabíski blaðamaðurinn, sem nú er uppi
ERLENDIR blaðamenn,
sem þekkja vel til i Egypta-
landi, velta þvi nú fyrir sér,
hvort Muhammed Heikal sé
að falla i ónáð hjá Sadat, en
Heikal hefur verið nánasti
samherji Sadats, eins og hann
var nánasti samherji Nassers
áður. Tilefni þessara ágizkana
er það, að nýlega voru reknir
sex róttækir blaðamenn frá
dagblaðinu A1 Akram, en
Heikal er ritstjóri þess. Menn
þessir voru að visu langt til
vinstri, og Heikal hefur ekki
verið talinn mikill vinstri
maður. Hann er sá blaða-
maður Egypta, sem hefur þótt
vestrænastur i hugsun og mál-
flutningi, ef svo mætti að orði
kveða. Hins vegar hefur hann
iagt áherzlu á að róttækir
vinstri sinnaðir blaðamenn
fengu að starfa við A1 Akram,
ef þeir væru vel ritfærir, og
blaðið væri á þann hátt opið
sem flestum skoðunum. Lik-
legt þykir þvi, að menn þessir
hafi verið reknir i óþökk
Heikals. Það hefur ýtt undir
þessa skoðun, að Heikal hefur
i stað þess að hreyfa mót-
mælum, tilkynnt aðhannværi
að fara i langt ferðalag til
Austurlanda fjær, m.a. til
Japans og Kina, og myndi
senda blaði sinu greinar
þaðan.
MUHAMMED Hassanam
Heikal verður fimmtugur á
þessu ári. Hann er fæddur i
Kairó. Hann hóf blaða-
mennsku 19 ára gamall við
blað, sem Bretar gáfu út á
ensku i Kairó. Fimm árum
siðar var hann búinn að vinna
sér viðurkenningu, sem einn
snjallasti blaðamaður
Egypta, en þá var hann
séndur til Palestinu til að
skrifa um vaxandi deilur
Araba og Gyðinga þar.
Greinar hans þaðan gerðu
hann þekktan i öllum löndum
Araba. Hann hvatti Araba
mjög til þess að sýna var-
færni, þvi að Gyðingar hefðu
alla yfirburði hernaðarlega.
Hann átti eftir að reynast
sannspár. Næstu árin var
Heikal svo á þönum um allan
heim. Hann fylgdist með
borgarastyrjöldinni i Grikk-
landi, skrifaði greinar frá
Ethiopiu, Uganda og Súdan,
reit bók um Mossadegh og
Iran, heimsótti vigstöðvarnar
i Kóreu og var siðan við-
staddur forsetakosningarnar i
Bandarikjunum 1952. A
þessum árum kynntist hann
Nasser, en kunningsskapur
þeirra varð þó fyrst náinn eftir
að Nasser kom til valda og
Heikal settist meira um kyrrt
heima. Honum var falin rit-
stjórn þekkts timarits, Akher
Saa, og siðan eins helzta dag-
blaðsins i Kairó, A1 Akbar.
Árið 1957 varð hann svo rit-
stjóri A1 Ahram, sem þótti
vandað blað, en var i miklum
fjárhagslegum kröggum. Með
aðstoð Nassers gerði Heikal
það á skömmum tíma að út-
breiddasta og áhrifamesta
dagblaði i arabiska
heiminum. Ekkert var lika
sparað til að gera það vel úr
garði. Heikal fékk leyfi til að
ráða til blaðsins hina færustu
blaðamenn og veita þeim
meira frjálsræði en tiðkaðist
við önnur blöð. Fjárráð skorti
heldur ekki. Eftir ósigur
Egypta i júnistyrjöldinni 1967
reisti A1 Ahram eina
fullkomnustu blaðabyggingu,
sem til er i heiminum, og allur
vélakostur þess var gerður
eins fullkominn og kostur var.
Ileikal,
Það kemur nú út i 500 þús.
eintökum á virkum dögum, en
750 þús. á helgidögum. Það
hefur fréttaritara viða um
heim og þykir þar að vissu-
leyti i sama flokki og New
York Times og The Times.
