Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 18. febr. 1973 Nær öll mjólk, eða ta. !)8%,sem Mjólkursamsölunni berst, kemur til hennar með tankbilum, og fer frá þcim inn i lokaðkerfi, þar sem það snertir aðeins ryðfritt stál. Hér er veriðaðdæla úr einum bilnum. A rannsóknarstofunni, en hún er ein fullkomnasta rannsóknastofa i matvælaiðnaði hér á iandi, og auk cftirlits með framleiðslu og vinnslu á ýmsum stigum fara þar fram viðtækar júgurbóigurannsóknir. af innvigtuninni yfir sumarið, þá fer mest i framleiðslu á sm jöri og ostum, undanrennu- og ný- mjólkurdufti og slikum vörum. Siðan snýst þetta viö, og þegar kemur fram i október og nóvem- ber, þá fer að skorta sitt a' hverju hjá okkur. Það byrjar þá vana- lega með þvi að okkur vantar rjóma, og þurfum þá að fá hann frá búum norðanlands. Um jólin höfum við oft þurft á öllum þeim rjóma að halda, sem hægt hefur verið að fá, allt norður á Húsa- vik, jafnvel norður á Langanes. i einstaka árum hefur lika orðið nýmjólkurskortur hér, þannig að við höfum orðið að flytja m jólk að norðan. Þar sem nýmjólkin er mjög vandmeðfarin og 'geymist aðeins örskamman tima riður i þessum tilfellum á nákvæmri skipulagningu frá degi til dags. Hér eru gerðar vikulegar spár um væntanlega sölu i vikunni framundan, og tilkynnt um þær til búanna til að hér sé alltaf hægt aö hafa nægt magn á markaði, og séð til þess, að varan sé ný og gallalaus. 25 bilar i daglegri dreiíingu — Hvernig berst mjólkin til ykkar hingað i Mjólkursam- söluna? — Mjólkin frá mjólkurbúunum á Selfossi og i Borgarnesi kemur öll i tankbilum hingaö, og hið sama er að mestu að segja um mjólkina frá svæðunum hér i kring um Reykjavik en suðurá Reykjanesskaga er þó nokkuð um smærri framleiðendur, sem enn senda mjólkina i brúsum. Nú, svo þegar við flytjum að norðan, kemur rjóminn i brúsum, en ef mikiö hefur þurft af nýmjólk, hefurhún verið sótt i tankbilum. Nú, siðan tekur stöðin við öllum þessum vörum, mjólk, rjóma, skyri, eða hverju nafni, sem þær nefnast, og býr þær til sölu, geril- sneyðir,fyllirá umbúðir og gerir annað, sem með þarf til að undir- búa þær fyrir markað. Þá taka samsölubilar við og keyra vöruna út um dreifingarsvæðið hér, koma henni i skip til Vest- mannaeyja á meðan það stóð, eða suður með sjó. Þetta krefst mikils bilakosts, en við erum með 25 bila i daglegri dreifingu. Varan veröur að komast á tilsettum tíma Mjólkursamsalan sér um skipulagninu á öllu þessu starfi, þ.e.a.s. samræminguna á fram- leiðslu og sölu, aðdrætti að samlögunum og flutnina á markaðsstað. Það er þó kannski ekki rétt að segja,að flutningar til samlaganna komi beint undir þetta, en samsalan hefur yfirum- sjón með þeim flutningum, þó að þeir heyri undir samlögin sjálf. Sú nauðsyn, að koma vörunni til skila á tilsettum tima sannar e.t.v. betur en flest annað þörfina á samræmingunni, sem hlýtur að verða bezt af hendi leyst af einum stórum aðila, eins og Mjólkursamsalan er. Hvernig sem viðrar, þá hefur það alltaf veriötalin skylda fyrirtækisins að gera allt sem unnt er, þó að þvi fylgi mikill aukakostnaður, til þess að koma mjólkinni á markað. Það hlýtur að vera hagur neytenda, ekki siður en framleiðenda. Aukning i allri sölu — Hversu mikil er árleg sala hjá ykkur, og hve mikið eykst hún fra ári til árs? — Salan hér á siðasta ári var 27,4 milljónir litra af nýmjólk, sem er langmesta söluvaran eins og gefur að skilja. Þá seldum við 1,6 milljón litra af sýrðri mjólk og frá þvi að Jógúrt kom á markaðinn i mai sl. hafa selzt af hennium 225 þús. litrar. Af rjóma seldum við 870 þús litra og tæp- lega hálfa milljón litra af kókó- mjólk. Skyrsalan nam svo tæp- lega 1100 tonnum. Auking varð i allri sölu nema i skyrsölunni, sem dróst saman um tæp 3%. Meginorsök þess er sú, að fyrri hluta ársins varð skortur