Tíminn - 18.02.1973, Síða 3
Sunnudagur 18. febr. 1973
TÍMINN
3
eru, þar er líf
áhrifameira verður það sem hann
segir:
— Ég veit að ég nota stór orð,
— kannski of stór, en ég er and-
vigur þvi að öryrkjar og aldraðir
séu gerðir ómyndugir, átthaga-
bundnir og að flytja megi þá
hreppaflutningi. Allt þetta á sér
stað nú.
Menn meta t.d. að liku unga og
gamla bótaþega og vangefna og
geðveika. Lifeyrir þeirra er
tekinn og þeir aðeins látnir fá
vasapeninga. En hér er um fólk
með fullu viti að ræða! Að það er
fatlað eða orðið gamalt ætti ekki
að vera næg ástæða til að svipta
það sjálfsforræði!
Ég er sannfærður um að
ibúarnir hér geta sjálfir séð um
fjármál sin, og ég held ekki að það
sé neinn ávinningur fyrir hið
opinbera að taka að sér hlutverk
„stórabróður”.
Hvað átthagafjötra snertir,
telur Poul Jensen hróplegt órétt-
læti að aldraðir geti ekki ákveðið
á hvaða elliheimili þeir dvelji.
Sveitarfélög gera ekkert til að
skipta á vistfólki slikra heimila.
Meira frelsi rikir hins vegar á
sjálfseignarstofnun eins og Lisu-
lundi, sem ber ekki eingöngu
skylda að veita viðtöku ibúum úr
héraðinu.
Þrir fjórðu af íbúum Lisulunds
eru frá Álaborg og nágrenni.
Hinir eru annars staðar að af
landinu.
— Ef við getum tekið við bæði
börnum og foreldrum gerum við
það. Við viljum lika gjarnan
bjóða velkomið fólk, sem er fætt i
héraðinu og vill snúa aftur.
Poul Jensen bendir á að
,,h r e ppa f 1 u t n i n g u r ” sé
miskunnarlaust hugtak. En hann
er samt raunveruleiki fyrir
marga, sem mega sin einskis
gegn yfirvöldunum. Samkvæmt
framfærslulögunum eiga sveita-
félögin að sjá ibúunum fyrir elli-
og hjúkrunarheimilisplássum. En
ef ekki er nægilegt rúm verða
aldnir og fatlaðir að flytja
þangað, sem sveitarstjórninn
finnur húsaskjól handa þeim.
— Ég kalla það t.d. „hreppa-
flutning” þegar Kaupmanna-
hafnarborg flutti um skeð fatlaða
til Julesminde. Meðan við erum
ung og ferðafær fáum við þó að
ákveða sjálf hvar i landinu við
helzt viljum eiga heima.
Breyttur hugsunar-
háttur nauðsynlegur
— Ég held að við eigum nóg
dvalarheimilisrými, ef við aðeins
notum þau rétt. Rannsóknir i
Odense og siðar á Norður Jótlandi
hafa sýnt að allt að 30% af þvi
fólki, sem dvelst á hjúkrunar-
heimilum gætu verið annars
staðar, ætti kost t.d. á vernduðum
bústöðum, þar sem öldruðum eða
fötluðum er búin sama umönnun,
þjónusta og öryggi og þeim sem
eru á hjúkrunarheimilum. Við
höfum að auki sannað með til-
raunum okkar hér að það er
langtum ódýrara fyriri samfé-
lagið að hafa fatlað fólk i vernd-
uðum bústöðum fremur en á
hjúkrunarheimilum. Dvalar-
kostnaður hvers einstaklings á
hjúkrunarheimilinu hér er meira
en 1.100.000.00 kr. (isl.) á ári og á
að gizka helmingi meiri fyrir
hjón. Sé sami einstaklingur fær
um að búa i vernduðum bústað,
lækkar dvalarkostnaðurinn niður
i 530.000.00 fyriri einstakling og
640.000.00 fyriri hjón. Og viðkom-
andi geta auk þess verið i sinu
umhverfi. Það er kannski mikil-
vægast.
Ég óttast að þróunin i samfé-
laginu verði sú að annaðhvort
höfum við ekki efni á að halda lifi
i öldruðum og fötluðum, eða búa
verði hjúkrunarheimili og vernd-
aða bústaði mun verr úr garði en
nú er gert. Þetta er dapurleg
framtiðarsýn en raunsæ, og hún
verður að veruleika ef ekki
verður að gert.
Bjartsýnn
Ibúar Lisulunds eru úr öllum
þjóðfélagsstéttum. Fyrrverandi
yfirlæknir heimilisins er þarna i
hjólastól. Með vinstri hendi
saumar hann litskrúðugar
myndir i hessianstriga. Hann er i
framför, en hann er þó ekki enn
búinn að fá mátt i hægri hendi
eftir lömun, sem hann varð fyrir.
Mathilde Sörensen, sem er
fötluð, er innilega glöð yfir þvi að
ambassador Dana i Boliviu, ætlar
að hafa 70 dökkbláar tauþrykk-
servéttur, sem hún hefur gert, i
jólaveizlunni sinni.
Litlu prinsarnir Friðrik og
Jóakim fengu skemmtileg dyra-
skilti máluð á hessian frá
Marianne Petersen og Börge Höj-
feldt Nielsen. Margrét drottning
og Hinrik prins tóku þessum gjöf-
um fegins hendi þegar þau heim-
sóttu Lisulund i sumar.
Hér er pósturinn i Brönderslev,
húsmóðir frá Silkeborg, bóndi,
hreppsnefndarmaður og 34 ára
maður, sem nýlega lenti i alvar-
legu umferðarslysi. Einn sér illa,
annar er heyrnarlaus, sá þriðji er
lamaður i fótum og handleggjum,
en sér bæöi og heyrir.
Þetta er fólk — og það er lif i
augum þeirra.
— Andstætt þvi þegar ég stund-
aði svæfingahjúkrun og það var
um að gera að svæfa sjúklingana
sem allra fyrst, hef ég lært af
vinnunni hér að það á ekki að
svæfa lifið og deyfa. Menn eiga að
lifa — til fullnustu, segir Poul
Jensen.
Henry Christensen og fimm ára dótturdóttir hans vinna mósáik.
Birta Jörgernsen, hefur fengið félaga sína úr skátastarfi, til, að hjálpa
ibuum Lisulundar. Hér skrifar hún bréf fyrir Ellu Amöndu Andersen.
Kirtsten Thunbo, dóttir aðalsjúkraþjálfarans, i heimsókn hjá Karenu
Larsen. Kirstcn er skólasytir barnabarna Karenar.
Kynslóðabil er ekki til i Lisulundi. Börn, aldraðir og fatlaðir hafa
komizt að raun um, að þau hafa margt um að tala sin i milli — til gagn-
kvæmrar ánægju.
Veljið yður í hag
OMEGA
Úrsmíði er okkar fag
Nivada
rOAMEr
JUpina.
Mlagnús E. Baldvlnsson
Idugavegl 12 - Slmi 22104
BILALEIGA
IIVEUFISGÖTU 103
VJVSendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn
VW9manna-Landrover 7manna