Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 29
Sunnudagur 18. febr. 1973
TÍMINN
29
Minnismerki um
Kópernikus í kirkju
heilags Jóns í Torum
— Mólverkið er fró
1580, en brjóst
myndin er gjöf til
borgarinnar fró 1766
imyndaö likan, gagnlegt viö út-
reikninga eöa hentuga ágizkun,
eins og Osiander hélt siöar fram i
fölsuðum formála sinum að ,,De
revolutionibus”; heldur hélt hann
sér viö þá sannfæringu sina aö
hann hefði uppgötvað si n-
leikann um hvernig gangi jarto»r-
innar og hinna plánetanna um
sólina væri háttaö.
Hinar leiðinlegu og erfiðu
rannsóknir Tychos Brahe voru
nauðsynlegar til að færa sönnur á
kenningu Kópernikusar og hið
þrigilda lögmál, sem Kepler kom
i orð. Þannig varð loks fullt sam-
ræmi með kenningu Kópernikus-
ar og raunverulegri mynd plánet-
anna og hreyfingu þeirra.
Það þurfti snilligáfu Newtons
til að breyta tilgátu Kópernikusar
um að þyngd væri áskapaður
eiginleiki efnis i þyngdarlögmál.
Þaö þurfti snilli Einsteins til
þess að reglan um afstæða hreyf-
ingu yrði grundvöllur nútima-
eðlisfræði með öllum sinum af-
leiðingum fyrir stjörnufræði og
geimvisindi.
Nauðsynlegur
eiginleiki vísindamönnum
Kópernikus var og verður alltaf
tákn frjálsrar og sjálfstæðrar
hugsunar og umfram allt
visindalegrar sannleiksástar.
Hann leitaði þessa sannleika,
þjónaði honum og vék margoft að
þvi á blaðsiðum „De
revolutionibus”.
Retyk, fyrsti aðdáandi
þessarar nýju kenningar, benti á
þennan eiginleika læriföður sins
i ritum sinum. Sannleiksást ætti
að vera rikur þáttur i eðli hvers
sem að rannsóknum vinnur, þvi
án hennar verða engar framfarir
i visindum.
Bækur Kópernikusar um gang
himintunglanna hafa veriö marg-
gefnar út. Árið 1854 komu þær út á
pólsku i Varsjá. Undirbúin hefur
verið þriggja binda heildarút
gáfa verka hans á vegum Pólsku
akademiunnar. Fyrsta bindið
hefur að geyma ljósprentun af
upprunalegu handriti
Kópernikusar sjálfs, sem geymt
er i Jagieoolonian bókasafninu i
Krakow. 1 öðru bindinu veröur
texti ,,De revolutionibus” og at
hugasemdir á latinu, pólsku og
ensku. Þriðja bindið inniheldur
ýmis rit eftir Kópernikus.
Pólska visindaakademian er
einnig að gefa út röð visindarita,
undir nafninu „Studia
Copernicana. Einnig er i undir-
búningi fjöldi verka ætluð al-
menningi, sem ætlað er að kynna
lif og starf Kópernikusar.
I sambandi við 500ustu árstið
Kópernikusar, og unnið að
endurnýjun i ýmsum borgum á
hinni svokölluðu Slóð
Kópernikusar- borgum, sem
tengdar eru nafni hins mikla
stjörnufræðings. Hér er fyrst og
fremst um að ræða Torun,
fæðingarborg hans, og
Frombork, þar sem hann bjó
siðustu árin.
Gamli borgarhlutinn i Torun,
þar sem eru margar frábærar
sögulega byggingar, er i alls-
herjar viðgerð. Einstakar bygg-
ingar veröa endurreistar, einkum
i nágrenni viö heimili
Kópernikusar i Kópernikusar-
stræti. Mikolaj Kopernik há-
skólinn var stofnaður 1945. Hann
eignast nú ýmsar nýjar bygg-
ingar i útjaðri borgarinnar,
Bielany hverfinu, þ.á.m. fyrir-
lestrasali og stúdentagarða.
Stjörnurannsóknarstöð háskólans
i þorpinu Piwnice 12 km fyrir
utan borgina bætist ný bygging
fyrir fjarskiptastjarnfræðistofn-
un, og áformuð er stækkun fjar-
skiptafjarsjárstöðvar.