á skyri hér sunnanlands, svo að við urðum að sækja það norðurog áttum þá við flutninga- erfiðleika að etja, svo að við gátum ekki fullnægt eftirspurn. Siðari hluta ársins hefur hins vegar salan verið heldur meiri en árið áður, svo að þetta er ekki sölutregðu að kenna. Aukningin i nýmjólkursölunni er 1,4% og i rjóma 6,7%. Frá þvi að bláberjaskyrið kom á markaðinn i októberhefurverið selt 21 tonn af þvi, svo að þvi virðist hafa verið vel tekið. Fjölbreytnin eykst stöðugt — Eru nokkrar sérstakar nýjungar á leiðinni frá ykkur? — Já, það eru alltaf einhverjar nýjungar á leiðinni, en að svo stöddu getum við ekkert gefið upp um þær, þvi að alltaf getur eitthvað komið upp á, sem getur tafið eða jafnvel hindrað, að þær komist i framkvæmd, og þá er betra að vera ekki búinn að segja of mikiðof snemma En það er stöðugt unnið að því að gera neytandanum til hæfis með þvi að koma til móts við óskir hans, sem eru margvislegar. Hér áður fyrr voru mjólk og skyr meginuppistaðan i fæðu Islendinga, en nú er fjölbreytnin i matargerð orðin miklu meiri, og þvi höfum við átt við harðnandi samkeppni að etja, og þvi orðið að standa okkur, með þvi að auka fjölbreytni mjólkurafurða. — Nú, svo eru læknavisindin m jólkurafurðum misjafnlega hliðholl á hverjum tima. Eitthvað hafið þið sfjálfsagt fengið að striða við slikt. — Já, það er löngum umdeilt atriði, þetta með skaðsemi og hollustu mjólkurafurða. Það er vani i læknavisind’unum að þegar komizt hefur verið að niðurstöðu um eitthvað, þá er það staðreynd sem allir trúa. Sliku er ekki að heilsa hér. Þetta er búið að deila lengi um og engin niðurstaða hefur enn fengizt, og ekki sézt hylla undir hana enn. Enda má það furðulegt kallast að islenzka þjóðin skuli ekki vera löngu dauð af mjólkurneyzlu, ef hún er svo hættuleg, sem sumir vilja vera láta. Það er að sjálfsögðu flest hættulegt, sé þess neytt i óhófi. í lokin er svo rétt að geta þess að við seljum is um allt land, og neyzla manna á honum er nú að verða sambærileg við það sem gerist á Norðurlöndum, og vex hún mjög frá ári til árs. Þá rekum við og brauðgerð, sem mun veralangstærsta brauð- gerð á landinu. Þar eru á hverj- um degi bökuð 130-140 þúsund matarbraut á mánuði, 60-70 þús- und vinarbrauð, og svo sitthvað fleira. Framleiðsla brauðgerðarinnar er eingöngu seld á útsölustöðum Mjólkursamsölunnar, en þar er einnig selt álika mikið magn af brauðum, sem bökuð eru annars staðar. Mjólkurstöðin i Reykja- vík Mjólkurstöðin i Reykjavik er rekin af Mjólkursamsölunni, og þar fer fram viðamikil starfsemi, sem við fáum Odd Magnússon stöðvarstjóra til að fræða okkur um og gefum honum orðið. — Hlutur okkar hér i mjólkur- stöðinni er sá i stórum dráttum að taka á móti allri mjólk, sem héðan er seld. Um 70% mjólkur- innar fáum við frá Mjólkurbúi Flóamanna, um 12% frá Mjólkur- samlaginu i Borgarnesi, og svo 18% frá bændum.sem leggja beint inn hjá okkur. öll þessi mjólk kemur á tankbilum að undan- skildum 2% eða ca. 2.000 litrum á dag, sem koma af Suðurnesjum. En allir okkar viðskiptamenn hafa fengið rafmagnskælda heimilistanka og mjólkin sótt til þeirra á tankbilum utan þeirra á Suðurnesjum. — Hversu mikið er mjólkur- magnið? — Mjókurmagnið , er við tök- um daglega á móti er um 100.000 litrar. Salan er um 600 000 á viku, og ekki er unnið á sunnudögum. Rjómasalan er um 16.000 litar á viku, en hann og flestar aðrar söluvörur okkar koma frá aðal- viðskiptaaðilunum, eða Mjólkur- búunum á Selfossi og i Borgar- nesi. Viðerum þvi eiginlega meiri dreifingarstöð en vinnslustöð. Þó göngum við frá allri nýmjólkinni fyrir markaðinn hér og i sjálfu sér einnig frá rjóman- Við fernupökkunarvélina I Mjólkurstöðinni, en þar er allri mjólk fyrir markaðinn I Reykjavik og nágrenni pakkað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.