Heikal hefur siðustu árin
ekki skrifað i blaðið, nema
eina grein vikulega, en hún er
lesin af öllum þeim utanlands
og inna, er vilja fygljast með
fyrirætlunum egypzku
stjórnarinnar. Þetta stafar af
þvi, að litið hefur verið á
Heikal sem aðalmálpipu
Nassers fyrst og Sadats
siðar. Af skrifum hans hefur
iðulega mátt ráða, hvað þeir
Nasser og Sadat ætluðust
fyrir. Þó er talið, að samstarf
Nassers og Heikals hafi verið
enn nánara en samstarf
Sadats og Heikals.
OFT hefur Heikal verið
talinn til hægri, þegar miðað
við er egypzk stjórnmál.
Hann hefur varað Araba við
öllum ævintýrum, þvi að enn
séu þeir hernaðarlega veikari
en Gyðingar. Arabar verði þvi
að sýna þolinmæði. Egyptar
þurfi að styrkja sig efnahags-
lega áður en þeir geti lagt til
atlögu við Gyðinga og um-
fram allt þurfi þeir að full-
komna stjórnarkerfi sitt. Þeir
verði að leyfa meira frelsi og
lofa hinu frjálsa orði að njóta
sin. Einræði brjóti ekki aðeins
niður frjálsa hugsun, heldur
geri stjórnarkerfið veikt og
spillt og leyni þjóðina sann-
leikanum. 1 þessum anda
hefur hann reynt að ritstýra
A1 Akram og tekizt það furðu
vel. Hann trúir ekki á frið við
Gyðinga, þvi að Gyðingar
stefni ekki að friði, heldur að
landvinningum. Fyrir þeim
vaki að stofna voldugt riki við
Miðjarðarhaf. Heikal for-
dæmir kommúnista og telur
kommúnismann ósamrýman-
legan trú og hugsunarhætti
Araba. Hann hallast mjög að
vestrænum stjórnarháttum og
vill hætta sambúð við vest-
rænu löndin, ef þau hætti að
ýta undir landvinningastefnu
Gyðinga. Hann er fús til að
veita vestrænum blaða-
mönnum viðtal, enda heim-
sækja Hann flestir eða allir
þeirra erlendra blaðamanna,
sem koma til Kairó til að
skrifa um stjórnmál Egypta.
Hann er vel máli farinn i
samræðum og vekur traust
með framkomu sinni. Hann er
lágur vexti, en þéttvaxinn og
snarlegur i hreyfingum. Hann
er starfsmaður mikill og er
vinnudagur hans sagður oft 16
klukkustundir. Hann er ein-
kvæntur og á þrjá sonu með
konu sinni.
HEIKAL hefur oft haldið
fram i blaði sinu skoðunum,
sem þeim Nasser og Sadat
voru ekki að skapi. En hann
hefur samt haldið trúnaði
þeirra, enda kunnað það lag
að ganga aldrei lengra en
hann vissi, að honum var
óhætt. Oft hafa verið gerðar
tilraunir til að steypa honum
úr stóli og hafa þá einkum
veriðaðverki þeirmenn,sem
vildu treysta tengslin við
Sovétrikin og færa stjórnar-
hættina meira i átt til
kommúnismans. Hingað
til hefur Heikal tekizt að
standa allar slikar árásir af
sér. Staða hans kann eitthvað
að hafa veikzt við það nú, að
hann er talinn hafa átt rikan
þátt i þvi, að Sadat sendi
rússnesku sérfræðingana
heim á siðastliðnu sumri, og
reyndi i framhaldi af þvi að
vingasl við vestrænu rikin.
Þetta hefur enn ekki borið
árangur og Sadat hefur orðið
að leita á náðir Rússa aftur.
Ef til vill stendur hin langa
ferð Heikals til Austurlanda
fjær i sambandi við þetta,
Heikal kann að telja, að nær-
vera hans henti ekki Sadat að
sinni. Þ.Þ.
Bygging A1 Ahram f Karió.