Aðalathöfnin við upphaf
Kópernikusarársins i Póllandi
verður i Torun að kvöldi
fæðingardags stjörnufræðingsins,
þ.e. 18. febrúar 1973. Háttsettir
embættismenn verða viðstaddir
og f jöldi gesta og fulltrúa visinda-
manna. Minningarathöfnin verð-
ur i nýju samkomuhúsi háskól-
ans.
í Torun verða einnig haldnar
visindaráðstefnur vegna þings
Alþjóðasambands stjörnu-
fræðinga, sem haldið verður i
september 1973. Nokkrum vikum
siðar hefst með sérstökum háttiö-
leik nýtt háskólaár i Mikolaj
Kopernik háskóla i Torun.
Herbergi i háskólanum i Krakow helgað minningu Nikulásar Kóper-
nikusar.
Sólúr á vegg dómkirkjunnar í Wloclawek, sem byggð var á 14. öld. Sagt
er að sólúrið hafi verið gert eftir fyrirsögn Kópernikusar. Nafn hans
var letrað undir latnesku áletruninni, sem útskýrði „starfsemi” sólúrs-
ins.
Orð Kópernikusar sjálfs sem
Wojiech Caprinus ritaði niður ári
fyrir andlát hans, voru i algeru
samræmi við raunveruleikann.
„Mikolaj Kopernik, kanúki i
Warmiu, hafði notið gestrisni
þessarar borgar. Háskóli okkar á
þvi að þakka upphaf hins aðdáan-
lega starfs hans innan stærðfræði,
sem hann hefur þegar skráð og
sem hann ætlar að gefa út i meira
mæli: þessu mælir hann ekki á
móti, heldur játar að hann eigi
það Háskóla okkar að þakka hvað
hann er”
Þaö er þvi ekki undarlegt að
fyrstu drögin að sólmiðjukenn-
ingunni, varðveitt i svokölluðum
„Commentariolus”, sendi
Kópernikus starfsbræðrum
sinum og prófessorum Krakow-
háskóla — og handrit hans var i
bókasafni rektors, Maciej frá
Miechow, höfundar „De duabus
Sarmatis”.
Menntuö
borgarastétt
Næmi Kópernikusar á æsku-
árum hans á Italiu fyrir menn-
ingu endurreisnartimans, þar
sem efasemdir hans um réttmæti
jarðmiðjukenningu Ptolomeusar
efldust og hann fann hvatningu til
að taka á ný til við rannsóknir
slnar, var árangur hinnar miklu
menntunar og menningar I Pól-
landi á þessum tima, sem þá áttu
sitt blómaskeið. Hann átti það að
þakka þvi andrúmslofti upp-
lýstrar borgarastéttar, sem hann
kom úr. Þar rikti áhugi ekki að-
eins á þeim efnahagslegu
breytingum, sem áttu sér stað um
þessar mundir i Póllandi og
Evrópu, heldur einnig á nýjum
stefnum og hugmyndum, sem
bárust með verzlunarstraumun-
um. Börn borgarastéttarinnar
kynntust þessu vegna náinna
tengsla við Krakowháskóla, sem
nú hafði opnað borgarstéttinnni
leið til visindalegs, stjórnmála-
legs eða geistlegs frama.
Kópernikus gerðis sér vel ljóst
hvilikri hugmyndabyltingu kenn-
ing hans hafði valdið. Hann
bjóst einnig við að menn mis-
skildu hana. Þvi eins og Jóhann
Wolfgang Goethe sagði réttilega,
„hvenær sem við ætlum að
sanna hugmynd, sem byggist á
náttúrufyrirbrigðum, blekkir það
okkur mest að þessi hugmynd er
oft, eða nær alltaf i ósamræmi við
skilningarvit okkar”.
Sú stærðfræðilega mynd af sól-
kerfinu, sem Kópernikus skapaði,
var flókin. Þvi meir sem stjörnu-
fræðingurinn leitaðist við að hafa
allar niðurstöður sinar i samræmi
við athuganir, þvi meir varð hann
að breyta hinu upprunalega ein-
falda kerfi sinu. Hann efaðist þó
hvergi um að það væri meira en