Tíminn - 18.02.1973, Side 37

Tíminn - 18.02.1973, Side 37
Sunnudagur 18. febr. 1973 TÍMINN 37 Kynning kvikmynda frá þögla tímabilinu NÆSTKOMANDI tvær vikur, frá 12. til 24. febrúar mun menning- arstofnun Bandarikjanna á Is- landi standa fyrir kvikmynda- hátíð, þar sem kynntar verða þekktar kvikmyndir frá þögla timabilinu i kvikmyndaiðnaðin- um. Verða sýningarnar haldnar að Nesvegi 16, frá mánudegi til laugardags báöar vikurnar og eru sýningarnar i tveim hlutum. Fyrri hlutinn verður sýndur mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, og siðari hlutinn þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga báðar vikurnar. Sýningarnar eru opnar öllum al- menningi og áhugafólki, og verða aðgöngumiðar og sýningaskrár fyrirliggjandi i ameriska bóka- safninu frá kl. 1 til 7 daglega. Kvikmyndir þær sem sýndar verða að þessu sinni eru gerðar á timabilinu frá 1920 til 1923. Hafa þær verið endurbættar og lag- færðar til sýninga hér. Eftirfarandi kvikmyndir verða sýndar: „Dr. Jekyll og Mr. Hyde”, sem var fyrsta bandariska hryllings- myndin. Með aðalhlutverkin fara John Barremore og Nita Naldi. Kvikmyndin er gerð árið 1920 og er gerð af Robert Louis Steven- son. t „Blóði og sandi”, fer hinn frægi elskhugi Rudolph Valentino með aöalhlutverk ásamt Nita Náldi. Kvikmyndin var gerð árið 1922 og var hún sú kvikmynd, sem ásamt „The Sheik” gerði Valen tino heimsfrægan á skömmum tima, um leið og hann varð átrúnaðargoð kvenna á þessu timabili. „Þjófurinn frá Bagdad”, var gerð árið 1923 og var gerð af Douglas Fairbanks, sem einnig fór með aðalhlutverk. Mynd þessi vakti gífurlega athygli fyrir tæknilegan frágang og iburð á þeirra tima mælikvarða. Að lokum er stutt yfirgrip yfir sögu kvikmyndagerðar á þögla timabilinu og kvikmynd gerð um ævi Rudolphs Valentino. Eins og áður greinir verða þessar kvikmyndir sýndar á timabilinu frá 12. til 24. febrúar og hefjast sýningar kl. 9 e.h. að Nesvegi 16. Miðar verða afhentir frá og með mánudeginum 12. febrúar frá kl. 1-7 e.h. i ameriska bókasafninu að Nesvegi 166. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga verður sýnd kvik- myndin Dr. Jckyll og Mr. Hyde ásamt heimildarmynd um þögla ar myndirnar „Sagan af Rudolph timabilið. Þriðjudaga, fimmtu- Valentino”, „BIóö og sandur” og daga og laugardaga, verða sýnd- „Þjófurinn frá Bagdad”. Aðstoðarlæknar Við Kleppsspitalann eru lausar til um- sóknar tvær stöður aðstoðarlækna og veitast frá 1. april n.k. Stöðurnar eru 6 og 12 mánaða stöður, en möguleiki er á framlengingu ráðningar siðar. Umsóknum, er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að skila til stjórnarnefndar rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 15. marz n.k. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 14. febrúar 1973. Skrifstofa rikisspitalanna. Skrifstofustúlkur óskast sem fyrst til ýmissa skrifstofu- starfa. Upplýsingar veitir starfsmannadeild. Ilafmagnsveitur rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik. atlanti Magnús E. Baldvínsson Laugaveg! 12 - Sími 22 Við veljum punbd — það borgar sig mmM - OFNAR H/F. < Síðumúla 27 • Reykjavík Simar 3*55-55 og 3-42-00 Reglusamur maður i hreinlegri atvinnu óskar eftir föstu fæði. Upplýsingar i sima 35839. Auglýsing um umferð og bifreiðastöður í Hafnarfirði Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og samkvæmt heimild i 65. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð og stöður bifreiða i Hafnarfjarðarbæ: 1. Umferð um llringbraut nýtur forgangsréttar fyrir umferð um allar götur, sem að henni liggja milli Lækjar- götu og Suðurgötu. 2. Umferð um öldugötu hefir forgangsrétt fyrir umferð um allar götur, sem liggja að henni milli Hringbrautar og Reykjanesbrautar (Keflavikurvegar). 3. Umferð um Hjallabrautnýtur forgangsréttar fyrir um- ferð um allar götur, sem að henni liggja frá Reykjavikur- vegi. 4. Reglur um einstefnuakstur á AAusturgötu breytast þannig frá gildistöku þessarar auglýsingar, að einungis er heimilt að aka nefnda götu til vesturs frá Linnetsstig út á Reykjavikurveg. Aður settar reglur um einstefnuakstur til austurs á Austurgötu frá Linnetsstig að Lækjargötu haldast hinsvegar óbreyttar. 5. Einstefnuakstur til vesturs verður um Tunguveg frá Reykjavikurvegi að Norðurbraut. 6. Einstefnuakstur til vesturs verður um Lækjarkinn frá Bárukinn að Lækjargötu. 7. Bifreiðastöður eru bannaðar við Hverfisgötu, þar sem gatan þrengist við tröppur, stéttir og annað þess háttar. 8. Þá hefir veriö ákveðið, að eftirtaldar götur og götu- kaflar verði til reynzlu lokaðar fyrir umferð vélknúi ma ökutækja, frá gildistöku þessarar auglýsingar, þar til öoru visi verður ákveðið: a. Bárukinn milli Fögrukinnar og Grænukinnar og milli Bröttukinnar og Köldukinnar. b. Stekkjar kinn miili Bröttukinnar og Köldukinnar c I.ækjarkinn verður iokað við Hringbraut. c. Vegur milli Hörðuvalla og Lækjargötu verður lokaður. Ákvæði auglýsingar þessarar taka gildi frá og með 1. marz 1973. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, 14. febrúar 1973. Einar Ingimundarson. Hin fullkomna hlfómtækni | PIONEER hljómtækin hafa farið sigurför um allan hinn vestræna heim. Sér-blöð á sviði hljómtækni keppast við að gefa tæknimönnum Pioneer sín beztu meðmæli. Hljóm- burður Pionur hljómtækja er afburða góður — en það er einmitt aðalatriðið —þegar keypt eru hljóm- tæki. VIÐ gefum t-3 ára ábyrgð — og það eitt sannar ágæti þessara tækja. VIÐ bjóðum upp á mjög hagstæða greiðsluskilmála. VIÐ eigum ávallt til á lager flestar gerðir af Pioneer hljómtækjum. VIÐ bjóðum upp á sérstaklega góða hlustunaraðstöðu i stúdíói okkar á annari hæð á Laugavegi 66. KARNABÆRI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.